Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 <* / ^ s* 1& fj B*Y ^H ^K # ¦pSÉ K ^ * fl 1 Mi * ' «S5^^ Morgunblaðið/Kristinn SAMEIGENDUR — Nýherji hf. hefur gerst meðeigandi að Skrifstofu- og ritaraskólanum, sem verið hefur í eigu Stjórnunarfélags íslands. Á myndinni eru (í fremri röð) þeir Gunnar Hansson, forstjóri Nýherja, og Árni Sigfússpn, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, og í aftari röð þau Sjöfn Ágústsdóttir og Jón Georgsson, skólastjórar Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja, og Ragna S. Óskarsdóttir, verkefnisstjóri Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja. Vidskipti Bankahneyksh í Sviss áfall fyrir Roth- schild-fjölskylduna „HEFÐU einhverjir aðrir en Rothschild-fjölskyldan átt í hlut, hefði þetta endað með ósköpum." Þessi ummæli bankamanns í Ziirich lúta að hneykslinu, sem borgarbúar hafa fylgst með af mikilli athygli síðasta árið. Það snýst um Rothschild Bank, útibú N.M. Rothschild í London, en að undanförnu hefur hann orðið að afskrifa um 12 milh'arða kr. vegna tapaðra útlána. Kom það flestum á óvart því talið var, að bankinn væri eingöngu í því að annast fjárreiður ríks fólks en ekki í útlánum Sagan hófst í júlí í fyrra þegar Rothschild-bankinn tilkynnti, að hann yrði að grípa til leyndra vara- Nýherji gengur inn í rekstur Skrifstofu- ogritaraskólans NÝHERJI hf. í Reykjavík hefur gerst meðeigandi að Skrifstofu- og ritaraskólanum, sem verið hefur í eigu Stjórnunarfélags ís- lands. f tilefni af þessari breytingu hefur nafni skólans verið breytt og heitir hann nú Viðskiptaskóli Stjórnunarfélagsins og Nýherja. Frá og með næsta hausti mun tölvukennsla skólans fara fram í húsnæði Nýherja hf. við Skaftahlíð en allur annar rekstur verður í húsnæði Stjórnunarfélagsins að Ánanaustum 15. í fréttatilkynningu frá Við- skiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja segir, að með sam- starfi þessara aðila um rekstur skólans sé hægt að bjóða nemend- um upp á bestu tölvukennslu, tengda skrifstofustörfum, sem völ sé á hverju sinni. Breytingin á nafni skólans endurspegli þá gífur- legu þróun, sem átt hafi sér stað á starfí skrifstofumannsins á þeim tuttugu árum, sem skólinn hafi starfað. Upphaflegt nafn skólans hafi verið Einkaritaraskólinn, en þó sérhæfð störf ritara séu enn í fullu gildi, þá séu skrifstofustörfin orðin mun fjölbreyttari. Á undan- förnum árum hafi stóraukist þörf markaðarins fyrir skrifstofufólk, sem hafi góða almenna kunnáttu á flestum þáttum skrifstofustarfa, svo sem tölvuvinnslu, bókhaldi, bréfaskriftum, einföldum útreikn- ingum og skjalavörslu, og þeirri þörf hafi skólinn kappkostað að mæta. Fram kemur, að skólinn bjóði upp á tvö aðskilin námsár. Annars vegar sé um að ræða „Almennt skrifstofunám" sem skiptist í bók- færslu- og enskusvið, og hins veg- ar „Sérhæft skrifstofunám", sem skiptist í sölu- og markaðsbraut og fjármála- og rekstrarbraut. ís- landsbanki veiti nemendum lán fyrir- skólagjöldum til allt að þriggja ára með þeim skilmálum að endurgreiðslur hefjist ekki fyrr en að námi loknu. Otrúleg verð -\ Bleksprautuprentarar HP Deskjet 510 prentarf HP Deskjet Portable ferðaprentari Litaprentarar HP Deskjet 500 C Iitaprentarí HPDeskJet550 litaprentarí HP Deskjet 1200 C litaprentarí HP Deskjet 1200 C/PS litaprentarí HP Paintjet XL300 litaprentarí Maclntosh Prentarar HP DeskWriter prentarí HP DeskWriter C litaprentari HP DeskWriter 550 litaprentari Qelslaprentarar HP LaserJet IHPprentari HP Laserjet IHDprentari HP Laserjet If ISi prentari HP Laserjet 4L, prentari HP Laserjet 4 prentari HP Laserjet 4M prentari HP Laserjet 4Si prentari HP Laserjet 4Sí Mx prentari Myndlesarar HP Scanjet IIP HP Scanjet IIC HP Scanjet IIC/Macintosh 44.900,- stgr. 44.900,- stgr. 49.900,- stgr. 99.900,- stgr. 149.900,- stgr. 209.900,- stgr. 289.900,- stgr. 34.900,- stgr. 49.900,- stgr. 99.900,- stgr. 99.900,- stgr. 199.900,- stgr. 295.000,- stgr. 83.900,- 199.900,- 289.900,- 379.900,- 549.900,- stgr. stgr. stgr. stgr. stgr. 94.900,- stgr. 149.900,- stgr. 134.900,- stgr. •Tæknival Öll verð eru staðgreiðsluverð og með 24.5% VSK. Verð