Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Á að bjóða út borgarlögmann? •• eftir Ogmund Jónasson Markús Öm Antonsson borgar- stjóri segir ástæðuna fyrir því að breyta eigi Strætisvögnum Reykja- víkur í hlutafélag vera þá að hann hafi „trú á hlutafélagsforminu“. í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í síðustu viku gerir hann grein fyrir sannfæringu sinni um ágæti hlutafé- lagsformsins: „Það hefur gefíst best í fyrirtækjarekstri um heim allan. Langflest fyrirtæki hér á landi eru hlutafélög, þar með talin flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins." Nú er það svo að einkafyrirtæki og þar með talin hlutfélög geta verið góðra gjalda verð á markaði þar sem mikil samkeppni ríkir og þar af leið- andi virkt aðhald frá neytendum, en varasöm þar sem ekki er um sam- keppni að ræða eða þar sem fá- keppni ríkir, þar þurfi aðhaldið að koma frá notendum með öðrum hætti og þá fyrir tilstilli lýðræðislegra kjör- inna fulltrúa. Enda þótt það sé hárrétt hjá borg- arstjóra að mörg öflugustu fyrirtæki landsins séu hlutafélög þá er hitt einnig staðreynd aðfjölmörg hlutafé- lög hafa átt í erfiðleikum, jafnvel þurft að leggja upp laupana. Fyrir því kunna að vera ólíkar orsakir, í sumum tilvikum innanbúðarvandi, í öðrum utanaðsteðjandi. Alhæfíngar eiga einfaldlega ekki við. Rekstrar- formið eitt felur ekki í sér neina tryggingu fyrir árangri. Hlutaf élagsumr æða í Bandaríkjunum Hins vegar getur rekstrarform að sjálfsögðu skipt máli. í því sambandi má nefna til fróðleiks að í þeirri umræðu sem nú fer fram á meðal bandarískra viðskiptamanna og sér- fræðinga í fyrirtækjarekstri um kosti og galla á rekstrarfyrirkomulagi hafa verið vaxandi efasemdir um ágæti hlutafélagsformsins fyrir ýmsa þjónustu sem er þjóðfélagslega mikil- væg og þarf ætíð að vera til staðar. Röksemdafærslan er á þá leið að sá sem fjárfestir í hlutafélagi hafi fyrst og fremst tengsl við reksturinn í gegnum verðbréfahöllina og rói á önnur mið þegar gefur á bátinn. Þetta hafi þess vegna í för með sér óstöðugleika sem ekki samræmist almannaþjónustu sem fólk þarf að geta reitt sig á undir öllum kringum- stæðum. Og þá er það einkavæðingin sem svo hefur verið nefnd. Almennt eru menn sammála um að útboð á al- mannaþjónustu geti í sumum tilvik- um gefið góða raun. Forsenda fyrir slíku eru þó markaðsaðstæður; að mikið framboð sé til að inna þjón- ustuna af hendi. Þar sem hins vegar þannig háttar að einn markaðsaðili kemst í einokunaraðstöðu, til dæmis ef svo færi að einhver eignaðist þvottahús Ríkisspítaianna eða vagn- flota SVR og alla aðstöðu strætis- vagnanna, þá myndi sá aðili fljótlega öðlast sjálfdæmi um verðlagningu. Reynslan sýnir að þetta gerist. Ef við gefum okkur að eftirspurn verði áfram eftir viðkomandi þjónustu þá er ljóst að einkaaðilinn sem sinnir henni er kominn með fast framlag frá skattborgaranum. Og þá er vald þess sem upphaflega ákvarðar hyer skuli fara á spenann orðið æði mikið. Eftirlitslaus einokun En það sem verra er: Sá aðili sem þannig kemst í einokunaraðstöðu er í raun eftirlitslaus. Auðvitað er það eðlileg lýðræðisleg krafa skattborg- arans að geta haft áhrif á ráðstöfun fjármuna sinna og eftirlit með fram- kvæmdinni. Við núverandi aðstæður er þessu þannig varið með SVR. Að sögn borgarstjóra hefur í tímans rás komist á það verklag gagnvart SVR „að starfsmannamál og fleiri rekstrarmál heyri í raun undir stjórnendur fyrirtækisins án afskipta stjórnmálamanna". ■ En hvers vegna þá að vera að þessu? Okkur er sagt að ekki eigi að selja