Morgunblaðið - 29.06.1993, Side 15

Morgunblaðið - 29.06.1993, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Jón Baldvin vildi bráðabirgðalög um Þróunarsjóð Engin nauðsyn jafnbrýn og aflabrestur í verstöð JÓN Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra segir að kröfur hafi verið uppi um allt að 16% gengisfellingu, frá hagsmunaaðilum úr innsta hring samtaka þeirra. „Þessi niðurstaða sýnir að slikum kröf- um var hafnað. Þetta er að vísu ekki „stór gengislækkun.“ Hún er beinlínis ákveðin út frá þeirri meginforsendu að verðbólguáhrifin verði tiltölulega lítil og skammvinn og stöðugleikanum þannig ekki fórnað,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón Baldvin segir að vandi sjáv- arútvegsins verði ekki leystur með gengisbreytingu og ástæða þess sé einföld: „Raungengið svokallaða, hvort heldur menn mæla það á kvarða launa eða verðlags, hefur ekki verið jafnlágt í rúman áratug, kannski í allt að fimmtán ár. Og eftir þessa gengisbreytingu er það hið lægsta frá því mælingar hófust. Starfsskilyrði sjávarútvegsins eru því út frá því sjónarmiði með því besta sem verið hefur,“ sagði Jón Baldvin. Vandinn er aflabrestur Utanríkisráðherra sagði jafn- framt: „Vandinn er allur annar. Hann er aflabrestur. Þetta er minni afli heldur en sjávarútvegurinn hefur verið að vinna úr, frá því á fyrra stríðs árunum. Það sem gerst hefur í millitíðinni eru gríðarlegar fjárfest- ingar í flota, vinnsluhúsum, tólum og tækjum. Fjárfestingar sem fyrir löngu eru orðnar að óbærilegum, lánsfjármögnuðum ofíjárfestingum, miðað við það hve lítill afli er til rástöfunar. Hér búum við því við Hagfræðingnr Verzlunarráðs Gengisfell- inginekki beint út í verðlagið JÓHANN Þorvarðarson, hag- fræðingur Verzlunarráðs íslands, telur að vegna samdráttar í hag- kerfinu sé ekki víst að gengisfell- ing krónunnar velti af fullum þunga út í verðlagið. „Það er ekki aðeins hægt að horfa á gengisfellinguna sem slíka. Hag- kerfið mun minnka, þjóðartekjur dragast saman og ráðstöfunartekjur almennings minnka. Þróun verðlags- ins veltur á því hversu fljótt eyðsla fólks dregst saman,“ sagði Jóhann. „Ef eftirspurn dregst strax saman, getur verzlunin ekki leyft sér að velta gengisfellingunni beint út í verðlagið, heldur verður að mæta henni sjálf með öðrum aðgerðum og skera frekar niður kostnaðinn." Jóhann segir að hvað þetta varð- ar, verði þróunin væntanlega svipuð og eftir síðustu gengisfellingu í nóv- ember, en þá hafi verðlagshækkunin verið minni en sem gengisfellingunni nam. „Áður fyrr var gengið fellt og ef þokkalegt ástand var á hagkerf- inu, var gengisfellingunni velt beint út í verðlagið. Ég spái því sjálfur að nú verði þróunin svipuð og í nóv- ember.“ Ekki víst að hjálpi sj ávar útveginu m Jóhann sagðist telja vafamál hvort gengisfellingin hjálpaði sjávarútveg- inum í raun. „Skuldir sjávarútvegs- ins eru að miklu leyti í erlendri mynt. Það þarf að skoða hvort tekj- urnar muni aukast meira en vextir og afborganir. Einstök fyrirtæki munu eflaust fara vel út úr þessu, en önnur ekki.“ vannýtta yfirframleiðslugetu." - En hvers vegna er ekki verið að taka á þessum vanda nú? Hvað með Þróunarsjóð sjávarútvegsins? Var ekki einmitt ætlunin að taka með stofnun hans á þessum vanda sjávarútvegsins? „Það er kannski ofmælt að segja að ekki sé verið að taka á vandan- um. Þrátt fyrir allt er hægt að týna til mörg dæmi um breytingar sem eru að verða, þótt lítið fari fyrir þeim innan sjávarútvegsins. Fyrir- tæki eru að heltast úr lestinni, það er verið að sameina önnur sjávarút- vegsfyrirtæki, það er verið að stofna til nýjunga í rekstri og innan grein- arinnar eru menn að búa sig undir að nýta þau tækifæri sem EES samningurinn veitir. Engu að síður er þessi hagræðingarferill allt of hæggengur. I nóvember síðastliðnum, þegar síðustu efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar voru kynntar, þá var opinberað samkomulag stjórnar- flokkanna um Þróunarsjóð sjávar- útvegsins. Hann átti að vera stjórn- tækið til þess að hraða úreldingu, hagræðingu og skuldaskilum í þess- um skuldum hlaðna sjávarútvegi. Því miður tók útfærsla þessa grund- vallarsamkomulags mjög langan tíma á milli mín og sjávarútvegsráð- herra. Þegar hún loks lá fyrir, lá málið lengi fyrir Alþingi og endaði þar með því að sjávarútvegsráðherra dró málið til baka og knúði ekki fram afgreiðslu á því. Það tel ég að hafi verið mjög óheppilegt.” Hraða úreldingu - Kom setning bráðabirgðalaga um Þróunarsjóðinn til greina í þínum huga, til þess að flýta