Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 Olafur Tryggvason læknir — Minning Fæddur 11. október 1913 Dáinn 20. júní 1993 Ólafur Tryggvason læknir var af góðu bergi brotinn og bar þess öll merki. Jafnvel þeir, sem þekktu hann lítið, gátu ekki verið í vafa um, að þar fór traustur borgari, maður í fremstu röð í sinni starfs- grein. Þeir sem kynntust honum vel vissu að auki að Ólafur " “Tryggvason var óvenjulegur mað- ur i mörgum skilningi. Hann var afburðalæknir, vandvirkur og ósér- hlífínn eljumaður. Sjúklingar hans gátu ekki verið í betri höndum. Þótt hann fylgdist afar vel með í sérgrein sinni var þekking hans ekki bundin henni einni. Ólafur var fjölfróður maður, enda víðlesinn og stórminnugur og aflaði sér nýrr- ar þekkingar og fróðleiks með einkar kerfísbundnum hætti til síð- ustu stundar. Ólafur Tryggvason þótti hag- mæltur í skóla, hnyttinyrtur og snjall. Þegar löngum og erilsömum læknisferli lauk gafst honum tími til nýrra andlegra átaka. Hann hóf að læra ný tungumál og fékkst við ljóðagerð. Ljóð hans og ljóðaþýð- ingar sýna ótvírætt að þar var ekki aðeins hagyrðingur á ferð heldur miklu fremur skáld. Þær stopulu stundir til textagerðar, sem eftir voru er dagsverkinu langa lauk, urðu þó nægjanlega margar til að sýna með ótvíræðum hætti að Ólafur Tryggvason hafði öll efni til að verða í hópi bestu þýðenda landsins. Eins og fyrr kom -í'ram kaus hann sér annan starfa í þágu samborgaranna. Ólafur Tryggason var gæfumað- ur. Það féll aldrei skuggi á hálfrar aldar læknisferil hans og margur ( maður hefur ríka ástæðu að hugsa til hans með þakklæti. Ólafur taídi sig aldrei vera að gera annað en skyldu sína og skyldu sinni setti hann engin takmörk. En ég býst við að hann hafí fremur litið á fjöl- skyldu sína en nokkuð annað sem vitnisburð um að gæfan hafí verið honum hliðholl. Hann dáði alla tíð konu sína, en þau Sissí móðursyst- ir mín eignuðust þrjú vel gerð börn og fjögur bamaböm, sem öll vom elsk að afa og ömmu, sannkallaðir vinir þeirra og aðdáendur. Það er ekki ónýtt nesti að eiga minningar um þau hjón, svo samhent og sam- stillt sem þau vom til hans hinstu stundar. Frá því að ég man eftir mér var Ólafur Tryggvason kletturinn í fjölskyldunni, sem aldrei bifaðist. Eg hélt reyndar sem barn að hann væri óskeikull. Síðan hefur mér lærst að enginn er óskeikull, en ég hef ekki mörgum kynnst sem vom nær því en Ólafur. Fjölskyldan öll sótti mikið til þeirra hjóna. Heimili þeirra var fagurt, þau bæði gestrisin og myndarskap húsfreyjunnar við- - bmgðið. Við teljum okkur öll hafa i mikið að þakka og mikils að sakna nú þegar húsbóndinn hefur kvatt þennan heim. Og við vitum að söknuður þeirra sem næst stóðu, ( konu, bama og bamabarna er n argfalt meiri. Þau kveðja yndis- legan eiginmann og fjölskylduföð- ( ur og við öll góðan mann. Davíð Oddsson. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann settist í 4. bekk B ~ —itærðfræði- og náttúmfræðideild- ar hins almenna Menntaskóla í Reykjavík haustið 1932, en þá komu margir nýir nemendur í skól- ann með gagnfræðapróf frá öðmm skólum. Sjálfur var ég þá nemandi í rnáladeild í 4. bekk A. Að vísu var allmikill samgangur milli A- og B-bekkjanna og tókust því góð ^*(ynni milli bekkjarsystkinanna. Sumarið 1933 kom allstór hópur unglinga hingað í kynnisför frá menntaskóla í Kaupmannahöfn og bjuggu þeir á heimilum nemenda hér. Segja má að þá. hafi byijað mikill kunningsskapur með okkur Ólafí. Við vorum allir saman Dan- ir og íslendingar á III. farrými í lest skipsins, sem flutti okkur utan. Varð stundum all róstusamt hjá strákunum. Kom þá fljótt í ljós hve Ólafur var ágætlega til forustu fallinn, því að hann var bæði eldri og þroskaðri en allir okkar hinna og stjórnaði sínu liði af mikilli röggsemi svo að við yrðum ekki ofurliði bornir af Dönum. Dvöl með Ólafí í Færeyjum verð- ur mér alveg ógleymanleg, en þar vorum við saman heilan dag á út- leiðinni. Kaupmannahafnarveran var ætíð síðan minnisverð, enda þetta fyrsta utanferðin okkar. Á skólaárunum er hugurinn næmur og opinn og bindast þá trúnaðar- og vináttubönd, sem endast lengi, oft til æviloka. Árið 1935 urðum við stúdentar og settum upp hvítu kollana í júní það ár. í lífí okkar allra var þetta stór stund, sem aldrei gleymist. Námsmaður var Ólafur með besta móti og var hann ætíð með mjög góðar einkunnir í öllum greinum og hóf eftir menntaskól- ann nám í læknisfræði við Háskóla íslands og lauk því á skömmum tíma með ágætum vitnisburði. Síð- an var brátt haldið út í framhalds- nám við ýmsar kunnar sjúkrastofn- anir í Svíþjóð og víðar. Hann hlaut að loknu þessu námi sérfræðiviður- kenningu í húðsjúkdómum 23. des- ember 1947. Hann var ráðinn aðstoðarlæknir héraðsskólans í Eyrarbakkahéraði 1942 og síðan gerðist hann héraðs- læknir í Síðuhéraði til 3. júní 1934. Ólafur stundaði lækningar hér í Reykjavík eftir að hafa lokið sínu sémámi og vann bæði sem heim- ilislæknir og sérfræðingur í húð- sjúkdómum. Er óhætt að fullyrða að hann var mjög farsæll í starfí sínu sökum fágætra hæfíleika og kunnáttu og góðrar framkomu við sjúklingana. Hann hélt mjög vel við þekkingu sinni með því að sækja allar þær ráðstefnur og námskeið í sérgreininni sem kostur var á. Ólafur kvæntist Önnu dóttur Lúðvíks læknis Norðdals 16. októ- ber 1943. Milli mín og konu minnar Ragnhildar heitinnar og þeirra hefur ávallt ríkt hin innilegasta vinátta frá fyrstu tíð og ávallt síð- an. Ólafur var mjög félagslyndur og tók ásamt konu sinni þátt í öllum stúdentsafmælum með okkur hin- um. Hann flutti eftirminnilega ræðu í hófi stúdentafélagsins á 50 ára afmælinu. Hann var einnig mjög virkur í starfí að félagsmálum lækna og tók þátt í öllum afmælis- hófum læknafélaganna. Sérstak- lega er minnisstætt frumsamið kvæði eftir hann sem sungið var á 50 ára afmælishátíð Læknafé- lags Reykjavíkur, en hann var skáld gott og birtust nokkur kvæða hans í blöðum bæði fyrr og síðar. Það var hans lokaverkefni að safna saman og gefa út kvæðabók, sem hann náði að ljúka við síðustu ævidagana. Bæði hjónin Ólafur og Anna gengu í Oddfellowregluna og hafa unnið að góðum málefnum, sem sú regla beitir sér fyrir. Börn þeirra eru Lúðvík læknir, Sigríður héraðsdómari og Tryggvi bókasafnsfræðingur. Að íokum vil ég þakka alla þá vináttu og ástúð sem mér og minni fjölskyldu hefur ávallt verið sýnd af þeim hjónum og fjölskyldunni allri bæði fyrr og síðar. Þeirra missir er mikill við fráfall Ólafs. Ég kveð góðan vin og bekkjarbróð- ur og kollega hinstu kveðju, en minningin um hann