Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 10
10 ¦ . MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Petri Sakari stjórnar Sinfóníuhyómsveitinni á níu geisladiskum er Chandos gefur út. Tónlistarritið Gramophone Sinfónían lofuð fyr- ir Sibeliusar-disk FLUTNINGUR Sinfóníuhyómsveitar íslands undir stjórn Petri Sak- ari á tónlist eftir Sibelius hlýtur góða dóma í Gramophone, virtu tímariti um sígilda tónlist. Geisladiskurinn sem fjallað er um í júlí- hefti blaðsins er hinn fimmti og nýjasti í roð níu diska sem Chandos gefur út með Sakari og Sinfóníuhyómsveitinni. Umfjöllun í tímaritinu þykir heið- ur í sjálfu sér og gagnrýnandinn Robert Layton sem skrifar um Si- beliusar-diskinn skefur ekki utan því. „Stöku sinnum er tónlist svo hrífandi að það gleymist að maður eigi að fjalla um hana. Flutningur- inn er svo eðlilegur og tilgerðarlaus og geislar af slíkri vandvirkni og leikgleði, að ég gleymdi því að ég var ekki aðeins að hlusta mér til ánægju." Gagnrýnandinn fjallar 19« I KVOLD kl. 20.30 í Hafnar- borg Tónleikar Musica Antidogma. Straumur kl. 20.30. Streymi '93. Síðasta sýning. Klúbbur listahátíðar í Hafn- arborg. Lifandi tónlist. fyrst um tónlist úr verkinu Kristján konungur annar, kveðst ekki minn- ast þess að hafa notið hennar eins og á þessum diski, að túlkun Neemi Jarvis og áður Alexander Gibsons ólastaðri. Um flutning Sinfóníuhljómsveit- arinnar á Pelleas og Melisande seg- ir að samanburðurinn sé strangur, við Konunglegu fílharmóníuhljóm- sveitina undir stjórn Sir Thomas Beecham og Berlínar fílharmóníu- hljómsveitina undir stjórn Herberts von Karajans. „Þótt þessi útgáfa komi ekki í stað þeirra, myndi ég samt vilja eiga hana. Hún er hug- myndarík, músíkölsk og mikil stemmning í tónlistinni..." í umfjöllun Gramophone segir ennfremur að Sinfóníuhljómsveitin leiki þætti úr Svanhvíti fallega. „Hvert smáatriði fær að njóta sín og farið er með hendingar af ná- kvæmni án nokkurrar tilgerðar...Að auki er hljóðritun Chandos tær, hlý og nákvæm. Mælt er með diskinum af heilum hug." Sibeliusar-diskurinn er glænýr, en fyrri diskarnir fjórir í útgáfuröð Chandos hafa líka hlotið lof. Á þeim er tónlist eftir Rachmaninoff, Mad- etoja og Grieg. Ýmis íslensk verk verða á sinni diskinum sem út kem- ur í ár og verk Alfvéns, Klamis og Jóns Leifs á þeim þremur sem Chandos gefur út með Sinfóníunni á næsta ári. NYJA TEKKN- ESKA TRÍÓIÐ Tónlist Jón Asgeirsson Listahátíðin í Hafnarfirði held- ur áfram með miklum glæsibrag og sl. sunnudag lék Nýja tékk- neska tríóið á tónleikum í Hafn- arborg. I tríói þessu leika Petr Macecek á fiðlu, Jaromir Klepác á píanó og Margit Klepácová á selló en á efnisskránni voru verk eftir Hydn, Martinu og Mend- elssohn. Tónleikarnir hófust á Tríói nr. 3 í C-dúr, eftir Hydn, Við fyrstu tónana mátti heyra að þarna fóru frábærir tónlistarmenn og að þeim er eiginlegt að leika sér með tónmálið, „að mússisera", auk þess að kunna vel til verka á sín hljóðfæri. Jaromir Klepác er glæsilegur píanóleikari og þó Lydn riti margar fallegar tón- hendingar fyrir fiðluna, mæðir mest á píanóinu í tríóverkum hans og átti Klepác víða mjög fallegan leik, sérstaklega í hinum hressilega lokakafla verksins. Bergerettes, eftir Martinu, er eins og flest verk þessa snjalla höfundar, glæsileg að gerð, ekki dregin djúpum dráttum, en þó þrungin leikkrafti og spennu. Verkið var mjög vel leikið og unnið vel úr hrynrænni spennu þess í sérlega skemmtilegu sam- spili félaganna. Lokaverkið var tríó í e-moll eftir Mendelsson. Þetta meistara- verk var frábærlega vel leikið og má þar tiltaka afburða góðan leik píanistans, einstaklega fal- legan leik fiðlarans, sem náði oft að gæða hann undurfögrum en sárum trega, og hófstilltan og yfirvegaðan leik sellistans. Það sem þó vegur mest í leik þessara ágætu listamanna, er nákvæmt samspilið, samvirkni í túlkun og falleg mótun tóhendinga, m.