Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.1993, Blaðsíða 40
FORGANGSPOSTUfí UPPLYSINGASIMI 63 71 90 --------K-------------- MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Mannfjöldi við höfnina í Bolungarvík þegar Guðný ÍS kom til hafnar með ísbjörninn Björninn seldur hæst- bjóðanda SKIPVERJAR á Guðnýju ÍS komu til heimahafnar í Bolungarvík klukkan 13 í gær með hræ ísbjarnarins sem þeir unnu á um 60 mílur norður af Homi á fimmtu- dag. Hræið verður selt hæstbjóðanda og að sögn Rögn- valds Guðmundssonar stýrimanns á Guðnýju er þegar komið fram tilboð frá aðila sem er reiðubúinn að greiða 500 þúsund krónur fýrir. Rögnvaldur sagði að þegar þeir félagar hefðu séð bjamdýrið á sundi hefðu þeir upphaflega ætlað að ná því lifandi en bangsi var ekki á því og lét hann öllum illum látum við síðu bátsins. Svo mikill var hamagangurinn að báturinn lék á reiði- slq'álfi er björninn lamdi hrömmum sínum í síðu báts- ins, sem er úr stáli. Rögnvaldur sagði að þá hefðu þeir tekið þá ákvörðun að binda enda á líf dýrsins með þvf að hengja það og tók það fljótt af. Frá því að þeir náðu ísbirninum og þar til hann var allur sagði Rögnvaldur að hefðu liðið um 15 til 20 mínútur. Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga sendi í gær kæm til RLR á hendur Jóni Péturssyni skipstjóra á Guðnýju ÍS vegna þessa máls þar segir að ísbimir séu friðaðir og er gerð krafa um að lagt verði hald á hræ- ið. Þá var umhverfisráðherra sent bréf og óskað aðstoð- ar hans við að koma í veg fyrir að þeir „sem unnu ofan- greint níðingsverk,“ eins og segir í bréfinu, geti gert sér það að féþúfu. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson BOLVIKINGAR höfðu á orði að það hefði verið álíka mannfjöldi og á sjómannadaginn samankominn við höfnina þegar Guðný ÍS kom til hafnar með isbjarnarhræið. Fulltrúar ASÍ og VSÍ funduðu í gær með forsætisráðherra Hugmyndir kyuntar um gengislækkun og kvóta FULLTÚAR ASÍ og VSÍ fóru á fund forsætisráðherra í gær þar sem ráðherra kynnti m.a. hugmyndir ríkisstjórnarinnar um tillögur um afla á næsta fiskveiðiári og i tengslum við það var einnig rætt um möguleika á gengislækkun. Ríkis- stjórnin kemur saman í dag, sunnudag, þar sem sjávarútvegs- ráðherra leggur væntanlega fram tillögurnar um aflahá- markið. Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, sagði í viðtali við Morgunblað- ið að ríkisstjórnin myndi funda í dag, sunnudag. „Á fundinum verð- ur rætt um tillögur um aflamark á næsta fiskveiðiári, þær aðgerðir 'sem hljóta að fylgja í kjölfar þess og í kjölfar þeirrar almennu stöðu sem er í sjávarútvegi núna vegna mjög lækkandi verðs á afurðum." Hann sagðist ekki geta sagt um hvaða tillögur yrðu gerðar um a/lamark, sjávarútvegsráherra myndi leggja þær fram á fundin- um. Rætt um gengislækkun Forsætisráðherra sagði að engin ^ákvörðun hefði verið tekin um gengislækkun en aðspurður um hvort gengislækkun kæmi til greina sagði forsætisráðherra: „Menn fara yfir alla þætti og stöðu gengisins líka.