fyrirtækið, að pólitískir stjórnendur hafi ekki verið til óþurftar, að hag- rætt hafi verið á undanförnum árum og að áfram sé hægt að halda slíku starfi. Það er ekki að undra að fólk spyiji' hveiju eigi þá að breyta? Borgarstjóri vitnar til mannkynnsög- unnar máli sínu til stuðnings: „Ríkis- reknar þjóðarheildir hafa orðið gjald- þrota með hrikalegum afleiðingum." Hér er vísað til hruns kommúnis- mans. Nú er það svo að í Sovétkerf- inu trúðu menn blint á tiltekið rekstr- arform og spurðu aldrei um aðstæð- ur, vísuðu dómgreind og skynsemi á bug. Einmitt þess vegna var kerfið dauðadæmt frá upphafi vega. Getur það verið að í henni Reykjavík eigi að hafa svipaðan hátt á, að það eigi að breyta Strætó í hlutafélag, á hug- myndafræðilegum forsendum, vegna þess að Sovét-Rússland gekk ekki upp? Er þetta ekki svolítið langsótt? Hins vegar er eðlilegt að spurt sé í framhaldinu: Hvar á að draga mörk- in? Á að gera skrifstofu borgarlög- Ögmundur Jónasson „Þannig geta einkafyr- irtæki og þar með talin hlutafélög verið góðra gjalda verð á markaði þar sem mikil sam- keppni ríkir og þar af leiðandi virkt aðhald frá neytendum, en varasöm þar sem ekki er um samkeppni að ræða eða þar sem fá- keppni ríkir.“ manns að hlutafélagi, og hvað með borgarverkfræðingsembættið, höfn- ina og þannig mætti áfram telja. Nú vil ég taka það fram að það kunna að vera einhver tilvik um starfsemi á vegum borgarinnar sem betur væru komin á markaði en í opinber- um rekstri. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að opinberir aðilar hafi stundum verið að vasast í málum sem auðveldlega hefði mátt láta einkafyr- irtæki ein um. En ef menn ætla að vera sjálfum sér samkvæmir og ger- ast trúir þeirri sannfæringu sinni að hlutafélagsformið sé ætíð hið rétta þá verða þeir að gera grein fyrir því hvers vegna á að einkavæða eitt en ekki annað. Við, borgaramir, eigum rétt á því að fá svör við þessum spurningum og rökstuðning. Með öðrum orðum, borgaryfirvöld verða að færa rök því hvers vegna ein stofnun er gerð að hlutafélagi en ekki önnur. Þörf á sameiginlegu átaki í ágætum pistli sem Robert Kuttn- er skrifar í tímaritið International Business Week, segir hann að þeir sem beri ábyrgð á opinbera geiranum verði að taka sér tak og verða miklu viljugri að bæta þjónustu og gera hana sveigjanlegri. Hann segir að víða hafi þetta tekist í opinberum rekstri sem á ýmsum sviðum standi einkarekstri framar. Það sé goðsögn að mesta skrifræðið sé að finna hjá hinu opinbera og segir Kuttner að eitthvert versta dæmi um skrifræði sé einmitt að finna hjá einkareknum tryggingafélögum sem gefi út heilu doðrantana, á þykkt við símaskrár, um það hvað læknar megi gera og hvað ekki til að hafa allt sitt á þurru. Varðandi eftirlit með einkarekstri og opinberum • rekstri koma fram athyglisverð sjónarmið í úttekt sem nýlega birtist í breska blaðinu Fin- ancial Times. Þar segir að það sé komið yfir öll velsæmismörk hve for- stjórar og meðstjórnendur þeirra skammti sér í laun. Verst sé ástand- ið í fyrirtækjum sem sinni almanna- þjónustu en hafi nánast einokun á markaði. Iðulega sinni stjórnir fyrir- tækjanna eftirlitshlutverki sínu illa og oft og tíðum séu stjórninar í sam- tryggingarkerfi þagnarinnar vegna fyrirgreiðslu og bitlinga. Hjá opinberum stofnunum íslensk- um viðgengst víða óhóflegur launa- munur og þeir sem standa efst í pír- amídanum eru oft frekir til fjárins. Alls staðar í þjóðfélaginu, í opinber- um geiranum þar sem íjármunum skattborgarans er ráðstafað er það stjórnmálamanna að sjá um