Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 Jón Baldvin um afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur Starfar áfram í þingflokki, ráðherraliði og ríkissljórn - og þar með í forystusveit flokksins á óbreyttum forsendum JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að með mikilli virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur gæti hann ekki fallizt á, að hann hafí sýnt ofríki í sambandi við val á nýjum ráðherrum Alþýðuflokksins eða borið hana ráð- um. Þvert á móti hefði hann vegna hótana hennar um að una ekki niðurstöðunni ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu í þingflokknum um val ráðherra. Hvernig hægt væri að túlka slík vinnubrögð, sem ofríki væri sér óskiljanlegt. Vegna þeirrar ákvörðunar Jó- hönnu Sigurðardóttur að segja af sér varaformennsku í Alþýðu- flokknum kvaðst Jón Baldvin vilja taka fram eftirfarandi: Jóhanna Sigurðardóttir leggur sjálf á það áherzlu, að hér sé ekki um pólitískt ágreiningsefni að ræða innan Al- þýðuflokksins. Hún gerir engan ágreining við stefnu flokksins né ríkisstjómarsamstarf og heldur áfram störfum í þingflokki, ráð- herraliði flokksins og í ríkisstjórn. Hún heldur því áfram á óbreyttum forsendum í forystusveit flokksins. Það sem breytist er, að flokks- stjómin stendur frammi fyrir því að velja annan varaformann. Starf varaformanns er illa skilgreint í flokkslögum en yfirleitt hefur verið til þess ætlazt, að varaformaður beri meiri ábyrgð á innra starfi flokksins. Þrautrætt í flokksstjórn Annað: Jóhanna segir, að þetta sé því persónulegt málefni en ekki pólitískt. Hún geti ekki lengur búið við ráðríki mitt og nefnir ráðherra- skipti flokksins á dögunum, sem komið, sem fyllti mælinn. Það mál er reyndar útkljáð og þrautrætt í flokksstjóm fyrir löngu. Hefðin er sú, að formaður Alþýðuflokksins gerir tillögur um einstaklinga til ráðherrastarfa á vegum þing- flokksins. í 77 ára sögu flokksins hafa þær tillögur hingað tii verið samþykktar. Formaður leggur slíka tillögu að sjálfsögðu aldrei fram nema að höfðu rækilegu sam- ráði, ekki bara við varaformann heldur við alla meðlimi þingflokks- ins og reyndar ýmsa forystumenn flokksins fyrir utan raðir þing- flokks. Formaður verður að vera viss um, að tillaga hans njóti meiri- hlutastuðnings og að minnihlutinn uni niðurstöðu, ef uppi er ágrein- ingur. Ég hugðist leysa þetta mál skv. hefð og venjum og hef reynd- ar þegar skýrt frá því, hvemig málið var afgreitt. Ég gerði tillögu um, að Sighvatur Björgvinsson tæki við ráðherraembætti af Jóni Sigurðssyni. Ég gerði tillögu um, að Guðmundur Árni Stefánsson tæki við embætti heilbrigðis- og tryggingaráðherra af Sighvati Björgvinssyni. Um þessar tillögur var allsheijarsamkomulag í þing- flokknum, Jóhanna Sigurðardóttir ekki undanskilin. Það var aðeins ágreiningur um eitt, val á umhverf- isráðherra. Með samtölum mínum við alla þingmenn hafði ég komizt að því, að það var mjótt á munum milli Rannveigar Guðmundsdóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Samtöl mín við þingmenn eru að sjálfsögðu trúnaðarmál en ég taldi mig hafa upplýsingar um, hvemig meirihlutinn lægi og hann væri eins og síðar kom á daginn. Þá gerðist það, að varaformaðurinn hótaði mér því, ef tillaga mín til þing- flokks yrði henni ekki að skapi, að segja af sér varaformennsku á flokksstjórnarfundi. Til þess að fírra vandræðum ákvað ég af þessu tilefni að víkja frá hefðbundnum reglum. Ég lét því þingflokkinn ganga til atkvæðagreiðslu milli Rannveigar og Össurar, þannig að meirihlutavilji kæmi í ljós. Nið- urstaðan var: 7 atkvæði á móti 5. Jón Baldvin Hannibalsson Niðurstaða atkvæðagreiðslu verður ekki rengd. Ég gekk út frá því sem vísu, að eftir það rengdi enginn niðurstöðu sem fengin var með leynilegri at- kvæðagreiðslu í þingflokki og allir mundu una þessum úrslitum. Rannveig Guðmundsdóttir tók sér umhugsunarfrest en hefur síðan tilkynnt, að hún uni niðurstöðunni. Varaformaðurinn hins vegar ekki. Með mikilli virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur get ég ekki fallizt á, að ég hafi sýnt ofríki í þessu máli eða borið hana ráðum. Þvert á móti: Vegna hótana hennar um að una ekki minni tillögu lét ég þingflokkinn ganga til atkvæða. Hvemig þau vinnubrögð verða túlkuð sem ofríki formanns er mér óskiljanlegt. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt, að ég hafi tekið þessar ákvarðanir án samráðs við sig. í fyrsta lagi tók ég enga ákvörðun í þessu deilumáli heldur þingflokk- urinn. í annan stað réði ég ekki tímasetningu. Hún réðst af því þegar Jón Sigurðsson tilkynnti mér, að hann mundi sækja um auglýst starf Seðlabankastjóra. í þriðja lagi átti ég maraþonsamtöl við varaformann minn til Majorka, þar sem ég sagði henni hreinskiln- islega allt um mína afstöðu, eins og ég er reyndar vanur. Sú stað- reynd, að varaformaður felldi sig ekki við, að formaður gerði tillögur skv. 77 ára hefð segir ekkert um mín vinnubrögð. Viðbrögð mín voru hins vegar þau, að ég lét meiri- hlutaviljann koma í ljós í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún verður ekki rengd. Það stoðar ekki að kalla það leikfléttu. Við hljótum öll að bera þá virðingu fyrir samþingsmönnum okkar, að þeir láti samvizku sína ráða í leynilegri atkvæðagreiðslu við val á trúnaðarmönnum. Ber Jóhönnu vel söguna Almennt um samstarf okkar vil ég bera Jóhönnu miklu betri sögu en hún ber mér. Það er að vísu rétt, að þegar ég hef þurft að leita til samráðherra til að gegna fyrir mig vegna fjarvista sem utanríkis- ráðherra hef ég leitað meira til Jóns Sigurðssonar, Sighvats eða Eiðs. Það var ekki af meinbægni við varaformanninn. Ég hef ein- faldlega ekki orðið þess var, að hún láti sig varða utanríkismál eða ut- anríkisviðskiptamál eða mótun efnahags- og atvinnustefnu. Eink- um framan af okkar samstarfi. Hún einbeitti sér að sínum málum, einkum húsnæðis- og sveitar- stjómamálum og „sínu ráðuneyti". Ég fullyrði, að til skamms tíma hefur hún verið fegin að þurfa ekki að dreifa kröftunum. Enda sannleikurinn sá, að það hefur ekki komið að sök eins og vinnubrögðum er háttað í þingflokki Alþýðu- flokksins. Þar eru öll mál rædd mjög opinskátt og ítarlega og gild- ir einu hvort um er að ræða ríkisfj- ármál, sjávarútvegsmál, landbún- aðarmál eða utanríkismál. Mál- efnalégt samráð er skv. hefð mjög mikið innnan þingflokks Alþýðu- flokksins, meira en mér virðist það vera í öðrum þingflokkum, þar sem ég þekki til. Þrotabú Miklagarðs selur ógreiddar vörubirgðir á útsölunni Frumvarp um eignarrétt vöruseljanda undirbúið BREYTA þarf lögum til að tryggja heildsölum eignarrétt yfir vörum sem fyrirtæki sem verða gjaldþrota hafa fengið út í reikning. Frum- varp til slíkra laga verður líklega lagt fyrvr á næsta þingi, en að sögn Birgis Rafns Jónssonar, formanns Islenskrar verslunar, hafa samtökin beitt sér fyrir breytingum á þessu sviði. I grein í Morgunblaðinu í gær eftir Jenný Stefaníu Jensdóttur framkvæmdastjóra er gagnrýnd sú ákvörðun bússtjóra Miklagarðs um að efna til útsölu á vörubirgðum verslunarinnar sem hafi að stærst- um hluta verið keyptur út á reikn- ing hjá heildsölum. Jenný segir í grein sinni að „„stórútsala aldarinn- ar hjá Miklagarði" endurspeglar í hnotskurn hið sjúka og siðlausa viðskiptaumhverfi sem verið hefur að festa rætur hér á íslandi undan- farin misseri og ár.“ Hagur lánastofnana Birgir Rafn Jónsson segir að þetta sé framkvæmdin eins og hún hafi verið hérlendis. „Við höfum gert athugasemdir við tilfærslu á eignarrétti á ógreiddum vörum. Við höfum verið óhressir með það hvernig eignarrétturinn gengur yfir til þrotabúsins. Aðrir aðilar, eins og lánastofnanir, hafa haft hag af því að þetta sé með þessu fyrir- komulagi. Bankar eru framar með tryggingar og fá fyrst eitthvað út úr þrotabúum með þessuin hætti,“ sagði Birgir Rafn. Hann sagði að samtökin hefðu bent á í umsögn til viðskiptaráðu- neytisins að í Þýskalandi geti selj- endur vöru tryggt sig með ýmsum hætti gegn því að missa eignarrétt yfir vörunni eins og hafi orðið í Miklagarði. „Við höfum viljað hafa þetta þannig að við gætum fengið vörurn- ar aftur ef til gjaldþrots kemur. En það þarf lagabreytingu til. Lána- stofnanirnar vilja að allt sem komi inn