Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 25 Olíumarkaðurinn Guðmundur W. Vilhjálmsson Olíuframleiðsla og notkun tíl 2010 Þarfir 1990 2000 2005 2010 Efnah. og Framfarst. (OECD) 37,9 42,6 43,4 45,2 Au. Evrópa og fyrrum Sovétlýðveldi 10,0 8,3 9,3 10,3 Aðrir heimshlutar 18,4 26,4 31,0 37,0 Heimilisþarfír 66,3 77,3 83,6 92,5 Birgðabreyting +0,7 +0,2 +0,2 +0,3 Framboð Efnah. og Framfarast. (OECD) 15,9 15,3 14,5 13,8 Au Evrópa og fyrrum Sovétlýðveldi 11,8 8,6 9,4 10,6 Persaflóaríki og Venezueía 20,0 31,1 36,9 45,4 Aðrir heimshlutar 17,9 20,8 21,2 21,1 Aukning við vinnslu 1,4 1,7 1,8 1,9 Heimsframboð 67,0 77,5 83,8 92,8 Tvennt er athyglisvert við þessa spá. Annars vegar það, að sú fram- leiðsluaukning, sem þörf er á og spáð er verður að langmestu leyti í Miðausturlöndum og Venezuela, en þar er spáð um 127% aukningu. Hins vegar er það hversu mikilli tilfærslu er spáð í olíunotkun milli heimshluta. Framboð og verð Gert er ráð fyrir minnkandi fram- leiðslu í Bandaríkjunum. í Sovét- ríkjunum fyrrverandi er talið að framleiðsla haldi áfram að minnka til ársins 2005, en fari þá að auk- ast. Framleiðslan í Rússlnadi nær sér ekki á strik án þátttöku ólíufyr- irtækja á Vesturlöndum. í Rúss- landi einu sér, en Rússland er með 90% af olíuframleiðslu fyrrverandi Sovétríkja, minnkar framleiðslan ú 7,9 MT/D árið 1992 í 6,9 MT/D á þessu ári. Útflutningur hefur þó haldist að mestu, enda færast olíu- verð í Rússlandi nær heimsmark- aðsverði. Tilhugalíf vestrænna olíu- fyrirtækja við ráðandi menn og oíu- deildir Rússlands hefur verið þyrn- um stráð. Ávallt þegar samningar virðast vera komnir á koppinn, koma Rússar með ný skilhyrði, körfur um nýja skatta. Er rætt um að Rússar séu að skattleggja sig út úr olíuframleiðslu næstu árarað- ir, en það tekur áratugi að koma framleiðslu í eðlielgt horf í hinum geysiauðugu olíunámum Rússlands. I einu fyrrum samveldanna hefur tilhgualífið orðið að hjónabandi, en það í Kazakstan, en þar voru fram- leidd 20% af olíu Sovétríkjanna. Á þar í hlut olíufyrirtækið CHEVR- ON. Framleiðsla úr Norðursjó mun minnka á árunum fram til 2010 og vafasamt að framleiðsla Breta end- ist svo lengi. Alþjóðaorkustofnunin gerir ráð fyrir að hráolíutunnan muni kosta um 30 dollara árið 2005 og haldast í því verði til 2010, þ.e. helmingshækkun frá verði í dag. Aðrir telja að verðið verði nær 22 dollurum. Ef hins vegar áætlunin um olíunotkun stenst mundi maður telja að 30 dollara verðið sé réttari áætlun, því með lægra verði er vafa- samt að takast megi að auka fram- leiðsluna svo sem þörf er þá. Hér er átt við verð til framleiðenda, sem þurfa gífurlegt fjármagn til fram- leiðsluaukningar. Hvað með meng- - ódýr gisting um allt land unarskatta? Ef mengunarskattur verður 10 dollarar á tunnu, eins og rætt er um í Efnahgsbandalaginu, yrðu 40 dollarar enn sennilegri tala á verði olíutunnu árið 2005. Al- þjóðaorkumálastofnunin er þeirrar skoðunar að skatturinn einn muni ekki draga mikið úr mengun. Fleira þurfi að koma til. Eftirspurn og notkun Alþjóðaorkustofnunin gerir ekki ráð fyrir að notkun ríkja Efnahags- og Framfarastofnunarinnar (OECD) muni aukast verulega á þessum 20 árum, sem áætlunin nær yfir. I Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum muni hún fyrst minnka vegna bágs efnahags en síðan árið 2010 muni notkunin orð- in jöfn árinu 1990. En það vekur athygli að spáð er rúmlega 100% aukningu á olíunotkun í öðrum heimshlutum. Gert er ráð fyrir að fólksfjöldi muni aukast langmest í Afríku, en orkuþörf mun ekki auk- ast þar að sama skapi. Það er fyrst og fremst í Asíu, einkanlega í Kína, sem olínotkun mun aukast. Svo virðist sem efnahagslíf Kína hafi fengið vítamínsprautu. Það vítamín kallast kapitalismi. Sömu æðarnar flytja blóðið, kefið hefur ekki brenglast. Kínveijar hafa ekki rúst- að kerfi sínu eins og gerðist í Sovét- ríkjunum en það hefur orðið mynd- breyting á kerfinu. Nýir kapítalistar koma nú í tuga þúsunda tali úr röðum fyrrum embætismanna og kommissara og „græða“ nú marg- faldar upphæðir miðað við fyrri laun. Þeir hafa tileinkað sér þá hætti Vesturlandabúa að fullnægja þörfum borgaranna og ekki síður að skapa nýjar þarfir. Kína fram- leiðir nú um 2,9 MT/D a_f olíu og hafa löngum flutt út olíu. Árið 1994 er gert ráð fyrir að