Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 11 Lára Stefánsdóttir og David Greenall í Evridís eftir Nönnu Ólafsdótt- ur. Óskandi væri, að seinna gæfist færi á að vinna meira í Mínótáros. Tónverkið kallar á það og kóreó- grafían einnig. Bach svítur eftir William Solau voru frumfluttar í vetur. Kóreógraf- •ían er mikil flétta og oftast hröð. Hún ber vott um frjóa og skipu- lagða hugsun, jafvel svo frjóa, að dansinn gæti virst yfirhlaðin. Svo mikið að gerast og hratt farið yfir. Helst var það ljómandi tvídans Eld- ar Valiev og Lilia Valieva, sem iaugað nái að njóta. Bach svítur hafa fengið nýja búninga, sem eru mun betri en þeir upprunalegu. n. Eftir hlé var fyrst fluttur ballett- inn Evridís eftir Nönnu Ólafsdótt- ur. Tónlistin er eftir Þorkel Sigur- björnsson. Líkt og Bach svítur, var Évridís frumflutt í Ráðhúsi Reykja- víkur í vetur. Núna, þegar ballettinn er kominn á svið, staðfestist enn betur, hver mikið listaverk er hér á ferðinni. Nanna Ólafsdóttir hefur samið stórkostlegan ballet út frá ástarsögunni um Orfeus og Evri- dísi. Allt er þaulhugsað og útfærsl- an hrífandi. Sviðsmyndin er í senn einföld og rétt og ljósin einnig. Lára Stefánsdóttir dansaði núna Evridísi og dró upp sterka og skíra mynd af angist og trega. David Greenall dansaði sem fyrr Goð und- irheima af snilld. Hann var sterkur, útsmoginn og ógnandi. Anthony Wood fyllti nú mun betur út í hlut- verk Orfeusar en í vetur. Birgitte Heide og Þóra Guðjohnsen voru samtaka og kórréttar í sjnum hlut- verkum. Evridís Nönnu Ólafsdóttur er verk, sem stendur uppúr. Stravinsky skissur, sem William Soleau samdi fyrir íslenska dans- flokkinn, var frumsýnt á menning- arhátíð í Bonn fyrr í mánuðinum. Soleau hittir hér naglann á höfðið og semur verk, sem hæfir flokknum mjög vel. Ballettinn er í fjórum hlut- um. Eftir fyrsta hlutann, Gigue (sem minnir um margt á flétturnar í Bach svítunum), kemur kaflinn Elegy. Hér var kominn að mínu viti hápunktur kvöldsins. Af karl- mennsku, öryggi og fes'tu, dönsuðu Hany Hadaya, Anthony Wood og David Greenall við undirleik víólu og voru stórkostlegir. Atriðinu er erfitt að lýsa, en í því var töluvert af Stravinsky, ef það segir eitt- hvað. Eftir þriðja hlutann, Airs by a Stream, lauk skissunum með Ragtime, sem var hressilegur og kíminn lokakafli á hreint ágætu verki. Auk þeirra, sem fyrr er getið dönsuðu Þóra Guðjohnsen, Lára Stefánsdóttir, Janine Noelle Bryan, Mauro Tambone og Eldar Valiev. Örn Óskarsson stjórnaði tónlist- inni, en undirleik hljómsveitar kýs ég fremur en tónlist af bandi. Það er ljóst, að dansflokkurinn hefur í vetur sýnt það á afgerandi hátt, að undir listrænni stjórn Maríu Gísladóttur er hann að skjóta rótum á ný og móttökurnar voru frábær- ar. Þetta var ánægjulegur punktur aftan við gott starfsár. NYJAR BÆKUR Ljóðabók eftir Braga Olafsson UT er komin á vegum bókaforlags- ins Bjarts, ljóðabókin Ytri höfnin eftir Braga Ólafsson. Ytri höfnin er þriðja ljóðabók Braga. Fyrsta bók hans Dragsúgur kom út árið 1986 en Ansjósur árið 1991. í Ytri höfninni eru 28 ljóð. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bragi Ólafson er þegar orð- inn eitt af þekktari Ijóðskáldum yngri kynslóðarinnar og um þessar mundir stendur yfir sýning á ljóð- um hans á Kjarvalsstöðum, en þar eru ljóðabækurnar þrjár kynntar." Ytri höfnin er 48^ blaðsíður, prentuð í Prentsmiðju Árna Valde- marssonar, Einar Orn Benedikts- son teiknaði mynd á kápu. Bókin kostar 1408 kr. en meðlimir í bók- menntafélagi Bjarts, fá bókina heimsenda á 987 kr. Hvers vegna hafa konur lægri laun? Launamunur kynjanna hefur verið rækilega staðfestur í ótal rannsóknum. í bókinni „Kvinne- lönnas mysterier" er kastljósinu beint að orsökum þessa launamun- ar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni er fjallað um það hvernig launamunur kynja verður til og hvernig honum er viðhald- Myndir í fjalli Myndlist Bragi Asgeirsson Það heyrist helst frá Sigur- jónssafni á Laugarnesi, að þar séu haldnir tónleikar eða lesið er upp úr verkum skálda. En verk Hstamannsins snjalla Sigur- jóns Ólafssonar eru þarna alltaf í öllu rýminu, og reglulega er stokkað upp í þeim, efnt til sér- sýninga eða gerð eins konar út- tekt á eign safnsins. Svo var síð- ast, en nú hefur verið sett upp sérstök sýning um tilurð og þró- un stóra vegglistaverksins við Búrfellsvirkjun, sem Sigurjón vann á árunum 1966-1969 ásamt öðrum minni listaverkum, og hefur hún hlotið heitið „Mynd- ir á fjalli". Skal athygli vakin á því, að safnið er einungis opið milli kl. 14-18 um helgar og svo á kvöldin milli 20-22 mánudaga til fimmtudaga. Þetta er lifandi safn, sem eins og fram kemur einskorðast ekki við verk hins ágæta myndhöggv- ara, heldur fer þar fram fjöl- breytt starfsemi á sviðum ann- arra listgreina, og það þarf vissu- lega að vekja athygli á því með reglulegu millibili þar til fólk tekur við sér. Mér sýnist aðsókn- in á sjálft safnið nefnilega ekki mikil, en hins vegar er það drjúg og eftirminnileg lifun að koma þangað, njóta verkanna og ekki spillir útsýnið yfir sundin, er horft er út um gluggana í veit- ingabúð eða uppi. Það sækir einhvern veginn að manni djúphygli við að minnast við þessa vin í borgarlandinu. Örlitla ræmu af fjöru sem eru sú síðasta, sem ekkert hefur verið hróflað við og er líkust undri úr fortíðinni. Við áttum ofgnótt af yndisleg- um, sem óyndislegum fjörum meðfram strandlengjunni fyrir nokkrum áratugum, en nú eru þær allar horfnar og mætti það vera nokkur viðvörun, því að eyðist ef að af er tekið á landi ekki síður en í sjó. Við megum ekki gleyma mannlífinu, en fátt er heilnæmara en að ganga um óspilltar fjörur og anda að sér ilmi úr hafi og öllum lífrænum sjávargróðrinum, sem vill setjast á fjörugrjótið og vaxa í grynn- ingunum. Það sem við eigum enn lífrænt og óspillt í borgarlandinu, höfum við síst efni á að bruðla með, því allstaðar blasa við afleiðing- arnar af slíku ofbeldi gagnvart náttúrunni í útlandinu og ber okkur að læra af mistökum ann- arra frekar en að draga dám af þeim'. Tilurð veggmyndar Sigurjóns vakti óskipta athygli á meðal listamanna í sínum tíma, enda verkefnið stórt og óvenjulegt. Ekki vakti það svo síður athygli, að Sigurjón notaðist við nýja tækni, sem var að saga niður sérstaka tegund af hvítu mót- plasti og nota einingarnar í steypumót. Fleiri tæki voru not- uð til að ná hinum ýmsu form- um, t.d. eins konar brennari og svo voru sagirnar af margvísleg- um gerðum, bæði handsagir og vélsagir að ógleymdum öllum þjölunum til fínpússningar. Þá notaðist hann einnig við ál í minni verkin og mun hann hafa verið brautryðjandi hér á landi í báðum greinum tækninnar hvað útfærslu mikils háttar listaverks snertir. Hér var að nota það sem lista- maðurinn hafði á milli handanna, sem er hárrétt afstaða, en annað kom einnig til, og það var að heilsa Sigurjóns leyfði naumast glímu við harðari efni sem kröfð- ust meiri líkamlegra átaka. Listamaðurinn hafði einfaldlega ekki fengið nein viðamikil verk- efni hérlendis á meðan hann var yngri og við hestaheilsu, og hann hafði gengið nærri heilsu sinni í óeigingjarnri glímu sinni við list- ina, þar sem honum sást ekki Sigurjón Ólafsson á vinnustofu sinni í Laugarnesinu. fyrir og réðist gjarnan á hið harðasta efni. Hinn fíni salli sem mynd- höggvarar anda að sér sest í lungun, og þegar um gerviefni er að ræða, er það mun verra. Lofsverð er sú viðleitni lista- manna, áð kanna ný efni og hér voru og eru þeir óspart notaðir af iðjuhöldum úti í hinum stóra heimi, því að hugkvæmni hins