Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Aðgerðir ríkis- stjórnar Sú ákvörðun, sem ríkisstjórnin tók í fyrradag, að þorskafli á næsta fiskveiðiári skuli vera 165 þúsund tonn er rétt og óhjákvæmi- leg. Ástand þorskstofnsins er orðið svo ískyggilegt að mati fróðustu manna, að þjóðin getur ekki tekið neina áhættu í þessum efnum. Ef svo illa færi, að við eyddum þorsk- stofninum með rányrkju væri úti um búsetu þjóðarinnar í þessu landi, a.m.k. mundi sá fjöldi, sem nú býr hér ekki komast af. Það er ánægjulegt, að svo virðist sem meiri samstaða sé um þessa ákvörðun innan ríkisstjómarinnar nú en á sl. ári, þegar harðar deilur urðu á milli forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra um aflaheim- ildir yfirstandandi fiskveiðiárs. Þessi aukna samstaða innan ríkis- stjórnarinnar endurspeglar áreið- anlega viðhorf almennings í land- inu. Það er meiri skilningur nú á nauðsyn svo harkalegra aðgerða, en nokkru sinni fyrr. Reynslan á þessu fiskveiðiári er sú, að þrátt fyrir ákvörðun um 205 þúsund tonna hámarksafla á þorski stefnir í 230 þúsund tonn. Þetta má ekki endurtaka sig á næsta fískveiðiári. Hefur ríkisstjórnin gert nægilegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir það? En hvað sem öðru líður hefur ríkisstjómin sýnt mikið póli- tískt og siðferðilegt þrek með þess- ari ákvörðun. Jafnhliða ákvörðun um aflasam- drátt tilkynnti ríkisstjómin ákveðn- ar efnahagsaðgerðir, sem eiga að auðvelda sjávarútveginum að standast þennan mikla niðurskurð á þorskafla. Sumt af því er skyn- samlegt. Það er t.d. eðlilegt að létta greiðslubyrði sjávarútvegsfyrir- tækja með skuldbreytingum eins og tilkynnt hefur verið. Þá virðist ríkisstjórnin hafa gert sér grein fyrir því, að endurteknar yfirlýsing- ar hennar um vaxtalækkanir em ekki lengur trúverðugar í ljósi feng- innar reynslu. Hún hefur nú ákveð- ið að skipa nefnd sérfræðinga til þess að kanna vaxtamyndun á lánsfjármarkaði, „einkum með til- liti til þess, hvort uppbygging ’og skipulag markaðarins, t.d. víðtæk verðtrygging, hindri eðlilega vaxta- myndun.“ Þetta er í samræmi við athyglisverðar ábendingar, sem komu m.a. fram í grein Sigurðar B. Stefánssonar í viðskiptablaði Morgunblaðsins hinn 3. júní sl. Þessi ákvörðun ríkisstjómarinnar gæti leitt til þáttaskila á fjármála- markaðnum. Ríkisstjórnin tilkynnti jafnframt um helgina, að gengi krónunnar yrði lækkað um 7,5% til þess að bæta stöðu sjávarútvegsins. Hinn mikli samdráttur í þorskveiðum er mikið áfall fyrir sjávarútveginn. Gengislækkun leysir ekki þann vanda. Hann er einfaldlega sá, að gífurlega stór og tæknivæddur fiskiskipafloti okkar íslendinga er alltof afkastamikill til þess að fást við ekki meiri veiðar en nú hafa verið ákveðnar á næsta fiskveiðiári og hafa verið stundaðar á undan- förnum misserum. Þennan vanda hefur Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, réttilega kallað „rúmmáls- vanda“ sjávarútvegsins. Sóun fjár- muna af þessum sökum í offjárfest- ingu, mannahaldi, olíueyðslu og veiðarfæranotkun er gífurleg. Það er alveg sama hvað ríkisstjórnin fellir gengi krónunnar oft og mik- ið: hún getur aldrei komið í veg fyrir hallarekstur sjávarútvegsins, þegar svo mikill floti er að eltast við svo fáa þorska. Þess vegna er það grundvallar- misskilningur að ætla að bæta sjáv- arútveginum upp aflasamdrátt með