Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 829 Brauðkarfa Verð: 3.700,- VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 Ódýrtr I HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. StMI 671010 Minning Sylvía Gunnarsdóttír Sylvía Gunnarsdóttir er látin eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Við Silla, eins og hún var alltaf kölluð, kynntumst fyrir u.þ.b. þrjá- tíu árum. Þá vorum við báðar ungar og uppfullar af framtíðar- draumum. Hún hafði þá þegar kynnst tilvonandi eiginmanni sín- um, Kristni G. Bjarnasyni (Dúdda), og skömmu seinna hófu þau búskap í kjallaraíbúð í húsi foreldra Sillu í Litlagerði. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég og fjölskylda mín fórum í heimsókn í Litlagerði. Þar kynntist ég for- eldrum Sillu, Gunnari og Boggu, elskulegum hjónum sem alltaf tóku vel á móti vinum Sillu. Dúddi og Silla eignuðust einn son, Gunnar, sem nú er kvæntur og faðir tveggja lítilla drengj,a. Silla var óhrædd við að taka til hendinni, vann mikið og kom sér áfram með vestfírskri hörku og dugnaði. Vann oft á tveimur stöð- um á sama tíma og ferðaðist mik- ið þess á milli. Þau hjónin keyptu sér íbúð hjá Framkvæmdanefnd í Breiðholti, voru þar í nokkur ár, síðan lá leiðin í blokk í Kópavogin- um og loks festu þau kaup á rað- húsi í Ásgarðinum. Þar var allt tekið í gegn utan sem innan af mikilli smekkvísi. Silla var óþreyt- andi að fegra heimilið. Systurnar úr Litlagerði voru þijár, Silla, Kata og Björg. Björg býr i Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni, en Kata fluttist ung vestur um haf til Bandaríkjanna. Ófáar ferðir fóru Silla og Dúddi í heim- sókn til Kötu og reyndist hún Sillu alveg sérstaklega vel í veikindum hennar. Fjölskyldan hefur rekið „Kópa- vogsnesti" um árabil og meðan heilsa Sillu leyfði tók hún þátt í rekstri fyrirtækisins af lífí og sál og bar hag þess mjög fyrir bijósti. Einnig átti fjölskyldan sameigin- legan sumarbústað austur í Olf- usi. Þar eyddum við helgi með þeim hjónum þar sem Silla sýndi mér með stolti vísi að skógi sem hún hafði gróðursett. Óteljandi voru þeir orðnir upp- skurðirnir sem hún Silla þurfti að gangast undir, en hún tók veikind- um sínum með æðruleysi og ræddi ekki mikið um þau. Hún hafði járn- vilja og oft held ég að það hafí verið meira af vilja en mætti sem hún barðist við veikindi sín. Undr- aðist ég oft hve fljót hún var að koma sér á fætur eftir þessa upp- skurði. Talaði hún oft um Auðólf lækni og var auðheyrt að hann hafði reynst henni betri en enginn. Silla var óvenju vinamörg og þótti mér ótrúlegt hvemig henni tókst að rækta samböndin við alla vini sína, en hún virtist hafa næg- an tíma fyrir alla og enginn gleymdist eða var skilinn út undan. Silla færði mér oft gjafír þegar hún kom úr ferðum sínum erlend- is frá. Skreyta þær nú heimili mitt og eru mér kærar. Svo margs er að minnast, mörg matarboð, vinafundir, ferðalög og óteljandi ferðir með hundana okkar allra, sorg Sillu þegar Tinna, litli hund- urinn hennar, fór fyrir bíl, gesta- bók sem liggur á borðinu í gamla sumarhúsinu sem Silla færði okk- ur þegar við keyptum húsið fyrir tveimur árum, áletruð bók af Sillu, með fallegum orðum til fjölskyldu minnar ásamt blómvendi, gerðum úr silki, blóm sem aldrei deyja. Nokkrum dögum áður en Silla lést var mjög af henni dregið. Það leyndi sér ekki að hveiju stefndi. Ég sat við rúmið hennar smá- stund, hún hafði verið sofandi frá því að ég kom. Allt í einu opnaði hún augun, horfði á mig og sagði: „Anna, ég er orðin svo þreytt, viltu biðja um að nú megi ég fara að deyja.“ Hún Silla gerði sér grein fyrir því að tími var kominn til að kveðja. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Sillu og votta fjöl- skyldu hennar og öllum aðstand- endum dýpstu samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Anna Leósdóttir. PACftA/ ir^l Y^IKIf^AR ATVINNA ÍBOÐI ■ Laus er til umsóknar ein staða sérfræðings við jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans Staðan verður veitt frá 1. september nk. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviði tilraunabergfræði. Fastráðning í stöð- una kemur til greina. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsókna- starfa, en kennsla hans við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun- vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn- unar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfs- skyldu hans. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rann- sóknum, skulu hafa borist framkvæmda- stjórn Raunvísindastofnunar Háskólans, Dunhaga 3,107 Reykjavík, fyrir 15. júlí 1993. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísinda- leg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lok- uðu umslagi sem trúnaðarmál. Raunvísindastofnun Háskólans. HÚSNÆÐI í BOÐI íbúð í París Til leigu er íbúð í miðborg Parísar í júlí og ágúst. Upplýsingar eru gefnar í síma 9033-1-4354- 9168. TIIBOÐ - ÚTBOÐ Tilboð Tilboð óskast í uppsetningu á klæðningar- plötum á svalahandrið og milliveggi í Efsta- landi 8-12, Reykjavík. Upplýsingar í síma 677428 frá kl. 18-20, þriðjudag og miðvikudag. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarþær leitar eftir kaupum á íbúð- um til nota sem félagslegar íbúðir. íbúðirnar skulu vera í sambýlishúsum (fjölbýl- ishúsum) og vera innan eftirfarandi stærðar- marka: 1 herb. brúttóstærð 60 m2 2 herb. brúttóstærð 70 m2 3 herb. brúttóstærð 90 m2 4 herb. brúttóstærð 105 m2 5 herb. brúttóstærð 120 m2 6 herb. brúttóstærð 130 m2 Sé um þegar byggðar íbúðir eru heimil frá- vik frá hámarksstærðum íbúða. Tilboð, ertilgreina heildarverð, sem skal inni- fela allan kostnað, þ.m.t. virðisaukaskatt, sendist húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar fyrir 20. júli' nk. Tilgreina skal herbergjafjölda, húsgerð, stað- setningu í húsi, aldur hússins og fylgja skal almenn lýsing á ástandi íbúðar, þar með talið hvort íbúð sé notuð eða í smíðum. Jafn- framt skulu fylgja teikningar og áætlaður afhendingartími. Húsnæðisnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hús- næðisnefndar. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Strandgötu 11, sími 651300. Morgunblaðið, Selfossi Áskrifendur athugið að umboðsmaður hefur fengið nýtt símanúmer sem er 23375. Afgreiðslan er opin frá kl. 07.00 alla útburðar- daga. Kjarvalsmálverk Fjársterkur aðili óskar eftir áð kaupa góð Kjarvalsverk. Upplýsingar í síma 24211 í dag og á morgun frá kl. 12-18. BÖRG HFIMDAUJJK Þórsmerkurferð Heimdallar verður farin helgina 2.-4. júlí. Brottför verður frá Valhöll, Háaleitis- braut 1, kl. 20.00 á föstudag, en komið verður til baka síðdegis á sunnudag. Gist verður í tjöldum á einum besta stað í Húsadal. Innifalið í veröi: Rútuferðir, tjaldstæði, morgunverður laugardag og sunnudag, grillveisla á laugardag og gönguferð um svæðið undir leiðsögn á laugardag. Verð aðeins kr. 3.700 fyrir félagsmenn en 4.000 fyrir aðra. Allir velkomnir. Spámiðillinn Gordon Burkert er kominn. M.a. fortíð - framtíð, persónulestur, skyggni o.fl. Túlkur á staðnum. Dulheimar, s. 668370. FERÐAFÉLAG ÍSLAJVDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Opiðhús ( kvöld verður opið hús f Mörk- inni 6 (risi) kl. 20.30. Kynntar verða gönguferðir um „Lauga- veginn" í sumar. Fararstjórar svara fyrirspurnum. Heitt á könnunni. Kl. 20 Kvöldsigling f kvöld að lundabyggð í Lundey og gengið á land f Þerney. Brottför frá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn. Miðvikudaginn 30. júní kl. 20 verður gengið frá Nesja- vallavegi að Lyklafelli. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Þórsmerkurferð 2.-4. júlí. Félagstilboð þessa helgi. Um er að ræða helgarferð þessa helgi með gistingu í skála á kr. 4.950 fyrir félaga en kr. 6.600 fyrir aðra. Fyrir félagsmenn Ferðafélagsins gildir afsláttur í ferðir einnig fyrir maka og börn. Athugiö að börn og unglingar 7-15 ára greiða hálft gjald í helg- arferðir og fritt er fyrir börn yngri en 7 ára. Það borgar sig að ger- ast félagi í Ferðafélaginu fyrir þessa helgi. í feröinni verða skipulagðar bæði lengri göngur og léttari fjöl- skyldugöngur. Góð fararstjórn. Útigrill á staðnum. Pantiö og takið farmiða fyrir fimmtudagskvöld 1. júlí. Ferðafélag (slands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Kvöldferð fimmtudag 1. júlí kl. 20.00: Sigling um sundin blá. Farið verður frá Suöurbugt (gömlu höfninni), bryggjunni neðan við Hafnarbúðir. Siglt að Akurey, Engey og Lundey. Síðan um Þerneyjarsund og út fyrir Geld- ingarnes og á milli Viðeyjar og Gufuness. Stuttviðstaða íViðey. Fuglaskoðunar- og útsýnisferð fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 1.000/1.100, frítt fyrir börn yngri en 15 ára. Dagsferð sunnudag 4. júlí kl. 10.30: Esja - Hátindur - Hábunga 914 m.y.s. Gengið frá Hjaröarholti um Nónbungu og Skálatind á Hábungu og komið niður frá Hátindi um Þverárkotsháls. Far- arstjóri Gunnar H. Hjálmarsson. Verð kr. 1.300/1.500. Undirbúningsfundur v/sumarleyfisferða: Ingólfsfjörður - Reykjafjörður 15.-22. júlí. Fundur í dag kl. 18.00. Landmannalaugar - Bás- ar 8.-12. júlf. Fundur fimmtudag 1. júlí kl. 18.00. Fundirnir eru á skrifstofu Útivistar, Hallveigar- stíg 1. Tjaldstæðin Básum við Þórs- mörk. - Vinsamlegast sækiö staðfestingu á gistipöntun á skrifstofuna. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.