það. En þá þurfa þeir að búa við fyrirkomu- BLIND OFSATRÚ eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur í fyrra vildu sjálfstæðismenn í heil- brigðisnefnd Reykjavíkur einkavæða hundaeftirlitið í höfuðborginni. Sam- þykkt nefndarinnar um að borgarráð kannaði möguleika á slíkri breytingu fékk deyfandi sprautur embættis- manna sem bentu á ýmis vand- kvæði, m.a. árekstra við landslög. Málið sofnaði. Sjálfstæðismenn hafa nú snúið sér frá hundunum að strætó. Þeir vilja leggja niður borgarfyrirtækið Stræt- isvagna Reykjavíkur. Strætisvagnar Reykjavíkur háeff á að yfirtaka rekstur vagnaflotans og höfuðstöðv- anna að Kirkjusandi. Háeffið á að verða mikill hókuspókus sem bætir þjónustu, gerir starfsfólkið glatt og ánægt og dælir arði í borgarsjóð í stað þess að sjúga úr honum fé eins og borgarfyrirtækið SVR er sakað um að gera. Upphaf einkavæðingar Sjálfstæðismenn hamra á því að hér sé engin einkavæðing á ferðinni. Reykjavíkurborg eigi áfram að vera eini eigandi SVR hf. samkvæmt framlagðri tillögu. Hins vegar er ekki nokkur leið að fá rökrænan botn í tillögu og útskýringar sjálfstæðis- manna nema í því ljósi að þeir hugsi þessa breytingu sem fyrsta skrefið til einkavæðingar. I greinargerð er reynt að rökstyðja breytinguna með hátimbruðu lofi um yfirburði hlutafélagsformsins. Hvergi er þó komið beint að því að arðsemis- von og aðhald frá hluthöfum sem vilja ávaxta sitt pund eigi að tryggja hagkvæman rekstur. Það eru þó klassísk meginrök hlutafélagasinna sem þarna er sneitt hjá svo ásetning- urinn um einkavæðingu verði ekki augijós. En hugsunin skín í gegn svo úr verður rökleysa þegar samtímis er fullyrt að borgaryfirvöld eigi áfram að stýra umfangi þjónustunnar sem og tekjuhlið. Ótrúlegar þversagnir Satt að segja eru þversagnirnar í „rökstuðningi“ sjálfstæðismanna svo yfirþyrmandi að maður veit ekki hvar skal byija eða enda. Stjórnarformað- ur strætisvagnanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann og aðrir stjórnmálamenn séu þvílíkur Akkiles- arhæll í rekstri þessa almenningsfyr- irtækis að losna verði við kjöma full- trúa svo það megi þrífast. „... allar ákvarðanir um rekstur til skemmri eða lengri tíma verða færðar í hend- ur stjómenda fremur en pólitískt kjörinna fulltrúa" segir í greinargerð- inni. Komið hefur fram að borgar- stjórinn eigi að kjósa hina nýju stjóm- endur hlutafélagsins, svo hér er um nýja útfærslu á „lýðræðing" að ræða en alls ekki ópólitíska! En um leið og fullyrt er'að fyrirtækið fái fyrst blómstrað þegar afskiptum stjóm- málamanna Iýkur er tilkynnt í grein- argerðinni: „Yfirstjórn leiðakerfís, tíðni ferða o.þ.h. verður áfram í hönd- um borgaryfirvalda." „Ákvarðanir um hámarksfargjöld verða áfram í höndum yfirvalda Reykjavíkurborg- ar.“ Börn og ellilífeyrisþegar fá áfram afslátt. Og svo er fullyrt að kjör nú- verandi starfsmanna breytist ekki en þó látið að því liggja að starfsmenn bins nýja hlutafélags megi vænta umbunar ef þeir standi sig vel. Hvar er frelsi hinna nýju stjórn- enda? Frelsið frá stjórnmálamönnun- um sem eiga að ákvarða þjónustuna og þar með útgjöldin og jafnframt tekjurnar í gegnum fargjöldin? „Hlutafélög búa yfir þeim valkosti að geta aukið hlutafé sitt í þeim til- gangi að styrkja eiginfjárstöðu og auka rekstrarfé sitt með hlutafjárút- Kristín Á. Ólafsdóttir „Stjórnendur hlutafé- lagsins SVR hf. fá skýra skipun í greinargerð sjálfstæðismanna: „Öll hlutafélög eiga að greiða arð af rekstri.“ Þeir eiga að umbylta rekstri sem í fyrra þurfti nær 270 milljóna framlag.