Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Framkvæmdastj óri VSÍ um efnahagsaðgerðir r íkisstj órnarinnar Aög-erðirnar rúmast innan forsendna kjarasamninga Hlidarráðstafanirnar eru aðeins bráðabirgðaaðgerðir, segir forseti ASÍ ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar rúmist vel innan forsendna kjarasamninganna, sem gerðir voru í vor. Hann segir að óiyákvæmilegt hafi verið að minnka aflaheimildir, en kvóta- ákvörðuninni geti fylgt meiri samdráttur í atvinnu en niðurskurður heildarafla segir til um. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, segist vera ósammála því að gengisbreytingin sé Iang- tímaaðgerð sem bæti hag sjávarútvegsins til frambúðar, og þá séu þær hliðarráðstafanir sem gerðar eru aðeins bráðabirgðaaðgerðir. Þórarinn sagði að kvótaákvörð- uninni fylgdi óhjákvæmilega veru- legur samdráttur þjóðartekna, sem hefði áhrif á atvinnustigið. Áhrifin yrðu meiri en meðaltalssamdráttur sjávarvöruframleiðslu gæfi til Leituðu hafnar í suðaustanáttmni Keflavfk. ÞAÐ er ekki á hveijum degi sem erlend fley notfæra sér höfnina í Höfnum í Hafnarhreppi. íbúum brá því nokkuð þegar stór erlend skúta tók þar höfn í gær. Allt var þó í stakasta lagi um borð í skút- unni sem er sænsk en skipstjórinn ákvað að leita vars fyrir suðaust- anáttinni sem þá gekk yfir. Skútan sem er sænsk heitir Ljónshjarta og er hún smíðuð 1990 í Svíþjóð og er af gerðinni Wasa 530. Hún er 53 fet á lengd, mastur hennar er 23 metrar og ristir hún 2,85 metra. í áhöfn eru 7 manns og sagði skipstjórinn og eigandi skútunnar Rolf Madig að ferðin til íslands hefði gengið vel. í fyrra- sumar hefði hann siglt niður til Miðjarðarhafsins en þar hefði hitinn verið nær óbærilegur og því hefði verið ákveðið að sigla norður á bóg- inn í sumar. Siglt hefði verið frá Stokkhólmi til Orkneyja og þaðan til íslands. „Við sigldum til Reykja- víkur og höfum eytt nokkrum dög- um í landi, fórum m.a. að Gullfoss o g Geysi. Þetta hefur verið ákaflega gaman og íslendingar hafa tekið ákaflega vel á móti okkur hvar sem við höfum komið“, sagði Rolf Mad- ig í samtali við Morgunblaðið. Frá Höfnum ætluðu þeir félagar að halda til Færeyja og þaðan til Hjaltlands áður en leiðin lægi heim til Svíþjóðar. Rolf hafði hönd í bagga með hönnun skútunnar og hægt er að „fella“ kjölinn ef svo mætti að orði komast ef sigla þarf á grunnsævi. Það kom sér einmitt vel þegar siglt var inn í höfnina í Höfnum sem eingöngu er gerð fyr- ir smærri báta. -BB Morgunblaðið/Bjöm Blönda! Skútan Ljónshjarta í höfninni í Höfnum. í fjarska má sjá ratsjárskerma varnarliðsins í Básendum. í dag Dagur Ólafs Bekks Fjölmenni var á hátíðahöldunum í tilefni af degi Ólafs Bekk í Ólafs- firði 17 Kosningar í Japan Nýr miðflokkur í Japan fékk mikið fylgi í tvennum borgarstjómar- kosningum 19 Gift íslendingi Sheila Bonnick úr hljómsveitinni Boney M er gift íslendingi og búa þau í Danmörku 31 Fosteignir Leiðari Aðgerðir ríkisstjómar 20 ► Staðan á sumarbústaða- markaðnum - Eignaskipti auk- ast í fasteignaviðskiptum - Úti- vistarsvæði i Fossvogsdalnum - Endurbyggð hús á Eyrarbakka kynna, því að sex prósenta sam- drátturinn væri þannig til kominn að á móti 25% samdrætti þorsk- veiða kemur veruleg aukning í loðnuveiðum. Loðnan væri hins veg- ar ekki eins vinnuaflsfrek og þorsk- urinn og því hætt við meiri áhrifum á vinnumarkaðinn en sem svaraði heildarniðurskurði. Hann sagði að gengisfelling um 7,5% væri að mati VSI skynsamleg málamiðlun milli ýtrustu sjónar- miða, sem verið hefðu á lofti. Hún væri til þess fallin að eyða óvissu um gengisviðmiðanir á næstunni og einnig nýttist hún ferðamanna- þjónustunni á tekjuöflunartíman- um. í forsendum kjarasamninganna, sem gerðir voru í vor, sagði að gengið skyldi haldast innan viðmið- unarmarka Seðlabankans, að því gefnu að heildarafli minnkaði ekki og að verðlag sjávarafurða yrði að meðaltali 3% hærra á 3. ársfjórð- ungi 1993 en á 1. ársfjórðungi og héldist jafnhátt út samningstímann. Þórarinn sagði að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar röskuðu kjarasamn- ingum í engu. „Nú hefur það gerzt að magnið er greinilega 6% minna, og verðlagið er eins og nú stendur um 7,5% lægra en við miðuðum við að það yrði á þriðja ársfjórðungi. Því miður er ekkert, sem bendir til að það muni hækka, þannig að þetta eru nú þær forsendur sem við þurfum að lifa með.