Morgunblaðið - 29.06.1993, Page 18

Morgunblaðið - 29.06.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 Bandaríkjamenn skjóta eldflangum á höfuðstöðvar írösku leyniþjónustunnar Skrifstofur yfir- marnia og tölvuver helstu skotmörkin Þrjár eldflaugar af 23 lentu í nálægu íbúðarhverfi Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á sunnudag að eldflaugaárásin á höfuð- stöðvar írösku leyniþjónustunnar hefði borið árangur. Hann harmaði að óbreyttir borgarar skyldu hafa beðið bana vegna þess að þrjár stýriflaugar af 23 misstu marks. Iraska stjórn- in heldur því fram að sex óbreyttir borgarar hafi farist í árásinni. Tomahawk stýriflaugar eru 450 kg -flokkssins^NN ' Aðalstöðvar Baath- Að minnsta kosti sex manns* fórust er bandarísk herskip skutu 23 stýriflaugum á höfuðstöðvar frösku leyniþjónust unnar aðfara nótt sunnudagsins til að hefna fyrirhugaðs tilræðis Iraka á hendur George Bush fyrrum forseta __________ Gamli bærinn Tigris Forseta- höllin REUTtR Minnsta kosti tvær flauganna lentu f íbúðarhverfi skammt frá höfu&stöðvum' leyni- þjónustunnar Al-Mansur Al-Mamun 14 stýriflaugum var skotið af tundurspillinum Peterson á Rauðahafi Níu stýriflaugum skotið af beitiskipinu Chancellorsville á Persaflóa Peterson *Skv. sjúkralistum Reuter Syrgjendur í Bagdad UM tíu þúsund manns í Bagdad mótmæltu á sunnudag eldflaugaárás Bandaríkjamanna. Hér sést Mahmo- ud Khlij harmi lostinn með kistu sonar síns Haythans sem féll í árásinni. Árásin var gerð eftir að Clinton hafði komist að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi sannanir væru fyr- ir því að íraska leyniþjónustan hefði áformað að ráða George Bush fyrrverandi Bandaríkjafor- seta af dögum er hann heimsótti Kúveit í apríl síðastliðnum. Þetta er í fyrsta sinn síðan Clinton tók við embætti sem hann ákveður að beita bandarísku hervaldi utan ramma aðgerða Sameinuðu þjóð- anna. Bandaríkjastjórn kynnti sannanir fyrir samsæri við Bush á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna á sunnudag. Ekki ætlunin að jafna höfuðstöðvarnar við jörðu Bandaríska varnarmálaráðu- neytið segir að ekki hafi staðið til að jafna höfuðstöðvar írösku leyni- þjónustunnar við jörðu heldur hafi spjótum verið beint að völdum hlut- um þeirra. Þannig hafi skrifstofu- húsnæði yfírmanna svo til alveg verið lagt í rúst og miklar skemmd- ir unnar á tölvuveri. Talið er að árásinni hafí verið valinn tími að- faranótt sunnudags til að manntjón yrði sem minnst. írakar segja að sex manns hafi fallið en Banda- ríkjamenn hafa ekki staðfest það að öðru leyti en því að Cjinton segist harma manntjón íraka. Bandarískir ráðamenn sögðu á sunnudag að manntjónið með minnsta móti sérstaklega ef borið væri saman við það sem gerst hefði ef bflsprengja hefið sprungið í Kúveit þegar Bush var þar í heim- sókn fyrir tíu vikum. Colin Powell forseti bandaríska herráðsins og varnar- og utanríkis- málaráðherrar Bandaríkjanna hrósuðu því hve nákvæm árásin hefði verið. Samtals var skotið 23 eldflaugum frá tundurspilli á Rauðahafi og beitiskipi á Persa- flóa. Talið er að þijár flaugar hafi misst marks og lent í nærliggjandi íbúðarhverfi en fjórar hafnað á röngum stað innan höfuðstöðva írösku leyniþjónustunnar. Irakar sjálfir segjast hafa skotið fjórar flaugar niður. Þá staðreynd að höfuðstöðvar leyniþjónustunnar voru valdar sem skotmark fremur en t.d. forsetahöllin má skýra með því að Clinton hafi tilhneigingu til að forðast að persónugera ágrein- ing Bandaríkjamanna og Iraka. Hann kenndi einnig „írökum í æðstu embættum“ um undirbúning tilræðis við Bush fremur en að nefna Saddam Hussein á nafn. Ákvörðun tekin á föstudag Bandaríska alríkislögreglan og leyniþjónustan CIA kynntu forset- anum niðurstöður rannsókna sinna á samsærinu gegn Bush í síðustu viku. Clinton tók ákvörðunina um árás á föstudag í síðustu viku eft- ir að hafa farið yfir ýmsa mögu- leika sem hernaðarráðgjafar hans lögðu fyrir hann. Clinton sendi Warrcn Christopher utanríkisráð- herra á fund George Bush í Maine til að skýra honum frá árásinni og þeim sönnunum sem fyrir lægju. Bush lýsti því svo seinna yfir að hann styddi ákvörðun eftirmanns síns. Arásin talin styrlda stöðu Clintons Washington. The Daily Telegraph, Reuter. v FYRSTU yfirlýsingar Bills Clintons Bandaríkjaforseta að árásinni lok- inni á Iaugardagskvöld þóttu nokkuð vígreifar, ekki síst í Ijósi þess að þar talaði maður sem á sínum tíma barðist gegn Víetnamstríðinu. „Allt frá fyrstu dögum byltingar okkar hefur öryggi Bandaríkjanna verið háð því hversu vel okkur tekst að koma eftirfarandi til skila: „Ekki troða okkur um tær,“ sagði forsetinn og vitnaði þar til orða Johns Pauls Jones liðsforingja