Morgunblaðið - 29.06.1993, Side 17

Morgunblaðið - 29.06.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 17 Skipti í 3 þrotabúum á Dalvík Lítið fæst upp í lýstar kröfur SKIPTUM er lokið í þrotabúum Haraldar og Guðlaugs hf., Hafspils hf. og Olunnar hf. á Dalvík, en skiptastjóri í þessum búum var Ólafur Birgir Arnason hrl. Fiskieldisfyrirtækið Ölunn var gjaldþrota árið 1990 og lauk skiptum fyrir nokkru. Lýstar krofur námu samtals 94,2 milljónum króna, veðkr- öfur voru 70,3 milljónir, forgangs- kröfur 1,2 milljónir og almennar kröf- ur upp á 22,7 miHjónir. Upp í veðkröf- ur greiddust 3,1 milljón króna og upp í forgangskröfur 866 þúsund, en ekk- ert greiddist upp í almennar kröfur. Hafspil varð gjaldþrota á síðasta ári og námu lýstar kröfur í þrotabúið samtals 44,4 milljónum króna, þar af voru forgangskröfur 6,9 milljónir króna. Ekkert greiddist upp í þessar kröfur. Bú Haraldar og Guðlaugs hf var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1991 og lauk skiptum fyrir nokkru. Al- mennar kröfur í búið námu tæpum 47 milljónum króna, forgangskröfur voru tæpar 4 milljónir, en kröfur utan skuldaraðar og forgangskröfur greiddust upp að fullu og upp í al- mennar kröfur greiddust 3,4 milljónir króna eða um 8,1%, en ekkert fékkst upp í eftirstæðar kröfur. Signrvegarinn MARÍA Pálsdóttir frá Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit tók bestu filmuna í ljósmyndamaraþoni sem fram fór á Akureyri á laugardag, en hún vann einnig aðalverðlaunin í keppninni í fyrra. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Kjarakaup MARGIR hafa eflaust gert góð kaup á útimarkaðnum sem efnt var til. Rigning setti svip á dag Olafs Bekks FJÖLMENNT var við hátíða- þessu tilefni og slógu Ólafsfírð- höld í Ólafsfirði um helgina, ingar upp veislu sem stóð frá en haldið var upp á dag landn- morgni til kvölds. Dagskráratriði ámsmannsins Ólafs Bekks með voru fjölbreytt, en veðrið fór ekki viðhöfn. mildum höndum um hátíðargesti, Fjölmargir brottfluttir Ólafs- slagveðursrigning setti svip sinn firðingar komu á heimaslóðir af á daginn. 3 ódýrastir Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ? Stúdentamyndatökur 6 fullunnar stækkair 13 x 18 cm og tvær stækkanir 20 x 25 cm. verð aðeins kr. 9.000,00 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 43020 Bama og fjölsk. ljósmyndir sími.677644 Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 María sigraði öðrusinni MARlA Pálsdóttir frá Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit vann aðalverð- laun í ljósmyndamaraþoni Kodak og Áhugafjósmyndaraklúbbs Ak- ureyrar sem haldið var á laugar- dag, en María vann einnig í þess- ari keppni á síðasta ári. Við rás- mark fengu keppendur 12 mynda filmu og fyrstu þrjú verkefnin, en alls voru verkefnin 12, þannig að ein mynd var fyrir hvert verk- efni. Niðurstaðan Verðlaun voru veitt fyrir bestu mynd í hveiju verkefni. Sigurður Gauti Hauksson átti bestu myndina af verkefni sem nefndist tré, Halldór B. Halldórsson fékk verðlaun fyrir verkefnið tvílitt og Hjalti Jóhannes- son fyrir verkefnið einu sinni var. Engir tveir eru eins var heiti á fjórðu mynd og átti Ómar D. Kristjánsson bestu mynd í þeim flokki. Sigurður S. Ingólfsson átti bestu myndina í flokki sem nefndist ég var lítið barn og lék mér við ströndina og Höskuld- ur Þórhallsson tók bestu myndina með yfirskriftinni allt er hey í harð- indum. Yngsti keppandinn, Gunnar Más- son, 9 ára, átti bestu myndina með yfirskriftinni ávextir, Hilmar Harð- arson tók bestu bjartsýnismyndina, Haval Dowoody bestu andlitsmynd- ina, Anna Dóra Gunnarsdóttir átti bestu myndina með yfírskriftinni hvað er í fréttum og Berglind Helga- dóttir tók að mati dómnefndar bestu myndina með yfirskriftinni hvíld. Sýning Sýning með öllum myndum keppninnar og stækkuðum vinnings- myndum verður opin í anddyri íþróttahallarinnar við Skólastíg í dag, þriðjudag, og morgun, miðviku- dag, frá kl. 17 til 20 og er aðgangur ókeypis. STÓRÍTSÖLIMARKÁÐÍR Faxateni i O (hús tramtíöarinnar) ÓTRÚLEG VERD OG VÖRUGÆÐI NÝJAR 0G NÝLEGAR VÖRUR Eftirtaldir aðilar selja vörur sínar: Verslunin KOKO KJALLARINN NÍNA, Akranesi FLASH, Laugavegi KÓDA, Keflavík K-SPORT, Keflavík í TAKT, Laugavegi 60 THEODÓRA AKADEMÍA, Bankastræti 11 PÓSEDON, Keflavík BLÓMALIST HANS PETERSEN OG ÝMSIR HEILDSALAR OG SMÁSALAR Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 13 til 18 Laugardaga frá kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.