Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 9 Auglýsing um merki fyrir Samiðn, samband iðnfélaga Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, aug- lýsir eftir merki fyrir samtökin. Samiðn er sam- tök félaga og deilda launafólks í iðnaði. Þær starfsgreinar sem eiga aðild sambandinu eru: Málm- og byggingariðnaður ásamt garðyrkju. Merkið þarf að hafa víða skírskotun og vera einfalt í sniðum. Greiddar verða 50.000 kr. fyr- ir þá tillögu sem valin verður sem merki samtak- anna. Senda skal tilllögur til Samiðnar, Suður- landsbraut 30, 108 Reykjavík. Skilafrestur er til 15. ágúst nk. Frekari upplýsingar veittar í símum 686055 og 813011. fiin m RAmUNAíí! ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 Frihandel bra for Baltikum • Dct svcnska frihandclsav- talct mcd Baltikum utgör ing- ct hot mot EG:s inrc mark- nad, sadc Frcdrik Rcinfcldt ordförandc for modcrata ungdomsforbundct vid Nor- diska ungkonscrvativa unio- ncns, NUU, drsmötc i Stock- holm igár. Rcinfcldts upp- ..:ng jjr att Svcrigc i BG- mllinp.lrna inlp him. tafaldigat sin cxport till vSst undcr dct scnastc árct. Frihandcln gcr ocksá mðn- niskorna i Baltikum möjlig- hct att fá förstáclsc för mark- nadsckonomins funktioncr som Tör dc flcsta 3r ctt nytt tðnkcsátl. Mcn dct ár intc alltid látt atl pá kort tidIbyi fcktcrnapácfterfrágan. Mcn- cffcktcrna kom lorstás ándá. Efterfrágan minskadc och hamncn tar nu intc cmot ná- grasvcnskaturistfárjorscdan fárjcbolagct gjort konkurs. Frihandcln, som bidrar till cn forstárkning av mark- nadsckonomin, páskyndar ÍH^cktlösningcnav m c r Fríverslun og Eystra- saltsríkin Blaðið Svenska Dagbladet gerir mikil- vægi fríverslunar fyrir Eystrasaltsríkin að umræðuefni í forystugrein í síðustu viku. Staldrar blaðið sérstaklega við aðalfund Samtaka ungra íhaldsmanna á Norður- löndum (NUU), sem haldinn var í Stokk- hólmi á dögunum, þar sem fram komu kröfur í þá veru, að Norðurlöndin gerðu fríverslunarsamninga, áþekka þeim sem Svíar hafa þegar gert, við Eystrasaltsrík- in. Ögnar ekki innri markaði I forystugrein Svenska Dagbladet segir: „Frí- verslunarsamningur Svia við Eystrasaltsríkin ógn- ar ekki innri markaði EB, sagði Fredrik Rein- feldt, formaður ungliða- hreyfingar Hægriflokks- ins á aðalfundi Samtaka ungra ihaldsmanna á Norðurlöndum, NUU, i Stokkliólmi. Það er álit Reinfeldts að Svíar eigi ekki að gefa fríverslun- arsamninginn við Eystra- saltsrikin á bátinn í við- ræðunum um EB-aðild. Það er mikilvægt að efla samvinnuna við Eystrasaltsríkin og önn- ur ríki Austur-Evrópu. Vilji Evrópubandalagsins í þá átt virðist hins vegar vera meira í orði en á borði að mati Ójafs Þ. Stephensens frá Islandi, sem nú lætur af störfum sem forseti NUU. Island hefur gert samning inn efnahagssamvinnu við Eystrasaltsríkin en Stephensen lítur á frí- verslunarsamnmg Svía sem fyrirmynd aukinnar samvinnu við Eystra- saltsríkin.“ Lofsverður áhugi Áfram segir: „Aliugi hinna ungu norrænu íhaldsmanna á að efla þróunina í átt að mark- aðskerfi í Eystrasalts- rílgunum með fríverslun er lofsverður. Fríverslun er úrslitaatriði fyrir Eystrasaltsrikhi sem hafa misst mikið af við- skiptum sínum við Sovét- ríkin fyrrverandi og vijja nú auka viðskipti sín við Vesturlönd. Eistlending- ar liafa til að mynda átt- faldað útflutnhig sinn til Vesturlanda á undan- fömu áiá. Fríverslun veitir líka íbúum Eystrasaltsrílg- anna tækifæri á að skilja betur hvernig markaðs- hagkerfi starfar en fyrir flesta krefst það algjör- lega nýs hugsunarháttar. Það er ekki alltaf auð- velt að byggja upp þær stofnanir sem nauðsyn- legai- eru fyrir snurðu- laust markaðshagkerfi á skömmum tima. Til að mynda skortir vemlega skilning á verðmyndun. Dæmi um það er nýja höfnin í Riga, sem meðal annars á að taka á móti ferðamannafeijum frá Svíþjóð. Til að auka tekj- urnar hækkuðu hafnar- yfirvöld, sem lieyra undir sveitarstjórnina, hafnar- gjöld verulega án þess að velta fyrir sér hvaða áhrif það myndi hafa á eftirspum. Ahrifaima gætti hins vegar auðvitað engu að síður. Það dró úr eftirspuminni og eng- ar.sænskar ferðamanna- ferjur koma nú til hafn- arinnar eftir að feijufyr- irtækið varð gjaldþrota." Leysir flókn- ari vandamál I lok forystugreinar Svenska Dagbladet segir: „Fríverslun, sem stuðlar að því að styrkja mark- aðshagkerfið, flýtir lika óbeint fyrir lausn á flókn- ari vandamálum á borð við eignarrétt og rétti til ríkisborgararétts. A himi bóginn myndi það hægja á þróuninni í átt að markaðshagkerfi og réttarríki í Eystra- saltsríkjunum, sem ný- lega hafa öðlast sjálf- stæði, ef umheimurínn takmarkar möguleika þeirra á fríverslun.