Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta aflasamdrætti Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að mæta aflasamdrætti Stöðugleiki og friður á vinnu- markaði forsenda aðgerðanna HÉR fer á eftir yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir til að mæta samdrætti þorskafla á komandi fiskveiðiári. Ákvörðun um heildarafla Á undanfömum vikum hefur farið fram undirbúningur að ákvörðunum um leyfilegan heildar- afla kvótabundinna fisktegunda á næsta fiskveiðiári. Tillögur Haf- rannsóknastofnunar gáfu til kynna að verulega yrði að draga úr þorsk- afla og því ljóst að um samdrátt yrði að ræða í heildarafla, þrátt fyrir aukningu í ýmsum öðrum teg- undum. Að undangenginni umfjöllun í ríkisstjóm hefur sjávarútvegsráð- herra nú ákveðið leyfilegan heild- arafla helstu fisktegunda á næsta fiskveiðiári. Samkvæmt ákvörðun- inni má gera ráð fyrir að þorskafli verði 165 þúsund lestir samanborið við um 230 þúsund lestir á yfír- standandi fiskveiðiári. Afli ýmissa annarra botnfisktegunda gæti auk- ist nokkuð en í heild má gera ráð yfír að botnsfiskafli dragist saman um nær 15% milli ára, mælt í þorsk- ígildum. Verði loðnuafli rúmlega 1 milljón lestir og aukist úthafskarfaafli úr 25 þúsund lestum í ár í 40 þúsund lestir á næsta ári, eins og vonir standa til, mun heildarafli og fram- leiðsla sjávarafurða dragast saman um 6% á næsta ári að mati Þjóð- hagsstofnunar. Aflasamdrátturinn á næsta ári mun hafa veruleg áhrif á hag sjáv- arútvegsins og þjóðarbúskapinn. Afkoma sjávarútvegs er nú þegar erfið vegna lækkunar afurðaverðs að undanförnu en verðlag sjávar- afurða hefur lækkað um 9% frá því gengi krónunnar var Iækkað í nóvember sl. Verð á botnfiskafurð- um er nú 12% lægra, mælt í SDR, en meðaltal síðustu 5 ára. Halli á rekstri botnfiskveiða og -vinnslu er nú áætlaður um 8% og aflasamdráttur á næsta ári mun valda auknum halla. Afkoma ein- stakra greina er afar misjöfn þar sem samdráttur í afla og verðlækk- un afurða bitnar mjög misjafnlega á einstökum greinum og fyrirtækj- um. Samdráttur í útflutningstekjum mun leiða til vaxandi viðskiptahalla að öðru óbreyttu, og landsfram- leiðsla mun dragast saman, þriðja árið í röð. Aðgerðir vegna aflasamdráttar Yfírlit. Horfur um afkomu sjáv- arútvegs og þjóðarbús eru nú þann- ig að nauðsynlegt er að bregðast við þeim þegar í stað. Bæta þarf rekstraraðstöðu sjávarútvegsins, létta greiðslubyrði fyrirtækja, stuðla að aukinni hagræðingu og jafna nokkuð áhrif aflasamdráttar á einstakar útgerðir. Það er ekki síður nauðsynlegt að treysta sam- keppnisstöðu annarra útflutnings- og samkeppnisgreina, draga úr inn- flutningi til að koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi í kjölfar sam- dráttar. Jafnframt þarf að gæta þess að stofna ekki stöðugleika í hættu og halda óhjákvæmlegri kjararýrnun í lágmarki. I ljósi þessara markmiða hafa eftirfarandi aðgerðir verið ákveðn- ar: 1. Gengi krónunnur verður lækkað um 7,5%. Áfram verður fylgt stefnu stöðugs meðalgengis miðað við hið nýja gengi, með óbreyttum fráviks- mörkum. 2. Afborganir af lánum. Atvinnul- tryggingadeildar Byggðastofnunar til sjávarútvegsfyrirtækja árin 1994 og 1995 verða færðar aftur fyrir aðrar afborganir og lánstími lánanna lengdur um 4 ár. Ríkis- stjómin mun beina þeim tilmælum til Fiskveiðisjóðs að hluti afborgana verði færður til á hliðstæðan hátt. Þá verði skuldbreyting lána hjá Byggðastofnun og í Ríkisábyrgðar- sjóði einnig athuguð í þessu sam- hengi. 