Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tfguaiHaMfr STOFNAÐ 1913 143.tbl.81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórsókn Armena í Nagorno-Karabak Azerar flýja frá síðasta vígi sínu Bakú. Eeuter, The Daily Telegraph. AZERAR flúðu í gær frá síðasta vígi sínu í Nagorno-Karabak, bæn- um Mardakert, eftir stórsókn Armena í héraðinu. Talsmenn varnarmálaráðu- neytisins í Azerbajdzhan sögðu að Armenar hefðu nú Nagorno- Karabak algjörlega á valdi sínu. Armensk fréttastofa í héraðinu sagði að Azerar væru að flýja frá Mardakert svo Armenar gætu ekki króað þá af. Þúsundir manna hafa beðið bana í bardögúm Az- era og Armena um héraðið á und- anförnum fímm árum. Samið við upp- reisnarforingjann Geidar Aliyev, staðgengill for- seta Azerbajdzhans, ræddi í gær við Suret Guseinov, leiðtoga az- erskra uppreisnarmanna, fyrir luktum dyrum í þinghúsinu í Bakú. Guseinov hóf uppreisn 4. júní sem varð til þess að Abulfaz Elchibey, þjóðkjörinn forseti landsins, flúði höfuðborgina fyrir tfu dögum. Þingið hefur veitt Aliy- ev, sem er fyrrverandi forystu- maður kommúnistaflokksins, um- boð til að stjórna landinu til bráða- birgða. Vill embætti forseta ríkisráðs Tyrknesk útvarpsstöð skýrði frá því að Guseinov hefði verið boðið embætti forsætisráðherra en hann hefði hafnað því og krafist meiri valda. Þetta fékkst ekki staðfest en fréttaskýrendur sögðu að svo virtist sem Guseinov vildi fá nýtt embætti forseta ríkisráðs, sem færi með öryggis-, varnar- og inn- anríkismál. Hann hefur einnig krafist þess að Elchibey segi tafar- laust af sér. Armenskar hersveitir í Nag- orno-Karabak hafa notfært sér pólitíska glundroðann í Azerbajdz- han til að ná héraðinu á sitt vald. Sex ára Verdi-hátíð London. Reuter. KONUNGLEGA óperuhúsið í London gerði í gær grein fyrir þeim áætlunum að halda stærstu Verdi-hátíð sem nokkru sinni hefur verið hald- in. Sviðsetja á allar óperurnar sem Verdi skrifaði; þær eru 28 talsins. Hátíðin mun standa í sex sumur. Hátíðin mun hefjast í júní árið 1995 og ljúka árið 2001, en þá eru hundrað ár liðin frá því að Verdi lést. Meðal þeirra sem munu syngja hlutverk eru tenór- arnir Piacido Domingo og Jose Carreras. Meðal hljómsveitar- stjóra verða Sir Georg Solti og Bernard Haitink. Reuter Ákærðir NOKKRIR þeirra fjórtán sakborninga sem eru ásakaðir um aðild að samsæri um að myrða George Bush, fyrrum Bandarikjaforseta, í fangaklefa í Kúveit, þar sem nú standa yfir réttarhSld í niáli þeirra. Iraska leyniþjónustan lömuð eins og til stóð - segir Bill Clinton Bandaríkjaforseti Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yl'ir í gær að eldflauga- árásin á Bagdad aðfaranótt sunnudags hefði lamað írösku leyni- þjónustuna. Árásin var gerð vegna áforma íraka um að ráða George Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta af dögum. írösk dagblöð hafa það eftir háttsettum yfirmanni írösku leyniþjón- ustunnar að árásarinnar verði hefnt. Viðræður Serba og Króata um skiptingu Bosníu Samkomulagi náð um allt nema landamæri Genf. Reuter. FORSÆTISNEFND Bosníu mun funda á flugvellin- um við Sarajevo í dag. Ali.ja Izetbegovic, múslimsk- ur forseti landsins, og varaforseti hans, Ejup Ganic, mæta til fundarins. Leiðtogi Bosníu-Serba, sagði í gær að Serbar og Króatar hefðu komist að