sem stóð framarlega í sjálfstæðisbar- áttu Bandaríkjanna. Jones lét raunar orðin „ekki troða mér um tær“ falla árið 1775. Segja fréttaskýrendur að ef forseti úr röðum repúblik- ana hefði slegið á áþekka strengi í ræðu á besta sjónvarpstíma hefði hann þegar í stað verið sakaður um stríðsæsing og „töffaraskap“. Reuter Arásin skýrð COLIN Powell hershöfðingi, yfirmaður bandaríska herráðsins, skýr- ir fyrir blaðamönnum hver skotmörk árásarinnar voru. Með því að fyrirskipa eldflauga- árásina á Bagdad hefur Clinton sýnt fram á að hann sé fær um að gera nokkuð sem jafnvel vinir hans voru farnir að efast um: Taka ákvörðun og hrinda henni í framkvæmd á hraðan og skilvirkan hátt. Fyrstu fimm mánuðir Clintonstjórnarinnar hafa einkennst af mistökum og klúðri og sú staðreynd að árásin kom öllum í Washington í opna skjöldu er talinn verulegur árangur í sjálfu sér. Til þessa hefur nánast öllum ákvörðunum forsetans verið lekið í fjölmiðla áður en þær hafa verið framkvæmdar og stefnan virðist hafa verið mótuð af viðbrögðum hinna fjölbreytilegustu þrýstihópa við þessum fréttalekum. Einhliða refsiaðgerð Raunar var þetta frekar einföld ákvörðun í sjálfu sér. Um var að ræða einhliða refsiaðgerð af hálfu Bandaríkjamanna vegna áforma ír- aka um að ráða George Bush, fyrr- verandi forseta, af dögum. Clinton reyndi ekki að réttlæta aðgerðina undir því yfirskini að hún hefði ver- ið gerð til að tryggja frið í heiminum eða af mannúðarástæðum líkt og aðgerðir Bandaríkjamanna í Sómal- íu. í ræðunni, sem sjónvarpað var frá skrifstofu hans á laugardagskvöld, virtist Clinton meðvitað vera að ýta undir þá ímynd að hann væri „nýr demókrati" sem sýndi hörku í utan- ríkismálum og væri óhræddur við að beita valdi til að veija bandaríska hagsmuni. Þegar mesta hrifningin hefur hjaðnað er þó líklegt að öðru vísi verði litið á málið. I ljósi þess að forsetanum voru afhentar allt að því óyggjandi sannanir fyrir því að Iraksstjórn hefði staðið á bak við tilræðistilraunina varð hann að gera eitthvað. Að skjóta nokkrum stýri- flaugum af herskipum á hafí úti, án þess að stefna lífí flugmanna í hættu, var líklega það minnsta sem hann gat gert. Árásin var framkvæmd með tilvís- un í 51. grein stofnsáttmála Samein- uðu þjóðanna en þar segir að ekkert annað í sáttmálanum megi skerða rétt ríkja til sjálfsvamar. Oft hefur verið vitnað til þessarar greinar í tengslum við hernaðaraðgerðir og má nefna að Bretar brugðu henni fyrir sig árið 1982 er þeir endur- heimtu Falklandseyjar úr greipum Argentínumanna. Þetta er líka fyrsta einhliða aðgerð Bandaríkja- manna gegn írökum. Persaflóastríð- ið og fyrri árásir í refsiskyni hafa verið gerðar í tengslum við sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna. Emb- ættismenn hjá SÞ segja að tilraun til að myrða fyrrverandi þjóðhöfð- ingja megi túlka sem árás gegn við- komandi ríki og því megi túlka árás í hefndarskyni sem sjálfsvörn. Með þessari aðgerð er forsetinn líklega í fyrsta sinn samstíga hern- um en hann hefur átt í deilum við herinn allt frá því að hann reyndi að aflétta banni við því að hommar gegndu herþjónustu. Það að Colin Powell, yfirmaður herráðsins, skýrði jafnt hina hernaðarlegu hlið aðgerð- arinnar sem hugsanlegar pólitískar afleiðingar um helgina hefur þó ver- ið túlkað sem tákn um hve veik staða forsetans er í raun. Það hlýtur til dæmis að hafa farið í taugamar á forsetanum er Powell sagði forset- ann hafa „staðið sig mjög vel sem æðsti yfirmaður heraflans undan- farna daga og það er góðs viti“. Morðáform Iraka eru margþætt Washington. The Daily Telegraph. SAMKVÆMT upplýsingum Bandaríkjamanna höfðu Irak- arnir sem handteknir voru á landamærum Kúveit í apríl síð- astliðnum margþætt áform um að koma George Bush fyrrver- andi Bandaríkjaforseta fyrir kattarnef. EUefu írakar vom handteknir á landamærunum og voru þeir í tveim- ur bílum með óeðlilega miklum far- angri sem við nánari eftirgrennslan reyndist innihalda sprengiefni, vopn og sérstakan tæknibúnað. Kúveisku leyniþjónustunni tókst smám saman að upplýsa að ætlunin hefði verið að myrða Bush og hér væru á ferð útsendarar íraksstjóm- ar. Til stóð að skjóta Bush við kom- una til Kúveitflugvallar þann 14. apríl. Tækist það ekki átti að skilja eftir fjarstýrða sprengju í Kúveithá- skóla þar sem Bush átti að taka við heiðursdoktorsnafnbót. Gengi það ekki eftir átti að skilja eftir sprengju í bifreið í Bushgötu, sem svo er kölluð, í Kúveitborg. Síðasta hálm- stráið var sjálfsmorðsárás; einn til- ræðismannanna gengi hlaðinn sprengiefni að forsetahjónunum fyrrverandi þar sem þau væru að heilsa almennum borgurum á götu úti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.