Morgunblaðið - 29.06.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 29.06.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 29 Minning Guðrún Helgadóttir Tengdamóðir mín, Guðrún Helgadóttir, lést á heimili sínu 18. júní síðastliðinn. Með fáum orðum vil ég minnast hennar. Guðrún var fædd á Akureyri 1. september 1930, dóttir nafnkunnra hjóna þar á bæ, Helga Pálssonar bæjarfulltrúa, sem var þekktur at- hafna- og atkvæðamaður um sína daga og konu hans, Kristinar Pét- ursdóttur, ættaðrar af Skaga- strönd. Dauðinn var hið síðasta sem kunnugum hefði komið í hug í sam- bandi við Guðrúnu Helgadóttur. Það sópaði mikið að tengdamóður minni í hversdagslífinu. Hún var glæsikona í sjón og raun, stolt og örugg í fasi og framkomu, opinská og hreinskiptin í tali og viðskiptum, ræðin og skemmtileg og framúr- skarandi velvirk og dugleg. Ennþá stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum fyrstu kynni mín af Diddu, en svo var hún nefnd af vinum og vandamönnum. Fyrir hér um bil 15 árum lá leið mín til Akur- eyrar í heimsókn til dóttur hennar. I húsi hennar var tekið á móti mér af miklum höfðingsskap og hlýju. Guðrún giftist ung Jóhanni Ingi- marssyni húsgagnaarkitekti frá Þórshöfn. Heimili þeirra í Austur- byggð 15 bar þeim hjónum fagurt vitni, bæði listhneigð húsbóndans og fegurðarskyni og myndarskap húsmóðurinnar sem hélt öllu fáguðu, svo að aldrei sást blettur eða hrukka. Árum saman ráku þau hjónin saman húsgagnaverslun í miðbæ Akureyrar. Á því fyrirtæki var HÓPFERÐIRVEGNA JARÐARFARA HÖFUM GÆÐA HÓPBIFRIilÐAR FRÁ12TII. 65 FARÞEGA IEITIÐ UPPLÝSINGA i ’ w hópferðamÍðstöðin Bildshöfða 2a, sími 685055, Fax 674969 ERFIDRYKKJIR myndarbragur, sem eftir var tekið. Þeim Guðrúnu og Jóhanni varð þriggja barna auðið, en þau eru kona mín, Kristín, Helga gift Krist- jáni Jóhannessyni og Guðrún, ógift. Auk þess ólu þau Guðrún og Jó- hann upp barnabarn sitt, Helgu Sigurlaugu. Guðrún hugsaði einstaklega vel um hag og velferð fjölskyldu sinn- ar, en nú á þessum björtu vordögum hefur dregið fyrir sól við fráfall hennar. Það er til marks um hug- rekki og baráttuhug Diddu, hversu hún barðist gegn illvígum sjúkdómi með fyllstu reisn til síðasta dags. Þá er það eitt eftir að kveðja tengdamóður mína, og flytja henni þakkir frá mér og mínum. Margir bera hryggan hug við brottför henn- ar. Þyngstur er harmur kveðinn að eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum. Minningin um trausta og umhyggjusama eigin- konu, móður og ömmu mun þó létta byrði sorgarinnar. Blessuð sé minn- ing Guðrúnar Helgadóttur. Hvíli hún í guðs friði. Vilhjálmur Kr. Andrésson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA BENEDIKTSDÓTTIR BEDINGER, Stanton, Kaliforníu, lést á heimili sínu þann 25. júnf. Ceorge Michael Bedinger, Benedikt Jónsson, Joanne og Bob Luttrell, Linda og Sean De Forrest, og barnabörn. t Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIKTORÍA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Björk, Sandvíkurhreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, þann 26. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Sigriður Jónsdóttir, Ólafía Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Gréta Jónsdóttir, Erlendur Daníelsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Jóhann V. Helgason, Sigurður Jónsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BENEDICTA K. GUNNARSSON frá ísafirði, verður jarðsungin frá Isafjarðarkapellu föstudaginn 2. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar. Kort fást í bókaverslun Jónasar Tómassonar eða Sjúkrahúsinu ísafirði, sími 94-4500. Katharína Ú. Ranson, Birgir Úlfsson, Brynja Jörundsdóttir Gunnar Martin Úlfsson, Kolbrún Svavarsdóttir, Kristín Úlfsdóttir, Egill Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. BLÓMIÐ Blóm - Skrcylingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kisluskrcytingar Úrval af scrvícttum OPIÐ FRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI 16 • SÍMI 811330 t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR ÞORSTEINSSON, Ránargötu 1a, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.00. Blómastofa Fnöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur Guðlaug Sveinsdóttir, Aðalheiður Gunnlaugsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson, Guðrún Alexandersdóttir, Gísli Guðjónsson, Anna Ragna Alexandersdóttir, JimmyTan, Sveindís Alexandersdóttir, Guðmundur Óskarsson og barnabörn. t Eiginkona min, móðir okkar og systir, TORFHILDUR JÓSEFSDÓTTIR frá Torfufelli, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudagainn 25. júní, verður jarðsungin frá Hólakirkju í Eyjafirði laug- ardaginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið eða aðrar liknarstofnanir. Angantýr H. Hjálmarsson, Sigfriður L. Angantýsdóttir, Ingibjörg Angantýsdóttir, Elinborg Angantýsdóttir, Sigurður Jósefsson. t Eiginkona mín, KRISTVEIG KRISTVINSDÓTTIR (DIDÍ), Miðtúni 2, lést í Borgarspítalanum 26. júní. Björn Guðmundsson. t Móðir okkar, MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, Lokastig 5, lést í Borgarspítalanum 28. júní. Guðjón Emilsson, Emilía Emilsdóttir, Gunnlaug Emilsdóttir, Gunnar Emilsson. «■* t Þökkum hjartanlega aðstoð og vinarhug vegna fráfalls HARALDAR TRAUSTASONAR, Hrauntúni 35, Vestmannaeyjum. Ástvinir hins látna. t Við þökkum innilega hlýhug og hluttekningu við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGU ÞÓRARINSSON. Snjólaug Sigurðardóttir, Friðleifur Jóhannsson, Sven Þ. Sigurðsson, Mary Bache Sigurðsson, Jóhann Sveinn Friðleifsson, Sigurður Ingi Friðleifsson, Aileen Soffía Svensdóttir, Stefán Andrew Svensson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR, _ Háholti 20, Akranesi. Silvía Georgsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Hjalteyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala fyrir góða umönnun. Sigurður Kr. Baldvinsson, Magðalena Stefánsdóttir, Yngvi R. Baldvinsson, Þórunn Elíasdóttir, Margrét Baldvinsdóttir, Óli Þ. Baldvinsson, Halla Guðmundsdóttir, Ari S. Baldvinsson, Sonja Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Mánabraut 8, Kópavogi. Sigurgeir Jónasson, Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir, Sigrún Margrét Sigurgeirsdóttir, Guðni Halla Sigurgeirsdóttir, Rúnar Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Jónas Björn Sigurgeirsson, Rósa C og barnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar VALDEMARS SÖRENSEN. Flóamarkaður Sambands dýraverndarfélaga íslands, Hafnarstræti 17, kjallara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.