Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Afsögn varaformaims Alþýðuflokksins Akvörðun Jóhönnu Sigurðar- dóttur að segja af sér sem varaformaður Alþýðuflokksins til þess að lýsa vanþóknun á vinnubrögðum og starfsháttum Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns flokksins, er auðvitað umtalsvert áfall fyrir flokkinn og forystu hans. Hún er vís- bending um, að ekki er allt sem skyldi í samstarfí forystumanna flokksins og líkleg til þess að draga einhvern dilk á eftir sér. Til dæmis gæti þessi ákvörðun leitt af sér einhvern þann óró- leika innan Alþýð.uflokksins, sem valdið gæti erfíðleikum í samstarfi stjórnarflokkanna. Það mun því reyna mjög á stjómvizku og forystuhæfni Jóns Baldvins Hannibalssonar á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun Jóhönnu Sigurðar- dóttur vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Ef rétt er skilið byggist hún ekki á mál- efnalegum ágreiningi hennar og formanns Alþýðuflokksins held- ur einungis á óánægju hennar vegna vinnubragða flokksfor- mannsins. Þá má spyrja, hvern- ig Jóhanna Sigurðardóttir getur hugsað sér að starfa með for- manni Alþýðuflokksins í ríkis- stjórn úr því að hún telur ófært að starfa með honum í forystu ÞAÐ GETUR •verið kækur og klisja og ekkert annað að ríma svarta við hjarta. En þegar Matthías Jochumsson notaði þessi útjöskuðu rímorð í frægu erindi fá þau nýjan hljóm og raunar einnig nýja merk- ingu: Guð minn, guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta líkt sem útúr ofni æpi stiknað hjarta. Guðmundur Hannesson prófess- or segir þetta kvæði sé ort eftir heitar umræður um búddatrú. Sr. Matthías leggi áherzlu á þá sann- færingu sína að persónuieiki mannsins lifi áfram, þráttfyrir nokkurt dálæti á búddatrú. En per- sónulegur Guð kristindómsins stendur hjarta hans næst. Um það fjalli kvæðið. En fyrrgreint erindi sýnir þó að sr. Matthías yrkir útúr kvalafyllri og persónulegri angist en ætla mætti af fyrmefndri skýr- ingu. Hjarta hans er sundurkramið af kvíða og hugarvíli, en hann yrk- ir sig að mildandi líkn síns him- neska föður sem varðveitir líf og sérleik en eyðir því ekki í sjálf- gleymi. Allt er þetta kvæði með nýju tungutaki einskonar expres- sjónisma og hugsun þess jafnsterk og sú andlega kvöl sem lýst er. í lokaerindnu sættist skáldið við skapara sinn og sjálfan sig og hug- ur hans hvílist í óumflýjanlegum dauða sem hann lýsir í þremur er- indum. Fögrum og mjúkum líking- um sem verða einsog líknandi orð á andlátsstund: Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, - eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, - eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni Iiggur marinn svali. Kvæðið er ort 1898 og líklega hefði Snorri haldið því fram svo margar nástæðar líkingar kæmu ekki heim og saman, enda kallaði hann slíkt nykrað og þótti spilla. En hér fer vel á þess- um samliggjandi lík- ingum og magna þær áhrif kvæðisins í lok- in, svo nýstárlegt sem allt tungutakið er og hugsun öll einsog sjá má ekkisízt af noktun orðsins lygn sem hér er notað um fugl, en ekki vatnið. Það er ekki lygnt, heldur hjalar lækurinn í samræmi við þá nýsköpun sem einkennir allt kvæð- ið. Skáldið leitar skjóls undir kær- leiksregnhlíf Krists, ef svo mætti komast að orði á kjamorkutímum. Þar fínnur hann sál sinni skjólgott öryggi sem lýst er með hlýjum og mjúkum orðum: laufléttur, Jyfta, blær, lítill, ljúfur, hjal, lygn. í um- hverfí þessara kliðmjúku orða