Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLABID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK sim 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Stórar útgerðir geyma aflakvóta MORG af stærstu útgerðarfyrirtækjunum reikna með að geyma kvóta á milli fiskveiðiára í haust, mismunandi mikið eftir fyrir- tækjurn. Skagstrendingur hf. reiknar með að fullnýta geymslu- rétt sinn og flytja 1.400 þorskigildi á milli áranna en Haraldur Böðvarsson hf. reiknar með að þurfa að flytja Iítið magn, aðal- lega ýsu, þar sem útgerðin lét línu- og netabáta veiða töluvert fyrir sig í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá Utgerðarfélagi Akureyringa og Samheija er reiknað með að ekki verði flutt eins mikið af kvóta nú og í fyrra en þá flutti ÚA 1.600 þorskígildistonn á milli ára og Samheiji 1.500 tonn. ÚA hefur samið við línubáta í vetur um veið- - ar á kvótum útgerðarinnar en Samheiji ekki þar sem útgerðin ræður ekki yfir frystihúsi í landi. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samheija segir að flutningur á kvótanum í fyrra hafi að mestu verið stjórnunarlegs eðlis þar sem þeir hafi séð fram á sam- dráttinn í kvótaúthlutuninni á þessu ári. Sjá nánar á blaðsíðu 17: „Skag- strendingur fullnýtir..." Áhrif samdráttar og atvinnuleysis á ríkissjóð Um tíu milljarða minni tekjur og aukin útgjöld SAMKVÆMT lauslegu mati fjármálaráðuneytisins hefur samdráttur í þjóðarbúskapnum á síðasta ári og í ár ásamt auknu atvinnuleysi valdið því að tekjutap ríkissjóðs á yfir- andi framkvæmda. Samtals er því um að ræða tæplega tíu milljarða króna sem samdráttur og atvinnu- leysi á þessu og síðasta ári eru talin kosta ríkissjóð. JAFNT rigndi á réttláta sem rangláta á landinu í gær eins og krakkarnir, sem voru að leggja túnþökur í Reykjavík, urðu ábyggilega varir við. Um helgina verður áfram vætusamt vestanlands og með suður- ströndinni. Hinsvegar verður þurrt að mestu norðaustanlands. Vinnusöm í votviðri Morgunblaðið/Einar Falur standandi ári verði um fimm milljarðar króna. Megin ástæða þessa er minnkandi velta í þjóð- arbúinu. Þessar upplýsingar voru kynntar á fundi ríkis- stjórnar um fjárlagagerðina í vikunni. Þessu til viðbótar verða útgjöld ríkissjóðs til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs væntanlega tveimur milljörðum króna hærri í ár en ' áfið 1991. Samtals er því um að ræða sjö milljarða kr. hagræn áhrif á afkomu ríkissjóðs vegna samdráttarins, samkvæmt upplýs- ingum Halldórs Árnasonar, skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Auk ofnagreindra samdráttar- áhrifa gera fjárlög þessa árs ráð fyrir 1.800 milljónum króna til sérstaks átaks í atvinnumálum. Einnig liggur fyrir yfirlýsing ríkis- stjómarinnar sem gefín var í tengslum við gerð kjarasamninga á milli ASÍ og VSÍ um einn millj- arð kr. til viðbótar til atvinnuskap- Jóhanna Sigurðardóttir segfir af sér sem varaformaður Alþýðuflokksins Lýsir vanþóknun á vimni- brög’ðum Jóns Baldvins JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra tilkynnti í gær að hún segði af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum. Hún segir að með afsögn sinni vilji hún lýsa vanþóknun á vinnubrögðum og starfsháttum Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns flokks- ins. Jóhanna mun áfram starfa sem ráðherra. í viðtali við Morgun- blaðið í gærkveldi sagði Jóhanna aðspurð að ekki væri tímabært að svara því hvort hún hygðist bjóða sig fram gegn Jóni Baldvin sem