Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 28
% ^bmkúMimimmúmmwm t Systir mín og mágkona, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR frá Kistufelli, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 25. júní. Jóhannes Gunnarsson, Steinunn Þorsteinsdóttir. t Maðurinn minn, er latinn. HALLDÓR BLÖNDAL frá Siglufirði, Bauganesi 25, Reykjavfk, Guðrún Blöndal. t Móðir mín, tengdamóðir, stjúpmóðir, systir og mágkona, JÓHANNA G. ÓLAFSDÓTTIR, Melabraut 32, lést á heimili sínu 27. júní. Kristin Norðmann Jönsdóttir, Óttar Svavarsson, Ása Jónsdóttir, Guðmundur Hannesson, Gunnfri'ður A. Olafsdóttir, Gfsli Auðunsson. t Móðir okkar, MARGIT GUÐMUNDSSON fœdd BORLAUG, andaðist hinn 26. júní á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Erling V. Árnason, Einar Róbert Árnason, Ingi R. Árnason. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTHILDUR ÁSA JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 128, Keflavik, lést í Borgarspítalanum þann 27. júní. Gunnar Líkafrónson, Dagfríður Arnardóttir, Sigurvin Guðfinnson, Dóra Fanney Gunnarsdóttir, Annel Þorkelsson, Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir, Danfel Eyþórsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Sævar Jósep Gunnarsson, Hólmfríður Jónsdóttir og barnaböm. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ASTRID EYÞÓRSSON, Njörvasundi 40, sem lést þann 18. þ.m., verður jarðsett frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. júní kl. 13.30. Björg Jóhanna Benediktsdóttir, Guðmundur Einar Júlfusson, Jan Eyþór Benediktsson, Jóhanna Þun'ður Bjamadóttir, Frank Norman Benediktsson, Marie Hovdenak, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JAKOB LÖVE, Laufásvegi 73, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 30. júní kl. 13.30. Margrét Jónsdóttir, Matthildur Löve, Þóra Löve, Laufey Eh'sabet Löve, Karl Jakob Löve, Þorvarður Jón Löve. 'CpaffiðB s/ff HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 Valdemar Sörensen dómvörður - Minning Fæddur 21. apríl 1914 Dáinn 21. júní 1993 Á miðgóu árið 1939 kom far- þegaskipið Dronning Alexandrine sem oftar frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Meðal farþega var ungur maður 25 ára að aldri, ásamt heitmey sinni, Þuríði Jónsdóttur. Þessi ungi maður var Valdemar, sonur Vogn Sörensen bónda í Nörr- halne í Danmörku og konu hans Kristine. Þetta sama vor giftust þau Þuríður og Valdemar en Þuríður er hjúkrunarfræðingur. • Eftirvænting hins unga manns hlýtur að hafa verið mikil að líta þetta norðlæga land, sem hánn átti eftir að tengjast órofa böndum í starfi og leik í 54 ár. En hann vissi að Danmörk er ekki land samfelldra sólardaga og vorsól íslands gengur sína leið og hnígur til skammdegis. Þau hjón Þuríður systir mín og Valdemar dvöldust sitt fyrsta hjú- skaparsumar austur í Arnessýslu hjá ættfólki á Kiðjabergi í Gríms- nesi. Þar, við landbúnaðarstörfm, nam Valdemar íslensku af vörum sveitafólksins ótrúlega fljótt. Sagði Valdemar mér oft frá samskiptum þeirra Þorsteins Stefánssonar, sem stjórnaði verki á Kiðjabergi í þann tíð, hvernig tveir norrænir menn við bændastörf, sem hvorki skorti kjark né áræði, urðu samhentir og skildu hvor annars mál. Eftir sólríkt og lærdómsríkt sum- ar við störf í sunnlenskri sveit fer Valdemar á önnur mið. Hann gjör- ist afgreíðslustjóri í vöruhúsi Nath- an & Olsen í Reykjavík. Síðan verð- ur hann húsvörður á Fríkirkjuvegi 11 og síðan dómvörður Sakadóms, en dómvarðarstarfi sinnti Valdemar uns eftirlaunaaldri er náð. Mér er kunnugt um að öllum þessum störf- um þjónaði hann af stakri trú- mennsku. En Valdemar átti einnig ýmis önnur áhugamál en varða sjálft brauðstritið. Han las margt um náttúrufræði, garðyrkju og skóg- rækt. Dýravinur var hann mikill og einlægur stuðningsmaður samtaka um dýravernd. Fugla af ýmsu tagi hafði hann ætíð nálægt sér og hund og kött í húsi sínu. Fuglar í hundr- aðatali voru oft á gjöf hjá honum að vetrarlagi á lóð hans. Árið 1958 kaupa þau hjón Þuríð- ur og Valdemar eign í Kópavogi, sem Seldalur v/Hlíðarveg heitir. Hafa þau því búið þar í 35 ár. Hús þeirra er umvafið hinum fegursta gróðri. Jarðarberjaplöntur og mat- jurtir af ýmsu tagi nutu handa sæmdarmannsins. Sá er þetta skrifar, settist að við Hlíðarveginn fimm árum eftir að Valdemar hafði farið í sína land- námsferð. Það var venja okkar hin síðustu ár, einkum á vetrarkvöld- um, að afloknum tíu kvöldfréttum að ganga út eftir Hlíðarvegmum. Við ræddum þá um land og hagi. Oft kom þar talinu, að hann sagði mér sitthvað frá æsku sinni, foreldr- um, systrum og bræðrum, og að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þau hjón Þuríður og Valdemar eignuðust eina dóttur barna, Jór- unni. Hún