“ Benedikt Davíðsson sagði að út úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mætti lesa að gengisfelling hafí verið innbyggð í kjarasamningana, en svo væri auðvitað ekki. „í kjarasamningunum vorum við að gera ráð fyrir ákveðinni verð- lagsþróun og ákveðnu aflamagni, og samningurinn gerði ráð fyrir því að ef út frá því brigði þyrfti að grípa til einhverra aðgerða. Við vorum ekki þar með að tala um gengislækkunaraðgerðir, heldur var til dæmis verið að ræða um betri nýtingu aflans og vinnslunn- ar. En það er út af fyrir sig rétt að þær forsendur sem komnar eru núna, bæði lækkun kvóta að þessu marki og sú verðlækkun sem orðið hefur á afurðunum gerir það að verkum að það er ekki að okkar mati skynsamlegt að grípa nú til aðgerða á grundvelli neyðarákvæð- isins í kjarasamningunum. En auð- vitað kemur þetta allt til skoðunar þegar kaupmáttaráhrifin verða metin í haust og þá verður metið hvort segja eigi samningunum upp,“ sagði Benedikt. Dómi í Efra- nes-málmu áfrýjað MEIRIHLUTI hrepps- nefndar Stafholtstungna- hrepps samþykkti á fundi nýlega að áfrýja til Hæsta- réttar dómi Héraðsdóms Vesturlands í Efranes-mál- inu svokallaða frá því í mars. Að sögn Jóns Þórs Jónassonar oddvita voru þrír hreppsnefndarmanna samþykkir að áfrýja dómn- um, en tveir voru á móti. Á almennum hreppsfundi sem haldinn var 20. júní var samþykkt tillaga með 16 at- kvæðum gegn 12 um að skora á hreppsnefnd að falla frá áfrýjuninni, en Jón Þór segir að hreppsnefndin sé á engan hátt bundin af þeirri áskorun. Hann segir málið þó væntan- lega verða rætt á fundi hreppsnefndar í næsta mán- uði. Samkvæmt dómi Héraðs- dóms Vesturlands frá því í mars síðastliðnum var land- búnaðarráðherra, ásamt kaupanda og seljanda jarðar- innar Efraness í Borgarfirði, sýknaður af kröfu hrepps- nefndar Stafholtstungna- hrepps um að hnekkt verði úrskurði landbúnaðarráðu- neytisins, þar sem felld var úr gildi ákvörðun hrepps- nefndarinnar um að neyta forkaupsréttar á jörðinni Efranesi og endurselja hana öðrum aðilum. BRÖGÐ hafa verið að því að svokallaðir virðisaukaskattsbílar, fyrir- tækjabílar sem ekki þarf að greiða af virðisaukaskatt, séu notaðir til annars en þess sem snertir skattskyldan rekstur fyrirtækja, og hafa starfsmenn eftirlitsskrifstofu Ríkisskattstjóra séð slíka bíla í notkun á ólíklegustu stöðum. Ríkisskattstjóri hefur hafnað eftirgjöf á virðisaukaskatti um 120 aðila frá miðju ári í fyrra til dagsins í dag vegna misnotkunar á vsk.-bílum. Um næstu mánaðamót rennur út frestur sem eigendum þessara bíla var gefinn til að skipta út númeraplötum sínum fyrir rauðar númerplötur en með þeim verður eftirlit með notkun bilanna auðveldara. 25% álag Ekki þarf að greiða innskatt af vsk.-bílum en bílana má ekki nota til annars en sem tengist skatt- skyldum rekstri fyrirtækja. Á síðasta ári hafnaði Ríkisskatt- stjóri eftirgjöf á virðisaukaskatti 40 aðila vegna misnotkunar, en alls nemur sú upphæð 11 milljónum kr. Átak var gert í þessum málum frá miðju ári í fyrra til ársloka og nú stendur yfir annað átak og hafa þegar verið gerðar athugasemdir við eigendur 80 bíla. „Menn nota bílana jafnvel í úti- legur, en við eigum von á því að það muni draga úr þessu þegar rauðu númerin verða almennt kom- in á. Það eru ekki allir bílarnir komnir með þessa sérmerkingu og hafa menn frest til mánaðamóta að skipta yfir,“ sagði Ragnar Gunn- arsson forstöðumaður eftirlitsskrif- stofu Ríkisskattstjóra. „Við höfum alltaf fylgst með þessum bflum og reiknum með að frekara eftirlit fari í gang eftir Guðni áfram hjá Tottenham É ÉFPTl Iþróttir ► Valdimar Grímsson með þjálf- aratilboð frá ÍBV - Velheppnað Peyjamót í V estmannaeyj um - Allt um Wimbledon I I Allir vsk.-bílar með rauð númer um mánaðamótin I I I Eftirgjöf hafnað hjá 120 aðilum vegna misnotkunar mánaðamótin. Við fylgjumst með notkun þeirra, hvort þeim sé lagt fyrir utan knattspymuvelli og golf- velli. Einnig höfum við farið á úti- vistarsvæði til að fylgjast með þessu og orðið varir við misnotkun," sagði Ragnar. Hann sagði að þegar grunur léki á um misnotkun væri gerð skýrsla um málið og hún send eiganda bíls- ins óg honum gefinn kostur á að skýra út notkun bflsins. Fáist ekki fullnægjandi skýring leiðir það til þess að innskatturinn er felldur nið- ur og eigandinn þarf að greiða virð: isaukaskattinn með 25% álagi. í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort brotið sé þess eðlis að ástæða sé til þess að senda það skattrann- sóknarstjóra ríkisins. Regnhlífaveður STÓR hluti landsmanna, einkum á suðvestanverðu landinu, hefur þurft að grípa til regnhlífa sinna tvo undanfama daga. Umhleypingasamt hefur verið og gengið á með rigningu eða skúmm í kalda og strekkingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.