ö.o frábær leikur, er var gæddur list- fengi og tilgerðarlausri tilfinn- ingu fyrir tónmáli verkanna. Frábær dans í Firðinum Ballett Ölafur Ölafsson Fjórir ballettar: Minótáros, Bach svítur, Evridís og Stravinsky skissur. Danshöfundar: Ingibjörg Björns- dóttir, Nanna Ólafsdóttir, Will- iam Soleau. Dansarar: íslenski dansflokkur- iiiii, nemendur í Listdansskóla Islands. Listdansstjóri: María Gísladóttir. Tónlist: Tryggvi Baldursson, J.S.Bach, Þorkell Sigurbjörns- son, Igor Stravinsky. Flytjendur tónlistar: Kammer- sveit Hafnarfjarðan Hljómsveitastjóri: Örn Óskars- son. Sviðsmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir, Helga Rún Pálsdóttir. Ljósahönnun: Árni Baldvinsson. Hljóðstjórn: Guðmundur E. Finnsson. Sýningastjóri: Kristín Hauks- dóttir. Frumsýnt á Jónsmessu 1993 í Kaplakrika, Hafnarfirði. Alþjóðleg listahátíð hefur staðið yfir í Hafnarfirði frá 4. júní. Þetta hefur verið raunveruleg listahátíð, með fjölbreyttri og vandaðri dag- skrá. Aðstandendur listahátíðarinn- ar hafa unnið stórvirki og eiga hrós skilið fyrir áræðið. En listahátíð á ekki bara að vera til að skoða og flytja listaverk. Hún á líka að vera listamönnum hvati til að skapa eitt- hvað nýtt. í Kaplakrika var frum- fluttur nýr ballett eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, við nýtt tónverk, Mí- nótáros, eftir Tryggva Baldinsson, en ekki verður fjallað um tónlistina í þessum pistli. Verkin voru samin að beiðni Listahátíðar í Hafnarfirði og flutt og nemendum Listdans- skóla Islands og Kammersveit Hafnarfjarðar, undir stjórn Arnar Óskarssonar. Dagskráin hófst á verki Ingi- bjargar, Mínótárosi. Það er alltaf tilhlökkunarefni, þegar nýtt dans- verk er í vændum. Það er Ijóst, að þegar um tvöfaldan frumflutning er að ræða, þarf ríflegt næði til að vinna verkið og þá þarf tónverkið að vera tilbúið í tíma. í raun má segja, að hér hafi verið um forsýn- ingu að ræða, n.k. skissu eða upp- drátt, sem út af fyrir sig lofar góðu. Tónlistin bíður uppá mikið drama, sem tíma þarf til að vinna úr. Ingi- björg virðist fyllilega gera sér grein fyrir þessu, því hún kallar sinn þátt í verkinu hreyfíngar, en titlar sig (að þessu sinni) ekki sem danshöf- und. Ingibjörg Björnsdóttur hefur sinn ákveðna stíl, rétt eins og hver ann- ar danshöfundur. í Mínótárosi er stuðst við grísku sögnina um ófreskju sem lifði í völundarhúsi og nærðist á mannskjöti. Ef hægt er að tala um þjóðlegan eða jafvel ís- lenskan ballett, finnst mér sem hann komi fram hjá Ingibjörgu. Stíll hennar virkar aðeins niðurlútur og bældur, jafvel óttablandinn og mystískur. Hún hefur oft haldið sig við þjóðlegt eða þjóðsögulegt efni. Þannig er einnig nú. Kóreógrafía Ingibjargar er á köflum í verkinu nánast symbólsk. Mínótáros (Sig- urður Gunnarsson) og nautin hafa sínar hreyfingar, án þess að um raunverulegan dans sé að ræða. Ég talaði hér áðan um frumdrög eða skissu. Sem dæmi um það má nefna, að nánast allan fyrsta kafl- ann dansa nautin hvert á sínum stað og hafa öll sömu hreyfingarn- ar. Engin tilraun er gerð til að flétta hreyfingum þeirra saman. Fyrir vikið er verkið einfalt og hreirit. Hreyfingum hrægammanna er aft- ur á móti dreift meira um sviðið og fléttað saman. Þá koma í Ijós góðir og kunnulegir taktar Ingi- bjargar. Stúlkan (Júlía Gold), Adr- íadna (Ana Rut Þráinsdóttir) og