verð- ur dauðinn líknsamt fyrirheit þrátt- fyrir hjamið og limlestinguna. Mar- inn fuglinn er augsýnilega hinn sami og við þekkjum í kvæðinu um grátittlinginn eftir Jónas. Andláts- fugl sr. Matthíasar er marinn svali, en grátittlingur Jónasar, einnig ófleygur, er frosinn niður við mosa einsog skáldið segir. Hann leggur lítinn munn á þunnan væng fuglsins og þíðir, ( ... andi guðs á mig andi, ugglaust mun ég þá huggast. Þannig er fugl sr. Matthíasar einnig í góðu skjóli þráttfyrir allt. Það er einhver dýrlegur silfur- þráður milli þessara tveggja tíma- mótakvæða — og tungutak þeirra beggja í einhveijum dularfullum og illskilgreinanlegum tengslum við hugmyndaheim atómskáldanna, ekkisíður en afstrakthugsun Einars Benediktssonar. Slíkur skáldskapur vísar fram, en ekki aftur. Hjartað í erindi séra Matthíasar er ekki venjulegt, staðlað hjarta, heldur angistarfyllsta mannvera sem uin getur í íslenzkum bók- menntum. Og þetta hjarta æpir úr eldi, svo nútímalegt sem það er að ögra hættunni og ganga á hólm við venjubundna hugsun. En það er ekki öllum gefið að þræða einstigið milli smekkleysu og nýsköpunar. Til þess var sr. Matthías nógu mik- ið skáld, en þó umfram allt nógu einlægur tilfínningamaður. Þessi flokksins. Samstarf í ríkisstjórn byggist ekkert síður á vinnu- brögðum og starfsháttum ein- stakra ráðherra en samstarf í forystu flokks. Ef Jóhanna Sig- urðardóttir hefði jafnframt sagt af sér ráðherradómi væri hún sjálfri sér samkvæm, en það er hún tæpast úr því að hún hefur kosið að sitja sem fastast í ráð- herrastóli. Gagnrýni fyrrverandi vara- formanns Alþýðuffokksins á vinnubrögð flokksformannsins hlýtur einnig að beina athygl- inni að vinnubrögðum hennar sjálfrar. Það hefur ekki farið fram hjá þjóðinni, að Jóhanna Sigurðardóttir hefur hvað eftir annað á undanfömum árum sett samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn stólinn fyrir dymar og verið einstaklega ósveigjan- leg í samstarfi. Raunar má draga í efa, að nokkur ráðherra hafí um langt árabil sýnt jafn mikla stífni í samstarfí eins og núverandi félagsmálaráðherra. Samstarf í ríkisstjórn byggist að sjálfsögðu á samstarfsvilja bæði flokka og einstakra ráð- herra og það er ekki við miklu að búast, ef einstakir ráðherrar reyna aftur og aftur að slá sig til riddara í augum alþjóðar með þvermóðsku og einstrengings- hætti. Núverandi ríkisstjórn á við mikla erfíðleika að stríða. Hún hefur ekki styrkst við þær breytingar, sem orðið hafa á ráðherraskipan Alþýðuflokks- ins. Frekari órói innan Alþýðu- flokksins hlýtur að vekja upp spumingar um samstarfshæfni hans í ríkisstjórn. óvænta og nýstárlega líking sr. Matthíasar og allt umhverfí hennar minnir á expressjóniskt flæði og djarflegar líkingar Eliots í Prufrock (1910-11), t.a.m. þetta brot í þýð- ingu Sverris Hólmarssonar: Þegar kvöldið teygist yfir himininn eins og sjúklingur svæfður uppi á borði. í kvæði sr. Matthíasar verður þjóðskáldið hefðbundna formbylt- ingarskáld, líklega af tilviljun ein- berri en ekki neinum faglegum metnaði eða ásetningi. Samt er ein- hver klassísk reisn yfír þessum nýstárlegu og áhættusömu línum enda eru rætur skáldsins allar í þeim jarðvegi. En fyrmefnt erindi eitt útaf fyrir sig er einsog laufguð króna á snemmbæru vori. Það gæti jafnvel bent til þess að skáldið hafí fengið einhvem nasaþef af ljóðrænu ísabroti fyrir aldamót. Hann gat auðveldlega tileinkað sér nýmæli einsog annað. Og norræn skáld, eins og J.P. Jacobsen, Herman