“ Námskeið Rauða Kross íslands REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í al- mennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 30. júní, kennt verður fjögur kvöld. Kennslu- dagar verða 30. júní, 1. júlí, 5. og 7. júlí. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvernig má reyna að koma í veg fyrir helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Þann 6. júlí verður haldið nám- skeið um það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Leiðbeinandi verður Kristján Þ. Jónsson. Þegar slys eiga sér stað eða maður veik- ist alvarlega getur það haft úrslita þýðingu fyrir hann að komast í hendur læknis sem fyrst. Þetta gildir sérstaklega þegar slys verða utan þeirra svæða sem njóta þjón- ustu sjúkrabíla. Þá getur sjúkra- flutningur með þyrlu verið nauð- synlegur. Þetta er námskeið sem er gott fyrir fararstjóra, leiðsögu- menn, rútubílstjóra og aðra sem fara mikið um óbyggðir landsins. Þeir sem hafa áhuga á að kom- ast á ofangreind námskeið geta skráð sig í síma 688188 frá kl. 8-16. Tekið skal fram að Reykja- víkurdeild RKÍ útvegar leiðbein- endur til að halda namskeið fyrir þá sem þess óska. (Fréttatilkynning) í mörgum stærðum á tilboðsverði! ílf Vinnuvernd í verki Skeifan 3h - Sími: 81 26 70 - Fax: 68 04 70 Varði doktorsrit- gerð í vélaverkfræði JÓHANNES B. Sigurjónsson varði doktorsritgerð sína í véla- verkfræði við Tækniháskólann í Þrándheimi Noregi fyrir nokkru. Ritgerðin ber heitið „Framlag til aðferðarfræði við val fram- leiðsluferla í hönnunarfasanum" (A Contribution to a Theory for Selecting Production Methods) og fjallar um áhrfi hönnunar á val framleiðsluefna og hvernig þekking á þeim getur bætt liönn- unina. Jafnframt er bent á að form og efnisval eru í auknum mæli orðnir ráðandi þættir við val að framleiðsluaðferðum. I frétt frá Tækniháskólanum seg- ir svo um Jóhannes og verk hans: „Rannsóknir Jóhannesar hafa leitt til aukins skilnings á hönnunarferl- inu og fræðilegum aðferðum sem beitt er við hönnun vélhluta. Það er forsendan fyrir því að þróa ný verkfæri sem hægt er að nota til upplýsingavinnslu í hönnunarfasan- um. í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig val á framleiðsluaðferð og vinnskutækni tengist fyrstu skref- um hönnunarfasans eins og hug- myndasköpun og lausnarþróun og er framsetning miðuð við það að vera grunnur að tölvukerfi, sem hönnuðir geta notað til að með- höndla upplýsingar um framleiðlsu- tækni fyrir mismunandi lausnir. Sett er fram upplýsingalíkan fyrir hluti þar sem sérstök áherzla er lögð á að tengja við formlýsingu upplýsingar um vikmál, yfirborðs- meðhöndlun og efnaeiginleika. í verkefninu er framleiðslu hluta lýst sem röð aðgerða, þar sem hver aðgerð leggur til einstaka eiginleika eða einkenni hlutarins. Þessi út- færsla er grundvöllur fyrir því að geta sett fram aðferðafræði við val á framleiðsluferli eða efni.“ Ritgerðin var unnin við Vélaverk- fræðideild Tækniháskólans í Þránd- heimi í Noregi undir umsjón pró- fessors Marvin Rausand, en aðal- leiðbeinandi var tekn. dr. Mogens Nyrup Andreasen frá Tækniháskó- lanum í Danmörku. Jóhannes er fæddur í Skagafirði árið 1956 og ólst þar upp, en stúd- entsprófi lauk hann frá Menntaskól- anum á Akureyri 1976 og verk- fræðiprófi frá verkfræðideild Há- skóla íslands árið 1982. Foreldrar Jóhannesar eru hjónin Siguijón Sig- urbergsson og Heiðbjört Jóhannes- dóttir að Hamrahlíð í Skagafirði. Eiginkona Jóhannesar er norsk, Kari Elise Mobeck og eiga þau tvö börn, Heiðu Karine og Magnús. Jóhannes starfar nú við Tæknihá- skólann í Noregi við að byggja upp nýja þverfaglega deild í arkítektúr og verkfræði, þar sem áherzla er Dr. Jóhannes B. Siguijónsson lögð á tæknihönnun og kerfis- bundnar hönnunaraðferðir. Þessi nýja verkfræðimenntun er byggð upp í samtengingu arkítektúrs og vélaverkfræði. ------» ♦ «---- Lézt í Kanada LÁTIN er í Kandada frú Helga Rögnvaldsson, ekkja Snorra Rögn- valdssonar múrarameistara frá Ak- ureyri. Snorri lézt í Kanada 1989. Helga var fædd í Kanada af íslenzk- um ættum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.