“ boði. Þessa kosti munu forráðamenn SVR hf. geta nýtt sér.“ Þannig hljóð- ar fagnaðarerindi sjálfstæðismanna — en í næstu setningu segir: „Það takmarkast hins vegar við það að Reykjavík mun eiga öll hlutabréfin í SVR hf.“ Aftur rekst hlutafélagið á Akkilesarhælinn, stjórnmálamenn eru að sjálfsögðu þeir sem ákvarða hvort veija skuli fé borgarjnnar til hlutafjárkaupa. Arður á kostnað þjónustu Stjórnendur hluafélagsins SVR hf. fá skýra skipun í greinargerð sjálf- stæðismanna: „Öll hlutafélög eiga að greiða arð af rekstri." Þeir eiga að umbylta rekstri sem í fyrra þurfti nær 270 milljóna framlag frá Reykjavík- urborg og Seltjarnarnesi og endaði þó með 11 milljón króna halla þannig að hann fari að skila arði! Og þetta eiga nýju stjórnendurnir að gera án þess að hafa ákvörðunarrétt um helstu tekju- og útgjaldaliði. Ég held að það sé einungis á færi Akkilesar- hæla á borð við Svein Andra Sveins- son að setja fram þvílíkar röksemdir. Skortur á samhengi Það er dapurleg staðreynd að stjórn Reykjavíkurborgar sé í hönd- um fólks sem lítur á almenningssam- göngur í borgarsamfélagi sem rekstr- areiningu sem eigi ein og sér að skila peningalegum arði. Það sjónarhorn er afskaplega þröngt og ber vott um skort á yfírsýn og viðunandi stefnu- mörkun í samgöngu-, umhverfis- og peningamálum. Hversu mikið mætti ekki spara ef almenningssamgöngur væru öflugar og þar með raunveru- legur valkostur við einkabílinn fyrir þorra almennings. Sparnaðurinn kæmi fram í minni innfiutningi bif- reiða og eldsneytis, hóflegri kostnaði við umferðarmannvirki, en sá kostn- aður nemur mörgum milljörðum króna miðað við núverandi einkabíla- notkun. Væntanlega minnkaði einnig slysakostnaður að ekki sé talað um verðmætin sem varðveittust í heilsu og umhverfisgæðum. Vonandi geta sjálfstæðismenn átt- að sig á þessu samhengi áður en blind ofsatrú á hlutafélög og einkarekstur leiðir þá til þess óhæfuverks að eyði- leggja fyrirtækið okkar, Strætis- vagna Reykjavíkur. Þrír af hverjum fjórum Reykvíkingum vilja aðgerðir til þess að minnka einkabílaumferð í borginni samkvæmt nýrri viðhorfs- könnun. Kjörnir fulltrúar þess fólks verða að átta sig á mikilvægi SVR í þeirri viðleitni. Höfundur er borgiu'fulltrúi Nýs vettvangs. Heilög Jóhanna? eftir Magnús Óskarsson Börn í leik skilja furðu vel að leikurinn gengur ekki alltaf þeim í vil og kunna að taka því. Einn og einn kann það þó ekki og fer í fýlu þegar hann tapar eða fær ekki allt sem hann vill. Jóhanna Sigurðar- dóttir hefur um hríð verið fýlupok- inn í íslenzkum stjórnmálum. Hót- anir hennar um að hætta og fara heim í fýlu ef hún fær ekki þetta eða hitt eru orðnar ósköp þreytandi og maður spyr sjálfan sig: Af hveiju fer hún bara ekki heim? En Jó- hanna fer ekki heim. Hún hleypur á dyr, skellir hurðum, klagar fyrir almenningi, og setur svo upp geisla- baug og leikur heilaga Jóhönnu sem vill frelsa fólkið frá vondu strákun- um. Fyrir það hlýtur hún vinsældir í skoðanakönnunum og heldur leiknum áfram. Okkur vantar ekki stjórnmála- menn sem skerast úr leik á erfíðum tímum og kenna öðrum um. Hvort sem um er að ræða fjárveitingar til húsnæðismála, val á ráðherrum eða aðrar vandasamar ákvarðanir, verða menn að hlíta leikreglum og una því að fá ekki allt sitt fram. Það gerir Jóhanna Sigurðardóttir ekki og út á það vill hún að almenn- ingur trúi því að hún ein sé góð og heiðarleg. Hún vill sjálfsagt vera það en heilög er hún ekki. Höfundur er borgarlögmaður hjá Ileykjavíkurborg. í I 1 í i I I I í I I 1 I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.