Bang og Sigbjorn Obstfelder sem átti ekkisízt þátt í að flytja nýjan skáldskap til Norðurlanda , hefur sr. Matthías að sjálfsögðu þekkt þótt ekki hafí hann þýtt þau á ís- lenzku. (Sjá ritgerð mína um Fom- ar ástir I Bókmenntaþáttum.) Þannig verða gamalkunn, útjösk- uð rímorð ný reynsla og marktæk atlaga að hefð og venju. Það er hugmyndin, fersk, djörf og átakan- leg, sem úrslitum ræður; breytir gömlum umbúðum í nýjar. Ástand hjartans verður enn átakanlegra í smiðju þessa gamla, innblásna skálds vegna þess hvað það notar sterkt og óvenjulegt og raunar vog- andi lýsingarorð til áherzluauka, stiknað æpandi hjarta reynir á þan- þol tungunnar og er raunar á yztu mörkum smekkvíss skáldskapar. En sem slíkt lýsir það harmkvælum sem séra Hallgrími tókst jafnvel ekki að túlka. Fyrir bragðið verður erindið einstætt í íslenzkum skáld- skap; í senn umdeilanleg smekkvísi frá fagurfræðilegu sjónarmiði; og áleitin ráðgáta. En þó mikilvæg viðbót við rótgróinn skáldskap á tímamótum. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall + REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 26. júní Það voru töluverð tímamót í meðferð og aðhlynningu geðsjúkra, þegar geðdeild Borgar- spítalans var opnuð fyr- ir aldarfjórðungi en það var 25. júní 1968, að deildin tók formlega til starfa. Starfsemi geðdeildarinnar markaði þáttaskil á ýmsan veg. í fyrsta lagi áttu geðsjúkir og aðstandendur þeirra nú í fyrsta sinn valkost, en fram að þeim tíma hafði Kleppsspítalinn verið eina geðsjúkra- hús landsins og í öðru lagi var geðdeildin opin, sem þótti nokkrum tíðindum sæta. Að auki voru teknar upp lækningaaðferðir á geðdeild Borgarspítalans á borð við raf- lækningar, sem höfðu verið umdeildar og lítið stundaðar hér á landi en gáfust vel, þegar á reyndi. A þeim tíma, sem liðinn er frá opnun geðdeildarinnar hafa orðið miklar framfar- ir í aðbúnaði og -meðferð geðsjúkra og þá ekki sízt með byggingu og starfrækslu geðdeildar Landspítalans. Jafnframt hefur Kleppsspítalinn verið endurnýjaður með myndarlegum hætti og öll starfsemi þar til fyrirmyndar. Á aldarfjórðungi hefur mikill fjöldi sjúk- linga endurheimt heilsu sína, til lengri eða skemmri tíma eftir atvikum, eftir dvöl á geðdeild Borgarspítalans. Óhætt er að full- yrða, að þangað hefur valizt til starfa hópur af mjög hæfu starfsfólki, sem í sum- um tilvikum hefur starfað þar frá upphafí en mörg dæmi eru um, að starfsfólk hafi unnið þar mjög lengi. Sjálfsagt getur eng- inn skilið eða skynjað hve gífurlegt álag hlýtur að fylgja því að starfa á geðdeildum aðrir en þeir, sem það hafa reynt. Umönn- un og aðhlynning að fólki, sem á við geð- sýki að stríða hlýtur að reyna mjög á sálar- styrk lækna og hjúkrunarfólks og annarra starfsmanna. Þeim mun athyglisverðara er, að starfsfólk vinni árum og jafnvel áratugum saman svo erfið störf. Karl Strand byggði geðdeild Borgarspít- alans upp frá grunni og var þar yfirlæknir í nær einn og hálfan áratug. Framlag hans til geðlækninga á íslandi er mikið. Það andrúm, sem hann skapaði í upphafí hefur fylgt geðdeild Borgarspítalans fram á þennan dag. í viðtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, sagði Karl Strand m.a., þegar hann var spurður um þá ákvörðun að opna geðdeildina: „Ég hafði unnið á spítulum í London, þar sem deildir voru flestar lokaðar. í West Park Hospital voru um 40 deildir, þar af aðeins 6 opnar. Nú voru að koma upp ungir menn og okkur fannst að mætti hafa meira frelsi. Við opnuðum einu sinni 20 deildir sama daginn og aðeins einn sjúklingur hljóp burt. Jafn- vel þeir, sem áður heimtuðu útskrift hreyfðu sig hvergi. Ég hafði það í gegn að fá geðdeildina opna.