gengislækkun. Vandi sjávarútvegs- ins verður aldrei leystur við núver- andi aðstæður nema með mikilli fækkun í flotanum og mikilli fækk- un fískvinnslustöðva. Þetta viður- kennir ríkisstjórnin í orði með því að lýsa því yfir, að lagasetning um þróunarsjóð sjávarútvegsins eigi að verða forgangsverkefni á Alþingi í haust. En þótt hún viðurkenni það í orði bregst hún á annan veg við á borði m.a. með gengislækkun. Miklar vonir voru bundnar við þró- unarsjóðinn, þegar tilkynnt var að samkomulag hefði tekizt um hann innan ríkisstjómarinnar seint á síð- asta ári. Nú eru liðnir nær 8 mán- uðir frá því að það samkomulag var gert. Þróunarsjóðurinn er ekki orðinn að veruleika. Nú er tilkynnt að svo verði í haust. Með fullri virð- ingu fyrir núverandi ríkisstjórn hljóta menn að taka þeim loforðum með fyrirvara. Gengislækkun er ekkert annað en aðferð til þess að flytja fjár- muni frá almenningi í landinu til sjávarútvegsins fyrst og fremst. Talsmenn sjávarútvegsins koma hvað eftir annað og segja: atvinnu- greinin er rekin með halla og krefj- ast þess, að almenningur borgi. Þegar augljóst er, að hallarekstur- inn stafar fyrst og fremst af því, að flotinn er alltof stór og fisk- vinnslustöðvamar em alltof marg- ar er tími til þess kominn að fólkið í landinu segi hingað og ekki lengra: þið heimtið ekki af okkur greiðslu, þegar augljóst er að vand- ann er hægt að leysa með allt öðr- um hætti. Kjömir fulltrúar á Al- þingi eru að bregðast umbjóðend- um sínum með því að fallast sí og æ á þessa kröfu í stað þess að snúa dæminu við og gera kröfu á hendur sjávarútveginum um meiri- háttar uppstokkun í allri uppbygg- ingu hans og skipulagi. Það hefur tekizt á undanförnum rúmum þremur árum að skapa nokkurn stöðugleika í efnahags- málum okkar íslendinga. Verðbólg- an er komin á svipað stig og í ná- lægum löndum og atvinnufyrirtæk- in í landinu hafa starfað í allt öðru og eðlilegra umhverfi en áður var. Með endurteknum gengislækkun- um er ríkisstjórnin að stofna þess- um árangri í voða og skapa tilefni til verðhækkana á vörum og þjón- ustu, sem hlýtur að leiða af sér margvíslegan óróa og verulega hættu á, að stöðugleikanum verði raskað. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta aflasamdrætti Kristján Ragnarsson formaður LIU um aflasamdráttmn Mun kalla á samein- ingu veiðiheimilda KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að nauðsynlegt hafi verið að fylgja ráðum Hafrannsóknastofnunar og byggja upp þorskstofninn þótt það kostaði mikla erfiðleika. Þá sagðist hann fagna því að sljórnvöld hefðu ákveðið að setja smábátana undir heildaraflamark og leyfa þeim ekki óhefta sókn á sama tíma og aðrir hefðu þurft að sæta skerðingu. Krókaleyfisbátarnir fengju þó eftir sem áður mun meiri veiðiheimildir en fiskveiðilögin ætl- uðu þeim. Kristján sagði að samdráttur þorskveiðiheimildanna hefði numið 28% á síðasta ári og nú næmi hann 25% þannig að helmingur kvótans hefði horfið á tveimur árum. „Þetta er gríðarlegt áfall og við erum komnir með útgerðarþáttinn niður fyrir hungurmörk. Ég tel að mörg skip verði óútgerðarhæf eftir þetta. Þetta kallar á að menn reyni að sameina veiðiheimildir og nýti skip- in betur. Þess vegna harma ég að það skuli ekki hafa verið hækkuð heimild til úreldingarstyrkja úr Hagræðingarsjóði þar sem útgerðin hefur sjálf lagt til 500 milljónir