er félagsfræðingur og formaður Dýraverndunarsambands íslands. Valdemar var fæddur 21. apríl 1914 og lést 21. júní 1993,_en þá er lengstur sólargangur. Ég vil kveðja Valdemar með hendingum Guðmundar Böðvarssonar: Vordagsíns þróttur vetrarmyrkri kvíðir, vonar til lífs og miðar allt við það, fórnar því hönd og huga, stund og stað, í sterkri trú á dýrðleg laun um síðir; indælar hvíldir eftir daginn langan, órofa frið í kvöldsins þögn og angan. Fjölskyldu Valdemars vottum við Sigfríður samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Halldór O. Jónsson. Á björtu sumarkvöldi þegar sól- argangur er lengstur og birtuna þrýtur aldrei þá andast í Borgar- spítalanum í Reykjavík Valdemar Sörensen, fyrrverandi tengdafaðir minn, eftir erfiða sjúkdómslegu. Valdemar var fæddur 21. apríl 1914 í Nörhalne á Norður-Jótlandi, litlum sveitabæ nálægt Álaborg. Hann var yngstur þrettán systkina. Foreldrar hans voru Vogn Sörensen bóndi og kona hans Kristine Jens- datter. Fimm af systkinum Valde- mars dóu ung en hin komust til fullorðinsára. Þau eru nú öll látin og er Valdemar síðastur í röðinni að kveðja þennan heim. Eins og nærri má geta hefur lífsbaráttan verið hörð á þessum árum og erfitt að sjá stórum barnahóp farborða. Börnin fóru því snemma að vinna til þess að létta undir með heimilinu og var Valdemar þar engin undan- tekning. Sem ungur maður lærði hann landbúnaðarstörf á ýmsum herragörðum á Jótlandi og vann síðan sem vinnumaður og síðar ráðsmaður á Jótlandi og Sjálandi. Hann kunni frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja sem á daga hans hafði drifið á þessum árum og voru þessar sögur kallaðar „herragarðssögur" innan fjölskyld- unnar. Seinna keypti hann jörðina af föður sínum og átti um hríð. Þáttaskil verða í lífi Valdimars í marsmánuði 1939 þegar hann kem- ur til íslands. Landið heilsaði með snjókomu og slæmu veðri, en hann lét ekkihugfallast, enda ekki einn á ferð. Með honum var konuefni hans, Þuríður Jónsdóttir, sem ættuð er frá Kiðjabergi í Grímsnesi, dóttir hjónanna Jóns Gunnlaugssonar og Jórunnar Halldórsdóttur. Valdemar og Þuríður kynntust í Danmörku þar sem Þuríður var við framhalds- nám í hjúkrun. Valdemar og Þuríður gengu í hjónaband á 25 ára afmæli hans, 21. apríl 1939, og stofnuðu heimili í Reykjavík. Þau bjuggu fyrst á Fríkirkjuvegi 11, því fornfræga húsi, en fluttust síðar í Kópavoginn. Þau eignuðust eina dóttur barna, Jórunni, sem er fædd 19. ágúst 1943. Hún var gift undirrituðum. Dætur okkar eru þrjár: Þuríður, Katrín og Sólborg. Eftir að Valdemar kom til íslands starfaði hann hjá ýmsum fyrirtækj- um, en lengst vann hann hjá Slátur- félagi Suðurlands við viðhald og viðgerðir og hjá Sakadómi Reykja- Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandí hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Otxxw víkur sem dómvörður og þar áður sem húsvörður á meðan Sakadómur var til húsa á Fríkirkjuvegi 11. Hann gat sér gott orð fyrir verk- lagni og samviskusemi í hvívetna. Ég var ungur að árum þegar ég hitti Valdemar fyrst. Hann tók mér vel og ljúfmannlega og tókst með okkur góð vinátta sem engan skugga hefur borið á. Valdemar var léttur í lund, einstaklega hjálpsam- ur og greiðvikinn og vildi öllum vel. Hann var mjög barngóður og nutu dætur mínar og síðar barna- börn þess óspart og sakna þær nú vinar í stað þar sem afi og langafi var. Valdemar var ákveðinn og stóð fast á sinni sannfæringu ef því var að skipta en jafn fús til sátta. Valdemar var mikill dýravinur og vann þeim málstað af heilum hug alla ævi. Einnig fékkst hann mikið við garðrækt ýmiss konar og eftir að þau hjónin fluttust í Seldal í Kópavogi, þar sem hann fékk stóra lóð til umráða, gat hann enn frekar sinnt sínu stóra áhugamáli að rækta grænmeti. Þar á meðal voru jarðar- ber og þær voru ófáar ferðirnar sem hann kom og færði okkur stóra kúffulla skál af nýtíndum jarðar- berjum. Hann var líka með hænsna- og dúfnarækt í mörg ár. Það er óhætt að segja að hvergi hafi hon- um liðið betur en við ýmiss konar störf í garðinum sínum. A kveðjustund leita minningarn- ar á hugann og er mér efst í huga þakklæti fyrir einlæga vináttu og trygglyndi Valdemars í áranna rás. Þegar Valdemar lagðist inn á Borgarspítalann fyrir þremur mán- uðum varð honum strax ljóst hvert stefndi. Hann tók því með miklu æðruleysi. Það var honum mikill styrkur að eiginkona hans og dóttir voru hjá honum öllum stundum þar til yfir lauk. Blessuð sé minning hans. Jón M. Björgvinsson. ERFIDRYKKJUR ¦r^ Verð frá kr. 850- P E R L A n sími 620200 Erfidryiikjur Glæsileg kuli-hlaðborð fallegir salirogmjóg góö þjónusta. Upplýsingar . 1 suna á z.'> uiá ] FLUGLEIDIR IÍTEL LIFTLEIIU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.