“ Hannes Pétursson tók við af Karli Strand sem yfirlæknir geðdeildar Borgar- spítalans árið 1982 og hefur m.a. lagt mikla áherzlu á rannsóknir í sambandi við geðlækningar. í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, segir Hannes Pétursson m.a. um þennan þátt í starfí geðdeildarinn- ar: „Við höfum t.d. um nokkurt skeið unn- ið að rannsóknum á arfgengi geðsjúk- dóma. Með framförum í sameindalíffræði er vaxandi þáttur í læknisfræðinni að leita orsaka sjúkdóma með þessari aðferð. Far- aldsfræðilegar rannsóknir eru að sumu leyti þægilegri hér vegna fámennis. Á því sviði höfum við lagt aðaláherzlu á geð- klofa (schizophrenia) og geðbrigðasjúk- dóma (maniodepressive psychosis). Síðan höfum við í nokkuð mörg ár tekið þátt í ijölþjóðlegum rannsóknum í sambandi við geðlyf. Á seinni árum eru þetta sérstak- lega sértækari þunglyndislyf, sem hafa minni aukaverkanir. Þar hafa orðið nokkr- ar framfarir og við erum með í rannsókn- um á því. Síðan höfum við lagt okkur eft- ir hagnýtum rannsóknum. Rannsakað aukaverkanir t.d. af raflækningum og einnig gert rannsóknir á elliglöpum og þunglyndi hjá öldruðum." Líklega hefur ekki dregið úr geðrænum vandamálum hjá fólki, heldur þvert á móti. En miklar framfarir hafa orðið í geðlækningum, þótt einungis sé litið yfir 30-40 ára tímabil. Fyrir utan sjúkdóminn sjálfan hafa fordómar samfélagsins verið þungbærir fyrir geðsjúka og aðstandendur þeirra. Þeir fordómar eru enn til staðar en eftir því sem þekking á þessum sjúk- dómum eykst má gera ráð fýrir, að dragi úr þeim. Á þessum tímamótum í starfí geðdeildar Borgarspítalans munu áreiðan- lega margir taka undir með Andreu Helga- dóttur sjúkraliða, sem sagði í samtali við Morgunblaðið, að hún ætti þá ósk deild- inni til handa að hún fepgi til afnota alla hæðina í nýbyggingu B-álmu Borgarspítal- ans. Sjónvarps- rásir - tak- mörkuð auðlind MORGUNBLAÐIÐ hefur um nokkurt skeið hvatt til þess, að sjónvarpsrásir, sem eru takmörkuð auðlind, verði ann- aðhvort leigðar út eða boðnar út til hæstbjóðanda. Þessi sjónarmið setti blaðið fyrst fram á dögum Persaflóastríðsins, þegar bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2 brutu settar reglur og sendu út fréttir BBC og CNN. Nú er þetta mál komið á dagskrá á ný vegna umsókna nokkurra aðila um þær sjónvarpsrásir, sem til úthlutunar eru í því skyni m.a. að senda beint út efni gervihnattastöðva. Einn umsækjenda er Háskóli íslands, sem augljóslega nýtur sérstöðu vegna þess, að markmið háskólans er ekki að hefja sjónvarpssendingar í hagnaðarskyni' held- ur til þess að auka fjölbreytni þeirrar kennslu, sem háskólinn býður upp á m.a. með fjarkennslu. Liggur auðvitað beint við að greiða fyrir því, að háskólinn geti tekið upp slíka starfsemi. Halldór Blöndal samgönguráðherra hef- ur tekið vel í að bjóða sjónvarpsrásir út en í Morgunblaðinu í gær segir hann, að hugsanlegt útboð heyri ekki undir sitt ráðuneyti heldur menntamálaráðherra. Viðbrögð menntamálaráðherra voru m.a. þessi í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag: „Ef hann (þ.e. samgönguráð- herra) vísar þessu frá sér þá segi ég bara takk fyrir, en ég treysti mér ekki til að fullyrða, að ég hafí lögsögu yfir því að ákveða útboð, þannig að ég kem til með að athuga það. Ég held, að það sé ljóst, að útvarpsréttamefnd hefur það viðfangs- efni að úthluta þessum rásum og hún verð- ur bara að gera það og leysa sitt mál. Ef það á að koma til útboðs þá eru það alla vega önnur stjómvöld en útvarpsréttar- nefnd, sem ákvarða það. Ef samgönguráð- herra biðst undan því og telur sig ekki hafa til þess lagastoð, þá athuga ég auðvit- að minn gang, en ég hafði ekki reiknað með því, að ég hefði það.