Þeseifur (David Greenall) hafa sína ein- og tvídansa, sem eru í stíl Ing- bjargar, miklar stöður, há attitude og arabesque, djúp penché, og oft fá spor þar á milli. Þannig er oft djarft telft, því þetta er mjög krefj- andi fyrir dansarana og kallar á gott jafnvægi. Nemendur Llstdansskólans gerðu góða hluti. Júlía Gold er efni- legur túlkandi dansari og Sigurður Gunnarsson hefur góða beitingu í hlutverki nautsins. Gestadansarinn, David Greenall, gerði sínu góð skil. MENNING/LISTIR Myndlist Þrír íslenskir listamenn sýna í Svíþjóð 12. júní sl. var opnuð í Södertálje Konsthall, sem er listamiðstöð rétt sunnan við Stokkhólm, sýning þriggja Islenskra listamanna, þeirra Bjargar Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Bogadóttur og Valgerðar Hauksdóttur. Sýningin sem er í boði Södertjálje-borgar er í öllum salarkynnum listamiðstöðvarinn- ar og stendur í allt sumar eða til 28. ágúst nk. Verkin á sýningunni eru málverk, teikningar og grafík. Sýningin ber nafnið „Ljus frán Island" eða „Birta frá íslandi". I tengslum við sýninguna verða haldnir tónleikar þar 'sem leikin verða verk m.a. eftir íslenska höfunda. Páll Sigurðsson sýnir í Eden Páll Sigurðssoh, prófessor í lög- fræði, sýnir um þessar mundir 23 olíu- máiverk í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja einkasýning Páls, en flestar myndirnar, sem nú eru sýndar eru gerðar á síðari árum. Sýningin stendur til 4. júlf og er opin á afgreiðslutíma í Eden. Myndirnar eru til sölu. Grafíksýningu Margrétar að ljúka Sýningu Margrétar Guðmundsdótt- ur í Kænunni Hafnarfirði, lýkur 30. júní nk. Margrét sýnir myndir sem gerðar eru með karborundum og stein- þrykkstækni í lit og eru allar myndirn- ar aðeins í einu eintaki hver. Margrét er innanhússarkitekt og starfaði við það fag áður en hún hóf nám í MHÍ sem hún lauk í vor. Áður hafði Mar- Björk Jónsdóttir og Svana Víkingsdóttir. grét stundað nám í frjálsri myndlist ! Kaupmannahöfn og Gautaborg. í haust mun Margrét halda til Hollands til frek- ara náms. Tónlist Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Þriðjudagstónleikarnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 29. júní nk. kl. 20.30 verða tjóðatónleikar. Þar koma fram Björk Jónsdóttir sópran og Svana VSkingsdóttir píanóleikari. A efnisskrá eru lög eftir Jean Sibelius, Pá! ísólfsson, Gustaf Mahler, Erik Satie og ensk þjóðlög útsett af Benjam- in Britten. Björk Jónsdótir, sem hóf söngnám við Tónlistarskólann í Kópavogi, Iauk tónmenntakennaraprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Síðan stundaði Björk nám við Söngskólann í Reykja- vík til vorsins 1990. Hún hefur notið leiðsagnar prófessor Susanne Eken og Friedrich Gurtler við Tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða. Björk hefur komið fram sem einsöngvari með kór Langholtskirkju, Kvennakór Reykjavfkur, Filharmoníukórnum og hefur haldið sjálfstæða tónleika. Sl. sumar keppti Björk til úrslita um tón- listarverðlaun Ríkisútvarpsins. Björk starfar nú sem kennari við Nýja tónlist- arskólann I Reykjavík. Svana Víkingsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjayík og lauk einleikaraprófí árið 1977. Á árun- um 1978-83 var hún í framhaldsnámi við Hochschulke der Kunste I Berlín og lauk þaðan diplomaprófí f píanóleik. Kennarar hennar þar voru Klaus Schilde og Georg Sava. Svana er píanó- leikari við Nýja Tónlistarskólann f Reykjavík og er undirleikari Kvenna- kórs Reykjavíkur. Valgerður Hauksdóttir og Björg Þorsteinsdóttir standa við málverk eftir Jóhönnu Bogadóttur. Páll Sigurðsson við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.