Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 7 Ferðir útlendinga um ísland í sumar Seint bókað en ekki fækkun frá undanfömum árum SAMKVÆMT upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun sala ferða fyrir útlendinga innan- lands hafa gengið álíka vel ef ekki betur það sem af er sumri en undanfarin ár. Helst hefur þess orðið vart að bókanir hafa í ár verið mun seinna á ferðinni en áður og skaut það sumum ferða- skrifstofum skelk i bringu í upp- hafi sumars. Að sögn Halldórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Safaríferða, hef- ur orðið áberandi fjölgun meðal við: skiptavina hans það sem af er. „í ár hafa um 10-12% fleiri átt við- skipti við fyrirtæki mitt miðað við sama tíma í fyrra,“ sagði Halldór. Hann taldi ástæður fjölgunarinnar meðal annars felast í smæð fyrirtæk- isins. Það selji ódýrar ferðir og leggi mikla áherslu á tjaldferðir, göngu- ferðir og ferðir þar sem sofið er í svefnpokum. Ennfremur er fyrirtæk- ið óháð Frakklandsmarkaði segir Halldór en hann telur að mikil fækk- un Frakka hafi haft nokkuð mikil áhrif á íslenskan ferðamannaiðnað. Sölufólk hjá Ferðamiðstöð Aust- urlands bar sig þokkalega en Mar- grét Blöndal, starfsmaður þar, upp- lýsti að bókanir hefðu gengið tregt fram eftir júníi. Að undanförnu hefur sala ferða aftur á móti tekið nokkuð við sér. „Hjá okkur ber mest á því hversu mjög Þjóðveijum og Englend- ingum fækkar en á móti kemur að Hestamaður í hrakningum HESTAMAÐUR lenti í hrakning- um á Mosfellsheiði aðfaranótt laugardags, villtist frá samferð- fólki en fannst undir morgun við Skálafell. Maðurinn varð viðskila við tvær konur sem hann hugðist ríða sam- ferða frá Stardal að Skógarhólum og þegar maðurinn kom ekki fram var haft samband við lögreglu og óskað aðstoðar hennar við að grennslast fyrir um manninn. í þann mund sem verið var að ræsa út svæðastjórn björgunarsveita á fimmta tímanum í gærmorgun fundu lögreglumenn manninn svo við Skálafell, kaldan, hrakinn og ölvað- an, og kom honum til byggða. Itölum og Frökkum fjölgar." Hjá nokkrum öðrum ferðaskrif- stofum stendur sala ferða í stað milli ára, meðal annars hjá ferðaskrifstof- unni Addís, að sögn Arngríms Her- mannssonar framkvæmdastjóra. Hann taldiþó að aðsókn í styttri ferð- ir ykist en minnkaði í lengri ferðir. * Aætlaðar tekjur af ferðamönnum á árinu um 12,5 milljarðar kr. Veitingamenn hræddir við heimturnar í júlí og ágúst FERÐAMÁLARÁÐ spáir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 2-3% á árinu, en þeir voru 11% fleiri fyrstu fimm mán- uði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að japönskum ferðamönnum, sem samkvæmt evrópskum rann- sóknum eyða langmest allra ferðamanna, fjölgi um 25% í ár. Ekki er jafngott hljóð í öllum veitingamönnum því útlit er fyrir 10-15% samdrátt í gistingu á Hótel Sögu og Hótel ís- landi í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri segir að 2-3% fjölgun erlendra ferðámanna hafi í för með fjölgun gistinótta um 30 þúsund og um 300 milljóna kr. tekjuauka fyrir grein- ina. Fleiri útlendingar komu landsins í maímánuði miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingaeftirlitinu. Þá komu alls 11.225. Færri þátttakendur Forsvarsmenn hótela og gisti- húsa eru almennt ánægðir með út- komuna það sem af er júnímánuði. Birgir sagði að fleiri norrænar ráð- stefnur yrðu haldnar hér á þessu ári en í fyrra. Ráðstefnurnar sæktu ferðamenn sem eyddu talsvert miklu fé á meðan það væri í land- inu og algengt væri að ráðstefnu- gestir tækju rneð sér maka. Jónas Hvannberg hótelstjóri á Hótel Sögu sagði að færri erlendir ferðamenn sæktu ráðstefnur hér- lendis en áður. „Útlitið framundan er ekki sérlega gott. Það má reikna með 10-15% samdrætti í gistinótt- um á Hótel Sögu og það er líka niður á Hótel íslandi, sem við rekum líka. Það eru færri þátttakendur í norrænum ráðstefnum. Það er dap- urt efnahagsástand í Svíþjóð og Finnlandi og svo eru færri ferða- menn frá Suður-Evrópu en í fyrra,“ sagði