skapandi listamanns þykir hér gefa margfalt hagnýtari reynslu en efnafræðinganna. En því mið- ur gættu margir sín ekki sem skyldi framan af, og nú eru sum efnin komin á bannlista nema að viðhöfðum miklum varúðar- ráðstöfunum. Á þetta hvoru- tveggja við hin ýmsu plastefni og epoxykvoðu, en það gerðist ekki fyrr en fjöldi listamanna hafði misst heilsuna og látist. Ég vil biðjast velvirðingar á að ég minnist á þetta hér, sem kemur listverkunum við Búrfell ekki mikið við, en þegar ég sé gerviefni rennur mér blóðið til skyldunnar, því að það eru of margir sem fara að þeim án þess að þekkja eða hirða um afleiðing- arnar. Hvað Sigurjón snerti, þá hafði hann missti heilsuna af öðrum sökum en gerviefnum, en hann var sem sagt að glíma við þau á sínum efri árum. Þau eru auð- veldari í meðförum, en annars voru honum náttúruefnin kær og hann notaði þau óspart, jafnt hörð sem mjúk. Meðal þess eftirtektarverða við Sigurjón sem listamann er hve fljótur hann var að átta sig á eiginleikum efniviðarins, sem hann hafði á milli handanna hverju sinni, og hve gjarnt hon- um var að draga þá fram, láta þá njóta sín. Einmitt þetta kem- ur einkar vel fram í verkunum sem hann gerði í sambandi við þetta sérverkefni, en hann hefur greinilega gefið sig allan við út- færslu þess og verið uppfullur af nýjum hugmyndun, formræn- um sem efnislegum. ið... málið snýst einkum um völd, efnahag og viðhorf. Menntun og reynsla skýra aðeins lítinn hluta af þeim launamun sem mælist milli kvenna og karla. Bókin er safn sjálfstæðra greina eftir norræna fræðimenn, fulltrúa aðila vinnumarkaðarins á Norður- löndum og fulltrúa í Norræna jafn- launaverkefninu. í bókinni er fjall- að um ýmsar staðreyndir og leitað svara við ýmsum spurningum er varða launamun kynja og launa- myndum: Breikkandi launabil leiðir til lægri kvennalauna. Afleiðingar þess að mótun stefnu í atvinnumál- um og opinberar rannsóknir á launaþróun og atvinnuhorfum skuli ekki taka tillit til aðstöðu- munar kvenna og karla á vinnu- markaði. Stefnan í atvinnumálum á Norðurlöndum samræmist ekki markmiðum norrænnar jafnréttis- löggjafar. Hvernig má nýta hag- fræðikenningar til að skýra kvenna-afsláttinn? Kjarasamning- ar geta skipt sköpum þegar kyn- bundinn launamunur er annars vegar. Á þeim vettvangi eru konur valdalitlar og ná ekki í gegn með kröfur sínar. Þar sem samið er um kaup og kjör hafa karlar töglin og hagldirnar og það kemur einkum þeim sjálfum til góða. Barneignir, yfirvinna og fjöl- skylduábyrgð hafa lítil áhrif á launin. Það er kynferðið sem ræður mestu. Athuganir á viðhorfum, væntingum og samskiptareglum á vinnustöðum auka skilninginn á launamynduninni og geta t.d. skýrt hvers vegna menntunin ein og sér megnar ekki að tryggja launajafn- rétti milli kvenna og karla." Útgefandi: Norræna jafn- launaverkefnið/Norræna ráð- herranefndin. Bókin fæst hjá Máli og Menningu og kostar kr. 1.370. ? ? ? Borís Chríst- offlátinn BASSASÖNGVARINN Boris Christoff lést í Róm í gærmorg- un 74 ára að aldri. Hann var einn niesti bassi aldarinnar og búsettur á ítalíu í fimm áratugi. Búlgarski söngvarinn var þekkt- astur fyrir túlkun sína á rússnesk- um óperum og naut til dæmis mik- illar hylli í hlutverki Borisar God- únovs í samnefndri óperu eftir Modest Mússorgskíj. Christoff var líka vinsæll Don Carlos í óperu Giuseppis Verdi. Hann söng á Listahátíð í Reykjavík fyrir ellefu árum. Upphaflega ætlaði Christoff að verða lögfræðingur og hóf laga- nám í heimalandi sínu. En venti sínu kvæði í kross og hóf söngnám á ítalíu 1942 og debutteraði þar fjórum árum seinna. Síðan söng hann í öllum helstu óperuhúsum heims, þótti hafa afburða hljóm- mikla rödd og mikla leikræna hæfi- leika. Boris Christoff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.