3. Frumvarp til laga um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins verð- ur lagt fram strax í upphafi þings og afgreitt sem sjálfstætt þingmál og forgangsmál. Meginhlutverk sjóðsins verður að stuðla að auk- inni hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Ríkisstjórnin mun nú þegár gera ráðstafanir til þess að afla fjár til sjóðsins í samræmi við hlut- verk hans, þannig að unnt sé að undirbúa aðgerðir af hálfu sjóðsins um leið og hann verður formlega stofnsettur. 4. Til að jafna mismunandi áhrif aflaskerðingar á útgerðarfyriræki verður aflaheimildum Hagræðing- arsjóðs ráðstafað með sama hætti og gert var í kjölfar kjarasamninga í vor. Verði öllum aflaheimildum sjóðsins varið í þessu skyni mun aflamark einstakra skipa ekki skerðast um meira en rúmlega 9% milli fískveiðiára. Bætt staða atvinnulífs - minni við- skiptahalli. í nóvember síðastliðn- um var gengi krónunnar lækkað í ljósi versnandi þjóðarhags, m.a. vegna mikillar lækkunar á gengi mikilvægra viðskiptamynta og verðlækkunar á sjávarafurðum. Við gengislækkunina batnaði sam- keppnisstaða útflutnings- og sam- keppnisgreina, þ.e. raungengi krónunnar lækkaði og horfur voru á áframhaldandi lækkun raungeng- is vegna þess að verðlags- og launa- breytingar hér á landi yrðu minni en í helstu samkeppnislöndum. Samdráttur sjávarafla um 6% og verðlækkun á afurðum breytir verulega þeim forsendum, sem mið- að var við í nóvember, og hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir ís- Ienskt þjóðarbú. Framleiðsla lands- manna mun dragast saman og halli á utanríkisviðskiptum aukast. Við þessu verður að bregðast á þann hátt að það styrki samkeppnisstöðu allra útflutnings- og samkeppnis- greina og dragi úr viðskiptahalla. Þess vegna er óhjákvæmilegt að lækka gengi krónunnar nú. Brýnt er hins vegar að fara eins varlega í þessa breytingu og unnt er vegna verðlagsáhrifa innan- lands. Einungis á þann hátt er unnt að tryggja áframhaldandi stöðugleika og frið á vinnumarkaði en slíkt er forsenda þess að aðgerð- in hafi tilætluð áhrif til lengri tíma litið. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru í gildi til loka næsta árs og þær aðgerðir, sem nú hefur verið gripið til, raska ekki kjarasamningum, með tilliti til þeirra forsenda sem þar var miðað við. Gengisbreytingin er langtíma- aðgerð sem bætir hag sjávarútvegs til frambúðar en veldur hins vegar óhjákvæmilega hækkun á erlend- um skuldum hans í krónum talið og veikir þess vegna skuldugustu fyrirtækin til skemmri tíma litið. Á móti því vegur skuldbreyting á stofnlánum sjávarútvegsins. Gengislækkun krónunnar mun bæta afkomu sjávarútvegs um allt að 3>/2% og má því áætla halla á botnfískveiðum og -vinnslu um 4 Vi í kjölfar gengislækkunar. Líklegt er að nokkur hagnaður hafi verið í öðrum greinum sjávarútvegs og eykst hann vegna áhrifa gengis- breytingarinnar. Þegar líður á kom- andi fiskveiðiár mun afkoma botn- fískveiða og -vinnslu versna um nær 3'/2% vegna skerðingar afla- heimildar ef aðstæður á mörkuðum fyrir sjávarafurðir batna ekki. Frestun afborgana mun á hinn bóginn minnka greiðslubyrði fyrir- tækjanna og er talið að hún geti minnkað um 1.800-2.000 milljónir króna hvort ár 1994 og 1995. Hagræðing í sjávarútvegi. Þró- unarsjóðurinn mun stuðla verulega að hagræðingu í sjávarútvegi og úthlutun aflaheimilda Hagræðing- arsjóðs til jöfnunar mun milda áhrifin af mikilli skerðingu þorsk- aflans. Ríkisstjórnin mun einnig beita sér fyrir því að treysta at- vinnu í sjávarútvegi með því að efla starf við þróun og nýsköpun í greininni, jafnt með nýtingu þeirra tegunda, sem nú er vannýttar, sem með aukningu verðmæta úr þeim stofnum, sem nú eru nýttir. Með þeim aðgerðum, sem nú hafa verið ákveðnar, eru sjávarút- veginum sköpuð skilyrði og mögu- leikar til að takast á við erfiðleika vegna aflaminnkunar á næstu