“ Þegar núverandi ríkisstjóm tók við völd- um fyrir rúmum tveimur ámm, arftaki hinnar fyrri viðreisnarstjómar, sem átti sér glæstari feril en flestar aðrar rlkis- stjórnir í sögu lýðveldisins, var það trú margra stuðningsmanna hennar, að hér væri komin ríkisstjóm, sem hefði metnað til þess að beijast fyrir vemlegum breyt- ingum og framförum í samfélagi okkar. Fjölmiðlun er orðin mjög veigamikill þáttur í íslenzku þjóðlífí eins og reyndar um allan heim. Það skiptir vemlegu máli hvernig fjölmiðlun er háttað. Fyrir nokkrum árum börðust sjálfstæðismenn ekki sízt fyrir því, að frelsi í starfsemi ljósvakamiðla yrði aukið, þannig að einkaaðilar gætu rekið útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar. Sú barátta bar árangur og nú er rekin hér ein sjónvarpsstöð í einkaeign og nokkrar útvarpsstöðvar. Nú eru enn á ferðinni ný viðhorf I ljós- vakamiðlun. í Bretlandi er fordæmi fyrir því frá dögum Margrétar Thatcher að bjóða út til hæstbjóðanda til ákveðins ára- fjölda hina takmörkuðu auðlind, sem sjón- varpsrásir eru. Rökin fyrir þessu em aug- ljós. Ef samgönguráðherra og mennta- málaráðherra t.d. í sameiningu úthluta Morgunblaðið/Bjami einum aðila, í þessu tilviki Stöð 2, nánast öllum þeim sjónvarpsrásum, sem nothæfar em, er augljóst, að frelsið í ljósvakamiðl- un.'sem sjálfstæðismenn börðust fyrir á síðasta áratug er að breytast í einokun á nýjan leik, bara annars konar einokun. Hafa þessir tveir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins engan málefnalegan metnað til þess að ryðja nýjar leiðir í þessum efnum? Ætla þeir að kasta þessu máli á milli sín og láta það sjást, að hvomgur þorir að taka þá ákvörðun, sem við blasir? Annað- hvort að ríkisvaldið sjálft ákveði leigugjald fyrir sjónvarpsrásimar og úthluti þeim þannig að tryggt sé, að ekki verði um ein- okun að ræða eða bjóði þær út til hæstbjóð- anda. Allavega er ljóst, að það getur ekki komið til mála, að úthluta einum aðila nánast öllum nothæfum sjónvarpsrásum! Hvarvetna í öðmm löndum er lögð áherzla á að dreifa slíkum leyfum til sjónvarps- sendinga til fleiri aðila. Það dugar hvorki fyrir Halldór Blöndal að vísa þessu máli frá sér eða fyrir Ólaf G. Einarsson að vísa því til útvarpsréttar- nefndar eins og það komi honum ekki við. Stuðningsmenn þessara ráðherra gera kröfu til þess, að þeir sýni málefnalegan metnað í þessum málum sem öðmm og beiti sér þá fyrir því, að lög heimili útboð á þessari takmörkuðu auðlind eða leigu- gjald fyrir afnot af henni. Ef ráðherramir hafa einhveijar áhyggjur af því að slíkt útboð eða leiga á takmörkuðum auðlindum sé ekki í samræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins geta þeir áreiðanlega vænzt öflugs stuðnings frá hinum ungu fijálshyggjumönnum í Sjálfstæðisflokkn- um, sem hafa oft leitað í smiðju til Mar- grétar Thatcher og hljóta að meta stefnu hennar á þessu sviði ekki síður en í öðrum efnum. Þess vegna er nú tími til kominn, að ráðherramir tveir taki af skarið og taki höndum saman um að tryggja lagaheimild- ir, sem geri þeim kleift að leigja sjónvarps- rásimar