“ Aðspurður um hvort kæmi til greina að leyfa t.d. fijálsan inn- flutning landbúnaðarafurða, til að "•‘koma til móts við gengislækkun, sagðist forsætisráðherra ekki sjá að það tengdist þessu máli. Fundað með aðilum vinnumarkaðar Fulltrúar ASÍ funduðu með for- sætisráðherra kl. 11.00 í gær og að fundi loknum sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, að for- sætisráðherra hefði gert fulltrúum ASÍ grein fyrir þeim hugmyndum sem uppi væru í sambandi við sjáv- arútvegsmálin. Benedikt vildi ekki tjá sig efnislega um hvernig hon- um hefði litist á hugmyndir ríkis- stjórnarinnar. „Það liggja ekki fyrir formlega tillögur og engar endanlegar tölur um kvóta voru nefndar. “ Aðspurður um hvort rætt hefði verið um lækkun gengis sagði Benedikt að vissulega hefði verið minnst á það. Hann vildi þó ekki svara því hvort forsætisráðherra hefði greint frá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um gengislækkun. Fulltrúar VSÍ, þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Kristinn Bjöms- son, áttu einnig fund með forsæt- isráðherra í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Ekkert ofríki heldur leynileg atkvæðagreiðsla JÓN Baldvin Hannibalsson kveðst ekki hafa sýnt Jóhönnu Sig- urðardóttur neitt ofríki við val á nýjum ráðherrum Alþýðu- flokksins, heldur hafi hann efnt til leynilegrar atkvæða- greiðslu um málið. Jóhanna Sigurðardóttir hafi engan ágrein- ing gert við stefnu Alþýðuflokksins né ríkisstjómarsamstarfið. Hún haldi því áfram störfum í þingflokki, ráðherraliði flokks- ins og í ríkisstjórn og þar með í forystusveit flokksins. Þetta kemur fram i ummælum formanns Alþýðuflokks á bls. 6 í Morgunblaðinu í dag um afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að í 77 ára sögu Alþýðuflokksins hefðu tillögur flokksformanns um val í ráðherraembætti verið sam- þykktar. Varaformaður flokksins hefði hins vegar hótað afsögn á flokksstjórnarfundi, ef tillaga for- manns um val í embætti umhverfis- ráðherra yrði henni ekki að skapi. Tii þess að firra vandræðum hefði hann ákveðið að víkja frá hefð- bundnum reglum og efna til leyni- legrar atkvæðagreiðslu innan þing- flokksins milli Rannveigar Guð- mundsdóttur og Össurar Skarphéð- inssonar. Formaður Alþýðuflokks- ins kvaðst ekki geta fallizt á, að hann hefði með þessum vinnu- brögðum sýnt varaformanni flokks- ins ofríki eða borið hana ráðum. Sjá ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar í heild á bls. 6. Tap í gjald- þrotumum milljarður á mánuði SAMKVÆMT grófri áætlun má gera ráð fyrir að einn milljarður króna hafi tapast á mánuði á síðustu fimm árum eða frá því efnahags- lægðin sem nú stendur hófst árið 1988 og fram að síðustu áramótum. Heildarfjárhæðin sem tapast hefur á þessu fimm ára tímabili er um 65 milljarðar króna. Af þessari fjárhæð er hlutur lánastofn- ana um 29 milljarðar, ríkis- sjóðs um 16 milljarðar og áætlað hefur verið að hlutur viðskiptalífsins í töpuðum kröfum geti verið um 20 milljarðar. í úttekt blaðsins á umfangi gjaldþrota kemur fram að bank- ar og sparisjóðir hafa lagt alls um 15,1 milljarð á afskrift- arreikninga á síðustu 5 árum til að mæta útlánatöpum vegna gjaldþrota og greiðsluerfiðleika viðskiptamanna, og fjárfesting- arlánasjóðir hafa með sama hætti lagt tæpa 14 milljarða til hliðar. Ríkissjóður hefur þurft að afskrifa verulegar fjárhæðir vegna ógoldinna skatta gjald- þrota fýrirtækja. Á tímabilinu 1988-92 nema beinar og óbein- ar afskriftir ríkissjóðs af þess- um ástæðum um 15 milljörðum og Ábyrgðarsjóður launa hefur þurft að greiða rúmlega 1,3 milljarða á sama tíma vegna ríkisábyrgðar á launum. Áætiað er að einkageirinn afskrifi um 3,5 til 4 milljarða króna á ári eða um 20 milljarða á þessu fimm ára tímabili. Sjá bls. 10: „Milljarður á mánuði...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.