gildir frá 28. júní 1993 Tæknival hf. áskilur sér allan rétt.tii verðbreytinga án fyrirvara SKEIFAN17 - SÍMI: 91-6816 «, FAX- 91 -680664 VIÐURKENNDUR HP SÖLUAÐILI sjóða vegna 4,4 milljarða kr. útl- ánataps. Þóttu það mikil tíðindi, ekki síst með tilliti til þess, að hlutafé bankans var ekki nema rúmir átta milljarðar. Nokkrum dögum síðar var svo Jiirg Heer, lánastjóri bankans, handtekinn og ákærður fyrir að hafa svikið út úr honum fé. Seinna kom í ljós, að tapið var miklu meira og aðal- lega vegna lána til eins og sama viðskiptavinarins. Það stríðir hins vegar gegn svissneskum lögum. „Glæpsamlegt kerfi" í október kom Heer fram með alvarlegar ásakanir á Rothschild- bankann í svissneskum fjölmiðl- um. Sagði hann, að í gangi væri samsæri um að hafa hann að blóraböggli og kvaðst ekki mundu skirrast við nefna þátt annarra. Hélt hann því fram, að bankinn hefði starfrækt „glæpsamlegt kerfi" í þeim tilgangi að hjálpa ríkum ítölum við að sleppa við skattgreiðslur. Heer hélt því fram, að Rot- hschild-bankinn hefði tekið þátt í ýmsu, sem ekki þyldi dagsins ljós, jafnvel borgað meintum morðingj- um Robertos Calvis, fyrrverandi stjórnarformanns Banco Ambros- ianos, en hann fannst hengdur undir Blackfriars-brúnni í London árið 1982. Talsmaður bankans vísar þessu öllu á bug en ásakanirnar hafa ekki aðeins valdið bankanum veru- legum álitshnekki, heldur einnig Rothschild-fjölskyldunni. Hún hef- ur hins vegar ákveðið að bjarga bankanum með sínu eigin fé og taka reksturiiin til endurskoðunar í samræmi við tillögur Coopers & Lybrands. Ekki verður fullljóst fyrr en síð- ar hvernig þetta mál er vaxið en megindrættirnir eru þó skýrir. Erfiðleikarnir hófust 1981 þegar Gilbert de Botton, aðalfram- kvæmdastjóri Ziirich-banlcans fór til starfa hjá Rothschild-bankan- um í London. Elie de Rothschild barón, höfuð frönsku Rothschild- fjölskyldunnar og stjórnarformað- TELEFAX ir Air Jr 1K 260 krónur 30 metrarúlla. 10% afsláttur af kassa meö 6rúllum. csm HALLARMÚLA 2 AUSTVRSTRÆTI18 KRÍNGLVNNl ur bankans í Zurich, réð þá Alfred Hartmann, svissneskan banka- mann, til að taka við af honum. Hvorki Elie barón né Hartmann sinntu bankanum mikið og rekstur hans var aðallega í höndum þriggja manna, þar á meðal Jiirg Heers. Vafasöm viðskipti Þegar frá leið flæktist bankinn inn í ýmislegt misjafnt. Hann út- vegaði til dæmis fjármála- og fjár- glæframanninum Marc Rich ólög- legt lán 1984 og keypti hlutabréf í Jacob Suchard-sælgætisfyrirtæk- inu fyrir hálfan milljarð kr. á sama tíma og hann annaðist ráðgjöf vegna hugsanlegrar yfirtöku á fyr- irtækinu. Alvarlegast var þó þegar bank- inn tók að lána Karsten von Wersebe og Wolfgang Stolzen- berg, tveimur þýskum Kanada- mönnum, sem stóðu þá ásamt ýmsum evrópskum fjárfestum í miklum fjárfestingum á banda- ríska fasteígnamarkaðinum. Heer annaðist þessi mál en lánin voru veitt tveimur fyrirtækjum í tengsl- um við Kanadamennina, Castor og York Hannover. Hefur nú verið upplýst, að Heer tók mikla þóknun fyrir lánsútvegunina. Þegar lánin voru komin að þeim mörkum, sem lög leyfa, voru þau veitt í gegnum milliliði til að allt væri með felldu á pappírunum. Var Heer einn að verki? 1991 fór að harðna á dalnum á bandaríska fasteignamarkaðinum og þá jukust lánin að því marki, að grunsemdir vöknuðu. Snemma á síðasta ári fóru síðan Castor og York Hannover á hausinn og Roth- schild-bankmn sat uppi með gíf- urlegt tap. Málið snýst nú um það hver bar ábyrgð á þessu ólöglega athæfí. Heer viðurkennir að hafa þegið rúmlega 1,3 milljarða kr. í þóknun fyrir lánin og forsvarsmenn bank- ans halda því fram, að hann hafi verið einn að verki og blekkt bankastjórana, bankaráðið og end- urskoðendur. Hefur síðan verið skipt um allt liðið. Bankamenn í Zurich eiga hins vegar erfítt með að skilja hvernig einn maður í litlum banka gat lán- að út næstum 12 milljarða kr. án þess, að aðrir yfirmenn hans væru með á nótunum. Beinist rannsókn svissneska bankaeftirlitsins nú að því en það gerir því erfitt fyrir, að Heer flýði frá Sviss í desember sl. og hefur ekki sést síðan. ^terkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.