í verslanirnar verði þeirra eign. Þó bera þær nánast alla ábyrgð á því hvernig komið er. Fyrir þær eru Háskólinn hefur átt viðræður um þetta við fulltrúa Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra og heyrnar- skertra og menntamálaráðuneyti en rætt er um að heimspekideild ann- ist þátt málvísinda í náminu, en Samskiptamiðstöð heyrnarlausra allt er lýtur að heyrnarleysi, tákn- máli og túlkun. öll gögn og rekstrarforsendur lagð- ar til að þær láni inn í reksturinn. í þessu tilviki hafa þær veitt fyrir- greiðslu alltof lengi,“ sagði Birgir Rafn. „Heyrnarlausir hafa verið mjög einangraðir í íslensku samfélagi. Táknmál er þeirra tungumál, en vegna skorts á túlkum hafa þeir ekki getað aflað sér nauðsynlegrar starfsmenntunar né nýtt sér aðra þjónustu samfélagsins. Vegna tengsla við íslenskt mál og samfélag er augljóst að þetta nám er betur Ekki átök andstæðra fylkinga > - segir Rannveig \ Guðmundsdóttir RANNVEIG Guðmundsdóttir, I formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, kveðst ekki líta svo á að með afsögn Jóhönnu Sigurð- ardóttur úr embætti varafor- manns flokksins hafi andstæðar fylkingar innan flokksins tekist á, heldur hafi þetta að öllu leyti verið einhliða ákvörðun Jóhönnu einnar. „Jóhanna hefur sjálf tjáð sig á þá leið að hún segi af sér sem vara- formaður af þeim ástæðum að hún vilji losa sig úr því embætti. Ég kannast ekki við að það séu nein átök einhverra fylkinga innan flokksins. Þetta er hennar val,“ sagði i Rannveig. Að.spurð um hvort ákvörðun Jó- hönnu hefði komið sér á óvart sagði Rannveig að hún hefði helst kosið » að flokkurinn nyti áfram krafta hennar sem varaformanns. „Ég veit i að hún hefur hugsað þetta mál og I gefið sér tíma, rétt eins og ég hef hugsað mitt mál. Ég virði hennar niðurstöðu í þessu rnáli." Rannveig sagði að engin leið væri að segja fyrir um hvort afsögn Jó- hönnu hefði miklar breytingar í för með sér fyrir flokkinn. „Ég held að flestu flokksfólki hafi fundist að Jón Baldvin og Jóhanna væru tveir ein- staklingar sem mynduðu gott eyki fyrir okkur á toppnum. Nú breytist það og það er ekkert hægt að segja fyrir um það núna hver kemur í stað Jóhönnu." Engin samtöl um eftirmann Aðspurð um hvort til greina kæmi k að hún byði sig fram sem varafor- mann flokksins sagði hún að sér virtist það óhugsandi núna. „Ég hef i ekki átt þátt í neinum samtölum um * hver komi í stað Jóhönnu." Hún vildi engu spá um hvort af- 1 sögn Jóhönnu væri undanfari þess * að hún byði sig fram gegn Jóni Baldvin í embætti formanns Alþýðu- flokksins. „Ég held sjálf að Jóhanna hafi verið að taka þá einu ákvörðun að segja af sér sem varaformaður og tíminn verður að leiða í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Það virð- ist sem umræðan um allan þennan pakka sé skaðleg flokknum í augna- blikinu,“ sagði Rannveig. • • Olvun á sjó ÖLVAÐIR menn á bátum voru handteknir í Reykjavfk og Hnífs- i dal í fyrrinótt og færðir í fanga- geymslur. Hafnsögubáturinn í Reykjavík var | sendur út að litlum báti þar sem á voru menn á gáleysislegri siglingu um höfnina, að sögn lögreglu. Þeir | hopuðu til sjávar undan hafnsögu- mönnum en voru handteknir þegar þeir lögðust að síðar um nóttina. Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson á ísafirði var sendur að höfninni í Hnífsdal vegna bás á sigl- ingu þar. Lögregla fór með, handtók sjómanninn og geymdi í fanga- geymslum. komið hér heima en erlendis,“ sagði i Sveinbjörn Björnsson háskólarektor j í ræðu sinni. Þá greindi háskólarektor frá því að í haust hæfíst nám fyrir djákna ' í guðfræðideild háskólans og einnig að heimspekideild hefði áhuga á að koma á námi fyrir þýðendur. Þá hefur verið rætt um náms- braut í iðjuþjálfun innan háskólans og um hvernig skólinn gæti stuðlað að háskólanámi í kvikmyndafræði. BA-próf í táknmáli? MEÐAL nýmæla sem í undirbúningi eru í starfi Háskóla íslands er að taka upp kennslu í táknmálstúlkun til BA-prófs innan heimspeki- deildar, að því er fram kom í ræðu Sveinbjörns Björnssonar háskóla- rektors við Háskólahátíð í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.