á undanförnum árum en það gæfi mönnum nú nýtt tækifæri til að hverfa frá útgerð ef þeir .kysu að gera það. Því er hins vegar slegið á frest,“ sagði hann. Gengisfelling ekki til bjargar sjávarútvegi Kristján sagði að gengisfellingin væri aðeins aðlögun á kaupgetu þjóðarinnar að breyttum aðstæðum fremur en að með því væri verið að bjarga sjávarútveginum. „Við eigum við þann vanda að stríða að við höfum of mikla framleiðslugetu miðað við þann fisk sem við megum veiða. Það er mjög erfitt að taka á því vandamáli en ég sé ekki að Þróunarsjóðshugmyndin geti komið að gagni. Við gerum okkur til dæm- is grein fyrir því að við þurfum ekki á því að halda í dag að reka tvo togara frá Bolungarvík eða frystihúsið þar miðað við þessar veiðiheimildir. Samt sem áður eru stjórnvöld að stuðla að því að koma þeirri framleiðslugetu á á ný og það skil ég vel vegna aðstöðu fólksins í Bolungarvík og tel að hjá því verði ekki komist. Það sýnir okkur í hnot- skum að þessi Þróunarsjóður kaup- ir ekki frystihús eða fiskiskip á stöðum þar sem atvinnulífið byggist allt á þeim afla sem dreginn er úr sjónum. Ég tel að væntingar sem menn eru að gefa í þeim efnum séu óraunhæfar," sagði Kristján. Tilaga Hafrann- Leyfilegur sóknastofnunar heildarafli Tegund lestir lestir Þorskur 150.000 155.000 Ýsa 65.000 65.000 Ufsi 75.000 85.000 Karfi 80.000 90.000 Grálúða 25.000 30.000 Skarkoli 10.000 13.000 Síld 90.000 100.000 Loðna 702.000 702.000 Humar 2.200 2.400 Innfj.rækja 5.000 5.000 Úthafsrækja 40.000 45.000 Hörpudiskur 9.800 9.800 Leyfileg-ur heildarafli Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út reglugerð um veiðar í atvinnu- skyni fyrir komandi fískveiðiár, sem hefst 1. september og lýkur 31. ágúst 1994, og að undangenginni umfjöllun í ríkisstjórn á sunnudag ákvað sjávarútvegsráðherra leyfilegan heildarafla helstu fisktegunda á næsta fískveiðiári. Heildaraflamark þorsks verður 155 þúsund lestir, en vegna ákvæða um veiðar krókabáta er gert ráð fyrir að þorskaflinn á næsta fískveiðiári verði 165 þúsund lestir sem er 15 þúsund lestum meiri en tillögur Hafrannsóknarstofnunar gerðu ráð fyrir. Ekki nóg gert Hann sagðist einnig telja að með ákvörðun um heildarafla næsta fiskveiðiárs væri ekki nóg að gert til verndunar fiskistofnanna og að í framhaldi af þessu þyrfti að taka ákvörðun um að loka ákveðnum uppeldissvæðum þorsks fyrir Norð- ur-, Vestur- og Austurlandi til að koma í veg fyrir smáfiskadráp. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um aflasamdráttinn Veigamikið skref til að byggja upp þorskstofninn 4 milljarða lántaka svo Þróunarsjóður geti hafið starfsemi ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að hraðað verði töku fjögurra milljarða króna láns sem Þróunarsjóður sjávarútvegsins eigi að fá til ráð- stöfunar og afgreiðsla frumvarps um stofnun sjóðsins verði for- gangsmál við upphaf þings í haust svo sjóðurinn geti tekið sem fyrst til starfa til að létta byrðar fyrir- tækja sem sitji uppi með of mikla fjárfestingu í veiðiskipum eða fisk- vinnsluhúsum. „Við væntum þess að geta afgreitt þróunarsjóðs- frumvarpið strax í byijun þings og þá á lántakan að verða tilbúin svo sjóðurinn geti byijað að starfa um leið og lagasetningin hefur verið afgreidd frá Alþingi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn sagði að niðurstaða ríkis- stjórnar