Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 11 hæðir eru á verðgildi hvers árs um sig, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Skattatap upp á 15 milljarða Ríkissjóður hefur þurft að afskrifa verulegar fjárhæðir vegna ógoldinna skatta gjaldþrota fyrirtækja, raunar eru inni í þeim tölum talsverðar áætlanir skattayfírvalda. Það hefur viljað brenna við að óreiða hafi verið á bókhaldi og skýrslugerð aðila sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta. Skattaskýrslum hefurekki verið skil- að og skattar áætlaðir, virðisauka- skattur, lífeyrissjóðsiðgjöld og aðrar greiðslur í vanskilum. Að sögn Inga K. Magnússonar hjá Ríkisendurskoð- un söfnuðust upp um tíma inn- heimtumál þar sem vafi lék á niður- stöðu, en árið 1990 var gert átak í að hreinsa til í bunkanum sem safn- ast hafði upp og skýrir það að hluta mikla aukningu afskrifta ríkissjóðs það ár. Innheimtumenn ríkissjóðs senda Ríkisendurskoðun lista yfir þau félög sem gjaldþrotaskiptum er lokið hjá og ef ekkert hefur fengist upp í kröfur eru þær afskrifaðar með öllu. Einnig senda embættin lista yfir bú sem eru í gjaldþrotaskiptum og eru kröfur í þau færðar niður um 75%, raunin er sú að minna innheimt- ist úr þrotabúum en þau 25% sem látin eru standa. Ekki fer á milli mála að mikil aukning afskrifta milli ára endurspeglar gjaldþrotahrinuna sem gengið hefur yfir á síðustu árum. Á tímabilinu 1988 til 1992 nema beinar og óbeinar afskriftir ríkissjóðs vegna tapaðra krafna tæpum 15 milljörðum króna. Það skal tekið fram að talan fýrir 1992, sem nemur um þriðjungi heildarupphæðarinnar, er bráðabirgðatala en þó nærri lagi. Ríkistryggð laun Ábyrgðarsjóður launa tók til starfa 1. mars í fyrra og er hann fjármagnaður með 0,2% af trygging- argjaldi, sem lagt er á atvinnustarf- semi í landinu. Hlutverk sjóðsins er að greiða launþegum það sem þeir eiga inni hjá gjaldþrota vinnuveitend- um og þar til lögboðnum ujopsagnar- fresti þeirra er lokið. Ábyrgist sjóður- inn kröfur sem hlotið hafa umsögn skiptastjóra eftir 1. mars 1992. Auk beinna launa gréiðir sjóðurinn launa- tengda liði eins og lífeyrissjóðsið- gjöld, bæði 6% framlag atvinnurek- anda og 4% framlag launþega, og skylduspamað. Fram að því að Ábyrgðarsjóðurinn tók til starfa komu launagreiðslurnar beint úr rík- issjóði undir liðnum Ríkisábyrgð á launum. Orlofslaun, vegna fyrirtækja í greiðsluerfiðleikum, eru áfram greidd úr ríkissjóði. Á því tímabili sem um ræðir, 1988 til 1992, hafa verið greiddir rúmlega 1,3 milljarðar króna vegna ríkisábyrgðar á launum. Það sem af er þessu ári, eða til 15. júní, var búið að greiða út um 101 milljón króna úr Ábyrgðarsjóðnum, að sögn Ólafs B. Andréssonar hjá Ábyrgðarsjóði launa. Innlánsstofnanir Bankar og sparisjóðir hafa ekki farið varhluta af gjaldþrotahrinunni, bæði hvað varðar atvinnulífið og fjár- mál einstaklinga. Innlánsstofnanir fylgja þeirri meginreglu að færa öll sennileg töp útlána sem rekstrargjöld og á móti þeim innlegg á afskrifta- reikninga útlána. Framlög íslenskra innlánsstofnana á afskriftareikninga hafa vaxið jafnt og þétt frá árinu 1988, ef undanskilið er árið 1991, þegar