Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Mæður á Fæðingar- heimilinu fá gjafir Nýlega var Fæðingarheimili Reykjavíkur opnað aftur eftir nokk- urt hlé. í tilefni þess og því að Ungbamablaðið Bambi er komið út ákváðu fyrirtækin Gamabúðin Tinna og J.S. Helgason hf. að gefa þeim konum sem fæddu börnin 25. maí gjafir. Það voru hamingjusam- ar mæður sem veittu viðtöku Ung- bamablaðinu Bamba, gami í peysu og Nivea-barnavörum. Þess má geta að þennan dag fæddust 12 börn og var jöfn skipting milli kynj- anna. Á myndinni má sjá Huga Hreiðarsson, markaðsstjóra Garna- búðarinnar Tinnu, og Ástu Hafþórs- dóttur, sölumann frá J.S. Helgasyni hf., afhenda Kolbrúnu Markúsdótt- ur gjafirnar. Með á myndinni er nýfædd dóttir hennar. 149 voru braut^ skráðir frá KHÍ ALLS luku 149 kennarar og kennaraefni námi við Kennaraháskól- ann í vor af fjórum námsbrautum. Hér á eftir fer listi þeirra. Almennt kennaranám til B.Ed.-gráðu '~i' Alda Baldursdóttir, Alma Hlíð- berg, Anna Guðrún Auðunsdóttir, Anna Kristín Guðmundsdóttir, Anna Lára Lárusdóttir, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Anna Margrét Sig- urðardóttir, Atli Georg Lýðsson, Auður Pálsdóttir, Auður Sigurðar- dóttir, Ágúst Már Jónsson, Ásdís Lovísa Grétarsdóttir, Ásthildur Lov- ísa Grétarsdóttir, Ásthildur Magn- úsdóttir, Bergljót Böðvarsdóttir, Bima Björnsdóttir, Birna Hugrún Bjarnadóttir, Bjarný Sigmarsdóttir, Björk Pálmadóttir, Björn Sigurðs- son, Dagmar Þóra Sævarsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Edda Guð- rún S. Guðfinnsdóttir, Edda Huld Sigurðardóttir, Elín Berglind Vikt- ' orsdóttir, Eiín Einarsdóttir, Elísabet Ingunn Benediktsdóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Gróa Erla Ragnvaldsdóttir, Guðbjörg Eiríks- dóttir, Guðbjörg Grímsdóttir, Guð- björg Ólafsdóttir, Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Guðrún Cortes, Guðrún Dóra Marteinsdóttir, Guð- rún Guðmundsdóttir, Gunnur Bald- ursdóttir, Gyða Björk Jónsdóttir, Hafdís Friðriksdóttir, Hafdís Garð- arsdóttir, Hafdís Garðarsdóttir, Halldóra Jenný Gísladóttir, Heiðrún Óladóttir, Helga Harðardóttir, Helga Ólafsdóttir, Helga Sigrún , Harðardóttir, Herdís Snorradóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Hólmfríður Björg Jónsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Huld Aðalbjarnardóttir, Ingunn Jónsdóttir, Jakob Frímann Þor- s einsson, Jóhann Bjarnason, Jó- hanna Lovísa Gísladóttir, Jóhanna Sigurbjörg Vilbergsdóttir, Krist- björg Gísladóttir, Kristín Bjarna- dóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Helga Valdimarsdóttir, Kristín Helgadóttir, Kristín Hildur Thorar- ensen, Kristín Kristófersdóttir, Kristín María Indriðadóttir, Kristín jíverrisdóttir, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, Kristján Freyr Helgason, Laufey Gísladóttir, Lára Gunndís Magnúsdóttir, Linda Björk Bergsveinsdóttir, Margrét Snæ- björnsdóttir, María Jóhanna Hrafnsdóttir, María Jónsdóttir, María Lea Guðjónsdóttir, Oddfríður Kristín Traustadóttir, Ólafur Vest- , œann Þóroddsson, Ragnheiður ‘Matthíasdóttir, Rannveig Hafberg, Rannveig Lydía Benediktsdóttir, Rósa Gunnarsdóttir, Rut Berg- steinsdóttir, Rut Indriðadóttir, Ses- selja Traustadóttir, Signý Ingadótt- ir, Sigríður Gylfadóttir, Sigrún Að- alsteinsdóttir, Sigrún Björk Cortes, Sigrún Elín Svavarsdóttir, Sigrún Erla Ólafsdóttir, Sigrún Guðmunds- dóttir, Sigrún Jónína Baldursdóttir, Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir, Sig- urbjörg Björnsdóttir, Sigurbjörg Róbertsdóttir, Sigurborg Hrönn Sævaldsdóttir, Sigurður Halldór Jesson, Sjöfn Katrín Aðalsteins- dóttir, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sólrún Höskuldsdóttir, Stefanía Baldursdóttir, Steinunn Hulda The- ódórsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Unnur Pálsdóttir, Vilborg Einars- dóttir, Vilborg Sigurveig Halldórs- dóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, - Ægir Rúnar Sigurbjörnsson, Ægir Örn Sveinsson, Órn Alexandersson. Viðbótarnám kennara Albert Ríkharðsson, Ágústa Oddsdóttir, Börkur Vígþórsson, Dagný Guðmundsdóttir, Erna Matt- híasdóttir, Heiðmar Jónsson, Herm- ína Gunnþórsdóttir, Hildur Sigurð- ardóttir, Móeiður Gunnlaugsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigríður Ól- afsdóttir. BA-gráða í hússtjórnarfræðum Anna Sigurðardóttir, Ásdís Guð- mundsdóttir, Fríða Ásbjörnsdóttir, Greta F. Kaldalóns, Helga Gunnars- dóttir, Ingunn Valtýsdóttir, Jónína Ólöf Emilsdóttir, Stefanía V. Stef-- ánsdóttir, Svanhiidur Gunnarsdótt- ir. Kennsluréttindanám fyrir framhaldsskólakennara Árni Sigurður Sigurðsson, Birgir Bjarnason, Birgir Sörensen, Björn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Emil Gautur Emilsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, Guðni Kolbeinsson, Guðrún Sigríður Sævarsdóttir, Hrafnkell Marinósson, Ingvar Grét- ar Ingvarsson, Jónína Margrét Sævarsdóttir, Páll Hlöðversson, Páll Indriði Pálsson, Pétur Ólafur Hermannsson. Kennsluréttindanám fyrir grunnskólakennara Sigurlaug Jónsdóttir. Ný handbók Tryggingastofn- unar um almennatryggingar Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri afhendir Guðmundi Árna Stef- ánssyni heilbrigðisráðherra hina nýju upplýsingahandbók Trygg- ingastofnunar, með ósk um að hún komi honum að góðu gagni í starfi hans sem ráðherra tryggingamála. KOMIN er út upplýsingahandbók Tryggingastofnunar rikisins. Til- gangur hennar er að auðvelda starfsmönnum Tryggingastofn- unar og umboða hennar dagleg störf. Einnig er hún ætluð starfs- mönnum sjúkrahúsa, dvalarstofn- ana, félagsmálastofnana og öðrum sem ætla má að þurfi að veita al- menningi upplýsingar um al- mannatryggingar. Handbókin skiptist í 7 kafla. Fyrsti kaflinn er um Iífeyristryggingar, annar um slysatryggingar, þriðji um sjúkrahústryggingar, fjórði um al- menn ákvæði almannatrygginga, fimmti um samninga við erlend ríki, sjötti inniheldur tölulegar upplýs- ingar og sá sjöundi um aðra mála- flokka sem tengjast Tryggingastofn- un svo sem atvinnuleysistryggingar. Bókina ber að nota samhliða al- mannatryggingalögunum. Hver kafli byggist á