Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 7 Armami Snævarr og Hans G. Andersen heiðursdoktorar Niðjamót á Snæfellsnesi AFKOMENDUR Gísla Kristjáns Þórðarsonar, fæddum á Söðuls- koti, og Elínar Jónsdóttur fæddri á Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi, ætla að koma saman helgina 9., 10. og 11. júlí nk. í Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi. Hjónin GIsli og Elín eignuðust 18 börn en 11 komust til fullorðinsára. Reiknað er með mjög mikilli þátt- töku en ef einhveijir ætla að vera með en hafa ekki látið vita eru þeir beðnir að hafa samband við Ásdísi Bergþórsdóttir, Hafnarfirði, eða Dagmar Guðmundsdóttur, Ólafsvík. Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ sl. laugar- dag lýsti Lagadeild Háskóla Is- lands kjöri heiðursdoktoranna Ármanns Snævarrs prófessors og Hans G. Andersens sendiherra. Gunnar G. Schram, forseti laga- deildarinnar, lýsti kjörinu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í ár væru 85 ár liðin frá því að lagakennsla hófst á íslandi og á þessum tímamótum væri laga- deildinni það ánægja og sómi að sæma tvo af merkustu lögvísinda- mönnum landsins heiðursdoktors- nafnbót. Markaði spor á þróunarbraut íslenskra lögvísinda Ármann Snævarr er fæddur á Nesi í Norðfirði árið 1919. Hann' lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1944 og stund- aði framhaldsnám við háskólana í Uppsölum, Kaupmannahöfn og Ósló. Hann var settur prófessor í lögfræði við Háskóla íslands árið 1948 og skipaður í þá stöðu árið 1950. Ármann Snævarr gegndi stöðu Háskólarektors um níu ára skeið frá árinu 1960. Hann var skipaður dóm- ari við Hæstarétt íslands árið 1972 og gegndi hann því embætti fram til ársins 1984, þegar honum var veitt lausn frá því starfi fyrir aldurs sakir. Hann var forseti Hæstaréttar 1978 og 1979. í formála að doktorskjöri Ár- manns segir m.a.: „Höfuðkennslu- greinar Armanns Snævarrs voru lengst af sifja-, erfða- og persónu- réttur og refsiréttur auk almennrar lögfræði, sem hann kenndi fyrri hluta kennsluferils síns, en þá grein lögfræðinnar mótaði hann frá grunni miðað við íslenskar aðstæður... Er sá maður vandfundinn, sem lagt hefur drýgri skerf til íslenskrar lög- fræði á þeim 85 árum, sem nú eru liðin frá því að lagakennsla var tek- in upp á íslandi." Átti drjúgan þátt í viðurkenningu landhelginnar Hans G. Andersen er fæddur í Winnipeg í Kanada árið 1919. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1941 og lagði stund á framhaldsnám í þjóðarétti við Háskólann í Toronto, Columbia- lagaskólann í New York og Harvard- háskólann þar sem hann lauk meist- araprófi árið 1945. Hann var skipað- ur þjóðréttarráðunautur í utanríkis- ráðuneytinu 1946. Hann kenndi þjóðarétt við lagadeild óslitið frá 1947 til 1954. Hans G. Andersen var skipaður séndiherra hjá Atlantshafsbandalag- inu í París 1956 og hann varð sendi- herra í Frakklandi og Belgíu árið 1961. Hans gegndi einnig störfum Morgunblaðið/Bjami Hamingjuóskir ÁRMANN Snævarr tekur hér í höndina á Þóru Andersen, dóttur Hans G. Andersens, en hún var viðstödd fyrir hönd föður síns þegar heiðursdoktorskjöri Ármanns og Hans var lýst. Þóru á vinstri hönd er Valborg Sigurðardóttir eiginkona Ármanns. sendiherra íslands í Svíþjóð, Finn- sendiherra í Noregi, Póllandi og landi, Ítalíu og ísrael til 1963 og var Tékkóslóvakíu frá þeim tíma til Hans G. Andersen 1968. Frá 1976 til 1989 gegndi hann störfum sendiherra pBandaríkjunum og sem fastafulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York. í for- mála að doktorskjöri Hans G. And- ersens stendur m.a.: „Frá 1947 gegndi Hans G. Andersen jafnframt störfum sem ráðunautur ríkisstjórn- arinnar í landhelgismálum og vann þar mikið og merkt starf. Hann var meginhöfundur laganna sem sett voru 1948 um vísindalega verndun fískimiða landgrunnsins. Þau lög Ármann Snævarr voru grundvöllur landhelgisbaráttu íslendinga sem lyktaði farsællega með útfærslu fiskveiðilögsögunnar I 200 sjómílur árið 1976 ... Með ein- örðum málflutningi og fræðilegum rökum átti hann manna drýgstan þátt í því að full viðurkenning fékkst á alþjóðavettvangi á rétti íslendinga til fískimiða landgrunnsins allt að 200 sjómílum.“ Þóra Andersen, dóttir Hans G. Andersens, veitti nafnbótinni við- töku fyrir hönd föður síns. HflTTE« ILMANDI smábradð oa RÚmTTKia Á 10 MÍN. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.