olíuþörf Kína hafi aukist svo, að þeir verði að flytja inn olíu. Kínveijar eru miklir vopnaframleiðendur og óttast nú ýmsir að þeir muni skipta á vopnum og olíu Miðausturlanda. Kolanotkun í Kína Rætt hefur verið um aukna olíu- notkun í Kína, en þó mun kolanotk- un aukast meir og kol eru töluvert meiri mengunarvaldur en olía. Raf- magnsnotkun í Kína er um 0.6 mw á mann á ári en í Bandaríkjunum um 10 mw. 75% af rafmagnsfram- leiðslu Kína er unnin með kolum. Kínveijar hafa stófelld áform um rafvæðingu og hafa samið við fyrir- tæki á Vesturlöndum um að byggja þau. Þar verði aðallega kol notuð. Kína á nóg af koium og kolin eru ódýrari en olía og kjarnorka. Kol hafa ekki verið hreinsuð í Kína fyr- ir brennslu. Kolanotkun hefur til skamms tíma verið styrkt af kín- verska ríkinu. Helmingur húsa í borgum Kína hafa verið hituð með litlum kolaofnum og matseld farið fram við kolaeldavélar. En Kínveij- ar eins og aðrir eru farnir að átta sig á mengun vegna orkunotkunar. Þeir sjá skóga sína eyðileggjast vegna súrs regns. Mikil er hættan í dag, en hún margfaldast við þá miklu framleiðsluaukningu, sem er að verða þar. Reyndar gildir sama um önnur ríki i Austur-Asíu, sem eru að losna úr álagaham. Allur heimurinn hefur áhyggjur af kola- notkun þessara ríkja og reyndar allri orkunotkun þar, sem er viðbót við myndun þess koldíoxíðs, sem fer út í andrúmsloftið. Stórfelld skattlagning á olíugjafa í Evrópu og Ameríku til að draga úr mengun verða dvergaspor í hlutfalli við vax- andi mengun í Austur-Asíu. Kínveijar eiga mikið af gasi í jörðu, en dreifingarkerfið er feyki- lega dýrt, eins og alls staðar. Þeir hafa áform um að nota gas til heim- ilsinota eftir því sem fjáhagur leyf- ir þeim að koma upp dreifikerfi jafn- framt því sem gas yrði notað til rafmangsframleiðslu. Kínveijar sjá skóga sína deyja af súru regni og önnur merki mikillar mengunar. Áhugi hefur vaknað meðal þeirra að bæta úr þessu, en þeir þurfa mikla hjálp til þessa, ekki síst þekk- ingu frá Vesturlöndum, t.d. við hreinsun kola, sem getur leitt til 40% meiri afkasta á sama tíma sem 30% minna koldíoxíð færi út í and- rúmsloftið. Gífurlegur uppgangur er nú í efnahags- og athafnalífi Kína. Drekinn stóri er að rumska og andardráttur hans og brölt skapa allri jörðinni stórhættu. Sviti hans eitrar vötn og læki. Aðgerðir Vest- ur-Kanada í mengunarmálum eru sem hirðing á haustlaufum i skrúð- garði miðað við þær aðgerðir sem þörf er á í Austur Asíu. Höfundur er forstöðumaður elds- neytisdeildar Flugleiða Þjónusta Kolaportið í samstarf við Electrolux KOLAPORTIÐ mun í sumar bjóða til leigu 50-150 fermetra tjöld fyr- ir samkomur af ýmsu tagi, en fyr- irtækið hefur undanfarið leigt út 200-800 fermetra tjöld. Nýlega var gengið frá samningum við Electrolux Goods Protection um samvinnu á þessu sviði. Kolaportið mun m.a. bjóða allt að 160 fermetra álgrindartjöld sem ætl- að er að standa í lengri tíma og hef- ur eitt slíkt verið leigt húsdýragarð- inum að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Þá gefst kostur á 10 þús- und fermetra stálgrindartjöldum sem þykja heppileg fyrir fyrirtæki sem þurfa á geymsluhúsnæði að halda í nokkra mánuði. SAMNINGUR — Kolaportið hefur gert samstarfssamning við Electrolux Goods Protection. Á myndinni eru Jens Ingólfsson frá Kolaportinu, Mads Johansen, framkvæmdastjóri útflutnings- deildar Electrolux Goods Protectionan og Kim Sabroe Jensen, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. CCL 600 Wd'liJJfildilJiH.'WilB A3 og A4 papptr 600x600 punkta upplausn (dpi) Intel 80960KB RISC 7^766 Intel 82961KD graf ?66r 7í$7e6 H 7*K68uft (7 m K6SÚ3 Margf 7ð®ninnisn 7ífg Postscript, PCL5 og HP-GL/2 35 TrueType leturger 760 13 HP-PCL5 leturger 760 Appletalk-, ra TðSg hli 78Bgi Getur unni 760HE6n tengjum samt if&§ SCSI tengi fyrir fontadisk Sj TfMrk skynjun 7fPbstscript og PCL5 Tekur vi 7pt)entg Tpfljm 7rtte 780 prenta 780 Ska TBtekki Ozon lagi 760 <Q> •CalComp NÝHrRJI A lockheed Company SJALFVIRKI OFNHITASTILLIRINN Lágmarks orkunotkun - hámarks þægindi. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 BAKHJARL ,,. i Kynnið ykkur kjör og skilmála samkeppnis- og útflutningslána IÐN LANASJÓÐUR ÁRMÚLA 13 a *108 REYKJAVÍK-SÍMI 68 04 00 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.