Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JUNI 1993 H eftir Pól Þórhallsson í ÁRATUGI hefur Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (LDP) setið einn að völdum í Japan. Nú í vikunni klofnaði flokkurinn og margir spá því að japanskt stjórnmálalíf verði aldrei samt aftur. Aðdragandi þessara tíð- inda er allnokkur. Undanfarin ár hefur hvert hneykslismálið rekið annað þar sem spilling og mútuþægni æðstu manna flokksins hefur verið afhjúpuð. Rígur milli helstu fylkinga inn- an LDP hefur magnast ár frá ári en tilefni uppgjörsins nú var að enn einu sinni mistókst flokknum að sameinast um breytta kosningalöggjöf og kjördæmaskipan sem beðið hef- ur verið eftir árum saman. Hömlulaus spilling stjórnmála- manna og tregða þeirra til að leyfa umbætur hefur leitt til þess að traust almennings til stjórnmálamanna hefur farið ört þverrandi. Það mun þó koma í ljós í sveitarstjómar- kosningum í Tókíó á næstunni og þingkosningum í næsta mán- uði hvort japanskir kjósendur vilji skipta um stjóm eða hvort LDP takist eins og svo oft áður að halda velli ekki síst með þvi að höfða til þess að flokkurinn sé eina tryggingin fyrir efna- hagslegri velgengni landsins. Fjallið hreyfir sig,“ sagði leið- togi japanskra sósíaldemó- krata eftir að vantraust var samþykkt á japönsku ríkis- stjómina 18. júní síðastliðinn. Annar þingmaður líkti tapi stjórn- arflokksins við hrun Berlínarmúrs- ins. Það var einungis forsætisráð- herrann sjálfur sem ekki reyndi að sjá þingfundinn í sögulegu ljósi: „Það var einlægur ásetningur minn að knýja fram umbætur og alls ekki ætlun mín að skrökva," sagði Kiichi Miyazawa sem hafði þrem vikum áður lofað frumvarpi til breyttra kosningalaga. Það lof- orð gat hann ekki staðið við frek- ar en margir forvera hans og van- trauststillaga á ríkisstjómina var samþykkt með 255 atkvæðum gegn 220 og studdu 39 þingmenn LDP vantrauststillöguna. Það er ekkert nýtt að vantraust sé sam- þykkt á japanska ríkisstjóm en í fyrsta skipti gerðist það með fullt- ingi þingmanna stjómarflokksins. Um það bil fimmti hver þingmaður LDP sat hjá eða greiddi atkvæði með tillögunni. Þeir rökstuddu af- stöðu sína með því að forsætisráð- herrann hefði rofið heit sitt auk þess sem þeir hefðu fengið sig fullsadda á hrokanum í valdaklík- unni í flokknum. Kiichi Miyazawa rauf þing og boðaði til kosninga sem halda verður í síðasta lagi 18. júlí næstkomandi. I kjölfar atkvæðagreiðslunnar á japanska þinginu hafa verið stofn- aðir tveir klofningsflokkar út úr LDP. Báðir ætla að bjóða fram í þingkosningunum og hafa gert hosur sínar grænar fyrir stjómar- Leiðtogar klofningshópsins TSUTOMU Hata (t.v.) sem vakti heimsathygli fyrir ummæli um japönsk meltingarfæri og lchiro Ozawa (t.h.) sem lengi vel vildi verða eftirmaður Kanemarus, flokksleiðtogans sem geymdi guli- stangirnar í svefnherberginu. andstöðunni með hugsanlega sam- steypustjóm að kosningum lokn- um í huga — í fyrsta sinn í ára- tugi án LDP! Þessir óvenjulegu atburðir eiga sér langan aðdraganda. Eins og áður segir tókst ekki-að brjóta á bak aftur andstöðu innan flokksins við breytingar á því kerfi sem ein- mitt hafði tryggt völdin í áratugi. Er þá fyrst og fremst átt við kjör- dæmaskipanina og kosningalögin sem margir telja að ýti undir ómál- efnalega kosningabaráttu, færi dreifbýlinu of mikil ítök og þjóni einnig hagsmunum atvinnugreina eins og byggingariðnaðar, en fyr- irtæki í honum hafa í stóram stíl greitt stjórnmálamönnum offjár fyrir að ákveða opinberar fram- kvæmdir út um allt land. Rætnar tungur segja raunar að Miyazawa hafi sjálfur ekki haft einlægan áhuga á breytingum. Þegar hann var fjármálaráðherra var hann einn af þeim fyrstu sem þurftu Ekki öfundsverður KIICHI Miyazawa forsætisráðherra er ekki öfundsverður, í byrj- un júlí verður hann gestgjafi leiðtogafundar sjö helstu iðnríkja heims, en öllum má Ijóst vera að pólitískum ferli hans er lokið. Hér sést hann eftir atkvæðagreiðsluna afdrifaríku 18. júní síðast- liðinn þegar vantraust á stjórn hans var samþykkt. FLOKKSVELDI ■ RHUR TIL Hve langt nær langlundargeð japanskra kjósenda? FALLS < < i <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.