framlögin lækkuðu lítillega. Sú lækkun var heldur betur bætt upp með framlögum 1992, en þau voru nánast þrefalt meiri en árið áður. Bankamenn sem rætt var við töldu það sem lagt er á afskriftareikninga réttari vísbendingu um þróun mála, heldur en þær fjárhæðir sem teknar eru út af reikningunum vegna af- skrifaðra útlánatapa. Bankastjórn- endur leggi til hliðar það sem þeir telja sennilega tapað, síðan sé það oft háð uppgjörstíma þrotabúa og öðrum tæknilegum atriðum hvenær töpin eru færð út af afskriftareikn- ingunum. Bankamir hafa ekki neinn hag af því að ofmeta afskriftaþörf, því upphæðin sem lögð er á afskrifta- reikning dregst frá útlánastofni bankanna. Afskriftareikningurinn verður því ekki dulinn varasjóður innlánsstofnunarinnar. ívar Guðjónsson, nýbakaður við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands, AFSKRIFTAREIKNINGAR ÚTLÁNA 1988-92 Upphæðir eru í milljónum kr. og á verðlagi hvers árs 7.171 Lagt á afskrifta- reikninga Samtals: 15.142 m.kr. Bankar og Samtals: 6.805 m. kr. 1988 ’89 '90 '91 '92 1988 ’89 ’90 '91 ’92 6.822 Lagt á afskrifta- reikninga Samtals: 13.945 Fjárfestingalánasjóðir Töpuð útlán Samtals: 8.002 m. kr. 1988 ’89 '90 '91 ’92 1988 '89 '90 ’91 '92 skrifaði kandídatsritgerð um útlána- stjórnun og útlánatöp bankakerfís- ins. Hann bar saman íslenska banka- kerfið og banka á hinum Norðurlönd- unum í þessu tilliti, en útlánatöp norrænna banka verið slík undanfar- in ár að vakið hefur athygli á alþjóða- vettvangi. Ritgerðin er hin áhuga- verðasta lesning fyrir þá sem láta sig þessi mál varða. Það er nokkur munur á því hvað viðskiptabankarnir hafa þurft að afskrifa mikið af töpuð- um útlánum og kemur Búnaðarbank- inn best út úr þeim samanburði, sam- kvæmt niðurstöðum Ivars Guðjóns- sonar. Rekur Ivar það meðal annars til meiri miðstýringar í útlánum hjá Búnaðarbankanum. í hinum við- skiptabönkunum var útlánavaldinu dreift til fleiri aðila sem reyndust mishæfír til að fara með það vald. Samsetning viðskiptavinahópa bank- anna hefur einnig áhrif á afkomu þeirra, til dæmis má benda á að um 70% af sjávarútveginum er í viðskipt- um í Landsbanka og bankinn því viðkvæmur fyrir áföllum í þeirri grein. Bankaeftirlit og hagfræðideild Seðlabankans fylgjast meðal annars með breytingum á afskriftareikning- um útlána innlánsstofnana og fjár- festingalánasjóða. Hjá Seðlabanka fengust tölur fyrir innlánsstofnanir til ársins 1992 en tölur um afskrifta- reikninga fjárfestingalánasjóða að- eins til ársins 1991, enda ársreikn- ingar fyrir árið 1992 á lokastigi hjá mörgum sjóðum. Haft var samband við forráðamenn þeirra 20 sjóða sem eru með í samanburði Seðlabankans og fengnar upplýsingar um stöðu afskriftareikninga útlána í árslok 1992. Fjárfestingalánasjóðir Áföll í atvinnulífinu koma þungt niður á sjóðakerfinu sem lánar fjár- magn til atvinnufyrirtækja. Saman- burðurinn leiðir í Ijós að verulega hefur dregið úr framlögum á af- skriftareikninga frá árinu 1991, enda sker það sig úr með há framlög. Þannig lögðu atvinnuvegasjóðirnir 6,75 milljarða til hliðar vegna af- skrifta 1991 og bera Framkvæmda- sjóður, Byggðastofnun og Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsgreina 5,8 milljarða af þeirri upphæð. Beinar afskriftir á tímabilinu 1988 - 1992 eru hæstar hjá Byggðastofn- un, 1,6 milljarðar, og Framkvæmda- sjóði rúmlega 1,8 milljarðar. Að sögn Árna Thorlacius aðalbókara tapaðist fé Framkvæmdasjóðs að mestu á fiskeldi og ullariðnaðinum og mun fiskeldið einnig vega þungt hjá Byggðastofnun. Auk beinna af- skrifta sem þegar hafa farið fram hefur Framkvæmdasjóður leyst til sín eignir sem flestar eru óseldar. Sem stendur er ekki mikil eftirspurn eftir seiða- og fiskeldisstöðvum eða ullarverksmiðjum og því eru þessar eignir nokkur vonarpeningur. Ef og þegar hinar uppteknu eignir seljast er viðbúið að þær sölur verði með tapi. Svipað mun ástatt hjá fleiri fjár- festingalánasjóðum. Afskriftir Stofnlánadeildar land- búnaðarins vegna tapaðra útlána voru óverulegar allt til ársins 1991, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Pálssyni bankastjóra Búnaðarbank- ans og fyrrum framkvæmdastjóra Stofnlánadeildarinnar. Lagðar hafa verið 830 milljónir á afskriftareikn- ing Stofnlánadeildar og á þessu ári er reiknað með að afskrifaðar verði allt að 650 milljónir króna vegna loðdýraræktar. Þessar afskriftir eru vegna sérstakra stjórnvaldsaðgerða, segir Stefán, en Alþingi samþykkti í vetur að afskrifa mætti allt að helm- ingi lána vegna loðdýraræktarinnar. Lánveitendum mismunað Lánveitendur sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að því að tryggja útlán. Þannig er Fiskveiða- sjóði tryggður með lögum 1. veðrétt- ur í þeim skipum sem keypt eru fyr- ir lán úr sjóðnum, enda oft um stór- an hluta kaupverðs að ræða. Svipað- ar reglur gilda um Stofnlánadeild landbúnaðarins og lán til fjárfestinga í búskap. Þá var því haldið fram að sterk tilhneiging ríkti hjá Iðnlána- sjóði og Iðnþróunarsjóði að krefjast 1. veðréttar fyrir sínum lánum. Áðr- ir lánveitendur koma fyrir aftan stofnlánasjóðina í veðsetningaröðinni og getur það skipt sköpum um hvort tryggingar fyrir lánum reynast ein- hvers virði ef ganga þarf að veðum. Höfðu sumir viðmælendur á orði að lögskipuð forréttindi af þessu tagi væru úrelt á nútíma fjármagnsmark- aði. Öðrum þótti þetta fyrirkomulag eðlilegt í ljósi þess að hér væri um stofnlán að ræða, en ekki lán vegna rekstrarvara eða aðfanga. Gjaldþrotum ein- staklinga hefur fækkað undanfarin ár, en ekkert lát virð- ist á gjaldþrotum stórra atvinnufyrir- tækja. Mikil aukning í afskriftum á kröfum ríkissjóðs og stóraukin framlög á afskriftareikninga lánastof nana eru meðal afleiðinga gjaldþrotahrinunnar sem dunið hefur á íslensku þjóðfélagi undanfarin ár Sveitarfélögin Framlög og ábyrgðir sveitarfélag- anna til atvinnujífsins jukust mjög frá árinu 1988. Á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í nóvember sl. kom fram að á árunum 1987-1991 lögðu kaupstaðir og stærri hreppar 3,7 milljarða (á verð- lagi 1991) til atvinnulífsins í formi hlutabréfakaupa, lána, niðurfellinga gjalda, beinna framlaga og ábyrgða, sem námu tæplega helmingi fjárhæð- arinnar. Mest var lagt til fiskvinnslu og útgerðar. Aflasamdráttur og erf- iðleikar fískvinnslu- og útgerðarfyr- irtækja hafa