sam- komulagi um allt er varðaði skiptingu Bosniu í þrjú smáríki, nema hvað þeir ættu eftir að semja um landamæri ríkjanna. Fundurinn í Sarajevo í dag, sem er enn ein tilraun- in til þess að fá forsetann að samningaborðinu, mun fara fram á flugvellinum í Sarajevo, þar eð sumir full- trúar í forsætisnefndinni gætu verið í lífshættu inni í hersetinni borginni. Annar fundur nefndarinnar er áætlaður eftir nokkra daga, og mun fara fram annars staðar í landinu. Ekki var fullljóst í gær hvort sátta- semjararnir Owen lávarður og Torvald Stoltenberg myndu mæta á fundinn í Sarajevo í dag, en að sögn embættismanna var búist við að þeir myndu fara til króatísku höfuðborgarinnar Zagreb, til þess að vera í kallfæri. Kortið enn óljóst Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, sagði eftir að hafa rætt við leiðtoga Króata, Mate Boban, í gær, að þeir hefðu samið um allt nema kort af þjóðríkjunum þrem sem þeir vilja að verði mynduð í Bosníu. Fyrir fundinn sagði hann að múslimar yrðu að taka skýra afstöðu. „Geri þeir það ekki mun Bosnía í raun skiptast í tvennt, og sumir múslimar verða okkar megin, en aðrir meðal Króata." Boban sagði að viðræðurnar í gær hefðu verið nokkuð góðar, en ómögulegt væri að ræða um landakort án þátttöku múslima. Jafnt stuðn- ingsmenn sem andstæðingar forsetans í Bandaríkjunum hafa lýst yfir full- um stuðningi við árásina. Vestræn ríki styðja al- mennt árásina og _,.,, , mörg höfðu þau BlU Chnton- verið látin vita af henni fyrirfram. Þó segir breska blaðið The Daily Telegraph að einungis Bretar hafi sýnt skilyrðislausan stuðning yið ákvörðun Clintons. Sem dæmi má nefna að franska stjórnin sagðist „skilja" ákvörðun forsetans. Sósíal- istar þar í landi og Verkamanna- flokkurinn í Bretlandi gagnrýndu árásina harkalega. Margir virtir fjöl- miðlar í Evrópu hafa einnig gagnrýnt árásina. Kínastjórn fordæmdi árás- ina og hún var einnig gagnrýnd í Úkraínu og hjá arabaþjóðum, þ. á. m. Egyptum sem venjulega styðja Bandaríkjamenn. Samkvæmt skoð- anakönhun Gallup styðja 66% Banda- ríkjamanna ákvörðun Clintons. Markmiðinu náð „Ég vann mitt starf," sagði Clint- on í gær á fréttamannafundi. Hann sagði að það markmið árásarinnar að lama írösku leyniþjónustuna hefði náðst. Hann sagðist hafa fyrirskipað árás til þess að sýna „öðrum hryðju- verkamönnum" að Bandaríkin myndu ekki taka þá neinum vettlin- gatökum. Bandaríkjastjórn hefur ekki úti- lokað frekari árásir á íraka og flug- móðurskipið Roosevelt hefur verið sent á vettvang í öryggisskyni. Þó hafa bandarískir embættismenn frekar lýst árásinni sem afmarkaðri aðgerð í því skyni að sýna Saddam Hussein Iraksforseta í tvo heimana en að um sé að ræða upphafið að langri viðleitni til að velta honum úr sessi. Sjá fréttir á bls. 18. Svissræð- ir við EB Brussel. Reuter. SVISSLENDINGAR ítrek- uðu í gær tilmæli til Evr- ópubandalagsins að hafnar yrðu viðræður fljótlega um tvíhliða samkomulag Sviss við bandalagið. „Þetta er mikilyægt atriði og ekki einvörðungu hags- munamál Sviss," sagði Jean- Pascal Delmuraz, efnahags- málaráðherra landsins í gær, eftir að hann og utanríkisráð- herrann, Flavio Cotti, höfðu fundað með forystumönnum EB, þeirra á meðal Jaques Delors forseta þess og Hans van den Broek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.