Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 *27 Sigríður G. Þorláks- dóttir — Minning Fædd 13. apríl 1902 Dáin 21. júní 1993 Mánudaginn 21. þ.m. lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hér í Reykjavík Sigríður Guðrún Þorláks- dóttir eftir langvarandi veikindi. Sigríður var Skaftfellingur að ætt og uppruna, fædd í Skálmar- bæjarhraunum í Álftaveri, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Skálmarbæ í sömu sveit og Þorláks Sverrissonar frá Klauf í Meðal- landi. Sigríður var elst þriggja barna þeirra hjóna, en hin eru séra Oskar Jón Þorláksson, fyrrum dóm- prófastur, látinn 7. ágúst 1990, og Guðrún Þorláksdóttir, húsmóðir í Kópavogi. Sigríður ólst upp í foreldrahúsum í Skálmarbæ, þar sem foreldrar hennar settu saman bú. Bjuggu þau þar til ársins 1911, að þau flytjast til Víkur í Mýrdal, en þar stofn- setti Þorlákur verslun. Átti fjöl- skyldan heima í Vík til ársins 1925, en fluttist þá til Vestmannaeyja. Þar gerðist Þorlákur einnig kaup- maður og rak Söluturninn, sem var á sínum tíma ein kunnasta verslun bæjarins, enda gegndi hún mikil- vægu hlutverki með þjónustu við sjávarsíðuna. Verður það ekki rakið frekar. .Sigríður ólst upp við þau störf og þau kjör, sem þá tíðkuðust, fyrst framan af almenn sveitastörf og síðar í kauptúninu í Vík. Á ungl- ingsárum sínum var hún í kaupa- vinnu á ýmsum bæjum í Vestur- Skaftafellssýslu, enda fýsti hana mjög að kynnast nýjum aðstæðum og kanna ókunnar slóðar. En um tvítugsaldur hélt hún til Reykjavík- ur til náms í húsmæðrafræðum og nam jafnframt kjólasaum. Á næstu árum vann hún við iðn sína og jafn- framt við önnur störf, er til féllu. Var hún m.a. eitt sumar matráðs- kona hjá vegagerðarmönnum á Suðurlandi, en settist síðan að í Vestmannaeyjum, þar sem hún átti heimili allt til ársins 1970. Árið 1930 gekk Sigríður að eiga Bjarna Guðjónsson, myndskera og listamann frá Bæ í Lóhi. Bjarni hafði lært myndskurð hjá Ágústi heitnum Sigurmundssyni í Reykja- vík. Settu þau saman bú og bjuggu lengst af í húsi foreldra Sigríðar í Hofi í Vestmannaeyjum. Það hús fór undir hraun í eldgosinu 1973. Unnu þau hjón bæði við það, sem þau höfðu menntað sig til að vinna, kenndu m.a. um skeið við Gagn- fræðaskólann í Vestmannaeyjum, Bjarni teiknun og handavinnu pilta, en Sigríður handavinnu stúlkna. Bjarni Guðjónsson átti lengst af ævi sinnar við mikla vanheilsu að stríða. Féll það því að mestu leyti í hlut Sigríðar að sjá heimilinu far- borða. Gekk hún þá að þeim störf- um, sem til féllu á þeim árum í Vestmannaeyjum. En um 1960 tók hún við forstöðu elliheimilisins Skálholts og gegndi því starfi allt til ársins 1970, er þau hjón tóku sig upp og fluttust til Reykjavíkur. Settust þau að í íbúð, sem þau festu kaup á, í Hraunbæ 26 og bjuggu þar allt fram að andláti Bjarna, en hann lést í nóvembermánuði árið 1987. Þegar til Reykjavíkur kom, réðst Sigríður til starfa hjá fyrirtæki, sem Minning Baldur Hólmgeirsson Fæddur 14. maí 1930 Dáinn 9. júní 1993 Okkur langar að minnast tengda- föður okkar, Baldurs Hólmgeirsson- ar, nokkrum orðum. Það var okkur talsvert áfall, þegar við fengum þær fréttir að Baldur hefði látist í svefni að morgni 9. júní sl. Hann sem var alltaf svo glaður í bragði, þrátt fyrir erfiða sjukdómslegu sem hafði staðið nær samfellt í rúmlega ár. Þeir voru margir laugar- og sunnudagarnir sem strákarnir fóru með pabba sinn í bíltúra um bæinn til að skoða mannlífið og hafa gaman af því að vera til. Fá sér kannski ís í tilefni dagsins, eða bara gera eitt- hvað skemmtilegt og gleyma um stundarsakir sjúkdómum og þess háttar. En þessir dagar með Baldri eru allir og geymast því aðeins í minningunni um manninn sem alltaf hélt góða skapinu og var með hjartað á réttum stað. Fráfall hans bar skjótt að. Hann hafði verið með Diddu og strákunum eitthvað deginum áður, farið á hækj- unum léttur í skapi niður Klappar- stíginn ¦ í heimsókn á Laugaveginn til gamals félaga síns og átt þar við- burðaríkan eftirmiðdag. Hann þurfti að fara í nýrnavél daginn eftir, og því var hann alltaf á Borgarspítalan- um nóttina áður. Það er mikill missir að jafn ástrík- um og stórbrotnum persónuleika og Baldur Hólmgeirsson