misserum. Sjávarútvegurinn, og atvinnulífið allt, veit nú hvaða skil- yrði hann mun búa af hálfu stjórn- valda. Ríkisíjármál - vextir. Vegna samdráttar útflutningstekna mun viðskiptahalli fara vaxandi að öðru óbreyttu. Þess vegna er mikilvægt að aðgerðir miði að því að koma í veg fyrir slíkt. Þetta er eitt megin- markmiðið með gengislækkun krónunnar, eins og áður sagði. Jafnframt er nú enn brýnna en áður að draga úr ríkisgjöldum og halla á ríkissjóði svo opinber láns- fjárþörf leiði ekki til hækkunar á raunvöxtum. Með þeim aðgerðum sem nú hafa verið ákveðnar, eiga að skap- ast forsendur þess að raunvextir geti lækkað á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd sérfræðinga til að kanna vaxtamyndun á lánsfjár- markaði, einkum með tilliti til þess hvort uppbygging og skipulag markaðarins, t.d. víðtæk verð- trygging, hindri eðlilega vaxta- myndun. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fyrri markmið um að fjárlagahalli næsta árs verði verulega minni en áætlað- ur halli á þessu ári. Á næstu vikum verður unnið að endanlegum undir- búningi fjárlagafrumvarps í sam- ræmi við þau markmið. Aðgerðir gegn atvinnuleysi í tengslum við kjarasamninga í maí var ákveðið að auka útgjöld ríkissjóðs til atvinnuskapandi að- gerða, einkum fjárfestinga og við- halds, um 1.000 milljónir króna frá því sem ákveðið var í fjárlögum ársins. Þessu fé verður einkum varið til viðhalds og endurbóta á opinberum byggingum 0g til ný- bygginga. Ríkisstjórnin mun á næstunni gera nánari grein fyrir hvernig þessu fé verður ráðstafað. Á síðastliðnu hausti var einnig ákveðið sérstakt átak til atvinnu- skapandi framkvæmda, alls 1950 milljónir, og stærstum hluta þeirrar íjárhæðar var varið til vegafram- kvæmda. Áhrif af þessum aðgerð- um á atvinnuástand munu halda áfram að koma fram á næstu mán- uðum og vinna þannig gegn áhrif- um af almennum samdrætti í þjóð- arbúskapnum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi á árinu 1993 verði að meðaltali um 5% af mannafla en tölur síðustu mánaða vekja þó von- ir um að það gæti orðið heldur minna. Á vegum þriggja ráðuneyta eru hafnar viðræður við Húsnæðis- stofnun, viðskiptabanka, sparisjóði og lífeyrissjóði um greiðsluetfið- leika fólks, sem misst hefur atvinnu sína vegna langvarandi veikindi eða atvinnubrests. Þrátt fyrir áframhaldandi sam- drátt er ekki búist við að atvinnu- leysi aukist að marki. Mikilvægast er nú að stemma stigu við aukn- ingu atvinnuleysis og búa í haginn fyrir næstu ár þannig að hagvöxtur geti hafist á ný 0g atvinnuástand batnað þegar ytri skilyrði þjóðar- búsins lagast og aðstæður í við- skiptalöndum okkar batna. Við gerða kjarasamninga í vor lýsti ríkisstjórnin sig reiðubúna til samstarfs við samtök launafólks og atvinnurekenda með það að markmiði að treysta íslenskt at- vipnulíf. Þar var m.a. haft í huga að efla rannsókna- og þróunar- starf, bæta skipulag kynningar á íslenskum vörum og þjónustu á erlendum vettvangi og stuðla að fjárfestingu erlendra fyrirtækja á Islandi. Undirbúningur að þessum að- gerðum er hafinn og stefnt er að því að mótaðar tillögur, sem unnið verður að í samvinnu við samtök launafólks og vinnuveitenda, liggi fyrir í haust. í því sambandi mun ríkisstjórnin m.a. auka framlag til rannsókna með sérstakri áherslu á nýsköpun. Einnig verður komið á vettvangi til umfjöllunar um nýj- ungar í atvinnulífi og hvað gera þurfi til þess að nýjar atvinnugrein- ar gati vaxið og dafnað hér á landi. Þjóðhagshorfur Þær ákvarðanir um afla, gengi og ríkisfjármál, sem nú hafa verið teknar, eru mikilvægar forsendur um afkomu þjóðarbúsins á næsta ári. Þótt önnur framleiðsla til út- flutnings en