um heildarafla á næsta fisk- veiðiári væri í fullu samræmi við þær tillögur sem hann hefði lagt fyrir rík- isstjórnina. „Ég tel að þetta sé mjög veigamikið skref til þess að mæta erfiðum aðstæðum sem þjóni þeim tilgangi að byggja þorskstofninn upp á ný, sem hlýtur að vera meginmark- mið okkar,“ sagði hann. Afli smábáta takmarkaður Aðspurður hvort gerðar verði sér- stakar ráðstafanir til þess að aflinn færi ekki fram úr settu marki sagði Þorsteinn að gert væri ráð fyrir að byggt verði á þeim frumvörpum sem legið hefðu fyrir í vor og ríkisstjórnin Þorsteinn Pálsson segir að mik- ilvægast sé að byggja þorskstofn- inn upp. hafði samþykkt varðandi afla smábát- anna. „Sú aflaaukning sem gert er ráð fyrir að smábátarnir fái miðað við núgildandi lög mun lúta þeim tak- mörkunum sem frumvarpið frá í vor gerði ráð fyrir. Ella þarf að koma til meiri skerðingar á aðra báta og tog- ara,“ sagði hann. Sjávarútvegsráðherra sagði að til lengri tíma litið hefðu ákvarðanir út- gerða að geyma kvóta á milli fiskveið- iára ekki áhrif á aflamarksheimildirn- ar. „Þar er um að ræða svipaða tölu frá einu ári til annars að jafnaði. Til lengri tíma litið á þessi geymsluréttur ekki að skekkja myndina eða hafa áhrif á fiskverndunina," sagði hann. Jöfnunaraðgerðir Þorsteinn sagði að hliðarráðstafan- irnar sem ákveðnar hefðu verið vegna aflasamdráttarins fela í sér annars vegar jöfnunaraðgerðir til að mæta niðurskurðinum og hins vegar væri þeim ætlað að bæta rekstrarstöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Ég gerði tillögu um að Hagræð- ingarsjóðurinn yrði allur notaður til jöfnunar, sem felur í sér að engin ein útgerð á að verða fyrir meiri skerð- ingu en sem nemur rúmlega 9% á milli ára. Ég tel nauðsynlegt að beita slíkum jöfnunaraðgerðum þegar við stöndum frammi fyrir svo miklum niðurskurði sem enginn sá fyrir þegar menn lögðu af stað með fiskveiði- stjórnunarkerfið," sagði hann. Þorsteinn sagði einnig að gengis- breytingin styrkti rekstrarstöðu sjáv- arútvegsins talsvert. Þá sagði hann að skuldbreytingar hjá Atvinnutrygg- ingadeild Byggðastofnunar og hjá Fiskveiðasjóði fælu í sér mikla hag- ræðingu að því er greiðslustöðu sjáv- arútvegsfyrirtækjanna varðaði sem gæti létt af þeim um tveimur milljörð- um kr. á hvoru ári. Afborgunum lána 1994 og 1995 frestað og lánstími verður lengdur Greiðslubyrði talin geta minnkað um 4 milljarða MEÐAL aðgerða sem ríkissljómin hefur ákveðið er að færa allar afborg- anir af lánum Atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar til sjávarútvegs- fyrirtækja á næsta og þaraæsta ári aftur fyrir aðrar afborganir og láns- tími lánanna verði lengdur um fjögur ár. Eru þær upphæðir áætlaðar um 800 miiy. kr. á hvoru ári. Ríkisstjórnin mun beina þeim tilmælum til Fiskveiðisjóðs að hluti afborgana verði færður til á hliðstæðan hátt. Er rætt um að heimilt verði að breyta helmingi afborgana af lánum hjá Fiskveiðasjóði með þessum hætti en það er talið kosta sjóðinn 1.200 til 1.400 miiyónir kr. á hvoru ári um sig. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins þyrfti sjóðurinn að afla þeirrar fjárhæðar með erlendri lántöku til þess að greiða niður eldri lán þar sem innborgunum til sjóðsins er frestað. Þá verða skuldbreytingar lána hjá Byggðastofnun og í Ríkisábyrgðasjóði einnig athugaðar í þessu samhengi. Ríkisstjómin áætlar að frestun af- borgana af lánum muni minnka greiðslubyrði fyrirtækja í sjávarútvegi um 1.800 til 2.000 milljónir hvort ár 1994 og 1995. Friðrik Sophusson segir að Ríkis- ábyrgðasjóður eigi nokkur útistand- andi lán og verði skoðað með hvaða hætti hann geti tekið þátt í skuld- breytingunum. 