lifír. Ég sendi Önnu, bömum þeirra, öðrum ástvinum og venslafólki innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning hans. Bjarni Konráðsson. Frá unglingsárum mínum eru mér minnisstæðir margir þeir ungu læknar, sem voru kandídatar hjá föður mínum Þórði Sveinssyni, yfirlækni á Gamla-Kleppi. Það var ómetanlegt fyrir mig sem ungling og skólastrák að kynnast þessum sérstöku persónuleikum. Meðal þeira voru Oddur Ólafsson, síðar alþm., Viðar Pétursson, síðar tann- læknir, sem báðir eru látnir, Jón Eiríksson, síðar aðstoðarlæknir yfirberklalæknis, sem er einn á lífí þessara ágætu manna, þegar nú er kvaddur Ólafur Tryggvason húðsjúkdómalæknir. Ólafur Tryggvason var síðasti kandídatinn hjá föður mínum og eftirminnilegur sakir ljúfmennsku og umhyggju, sem var honum í blóð borin og er aðal allra góðra lækna. Eftir að kandídatstíma Ólafs Tryggvasonar á Gamla-Kleppi lauk bar fundum okkar sjaldan saman, en alltaf hlýnaði mér um hjarta- rætur, er við hittumst á fömum vegi. Hann reyndist frábær læknir í þau fáu skipti, sem ég þurfti á hjálp hans að halda. Ég vil ekki láta hjá líða að lýsa þakklæti mínu fyrir alla þá holl- ustu og vinsemd, sem Ólafur Tryggvason sýndi föður mínum alla tíð, og votta eftirlifandi konu hans og vandamönnum virðingu mína og samúð. Gunnlaugur Þórðarson. Á morgun verður gerð bálför Ólafs Tryggvasonar læknis. Hann var fæddur að Víðivöllum fremri í Fljótsdal 11. október 1913. Ólafur lauk stúdentsprófí frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1935 og embætt- isprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1942. Hann stundaði sér- fræðinám í húðlækningum í Sví- þjóð og hlaut viðurkenningu í þeirri sérgrein af Læknafélagi íslands 1947. Áður höfðu aðeins tveir læknar hlotið þá viðurkenningu hér á landi, en það voru þeir Maggi Júlíus Magnússon 1923 og Hannes Guðmundsson 1928. Ólafur lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 20. júní sL eftir langa og stranga baráttu. í veikindum sínum bar hann sig alltaf vel og hélt sínu góða skapi til hinstu stundar. Ólafur var svo sannarlega gæfu- maður í lífinu. Hann kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Önnu Sigríði Lúðvíksdóttur, sem stóð alla tíð við hlið manns síns og bjó honum myndarlegt og höfðinglegt heimili. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn og fjögur yndisleg barnabörn. Ólafur starfaði alla tíð á eigin læknastofu í Reykjavík, fyrst bæði sem heimilis- og húðsjúkdóma- Iæknir, en seinna meir stundaði hann eingöngu sérgrein sína. Ég kynntist Ólafi í fyrsta sinn 1967, þá var ég við sérfræðinám í húðlækningum í Svíþjóð og var hér í heimsókn. Mér þótti maðurinn tilkomumikill, þéttur á velli og sviphreinn. Síðan þá hefur okkur verið vel til vina, bæði í einkalífi og gegnum störf í fagfélagi okkar, þ.e. Félagi íslenskra húðlækna. Ólafur var alltaf virkur í félaginu og stýrði jafnan samningum við það opinbera fyrir okkar hönd, enda maðurinn bráðskarpur, íhug- ull og gætinn til orðs og æðis. Hann flíkaði ekki gáfum sínum eða hæfíleikum og því ekki margir sem vissu, að hann var mikill hagyrð- ingur og þýddi kvæði af erlendum tungum. Hann lauk við eitt slíkt verk eftir að hann veiktist fyrir u.