lögum, reglugerðum, sam- þykktum og vinnureglum sem tengj- ast hveijum málaflokki. Bókin er gefin út á vegum félags- mála- og upplýsingadeildar og er í lausblaðaformi til að auðvelda að halda henni ávallt réttri. Þegar lög- um eða reglum er breytt eru viðeig- andi breytingar sendar handbókar- höfum á nýjum blaðsíðum, sem koma í stað hinna eldri eða bætast við þær sem fyrir eru. Nýjustu upplýsingar ættu því alltaf að vera fyrir hendi í bókinni. Handbókin hefur ekki lagagildi og er ekki tæmandi heimild um allt sem lýtur að málefnum Tryggingastofn- unar. Ef um vafaatriði er að ræða ber að leita í tilvísanir í lok hvers kafla og lesa sér til í frumgögnum. Katrín A. Sverrisdóttir í upplýsinga- deild hefur haft veg og vanda af gerð bókarinnar í samráði við lög- fræðinga og aðra starfseminn Trygg- ingastofnunar. (Úr fréttatilkynningu) Ráðstefna um heilsufar á norðurslóðum Þjálfun er nauðsynleg til að koma í veg fyrir ofkælingu OFKÆLING getur verið mjög hættuleg fyrir þá sem vinna í köldu umhverfi eins og oft er á Islandi á veturna. Þegar unnið er í kulda er nauðsynlegt að tekin séu fleiri vinnuhlé en venjulega og að í þeim komist menn í hlýtt skjól. Við veru út í kulda, t.d. upp á fjöllum, er mikilvægt að forðast ofþornun en mikil hætta er á henni, þar sem fólk verður ekki vart við þorsta undir slíkum kringumstæðum. Ofangreindar fullyrðingar komu fram á ráðstefnu um heilsufar á norðurslóðum hjá Per-Ola Granberg, yfirmanni skurðdeildar Karólínska Háskólans í Svíþjóð, og A. M. Os- orio, sem kynnti niðurstöður könnun- ar yfirdeildar heilsugæslu í Kalifor- níu um áhrif kulda á menn, sem vinna í köldu veðri. Áhrif kulda Granberg hefur kannað áhrif kulda á líkamsstarfsemi og sagði að ef fólk þyrfti að haldast við úti í kulda í einhvern tíma, t.d. ef það kæmist ekki til byggða af ijöllum og þyrfti að grafa sig í fönn, væri líklega eina leiðin til að sjá hvort lík- aminn væri farinn að kólna og þoma upp að gæta að lit þvagsins frá sér. Ef það væri ljóst væri allt í lagi en ef það væri dökkt væri hætta á of- þomun líkamans og þyrfti þá að drekka mjög mikið af vatni. Osorio sagði að norðarlega í Kali- fomíu yrði oft mjög kalt. I samtali við Morgunblaðið sagði hún að að- stæður á íslandi gætu vel fallið und- ir niðurstöður rannsóknanna, því þótt ekki væri mikið frost hér þá væri vindur oft svo mikill að kæling- in yrði mikil. Þjálfun starfsmanna „Þjálfun starfsmanna mundi felast í því hvernig ætti að nota hlífðarföt og hvemig væri hægt að vinna vinn- una á sem öruggastan hátt. Það verð- ur að segja nýliðum frá því hver séu fyrstu merki ofkælingar og kulda- tengdra sjúkdóma svo þeir geti gert viðvart um leið og þeir sjá einhver einkenni,“ sagði Osorio. „Þetta er ekki bara spurning um mikinn kulda, heldur það að vera að vinna úti í lengri tíma þegar veður er kalt, blautt og vindasamt. Það, sem gerist þegar maður kemst í snertingu við kulda, er að fingurnir dofna og hæfi- leikinn til að handleika hluti með fingrunum minnkar. Smám saman getur það færst út í hendumar eða andlitið