komið hart niður á sveit- arfélögum víða um iand með beinum og óbeinum hætti. Ekki eru fyrirliggj- andi heiidartölur yfir hve háar fjár- hæðir sveitarfélög í landinu hafa þurft að afskrifa vegna gjaldþrota, né held- ur við hve stóran hluta ábyrgðanna þau hafa þurft að standa. Víst er að þær tölur nema hundruðum milljóna og hafa reynst mörgum sveitarfé- lögum þungur baggi. Milljarða- brennan Auk ríkissjóðs, fjárfestingalána- sjóða og innláns- stofnana hafa gjald- þrot undanfarinna ára komið hart niður á fyrirtækjum í verslun og viðskipt- um. Að sögn Vil- hjálms Egilssonar framkvæmd astj óra Verslunarráðs liggur nærri að fyrir- tæki í verslunargreinum tapi 1 til 1,5% af veltu á hveiju ári vegna greiðsluörðugleika viðskiptavina. Einkaneyslan er talin nema um 235 milljörðum á ári og fjárfesting um 60 milljörðum. Því er ekki óvariegt að áætla að einkageirinn afskrifi 3,5 til 4 milljarða á ári vegna tapaðra viðskiptakrafna. Innlánsstofnanir og fjárfestinga- lánasjóðir hafa lagt rúmlega 29 millj- arða á afskriftareikninga undanfarin 5 ár, ríkissjóður hefur afskrifað tæpa 15 milljarða vegna tapaðra krafna, greiðslur vegna ríkisábyrgðar launa nema rúmlega 1,3 milljörðum, alls eru þetta rúmlega 45 milljarðar króna. Ef til viðbótar er áætlað að einkageirinn afskrifí um 4 milljarða á ári, vegna tapaðra krafna, má ætla að hér sé um að ræða um 65 milljarða króna á 5 ára tímabili. Telst því vægt áætlað að meira en einn milljarður á núvirði hafi farið forgörðum í gjaldþrotum og greiðslu- erfiðleikum á hveijum mánuði á þessu tímabili. Það munar um minna. Það er næsta víst að raunverulegt fjármunatap á þessu tímabili sé ekki komið fram til fulls. Hjá vörslumönn- um sjóða og stofnana er haldið í vonina um að úr rætist hjá skuldur- um í lengstu lög. Margir viðmælend- ur sögðu einmitt að á árunum 1990 og 1991 hafí þótt sýnt að ekki væri von neinna „skyndilausna" stjóm- valda í því skyni að framlengja skuld- ir vegna fiskeldisins. Langlundargeð- ið þraut og tekinn var skurkur í að klippa af uppsöfnuðum hala vanskila. Enn velkjast mörg mál á borðum skuldaeigenda og spuming um hvernig þeim reiðir af. Sjóðir og stofnanir eiga urmul eigna, sem færðar em á matsverði sem oft reyn- ist óraunhæft við sölu. Margar þess- ar eignir em þess eðlis að vafasamt er að þær seljist, hvað þá fyrir mats- verð. Hver vill eiga fiskverkunarhús, sem fær ekki físk? Þeir sem héldu á vit ævintýra nýrra atvinnutækifæra gátu lengi treyst því að stjómvöld liðkuðu fyrir með útvegun fjármagns á öðmm forsendum en viðskiptalegum. Þar komu inn byggðasjónarmið, kjör- dæmapot og sjóðasukk. Þessi ævin- týri enduðu mörg í martröð sem af- skrifuð hefur verið að hluta hér inn- anlands. Eftir standa minnismerkin, sem viða eru að grotna niður, niður- brotnir einstaklingar og óafskrifuð erlend lán sem tekin vom til að fjár- magna ævintýrin. Afskrifaðar kröfur ríkissjóðs 1988-92 4.900 Upphæðir eru í milljónum kr. og á verðlagi hvers árs 1988 '89 '90 '91 Greidd laun vegna ríkisábyrgðar launa og Ábyrgðarsjóðs launa 1988-92 443 79 239 218 330 1988 '89 '90 '91 ’92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.