var. Ævintýrin sem fjölskyldan hefur gengið í gegn- um myndu duga flestum á langri ævi, en sumir eru það lánsamir að hafa dugnað og þor til að lifa lífinu lifandi og njóta þess til fullnustu. Við þökkum Baldri fýrir kynnin og erum þakklátar fyrir það að hafa fengið tækifæri til að kynnast góð- mennsku hans og örlæti. Hann gerði aldrei mannamun og stórmennska hans kom beint frá hjartanu. Við vitum það að Baldri líður vel þar sem hann er og við fáum öll tækifæri til að hittast seinna, en minningin um góðan og hjartahrýjan mann lifir áfram í okkur öllum. Hafðu þökk fyrir, elsku Baldur okkar. Auðbjörg Jóhannesdóttir, Þórey Erla Gísladóttir. framleiddi fatnaðarvörur. Vann hún við þau störf allt þar til hún varð að hætta vegna aldurs, þá orðin 70 ára. Á Reykjavíkurárunum höfðu að- stæður batnað svo, að Sigríður gat látið óskir sínar um ferðir til fjar- lægra landa og þjóða rætast. Fór hún margar ferðir til Evrópulanda og minntist þeirra stunda jafnan með mikilli ánægju. Auk þess spar- aði hún ekki, ef kostur var, að taka þátt í hópferðum innanlands og naut þess engu síður, enda var ferðahugurinn runninn henni í merg og bein. Ég ætla, að Reykjavíkurár- in hafi, þrátt fyrir allt, verið eitt ánægjulegasta tímabilið á löngu æviskeiði hennar. Sigríður var vei gefin kona og vel gerð. Hún var mjög listfeng, svo sem ýmsar hannyrðir hennar eru ljós vottur um. Hún fékkst einnig við myndskurð og brá fyrir sig að mála, ef svo bar undir. Bera öll hennar verk vott um gott og vand- að handbragð. Þeim Sigríði og Bjarna varð tveggja barna auðið, sem bæði eru á lífi. Sverrir, húsvörður, kvæntur Guðbjörgu Jóhannsdóttur frá Stíg- húsi í Vestmannaeyjum. Sverrir var áður kvæntur danskri konu, Inger Bjarnason, og áttu þau saman tvær dætur, *sem báðar eru búsettar í Danmörku. Sjöfn, gift Hermanni Jónssyni, úrsmið hér í bæ. Eiga þau fjögur börn uppkomin. Eins og fyrr segir lést Bjarni Guðjónsson í nóvembermánuði 1987. Skömmu síðar tók að bera á" þeim veikindum Sigríðar, er leiddu til þess, að hún varð að dveljast á sjúkrastofnunum til æviloka, en hún lést, eins og fyrr segir, mánudaginn 21. júní sl. á 92. aldursári. Líf hinnar látnu sæmdarkonu var ekki eilífur dans á rósum. Þar skipt- ust á skin og skúrir. Hinum erfiðu stundum lét hún nægja að líða hjá, en þeirra stunda, er sól skein í heiði, minntist hún jafnan með gleði og þakklæti fyrir að fá að njóta þeirra. Börnum hennar og öðrum ætt- ingjum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur nú, er leiðir skiljast. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni náið og átt að vini um langt árabil. Útför hennar fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 29. júní kl. 13.30. Einar H. Eiríksson. Minning Lydia N. Þorláksson Fædd 7. janúar 1918 Dáin 13. júní 1993 Mig langar í örfáum orðum að minnast Lydiu tengdamóður minnar, sem lést eftir erfið veik- indi á elliheimlinu Grund hinn 13. þ.m. Lydia var fædd í Vági í Suðurey í Færeyjum hinn 7. januar 1918. Hún var eitt af börnum Magdalenu og Niclas Niclasen. Systkini henn- ar, sem upp komust, eru Henri- etta, Ansgar, Judith og Poula. Á lífi eru nú Henrietta, búsett í Hafn- arfirði, og Judith, búsett í Færeyj- um. Vegna veikinda móður sinnar tók Lydia við heimilinu ung að árum, ásamt föður sínum. Árið 1953 má segja að Lydia hafi tengst íslandi æviböndum, þegar hún giftist Stefáni K. Þorlákssyni, sem lést árið 1990. Þau hjónin eignuðust soninn Stefán Niclas, sem er búsettur í Danmörku, ásamt undirritaðri og þremur börnum, Önnu, Lydiu og Davíð. „Oh Jesus I have promised to serve thee to the end." „Ó, Jesús, ég hef heitið að þjóna þér, allt til enda." Þessi orð fann ég á spjaldi inni í Biblíu, sem Lydia átti. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og þau séu yfirskrift yfir hennar lífi, sem einkenndist af þjónustu við aðra. Þá þjónustu lét.hún í té af fúsleika og alhug. Þannig þjónaði hún Drottni sínum í orði og verki. Um árabil helgaði Lydia hjálp- ræðishernum krafta sína, fyrst í Færeyjum, síðan lá leið hennar á skóla hjálpræðishersins í Eng- landi. Eftir seinni heimsstyrjöldina starfaði hún í illa förnum fátækra- hverfum Lundúnarborgar. Þannig var Lydia. Hún vildi alls staðar hjálpa, ekki síst þeim, sem minna máttu sín. Einnig starfaði hún fyrir hjálpræðisherinn í Noregi og á íslandi. Lydia var hlédræg, hógvær og fórnfús og bar tilfinningar sínar ekki á borð fyrir aðra. Hún var vel gefin og fróð og flest allt lék í höndum hennar, hvort sem var prjónaskapur eða annað. Gott var að leita til Lydiu, því hún reyndi að ráða fram úr hverjum vanda af alhug. Hún kom yfirleitt auga á björtu hliðarnar og stutt var í húmorinn. Barnabörnin voru mikli sólar- geislar í lífi Lydiu og var hún iðin við að segja þeim sögur úr.Bibl- íunni og aðstoða við heimalexíurn- ar. Að leiðarlokum þökkum við Lydiu fyrir allt sem hún gerði fyr- ir okkur. Blessuð sé minning henn- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig biessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, 'hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Sigríður Magnúsdóttir. Með fáum orðum langar mig að minnast Lydiu. Er mér þá efst í huga þakklæti til hennar. Lydia var gift föður mínum, Stefáni Karli Þorlákssyni, en hann lést á Land- spítalanum 13. október 1990, eftir erfið veikindi. Þá reyndi mikið á Lydiu. Sat hún við sjúkrabeð hans öllum stundum, þótt heilsu hennar hafi verið farið að hraka. Lydia og faðir minn eignuðust einn son, Stefán Niclas, lyfjafræð- ing. Eiginkona hans er Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur. Eiga þau þrjú börn, Önnu, Lydiu og Davíð. Heimili þeirra er í Danmörku. Lydia var ein af þess- um hljóðlátu persónum, en var gefandi. Hennar styrkur var trúin á Guð. Heimili Lydiu og föður mins var notalegt. Var gott að koma þangað og njóta vináttu Lydiu og hins ljúf- fenga heimabakaða brauðs og þess . sem hún bar á borð. Þá bar prjóna- skapur hennar vitni um fallegt handbragð. Lydia var mikið veik í lokin, hún dvaldist á Grund. Ég veit að ég get tjáð mitt þakk- læti til hennar fyrir hönd barna minna og þeirra fjölskyldna, sem ekki geta fylgt henni síðasta spöl- inn. Tveim dögum fyrir lát Lydiu sat ég hjá henni góða stund. Þá hefur hún vitað að hverju stefndi. Kveðju hennar mun ég ekki gleyma, sem voru hennar síðustu orð til mín, þegar hún bað Guð að vera með mér. Blessuð sé minning Lydiu. Ellen Svava Stefánsdóttir. handavinna ¦ Ódýr saumanámskeið Sparið og saumið sumarfötin. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar f síma 17356. tölvur ¦ Word fyrir Windows 15 klst. ítarlegt námskeið, 5.-9. júlí, kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sfmi 688090. ¦ Tölvusumarskóli f. 10-16 ára Morgun- og síðdegisnámskeið fyrir hressa krakka. Næstu námskeið hefjast 19. júlí. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, si'mi 688090. ¦ Excel töflureiknirinn 15 klst. námskeið fyrir Macintosh og Windows notendur. 19.-23. júlí, kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sfmi 688090. ¦ Windows og PC grunnur. 9 klst. um Windows og grunnatriði PC notkunar 12.-14. júlí kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sfmi 688090. ______________ ¦ Krakkar og foreldrar Af tðlvum má hafa bæði gagn og gaman. Tölvuskóli Reykjavfkur heldur 24 klst. námskeið fyrir börn og unglinga á aldrin- um 10-16 ára þar sem megin áhersla er lögð á gagnið en gamanið er aldrei langt undan. Eingðngu er kennt á PC tölvur. Velja má um morgun- eða sfðdeg- istíma. Innritun er hafin. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgarlúni 28, simi 91-687590 ¦ Tölvunám fyrir unglinga hjá Nýherja í sumar. 30 klst. á aðeins kr. 12.900! Nám, sem veitir unglingum forskot við skólanámið og verðmætan undirbúning fyrir vinnu síðar meir. Fræðandi, þroskandi og skemmtilegt nám. • 8.-23. júru' kl. 9-12 eða 13-16. • 28.júní-9.júlíkl. 9-12 eða 13-16. • 9.-20. ágúst kl. 9-12 eða 13-16. Upplýsingar f sfma 697769 eða 697700. NYHERJI tungumál Enska málstofan ¦ Sumarnámskeið: Vantar þig þjálfun í að tala ensku? Við bjóðum námskeið með áherslu á þjálfun talmáls. Fámennir hópar. Nýjir nemendur geta byrjað hvenær sem er. Einnig bjóðum við námskeið i viðskipta- ensku og einkatíma. Upplýsingar og skráning í sfma 620699 f rá kl. 14-18 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.