800 millj. á ári hjá Atvinnutryggingadeild Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, verður þetta framkvæmt nú með sama hætti og þegar ákveðnar voru sams konar skuldbreytingar hjá sjávarútvegsfyrir- tækjum í ársbyijun árið 1992 eða með sérstökum samningum en þá voru afborganir áranna 1992 og 1993 færðar aftur fyrir aðrar afborganir og lánstími lengdur um fjögur ár. Sagði hann að þessar aðgerðir næðu til allra sjávarútvegsfyrirtækja sem skulduðu hjá Atvinnutryggingadeild- inni og myndu nema 700-800 millj. kr. á ári. „Þessar afborganir eru ekki farnar að falla á fyrirtækin nema í mjög litl- um mæli og þannig séð breytir þetta ósköp litlu,“ sagði Guðmundur að- spurður um áhrif þessara ráðstafana fyrir sjóðinn. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að skuldbreytingar hjá Atvinnutryggingadeildinni hafi áhrif á getu sjóðsins til að takast á við ný verkefni en honum er ætlað að renna inn í Þróunarsjóð sjávarútvegsins við stofnun hans. „Það má búast við því að þessar skuldbreytingar geti að ein- hveiju marki tafið fyrir hinu nýja hlut- verki í Þróunarsjóðnum sem er að liðka til fyrir úreldingu fiskvinnslu- húsa og fískiskipa. Hins vegar verður engin breyting á gagnvart ríkissjóði því gert er ráð fyrir því í samningnum um Þróunarsjóðinn að ríkissjóður yfir- taki um 900 milljónir af skuldbinding- um sjóðsins en höfuðstóll hans er tal- inn vera neikvæður um 1.500 til 1.800 milljónir," sagði Friðrik. Hann sagði að hins vegar ætti eftir að skoða sér- staklega þá fjögurra milljarða lántöku til Þróunarsjóðsins sem rætt hafí ver- ið um í ríkisstjóm í vetur en það mál sé ekki frágengið. Sértækar aðgerðir í Byggðastofnun Byggðastofnun er stór kröfuhafí gagnvart sjávarútveginum og sagði Guðmundur að stöðugt væri verið að vinna að skuldamálum viðskiptavina í stofnuninni. Sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um skuld- breytingar hjá Byggðastofnun í tengslum við ákvarðanir ríkisstjómar- innar. Þar væru aðgerðirnar sértækar og sagðist hann eiga von á að farið yrði að skoða þau mál með haustinu. „Það yrði aldrei farið út í að fresta öllum afborgunum hjá Byggðastofn- un. Það verður hvert mál fyrir sig tekið fyrir,“ sagði hann. 2,8 miHjarðar lyá Fiskveiðasjóði Stjórnarfundur verður haldinn í Fiskveiðasjóði f dag þar sem taka á ákvörðun um hvort farið verður að tilmælum ríkisstjórnarinnar. Að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra er reiknað með að fyrirtæki sem skulda sjóðnum geti sótt um skuld- breytingu með þessum hætti fyrir helmingi afborgana lána sjóðsins. Um er að ræða rúmlega 1.400 milljónir króna á hvoru árinu um sig, að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ en hann á sæti í stjóm sjóðsins. Alls yrði því um að ræða heimild til skuldbreytinga fyrir allt að 2,8 millj- örðum kr. á næstu tveimur ámm hjá sjóðnum Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins á Fiskveiðasjóður í vanda vegna ijármögnunar slíkra aðgerða. Er talið útilokað að fjármagna slíka aðgerð með öðmm hætti en lántöku sem