mætti þessari framkvæmd? „Ég viðurkenni að ég lít á þetta sem svo mikilvægt mál, að ég var reiðubúinn til þess að beita bráða- birgðalagaúrraeðum, til þess að lög- festa Þróunarsjóðinn, um leið og gengisbreytingin var ákveðin. Ég hefði þá talið rétt að gengisbreyting- in yrði ögn minni. Ég taldi að óko- stirnir, sú gagnrýni sem stjómin hefði orðið að sæta, fyrir að beita bráðabirgðalögum, vægju minna en hin brýna nauðsyn á því að hraða úreldingar- og hagræðingaraðgerð- um, en til þess á Þróunarsjóðurinn að vera,“ sagði Jón Baldvin. Hann kvaðst einnig hafa talið að aðgerðimar sem ákveðnar voru á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn sunnudag, hefðu orðið trúverðugari og áhrifameiri, ef þær hefðu ein- kennst af þessu tvennu: „hóflegri gengisbreytingu og stofnsetningu og þar með starfrækslu Þróunar- sjóðs, sem þar með hefði hafið hið mikla verk við úreldingu og skulda- skil,“ sagði utanríkisráðherra. - Jón Baldvin var spurður hvort hann teldi það trúverðugt að ríkis- stjórnin veifaði nú öðm sinni við kynningu efnahagsaðgerða, framtíð- aráformum um stofnun Þróunar- sjóðs sjávarútvegs? „Það er auðvelt fyrir hvern sem er, að benda á þann drátt sem orðið hefur á því að hrinda málinu í fram- kvæmd. Nú segir ríkisstjórnin að hún muni þegar í stað grípa til ráð- stafana, m.a. til þess að útvega fé og undirbúa að Þróunarsjóðurinn hefli starfsemi þegar í stað og laga- heimilda hefur verið aflað. Ég hefði gjarnan kosið að þetta hefði verið gert fyrr, málið hefði verið afgreitt á þingi í vor, eða að það hefði verið afgreitt nú með bráðabirgðaiögum, á grundvelli hinnar brýnu nauðsynjar. Því miður, þar urðu önnur sjónarmið ofan á, nefnilega það sjónarmið lögfræðinga að vafasamt væri, að hin brýna Jón Baldvin Hannibalsson nauðsyn væri réttlætanleg. Ég tel enga nauðsyn jafnbrýna, eins og ráðstafanir þegar um er að ræða aflabrest í verstöð. Það vom fyllilega réttmætar forsendur fyrir setningu bráðabirgðalaga,“ sagði Jón Bald- vin, „en andstæð sjónarmið urðu ofan á og við það verð ég að sætta mig.“ Ber fulla ábyrgð Jón Baldvin sagði að hann og aðrir ráðherrar Alþýðuflokksins bæm fulla ábyrgð á þessari niður- stöðu með samráðherrum sínum í ríkisstjóm, og skomðust i engu þar undan. „Ráðstafanirnar eru staðfesting í stórum dráttum á tillögum sjávar- útvegsráðherra um niðurskurð afla- heimilda, jöfnunaraðgerðir til þess að bæta fyrirtækjum sem fyrst og fremst byggðu starfsemi sína á þorskveiðum og vinnslu skaðann, í gegnum Hagræðingarsjóð, lánaleng- ingar og skuldbreytingar gegnum Atvinnutryggingadeild, Byggðasjóð og F'iskveiðasjóð og ákvörðun um að hraða lögfestingu Þróunarsjóðs- ins og taka það mál úr samhengi við fiskveiðistefnuna og gera það að forgangsmáli í upphafi þings, ásamt með gengisbreytingunni. Þetta em allviðamiklar aðgerðir. Þær em málamiðlun og sú skársta málamiðlun sem var að fá og ég skorast ekki í neinu undan ábyrgð á því,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son. Kemur inn- lendri ferða- þjónustu til góða KJARTAN Lárusson, formaður Félags ferðaskrifstofa, segir að gengisfellingin hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustu innanlands, en neikvæð á utanlandsferðir. Kjartan telur þó að aðeins sé um mótvægi að ræða gegn því óhag- ræði, sem muni hljótast af álagn- ingu virðisaukaskatts á gistingu og ferðaþjónustu um næstu ára- mót. „Gengisfellingin virkar í tvær átt- ir. Hjá þeim, sem flytja aðallega fólk til útlanda, og eru því í raun innflytjendur, hækkar varan í verði og þeir em vissulega ekki kátir með það. Á þeim, sem hins vegar em að flytja inn ferðamenn og em því út- flytjendur í hagkerfinu, lyftist hins vegar brúnin,“ sagði Kjartan. „Á heildina litið er þetta mjög vænlegt mál fyrir ferðaþjónustuna inn- anlands, sem býr við með ólíkindum mikla samkeppni, vegna þeirrar hræðilegu staðreyndar að setja á virðisaukaskatt á svo til alla ferða- þjónustu frá og með næstu áramót- um. Með því verðum við ekki eitt dýrasta, heldur dýrasta ferðamanna- land í heimi, að hækka alltof hátt verð enn einu sinni. Það er spá margra að bráðum komum við að „sársaukamörkum" einstaklingsins, sem er að kaupa sér ferðalag. Þetta er mótvægi á móti því, þótt endar nái ekki saman.“ Kjartan sagði að það væri já- kvætt fyrir ferðaþjónustuna að virð- isaukaskattur á mat hefði verið lækkaður. bíllinn i Érsins miðað við haám Soffír I km 49/S.aHO BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13,« REYWAVÍK SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.