og maður byijar að vinna hægar,“ sagði hún. Hjá Guðmundi Eiríkssyni, um- dæmisstjóra hjá Vinnueftirliti ríkis- ins, fengust þær upplýsingar að eng- in könnun hefði verið gerð á þessum málum hérlendis en hin síðari ár hefðu hins vegar góð hlífðarföt færst í vöxt enda hefði verð þeirra lækkað um leið og gæðin hefðu aukist. Inn á borð til Vinnueftirlitsins hefðu ekki komið nein dæmi um ofkælingu starfsmanna en hann taldi þetta verðugt rannsóknarverkefni. EKKI gengur laxveiði betur norðan heiða en sunnan, þannig eru árnar í Húnavatnssýslunum mjög daufar, eins og sjá má af meðfylgjandi tölum. Stórir í Víðidalsá... „Það eru komnir 58 laxar á land, þeir stærstu tveir 17 punda,“ sagði Brynja Eyþórsdóttir í veiðihúsinu að Tjarnarbrekku í gærdag. Stóru laxarnir tveir veiddust í Steinafljóti og af gömlu brú, en Brynja sagði bara örfáa laxa vera undir 10 pund- um enn sem komið væri. „Þeir fengu sex í morgun, þþannig að menn eru bjartsýnir á framhaldið," sagði Brynja og bætti við að ágætt vatn væri í ánni þessa dagana. „Vildi vera hressari...“ „Ég vildi gjarnan vera hressari, hér eru allar aðstæður upp á það besta, en það vantar bara laxinn saman við,“ sagði Böðvar á Barði í Miðfirði. 50 laxar voru komnir úr ánni um miðjan dag í gær, yfir- leitt vænir fiskar, en þó hefur að- eins orðið vart smálaxa að und- anförnu. „Það boðar í sjálfu sér gott fyrir smálaxagöngur að sjá smálax í júní, maður vonar það besta,“ sagði Böðvar. Hann sagði að þrátt fyrir allt væri dálítið af fiski, en það sem væri komið í ána tæki í ofanálag illa. Lélegt í Vatnsdalnum... Lítið hefur aflast í Vatnsdalsá, aðeins 18 laxar voru komnir á land á hádegi í gær, að sögn Bjargar Erlingsdóttur í veiðihúsinu Flóð- vangi. Stærsti laxinn veiddist í gærmorgun, 18 punda. Björg sagði menn sjá lítið af laxi og að áin væri vart enn orðin skikkanleg. Enn væri hún vatnsmikil og köld. Hér og þar... Fyrsti laxinn í Eystri Rangá veiddist í gærmorgun, 8 punda fiskur var dreginn á Bergsnefi.of- arlega í ánni. Enginn lax veiddist þar í júní í fyrra. Nokkuð meiri afli hefur verið tekinn úr Laxá í Kjós heldur fram kom í Morgunblaðinu í gær, munar þar nokkrum fiskum og skal rétt vera rétt. Sagt var að tæplega 40 laxar væru komnir, en þar átti að standa tæplega 60. Þegar tölur eru ekki hærri, munar um minni skekkjur. Samningur.... Veiðiménn í Kjósinni hafa ugg- laust tekið eftír því hversu rækilega allir leiðsögumennimir eru merktir bandaríska fyrirtækinu Orvis. Þeir eru með nafnið á húfum, vestum og vöðlum, auk þess sem þeir reifa alla helstu kosti Orvistækja við við- skiptavini sína. Rótin að þessu er samningur sem Macom, Orvis á íslandi, gerði við veiðifélagið Lax-á, sem leigir Laxá. Orvis sér leiðsögumönnunum fyrir tólum og tækjum á sérstöku gæðaverði og á móti kemur það sem reifað hefur verið. Að auki er í gangi nokkurs konar,, “heimsendingarþjónusta" Orvis á veiðigræjum upp í Kjós. Svona lagað er nýtt hér á landi, en erlendis tíðkast þetta og þaðan er fyrirmyndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.