gæti numið allt að 20 milljónum dollara (um 1.400 millj. ísl. kr.) á hvom ári um sig en sjóðurinn mun ekki sækjast eftir breytingum á er- lendum lánssamningum sjóðsins. Skv. upplýsingum blaðsins en nokkur óvissa sögð á um hvort tækist að afla alls þessa lánsfjár á ámnum 1994 og 1995 því lánsþol lítils sjóðs sé tak- mörkunum háð í augum erlendra lána- stofnana. Dregið úr útlánum til skipakaupa Aðspurður hvort sjóðurinn þyrfti að fjármagna skuldbreytingamar með er- lendum lántökum svaraði Kristján Ragnarsson að eiginfjárstaða Fisk- veiðasjóðs væri traust en hann yrði að bregðast við með því að draga saman seglin i útlánum, taka upp strangari útlánareglur og draga úr starfseminni. „Við munum ekki kaupa ný skip við þessar aðstæður eða byggja ný fisk- vinnsluhús. Sjóðurinn þarf að beina orku sinni að því að láta þessa grein lifa. Hagsmunir hans byggjast á að viðskiptamenn hans geti lifað þessa erfiðleika," sagði hann. Benti Kristján þó á, að stór hluti útgerðarinnar væri skuldlaus við Fiskveiðasjóð og þar yrði því ekki hægt að hafa nein afskipti til skuldbreytinga. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFURÞ. STEPHENSEN Er Þróimarsjóður orðinn margnota efnahagsaðgerð? ÁKVÖRÐUN um að koma Þróun- arsjóði sjávarútvegsins á laggirn- ar var þáttur í efnahagsaðgerð- um ríkissljórnarinnar í nóvember á síðasta ári. Stofnun sjóðsins átti að stuðla að úreldingu skipa og fiskvinnsluhúsa í því skyni að draga úr umframafkastagetu í sjávarútvegi. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar ráðherra ríkisstjórnarinn- ar á þeim tíma var ekkert frum- varp um sjóðinn lagt fyrir Al- þingi og sjóðurinn er óstofnaður. Nú grípur ríkissljórnin á ný til efnahagsaðgerða vegna niður- skurðar þorskafla. Samkvæmt yfirlýsingu ríkissljórnarinnar er hluti af aðgerðunum að leggja áherzlu á að koma frumvarpinu um Þróunarsjóð i gegnum Al- þingi strax og það kemur saman í október. Menn spyija kannski hvort Þróunarsjóðurinn — eða loforð um stofnun hans — sé orð- inn margnota efnahagsaðgerð, sem nota megp í hvert skipti sem gengið er fellt. Ef betur er að gáð, er þó um það að ræða í þetta sinn að verið er að bjarga Þróun- arsjóðnum úr þeirri sjálfheldu, sem hann var kominn í með því að Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra tengdi frumvarpið um hann við frumvarp um stjóra- un fiskveiða. Stofnun Þróunarsjóðs var sú af efnahagsaðgerðunum í nóvember, sem margir bundu mestar vonir við, enda á sjóðurinn að taka á þeim aðkallandi vanda, sem er offjárfest- ing og alltof mikil afkastageta í sjávarútveginum. Flestir bjuggust við að sjóðurinn yrði stofnaður fljót- lega, enda fjallaði yfirlýsing sú, sem ríkisstjórnin hafði gefið, um „að- gerðir“ sem hefðu verið „ákveðnar" en ekki áform eða hugmyndir um aðgerðir. „Án ástæðulausrar tafar“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á Alþingi í nóvember að efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, að meðtöldum þeim árangri, sem ætti að nást með stofnun Þróunar- sjóðsins, ættu að bæta stöðu sjávar- útvegsins um 6%. Á þeim tíma var varla hægt að skilja ráðherrann öðru vísi en svo að stofna ætti sjóð- inn fljótlega. Davíð Oddsson forsætisráðherra lét einnig í það skína að stutt væri í að Þróunarsjóðurinn hæfi starf- semi og sagði í þingræðu í nóvem- ber: „Frumvarpið um Þróunarsjóð- inn mun koma fram á eðlilegum tíma og án ástæðulausrar tafar.