Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 27
ATVINNURAÐ- CX3 SMÁAUGLÝSINGAR AUGL YSINGAR Spennandi starf Hefur þú áhuga á að takast á við nýtt og spennandi starf, þar sem útsjónarsemi og listrænir hæfileikar þínir fá að njóta sín í þeinum samskiptum við viðskiptavini? Við erum að leita að starfskrafti, sem hefur þekkingu og reynslu á Macintosh tölvum og hefur listræna hæfileika. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „V - 3844“. A Kópavogsbær Daggæslufulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu daggæslufulltrúa lausa til umsóknar. Um er að ræða afleysingu til eins árs frá 15. ágúst nk. að telja. Daggæslufulltrúi hefur umsjón með dag- gæslu barna í heimahúsum og rekstri leik- valla bæjarins, leikfangasafni og niður- greiðslum vegna daggæslu í heimahúsum. Fóstrumenntun er áskilin. Framhaldsmenntun og/eða starfsreynsla í stjórnun er æskileg. Umsóknarfrestur er til 9. júlí og liggja um- sóknareyðublöð frammi á félagsmálastofn- un, Fannborg 4. Nánari upplýsingar veitir daggæslufulltrúi í síma 45700 í símatímum. Félagsmálastjóri. iCrimsnesi Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fatlaðra Þjónustumiðstöð fatlaðra hefur umsjón með þjónustu við fatlaða íbúa Sólheima. Þjónust- an nær til stoðþjónustu á heimilum eftir þörfum og getu hvers og eins og til þjálfun- ar og hæfingar á vernduðum vinnustöðum. Við þjónustumiðstöðina vinna um 20 manns. Starf forstöðumanns felst í umsjón með daglegu starfi þjónustumiðstöðvarinnar. For- stöðumaður sér um skipulag og framkvæmd meðferðar og þjálfunar á heimilum. Yfir- stjórn, bókhald og launagreiðslur starfsfólks eru í höndum rekstrarsviðs Sólheima. Menntun á uppeldissviði og reynsla við stjórnunarstöf nauðsynleg. Húsnæði er fyrir hendi. Sólheimar eru byggðakjarni í Grímsnesi. Þar eiga heimili 40 fatlaðir einstaklingar auk 32 starfsmanna, sem búa þar margir með fjölskyld- um sfnum. Heimilisfólk býr í íbúöum eða einbýlishúsum. Á staðnum fer fram margþætt atvinnustarfsemi. Á Sólheimum eru tveir vinnu- staðir, skógræktarstöðin Ölur og garðyrkjustöð Sólheima. Á Sólheim- um er einnig verndaður vinnustaður, sem hefur með höndum hæf ingu og vinnuþjálfun. Allar frekari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri í síma 98-64430. Matreiðslunemi óskast á veitingastað í Reykjavík nú þegar. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. júlí, merktar: „Nemi - 2323“. „Au pair“ - Þýskalandi Fjögurra manna þýsk fjölskylda óskar eftir „au pair" í lok ágúst. Þýskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 93-11198. IÐSTOÐ FÓLKS í ATVINNULEIT 0pi5 mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00 til 15.00 ADAGSKRA vikuna 28. júní til 2. júlí Miðvikudaginn 30. júní kl. 13.00 kemur Fanný Jónmundsdóttir leið- beinandi Stjórnunarfélags íslands, og kynnir fyrirhugað námskeið „LEIÐIR TILÁRANGURS", sem í boði verður upp á vikuna 5.-9. júlí nk., fyrirfólkíatvinnuleit. Innritun á námskeiðið fer fram í vikunni ísíma 628180 kl. 12-15. Opið hús verður í sumar frá kl. 12-15. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEITjLÆKJARGÖTU 14A SÍMI 628180/FAX 628299 Styrktarfélag vangefinna Staða forstöðumanns Bjarkaráss er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. september, en umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Krafist er menntunar og reynslu í starfi með fötluðum og reynsla af atvinnumálum fatl- aðra er æskileg. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri félagsins í síma 1 58 25 milli kl. 10 og 12 næstu daga. Hæfingarstöðin Bjarkarás er dagstofnun með 45 vangefna unglinga og fullorðna í félags- og starfsþjálfun. Undirstaða þjálfunarinnar felst í vinnu við misflókin verkefni, s.s. pökkun og saumaskap. Einnig er unniö að ræktun i nýju og vönduðu gróðurhúsi. Ath.: Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 5.-19. júlf nk. Styrktarfélag vangefinna. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjanesi Vilt þú takast á við eitthvað nýtt? Forstöðumaður og annað starfsfólk óskast Nú í haust opnar Svæðisskrifstofa máiefna fatlaðra á Reykjanesi nýtt sambýli fyrir fatl- aða við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Svæðisskrifstofan óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann og annað starfsfólk á þetta nýja sambýli. Um er að ræða sambýli, sem kemur til með að starfa í nánum tengslum við önnur sam- býli fyrir fatlaða í Kópavogi á vegum Svæðis- skrifstofu. Óskað er eftir að ráða til starfa fólk með fagmenntun í uppeldis- og félagsgreinum og reynslu af starfi með fötluðum. Starfsfólk nýja sambýlisins mun taka þátt í framsæknu starfi í málefnum fatlaðra á veg- um Svæðisskrifstofu með öflugum faglegum stuðningi. Umsóknarfrestur er til 24. júlí 1993. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Svæðisskrifstofu Reykjanessvæðis, Digranesvegi 5 í Kópavogi, sími 641822. Framleiðslustjóri Við viljum ráða framleiðslustjóra að fóður- blöndunarstöð okkar í Korngörðum 6, Reykjavík. Starf framleiðslustjóra felst í skipulagningu fóðurframleiðslu okkar, verkstjórn í fóður- blöndunarstöð, samskipti við Kornhlöðuna hf. og innlenda birgja, svo og gerð fram- leiðsluáætlana og eftirlit með framkvæmd þeirra. Umsækjendur þurfa að hafa vélfræðimennt- un eða sambærilega men'ntun, gott vald og þekkingu á tölvum, svo og vald á ensku og t.d. dönsku eða sænsku. Viðkomandi umsækjendur þurfa að hafa góða skipulagshæfileika og hafa frumkvæði til að geta unnið sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 15. ágúst. Góð vinnuaðstaða og áhugavert starf fyrir dugmikinn einstakling. Nánari upplýsingar veitir Arnór Valgeirsson, sölustjóri. W. BU Korngörðum 7, 104 Reykjavík. Símar 676841 og 685616.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.