fyrir umtalsvert fé og skipt þeim niður eftir efnum og ástæðum eða bjóða þær út. STAÐA SJÁLF- stæðisflokksins er nokkurt áhyggju- stæðis- efni um þessar flokksins mundir. í nokkmm skoðanakonnunum undanfamar vikur hefur flokkurinn fengið minna fylgi aðspurðra heldur en Fram- sóknarflokkurinn. Þótt það kunni að hafa gerzt áður í slíkum könnunum hefur það heyrt til algerra undantekninga. Engum þarf að koma á óvart, þótt for- ystuflokkur í ríkisstjórn á svo erfiðum tím- um, sem nú ganga yfir, verði fyrir barðinu á þeim erfíðleikum í skoðanakönnunum. Raunar er óhugsandi fyrir nokkurn stjórn- málaflokk, sem ábyrgð ber á landsstjórn við þessar aðstæður að njóta almanna- hylli. Og auðvitað eiga forystumenn stjórn- málaflokka ekki að láta stjómast af skoð- anakönnunum. Þær gefa hins vegar vís- bendingar um, hvert straumamir liggja og þær vísbendingar eru áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. * Vandi Sjálfstæðisflokksins er auðvitað margvíslegur. Auk þess að bera ábyrgð á ríkisstjórn á erfíðum tímum fer ekki á milli mála, að lok kalda stríðsins og breytt- ar aðstæður i alþjóðamálum hafa leitt til þess, að samstaða sjálfstæðismanna er ekki jafn mikil og hún var á þeim árum, •þegar flokkurinn var bijóstvörn lýðræðis- aflanna á íslandi í baráttunni gegn komm- Staða Sjálf- únismanum. Um allan hinn vestræna heim hafa lok kalda stríðsins haft áhrif á stöðu stjómmálaflokka, sem vora í forystusveit á þeim tímum. Þegar ekki er lengur við að eiga sameiginlegan, öflugan óvin hafa menn fijálsari hendur um að deila sín í milli um minni háttar mál. Það hafa alltaf verið skiptar skoðanir á milli manna innan Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarpólitík og byggðamál. Það hefur líka verið ákveðinn skoðanamunur á vettvangi sjálfstæðismanna á milli at- vinnulífsins og launþega. Sennilega er þessi skoðanamunur skýrari en áður. Og hugsanlegt er, eins og Morgunblaðið hefur áður vikið að, að atvinnulífíð í heild og einstök stórfyrirtæki hafi komizt til of mikilla áhrifa innan flokksins á kostnað annarra, m.ö.o. að það jafnvægi, sem ríkti á milli ólíkra hagsmunahópa innan flokks- ins um langt árabil, hafí raskast. Fátt er hættulegra stjómmálaflokki en ef hinn almenni kjósandi kemst að þeirri niður- stöðu, að flokkurinn hugsi meira um hags- muni sérhagsmunasamtaka og stórfyrir- tækja en almannahag. Það er erfítt að halda jafn stórum flokki og Sjálfstæðisflokknum saman og það kostar mikla vinnu. En eitt skiptir höfuð- máli fyrir hvaða stjómmálaflokk sem er: að flokksmenn tali saman og ræði sín í milli um þau málefni, sem á döfínni era hveiju sinni, að það fari fram á vettvangi flokks líflegar, málefnalegar umræður, sem leggja grandvöll að stefnumörkun á hveijum tíma. Sennilega er of lítið af slík- um samtölum og umræðum á meðal sjálf- stæðismanna nú um stundir. Slíkar um- ræður um vandamál flokksins era forsenda fyrir því, að flokkurinn nái sér á strik á erfiðum og viðsjárverðum tímum í stjórn- málum landsmanna. „Það dugar hvorki fyrir Hall- dór Blöndal að visa þessu máli frá sér eða fyrir Ólaf G. Einarsson að vísa því til ót- varpsréttar- nefndar eins og það komi honum ekki við. Stuðn- ingsmenn þessara ráðherra gera kröfu til þess, að þeir sýni málefna- legan metnað í þessum málum, sem öðrum og beiti sér þá fyrir því, að lög heimili útboð á þessari takmörkuðu auð- lind eða leigu- gjald fyrir afnot af henni.“ -1-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.