þ.b. 4 mánuðum og er nú verið að gefa út ljóðabók með verkum hans. Ólafur var víðlesinn maður og fylgdist vel með öllum nýjung- um í sérgrein sinni og var farsæll í starfí. Hann lét af læknisstörfum fyrir tveimur árum — sagðist vilja hætta á meðan hann væri með „fullu viti“. Þau hjónin Ólafur og Anna voru miklir höfðingjar heim að sækja og eigum við margar góðar og skemmtilegar minningar þaðan. Gæfa þeirra hjóna var mikil í líf- inu, en mest mátu þau börnin sín þijú og barnabörnin fjögur. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kollegar Ólafs í Félagi íslenskra húðlækna þakka honum fyrir trausta vináttu og óeigin- gjamt starf í félagi okkar. Við vottum Önnu og öðrum að- standendum fyllstu samúð okkar. Minninguna um tryggan og góð- an félaga munum við geyma. Fyrir hönd Félags íslenskra húð lækna, Jón Guðgeirsson. Ólafur Tryggvason læknir Iést í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 20. júní sl. Með hon- um er genginn traustur einstakl- ingur og mætur maður. Hann var sonur hjónanna Tryggva verzl- unarmanns í Reykjavík Ólafssonar og konu hans Sigríðar Þorsteins- dóttur verzlunarstjóra á Akranesi Guðmundssonar. Ölafur var stúd- ent úr stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík 1935 og vorum við bekkjarbræður frá því í fjórða bekk. Að loknu stúdentsprófi inn- ritaðist Ólafur í læknadeild Há- skóla íslands ásamt nokkrum sam- stúdentum og var sá sem þetta skrifar þar í hópi. Við Ólafur áttum samleið í læknadeildinni og síðar vorum við samtímis við framhalds- nám í Stokkhólmi. Traust vináttu- bönd, sem ekki slitnuðu, sköpuðust á þessum árum og héldu þau unz yfir lauk. Ólafur Tryggvason var ágætur námsmaður, sem hafði fjöl- hæfar gáfur. Hann var sterkur persónuleiki og hafði sérstæða kímnigáfu, sem vakti ósjaldan kátínu í góðra vina hópi. Ég átti þess kost að vera með nafna mín- um við laxveiðar í nokkur skipti og fór hann þá oft á kostum í frá- sögum sínum af spaugilegum at- vikum. í Stokkhólmi var Ólafur við nám í húðsjúkdómum og varð sérfræð- ingur í þeirri grein. Eftir heimkom- una setti hann á stofn lækninga- stofu í sérgrein sinni og stundaði húðlækningar upp frá því. Hann fylgdist vel með í sérgrein sinni og fór lengst af árlega utan til styttri námsdvalar eða til að sækja þing húðsjúkdómalækna. Olafur Tryggvason var ágæt- lega hagmæltur, þótt hann héldi því lítt á loft. í bekkjarsamkvæm- um og við önnur hátíðleg tækifæri flutti hann þó gjama drápur í létt- um dúr, sem vöktu óskipta ánægju. Síðar á árum færðist meiri alvara í skáldskap hans. Ólafur var kvæntur Önnur Sig- ríði Lúðvíksdóttur, læknis Norð- dals Davíðssonar og konu hans Ástu Jónsdóttur. Böm þeirra hjóna em: Lúðvík, læknir, kvæntur Hildi Viðarsdóttur, lækni, Sigríður, borgardómari, gift Páli Sigurðs- syni, prófessor og Tryggvi, bóka- vörður. Heimili þeirra Önnu og Ólafs er glæsilegt menningarheimili, sem vitnar um smekkvísi þeirra hjóna. Þessum fáu kveðjuorðum fylgja þakkir frá okkur Margréti fyrir meira en hálfrar aldar vináttu og margar ánægjulegar samveru- stundir. Önnu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Tryggvasonar. Ólafur Bjarnason. Mánudaginn 28. júní verður gerð útför tengdaföður míns, Ólafs Tryggvasonar, jæknis í Reykjavík, sem andaðist á Borgarspítalanum eftir alllöng veikindi aðfaranótt 20. þessa mánaðar á áttugasta aldurs- ári sínu. Við fráfall Ólafs vil ég minnast hans orðum þótt margt af því, sem helst býr í huga, þegar litið er til góðra og náinna kynna af þeim mæta og merka manni í meir en aldarfjórðung, verði hins vegar ekki tjáð í rituðu máli. Olafur fæddist á Víðivöllum fremri í Fljótsdpl 11. október 1913. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Ólafsson og Sigríður Þorsteins- dóttir, sem þar bjuggu þá. Var Ólafur heima á búi foreldra sinna fram á unglingsár og vann að sjálf- sögðu öll almenn sveitastörf með þeim hætti, sem þá tíðkaðist, fyrir daga tæknibyltjngar í landbúnaði. Gekk hann síðan í Eiðaskóla, þeg- ar hann hafði aldur til, og komu þá þegar fram óvenjugóðir náms- hæfileikar hans. Kreppuárin komu hart við heiipilið á Víðivöllum fremri, eins og flest önnur bænda- heimili á landinu, og m.a. af þeim sökum sáu foreldrar Ólafs þann kost vænstan að flytja til Reykja- víkur og setjast þar að til frambúð- ar, en jafnfrarpt komu til aðrar ástæður, er fjölskylduna vörðuðu. Eftir þessa búferlaflutninga settist Ólafur í Menntaskólann í Reykja- vík, lauk þar stúdentsprófi með góðum vitnisburði árið 1935 en hóf að því loknu nám í læknadeild Háskóla íslands. Embættisprófi í læknisfræði lauk hann sumarið 1942, enn sem fyrr með góðum árangri. Á þessum árum stundaði Ólafur margvísleg störf á sumrum, eins og títt hefur verið um íslenska námsmenn fyrr og síðar, en eink- um minntist hann oft og með gleði vinnu sinnar við byggingu Há- skólahússins, sem vígt var sumarið 1940. Þegar sumarið 1942 gerðist Ólafur aðstoðarlæknir Lúðvíks Norðdals Davíðssonar, héraðs- læknis á Eyrarbakka. Skipti dvölin þar sannarlega sköpum í lífi Ólafs því að þá stofnuðust kynni hans við unga og glæsilega dóttur lækn- ishjónanna, Önnu Sigríði, en þau gengu að eigast ári síðar, 1943, og lifír hún mann sinn. Að lokinni pámsvist á Land- spítalanum í Reykjavík og að fengnu almennu lækningaleyfí haustið 1943, gerðist Ólafur hér- aðslæknir í Síðuhéraði með aðsetri á Breiðabólstað þar í sveit. Bjuggu þau hjónin þap fram á mitt ár 1945 og þar fæddist þeim fyrsta bamið, Lúðvík, sem nú er heilsu- gæslulæknir í Reykjavík. Á Breiða- bólstað búnaðist þeim bærilega, þótt sumt myndi þykja óhægt nú á tímum, en hagur þeirra var með þeim hætti, sem þá var títt um embættismenn, er í sveit bjuggu. Næst var haldjð til Svíþjóðar og var Ólafur við sérfræðinám í húð- sjúkdómum, ásamt ofnæmis- og kynsjúkdómum, í Stokkhólmi um tveggja ára sjceið, undir hand- leiðslu hinna bestu og kunnustu sérfræðinga í þeim fræðum. í Stokkhólmi fæddust þeim hjónum síðan tvö yngri börn þeirra, Sigríð- ur, nú héraðsdómari í Reykjavík (eiginkona þess, er þetta ritar), og Tryggvi, nú bókavörður við Borg- arbókasafn Reykjavíkur. Haustið 1947 fluttu Ólafur og Anna heim til íslands og frá þeim tíma var Ólafur starfandi læknir á eigin lækningastofu í Reykjavík, sér- fræðingur í sínum greinum, fram til ársloka 1990, er hann lét af störfum eftir lapga og afarfarsæla læknisævi. Við starfslok var hart nær hálf öld liðin frá því að hann lauk embættisprófi í læknisfræði. Auk sérfræðistarfanna stundaði Ólafur lengi vel almennar heimilis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.