Jónas. Eftirlitslaus markaður Tekjur af erlendum ferðamönn- um voru um 12,5 milljarðar kr. 1991 en drógust svo saman um milljarð í fyrra. Birgir segir að ætla megi að tekjurnar í ár verði um 12-12,5 milljarðar á þessu ári ef spá um fjölgun erlendra ferða- manna til landsins gengur eftir. Wilhelm Wessman, formaður Sambands íslenskra veitinga- og gistihúsa, sagði að offramboð á gistirými á Reykjavíkursvæðinu sé 150-200 herbergi á háannatíma, fyrir utan mikla svarta atvinnu- starfsemi í útleigu og gistingu sem enginn hefur yfirlit yfir. „Allii' hótelmenn í Reykjavík eru hræddir við heimturnar í júlí og ágúst, en það er einhver tilfinning sem við höfum fyrir þessu. Að sjálf- sögðu er það hinn almenni efna- hagssamdráttur í heiminum svo og offramboð á gistirými," sagði Wil- helm. „Það vantar miklu strangara eft- irlit með þessari einkagistingu. Það þarf að sækja um leyfi fyrir þess- ari gistingu til samgönguráðuneyt- is. Þessu eftirliti er ákaflegá lítið sinnt og fólk kemst upp með að slíka starfsemi án leyfis,“ sagði Wilhelm. Kristján Jónsson framkvæmda- stjóri Kynnisferða sagði ástandið svipað og í fyrra. Hins vegar væru blikur á lofti hvað varðar júlí og ágúst en hann benti á að Flugleiðir hefðu hafið beint flug frá tveimur nýjum borgum, Barcelona og Mílanó, „og ef það kemur eitthvað út úr því dæmi gæti það bjargað miklu. Einkum væri þar um að ræða farþega sem bóka sig seint og koma hingað í krafti þess að hingað er orðin bein leið með flugi. Ég geri mér miklar vonir um að þarna leynist vaxtarbroddur," sagði Kristján. Stefán Gunnlaugsson hjá mat- sölustöðunum Bautanum og Smiðj- unni á Akureyri sagði að fjöldi út- lendra ferðamanna væri samkvæmt væntingum eða jafnvel fleiri í júní en heldur færri íslendingar hefðu komið miðað við það sem búist hafði verið við. Honum leist þokka- lega vel á sumarið. Tveir bílar við vega- eftirlit - en voru 6 áður ÁSTANDIÐ er orðið fyrir neð- an allar hellur þegar aðeins tveir lögreglubílar eru orðnir eftir í vegaeftirliti á lands- byggðinni að sögn Karls Gísla- sonar, aðstoðarvarðstjóra í vegalögreglunni. Flestir voru bílarnir sex og telur Karl það ásættanlegan fjölda. Hann seg- ir samdráttinn enn meira áber- andi vegna þess að líka hafi verið dregið saman hjá staðar- lögreglu. Karl sagði að vegalögreglan reyndi að vera þar sem álagið væri mest og því væri hún mikið á ferð- inni frá Reykjavík til Akureyrar. Sjálfur var hann staddur við Staðarskála þegar rætt var við hann eftir hádegi á föstudag og sagði að umferðin liti nokkuð vel út enda væru fremur fáir á ferlð. Minni hraði Aðspurður sagði Karl að eflaust ætti fækkun í vegalögreglu sinn þátt í fjölgun slysa en hvað fækkun alvarlegra slysa varðaði benti hann á að hraði hefði almennt minnkað. Svo væri ekki eins mikið um illa búna bíla og oft áður. Hvað bíl- beltanotkun varðaði sagði Karl að vegalögreglan tæki eftir því að bíl- beltanotkun væri nokkuð góð á þjóðvegunum. Hins vegar væri erf- itt við að eiga í minni þéttbýlisstöð- um. Bílbeltanotkun væri varla til á sumum stöðum og það viðhorf að varla tæki því að spenna beltið fyrir nokkur hundruð metra væri mjög algengt. Punktakerfi áhrifaríkara Karl sagði að hraðasektir væru alltof lágar en punktakerfí, sem komið hefði verið á í Reykjavík og stefnt væri að með tölvuvæðingu lögreglustöðva á landsbyggðinni, væri til mikilla bóta. Punktakerfið er með. þeim hætti að ökumenn hafa 4 punkta kvóta og missa 1 punkt í hvert sinn sem þeir eru teknir fyrir of hraðan akstur. Þeg- ar svo komið er að því að gefa fimmta punktinn er ökuleyfi öku- mannsins afturkallað. Punktakerf- ið er áhrifarík aðferð og nær til mun fleiri ökumanna en annars að sögn Karls. stendur sem hœst. 10-80% afsláttur Nýtt á útsölunni Frábær bar na gardí nu e fni Okkar glæsílegu leðurtöskur með 30% afslætti Fullt af nýjum efnum á frábæru verbi míM SARA Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • Sími 651660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.