sjávarafurðir gæti aukist eitthvað á næsta ári er ljóst að útflutningur vöru og þjónustu í heild mun dragast saman. Þróun viðskiptakjara hefur verið óhagstæð að undanfömu, einkum vegna mikillar lækkunar á verði sjávarafurða. Mikil óvissa ríkir um verðþróun á næstunni en nokkur von er þó til þess að markaðir fyr- ir sjávarafurðir verði í betra jafn- vægi á næsta ári og verðlag sjávar- afurða g'eti hækkað fremur en lækkað. Þannig standa vonir til þess að viðskiptakjör geti batnað lítilsháttar eftir mikla rýrnun á þessu ári. Eftir breytingu á gengi nú verð- ur gengi krónunnar haldið stöðugu innan sömu fráviksmarka og áður hafi gilt, þ.e. 2'/*% til hvorrar átt- ar. Á þessum forsendum og miðað við líklega verðlagsþróun á íslandi og í helstu viðskiptalöndum mun raungengi krónunnar lækka um- talsvert. Þannig er reiknað með að raungengið á mælikvarða verðlags verði rúmlega 7% lægra á þessu ári en í fyrra og lækki enn um 3‘/2% milli áranna 1993 og 1994. Sam- keppnisstaða íslenskra atvinnu- vega á hinn almenna mælikvarða raungengis mun því batna verulega á þessum tveimur árum og verður reyndar betri á þennan kvarða mælt en allan síðasta áratug og það sem af er þessum áratug. Mikil- vægt er að þessum árangri verði ekki fórnað á næstu árum svo unnt verði að nýta þessa stöðu til auk- innar sóknar í atvinnumálum. Verðlagshorfur mótast annars vegar af nýgerðum kjarasamning- um og ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar í tengslum við þá og hins vegar af gengislækkun krónunnar nú. Samkvæmt þessum forsendum má reikna með að vísitala fram- færslukostnaðar hækki um rúm- lega 4% milli áranna 1992 og 1993 og um rúmlega 3% milli áranna 1993 og 1994. Þetta eru heldur meiri verðbreyt- ingar en gert hefur verið ráð fyrir og stafar það af gengislækkun krónunnar. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að OECD spáir 4,1% verðbólgu í Evrópu á þessu ári og 3,9% á því næsta. Af þessu má sjá að gangi spá OECD eftir verður verðbólgan hér á landi á þessu ári svipuð og í Evrópu og nokkru minni á árinu 1994. Gert er ráð fyrir því að almenn launaþróun á árinu 1994 verði í samræmi við nýgerða kjarasamn- inga. Miðað við líklega tekjuþróun að öðru leyti felur þetta í sér að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mapn verði um 4% minni 1994 en á þessu ári. Útgjöld þjóðarinnar munu drag- ast saman á næsta ári enda er slíkt óhjákvæmilegt_ í kjölfar rýrnandi þjóðartekna. Áætlanir benda til þess að viðskiptahalli á árinu 1993 nemi 2,5% af landframleiðslu sem er nokkru minna en árið 1992 og nær helmingi minna en árið 1991. Á þeim forsendum, sem hér hefur verið lýst, má gera ráð fyrir að viðskiptahalli minnki á næsta ári og verði innan við 2,5% af lands- framleiðslu. Síðustu áætlanir benda til þess að landframleiðslan dragist saman um nálægt 1% á árinu 1993. Sam- drátturinn verður meiri á næsta ári vegna meiri samdráttar útflutn- ings en í ár. Þjóðartekjur eru tald- ar minnka um rúmlega 2'/2% á þessu ári vegna mikillar rýrnunar viðskiptakjara. Á árinu 1994 gæti landsframleiðslan orðið um 2% minni en á þessu ári og rýrnun þjóðartekna yrði svipuð eða heldur minni ef viðskiptakjör batna. Áframhaldandi samdráttur mun óhjákvæmilega hafa áhrif á at- vinnuástand. Síðustu tvo mánuði hefur heldur dregið úr atvinnu- leysi. Þannig voru 6.700 manns skráðir atvinnulausir í mars sl. eða 5,4% af mannafla en 5.200 manns í maí eða 4% af mannsafla. Að nokkru leyti stafar þessi fækkun af því að atvinnuástand batnar árs- tíðabundið á vorin en einkum má þó rekja þetta til átaksverkefna sveitarfélaga og Atvinnuleysis- tryggingasjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.