Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 5 Hættulausar æfingakúlur í Helguvíkurhöfn Virtust vera sprengi- kúlur á röntgenmyndum LANDHELGISGÆSLAN hefur lokið við að ná æfingakúlum úr höfninni í Helguvík og reyndust þarna vera um tvö tonn af kúl- um. Gylfi Geirsson varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að allt það upphlaup sem varð í kringum þetta mál skrifist að mestu leyti á fjölmiðla. Kúlurnar voru með öllu hættulausar, að sögn Gylfa. „Ætli það megi ekki skrifa upp- hlaupið sem varð í kringum þetta á fjölmiðlana. Málið var blásið upp og mönnum stillt upp við vegg,“ sagði Geir. Hann sagði að fjölmiðl- ar hefðu viljað fá umsögn gæsl- unnar tafarlaust um hvað hér væri á ferð og með röntgenmynd- un leit út fyrir að þetta væru sprengikúlur. „Grundvallarreglan er sú að menn reyna að hafa vað- ið fyrir neðan sig. Síðan var sýslu- manni í Keflavík stillt upp við vegg og þá fer allt batteríið af stað.“ Rétt að gera þetta nú Hann sagði að það hefði verið rétt að ná kúlunum upp úr höfn- inni en það hefði ekki þurft svo mikið tilstand í kringum þetta mál. „Ef kúlunum hefði ekki verið náð upp núna er viðbúið að þetta mál hefði komið upp aftur og þá þurft að skoða 'það," sagði Gylfi. Hann sagði að það væri sóðaskap- ur að losa sig við kúlurnar á þenn- an hátt. Morgunblaðið/Ingvar Ekkert lát á slysum við Lönguhlíð EKIÐ var á gangandi vegfaranda við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar rétt fyrir kl. 15 í gær. Ekki er nánar vitað um tildrög slyssins en hemlaför bílsins mældust um 16 metrar. Vegfarandinn slasaðist ekki alvarlega. Ekkert lát virðist á slysum við þessi gatna- mót því auk banaslyssins þar í síðustu viku varð þar harður árekst- ur tveggja bifreiða sl. föstudag. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Hálkublettir á leirlagi á Gjábakkavegi HÁLKUBLETTI á leirkenndu lagi á Gjábakkavegi um helgina má að sögn Sigurðar Jóhanns- sonar tæknifræðings Vega- gerðarinnar á Selfossi rekja til mikillar rigningar. Lagið var borið á veginn vegna kvartana yfir grófleika hans. Sigurður sagði að svokallað silt, þ.e. leirkennt lag, hefði verið borið í veginn á miðvikudag, fimmtudag og föstudag vegna kvartana öku- manna yfir grófleika hans. Seinni- partinn á föstudag hefði verið allt í lagi með veginn og þrátt fyrir gífurlega rigningu nóttina á eftir hafi aðeins verið tveir pyttir á miðjum veginum á laugardag. Aðspurður sagði Sigurður að silt hefði verið borið í brekkur með góðri reynslu um nokkurt skeið. Efnið þurfi helst að bera á í rign- ingu og þoli mikla rigningu. Hún hafí hins vegar verið gífurlega mikil aðfaranótt laugardags. Lokið hefur verið við að gera við skemmdirnar á Gjábakkavegi. Jeep Grand Cherokee Laredo Fullkominn Farkostur! Vörur til heyvinnslu 0,5-10,3% hækkuná 2 árum SAMKVÆMT könnun Sam- keppnisstofnunar hefur verð á ýmsum vörum til heyvinnslu hækkað á bilinu 0,5%-10,3% frá sumrinu 1991 þar til í sumar. Meðalverð á heyrúlluplasti hef- ur hins vegar lækkað að meðal- tali um tæplega 30% á tímabil- inu. Könnun Samkeppnisstofnunar náði til 20 sölustaða á landinu og leiddi hún meðal annars í ljós að mestur verðmunur á varahlut í heyvinnsluvél var 130%, en dý- rasti varahluturinn var frá fram- leiðanda vélarinnar og komu ódýr- ari varahlutir frá öðrum framleið- endum. Á öðrum vörum til hey- vinnslu var munur á hæsta og lægsta verði á bilinu 6% til 39%, en mesti verðmunurinn var á hvítu rúllubindigarni. Dýrast var það hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum, en ódýrast hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. o ber burði við aðra jeppa. Samkeppnin á ekkert svar vi ...... -. . ...... v Y&L* strokka 190 hestafla vél, Quadra-Trac sídriíl, Quadra- Coil íjöðrun, hemlalæsivörn, og loftpúða í stýri, en þennan búnað er að llnna í öllum Grand Cherokee, svo fátt eitt sé talið. Snilldarhönnun í hvívetna og glæsilegt útlit fullkömna þennan einstæða farkost. erokee do ste

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.