“ Þráttað um þróunargjald Vonir um að frumvarpið kæmi fram fyrir áramót urðu hins vegar að engu. Annars vegar var ágrein- ingur milli stjórnvalda og fulltrúa sjávarútvegsins um hvort veita ætti vaxtaafslátt af lánum til sjóðsins og hins vegar þráttuðu þeir Þor- steinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra mánuðum saman um fyrirkomulag þróunargjaldsins, sem á að leggja á aflakvóta til þess að afla sjóðnum tekna. Sjávarútvegsráðherra vildi að um hámarksgjald yrði að ræða, en utanríkisráðherra vildi ákveða lágmarksgjald, til þess að hægt yrði að auka gjaldtöku þegar fram liðu stundir og standa þannig undir miklum skuldbindingum, sem sjóð- urinn myndi fyrirsjáanlega takast á hendur vegna stórfelldrar úrelding- ar. Deilum ráðherranna lyktaði loks undir vorið með samkomulagi um 1.000 króna lágmarksgjald á hvert tonn þorskígilda. Drög að frumvarpi um Þróunarsjóðinn voru samþykkt í ríkisstjórninni 2. apríl. Tenging við fiskveiðistjórnun Þrátt fyrir að samkomulag væri um Þróunarsjóðinn í ríkisstjórn og að ekki heyrðust mótmælaraddir úr stjórnarliðinu, var frumvarpið ekki lagt fyrir Alþingi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað að tengja saman framlagningu þriggja frumvarpa um sjávarútvegsmál; um fiskveiðistjórnun, afnám Verð- jöfnunarsjóðs og um Þróunarsjóð- inn. Þegar upp kom ágreiningur um ákvæði varðandi veiðar smábáta í fiskveiðistjórnunarfrumvarpinu, lét Þorsteinn frumvarpið um Þróunar- sjóð því stranda á þeim ágreiningi. Sú ákvörðun var pólitísk fremur en efnisleg, því að smábátaveiðar tengjast lítið eða ekkert hlutverki Þróunarsjóðsins. Á ríkisstjórnarfundinum á sunnu- dag, þar sem ákvarðanir voru tekn- ar um aflaheimildir, gengisfellingu og fleira, var ákveðið að losa Þró- unarsjóðinn úr viðjum ágreinings um stjórnun smábátaveiða, og sam- þykkt að afgreiða frumvarpið um sjóðinn „sem sjálfstætt þingmál og forgangsmál“. Jafnframt ákvað ríkisstjórnin að gera nú þegar ráð stafanir til að afla fjár til sjóðsins, þannig að hann geti hafið starfsemi þegar og hann hefur lagaheimild til. Davíð Oddsson forsætisráðherra orðaði það svo í samtali við Morgun- blaðið í gær að með þessu hefði verið „samið upp á nýtt“ milli stjóm- arflokkanna um að „flýta“ Þróunar- sjóði. í raun er þó aðeins verið að koma í veg fyrir að málið tefjist í mikið meira en ár vegna deilna stjórnarliða um önnur málefni. Alþýðuflokksmenn vildu bráðabirgðalög Alþýðuflokksmenn hafa talið að vegna ástandsins í sjávarútvegi beri brýna nauðsyn til að koma Þróunar- sjóðnum á laggirnar þegar í stað Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis ráðherra segir á öðrum stað í Morg- unblaðinu í dag að hann hafí verið tilbúinn að setja bráðabirgðalög um sjóðinn og hafa gengisfellinguna minni en ella. Hann hafi hins vegar orðið að lúta í lægra haldi fyrir andstæðum sjónarmiðum. Þróunarsjóðurinn kemst því i fyrsta lagi á laggirnar í október og hefst handa við að kaupa skip og hús af illa stöddum fyrirtækjum Margir munu telja það vonum seinna, að sjóður sem ákveðið var að stofna í nóvember, taki til starfa ellefu mánuðum síðar. Og hver veit nema Þróunarsjóðurinn verði inn lyksa í einni deilu enn í stjórnarlið- inu og verði partur af næstu efna hagsaðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.