formanni á næsta flokksþingi. Jóhanna Sigurðardóttir segir að lengi hafí verið erfiðleikar í sam- skiptum þeirra Jóns Baldvins, en dropinn sem fyllti mælinn hafí ver- ið vinnubrögð hans í tengslum við nýlegar breytingar á ráðherraskip- an. Jón Baldvin hafi viljað ákveðna niðurstöðu í því máli og spilaði þar Gengi krómumar lækkað á mánudag? VAXANDI líkur eru á því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að gengi íslenzku krónunnar verði fellt þegar á mánudag, en Morgunblaðið skýrði frá því í gær, að gengisbreyting væri til umræðu innan ríkisstjórnarinnar. Telja má víst, að samstaða hafi tekizt á milli þeirra þriggja ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, sem komið hafa að málinu, þeirra Dav- íðs Oddssonar, Þorsteins Pálssonar og Friðriks Sophussonar, um geng- iálækkun i tengslum við ákvörðun um niðurskurð þorskafla á næsta fískveiðiári. Hins vegar hefur Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, verið í fríi í útlönd- um en hann kom heim í gærkvöldi eða í nótt og er búizt við miklum fundahöldum ráðherra og sérfræð- inga þeirra um helgina. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er stuðningur við geng- islækkun hjá ráðherrum Alþýðu- flokksins gegn því að fleira fylgi með. Þeir munu hafa ákveðnar hug- myndir um aðrar aðgerðir til viðbót- ar við lækkun á gengi krónunnar. Innan ríkisstjómarinnar hafa verið skiptar skoðanir um það, hvað gengislækkunin ætti að vera mikil. Búizt er við að hún verði á bilinu 5-10%. leikfléttu án samráðs við sig. Áður hafí hún greint Jóni Baldvin frá því að hún væri tilbúin að fara í heil- brigðisráðuneytið ef það mætti greiða fyrir því að Rannveig Guð- mundsdóttir gæti orðið ráðherra. Erfið ákvörðun „Þetta er stór ákvörðun sem ég hef tekið og hún hefur verið mér mjög erfíð. Hún hefur verið mér erfið ekki síst vegna flokksfólksins sem hefur treyst mér til að gegna trúnaðarstörfum innan flokksins. Mér fannst hins vegar nauðsynlegt, til að geta starfað áfram í pólitík, að gera þessi mál upp við mig,“ sagði Jóhanna. Nýr varaformaður valinn af flokksstjórn Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að nýr varaformaður yrði vænt- anlega valinn á fundi flokksstjórn- ar, sem er æðsta stjórn flokksins milli flokksþinga, en um 120 manns eiga sæti í flokksstjórninni. Sagði hann forystumenn í flokknum ekki telja ólíklegt að boðað yrði til flokksstjórnarfundar um næstu helgi, en það væri á valdi formanns flokksins að boða til slíks fundar. Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni- balsson í gærkveldi þar sem hann var á leið til landsins. Sjá ennfremur bls. 16. Bensínverð Esso og Olís lækka en Skeljung- ur bíður OLÍUFÉLAGIÐ og Olís lækk- uðu verð á bensíni í gærmorg- un um 50-60 aura lítrann eftir tegundum. Að sögn Bjarna Snæbjöms Jónssonar markaðs- stjóra Skeljungs var ákveðið að bíða með verðbreytingar vegna frétta um gengisbreyt- ingar. „Þetta er í biðstöðu hjá okkur, en okkur finnst ýmislegt benda til þess að ef verðið er lækkað verði fljótlega tilefni til að hækka aftur á næstu dögum. Okkur fínnst í raun og veru óþarfí að gera svona hlut vitandi það að hitt muni hugsanlega koma til eftir helgina," sagði Bjarni. Hann sagðist telja að umræða um geng- isbreytingar væri komin á það stig að taka þyrfti ákvörðun í því sambandi á allra næstu dögum, en ef ekkert gerðist ætti hann von á að Skeljungur myndi mjög fljótlega lækka verðið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.