Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 Suðurlandsmót í hestaíþróttum Hart barist á blautu móti Hestar Valdimar Kristinsson Ekki er hægt að segja að veðr- ið hafi leikið við Selfyssinga þegar þeir héldu Suðurlands- mót í hestaíþróttum um helgina. Fresta varð keppni á föstudag vegna veðurs og riðlaðist dag- skráin nokkuð við það en eigi að síður tókst að ljúka mótinu á skaplegum tíma á sunnudegin- um. Sæmilegt veður var á laug- ardeginum. Auk þess að vera Suðurlandsmót var þetta einnig héraðsmót Héraðssambandsins Skarphéðins og sér verðlaun voru veitt fyrir þann hluta móts- ins. Þátttaka var all þokkaleg og vakti athygli mikil þátttaka í hlýðnikeppninni, en þar voru tólf skráðir til leiks í fullorðins- ftokki sem þykir gott. í fullorðinsflokki voru úrslit í tölti og fjórgangi eftir bókinni þ.e. Sigbjörn Bárðarson, Fáki, og Odd- ur frá Blönduósi sigruðu næsta auðveldlega en hinir keppendurnir bitust um annað sætið í úrslitun- um. í fimmgangi var annað upp á teningnum því þar sigraði Prið- þjófur Vignisson á Flugari. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á innanfélagsmótum hjá Andvara, en ekki blandað sér mikið í topp- baráttuna á stærri mótum. Er allt- af ánægjulegt að sjá ný andlit í gullsætum á mótum sem þessum. Þá sigraði Gísli Geir Gylfason, Fáki, í gæðingaskeiðinu á Koli frá Stóra-Hofi, en hann hefur verið sigursæll í barna- og unglinga- flokki síðustu árin og ætlar sér greinilega sinn skerf af verðlaun- unumí fullorðinsflokki í framtíð- inni. í barna- og unglingaflokki reyndust ósigrandi í öllum grein- um þau Magnea Rós Axelsdóttir og Guðmar Þór Pétursson, en þau eru bæði í Herði. Sleipnir, Selfossi, sigraði í stiga- keppni aðildarfélaga HSK með 63 stig. Svanhvít Kristjánsdóttir varð hlutskörpust HSK-manna í öllum greinum í fullorðinsflokki nema gæðingaskeiði þar sem Páll Bragi Hólmarsson sigraði. í unglinga- flokki héraðsmótsins sigraði Haukur Baldvinsson, Sleipni, í bæði tölti og fjórgangi en Þorkatla sigraði í fimmgangi. I hlýðni- keppni sigraði Kristín Þórðardótt-' ir, Smára. í barnaflokki varð Sig- fús B. Sigfússon hlutskarpastur í öllum greinum. Umsjónarmaður hestaþáttar Morgunblaðsins hefur beitt sér fyrir því síðustu árin að getið sé um fæðingarstað hrossa í móta- skrám hvort sem um er að ræða gæðinga-, íþrótta- eða kynbóta- dóma. Er mikill misbrestur á þessu og nú á Suðurlandsmótinu var ekki getið um fæðingarstað hross- anna og því ástæða enn og aftur að hvetja mótshaldara til að ganga ríkt eftir að þetta sé haft með. Hér að neðan er getið fæðingar- staða nokkurra hesta og byggt er eingöngu á minni umsjónarmanns og verða lesendur að taka viljann fyrir verkið ef leynast villur þar í. Úrslit urðu annars sem hér segir: Tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 93,60. 2. Halldór Viktorsson, Gusti, á Herði frá Bjarnastöðum, 85,60. 3. íris Björk Hafsteinsdótir, Gusti, á Gleði frá Þórukoti, 83,60. 4. Elsa Magnúsdóttir, Sörla, á Kolbaki frá Húsey, 82,40. 5. Katrin Gestsdóttir, Sörla, á Mekki frá Raufarfelli, 79,60. Fjórgangur 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 54,14. 2. Sveinn Ragnarsson, Fáki, á Koli, 50,33. 3. Elsa Magnúsdóttir, Sörla, á Kolbaki frá Húsey, 51,34. 4. Halldór Viktorsson, Gusti, á Herði frá Bjarnastöðum, 49,58. 5. Sævar Haraldsson, Herði, á Háfeta frá Egilskoti, 46,81. Fimmgangur. 1. Friðþjófur Örn Vignisson, And- vara, á Flugari, 53,7. 2. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Stefni frá Tunguhálsi, 51,30. 3. Sveinn Ragnarsson, Fáki, á Fróða, 53,1. 4. Sigurður V.Matthíasson, Fáki, á Hildu úr Eyjafirði, 51,0. 5. Þorvaldur A. Þorvaldsson, Fáki, á Höldi, 50,1. Hlýðni. 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Hæringi. 2. Sævar Haraldsson, Herði, á Háfeta. 3. Atli Guð- mundsson, Fáki, á Þráni frá Gunn- fll jjjm WL^%Æk i ^,- '•%; fi Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það væri gaman að vita hvar Flugar, ágætur hestur Friðþjófs Vignissonar sem sigraði óvænt í fimmgangi, er fæddur en því miður var ekki getið fæðingarstaðar hans né annarra hesta. Magnea Rós hirti öll gullin í barnaflokki á Vafa sínum frá Mosfellsbæ, á eftir henni kemur Sigfús B. Sigfússon á Litla-Stjarna sem vann öll gull- verðlaunin í sama flokki á héraðsmóti HSK. arsholti. íslensk tvíkeppni, 147,74 og stigahæstur keppenda 388,80, Sigurbjörn Bárðarson.. Skeiðtvíkeppni, Gísli Geir Gylfason. Unglingar: Tölt:. 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Trostan úr Eyjafírði, 73,60. 2. Marta Jónsdóttir, Mána, á Sóta, 64,80. 3. Haukur Baldvinsson, Sleipni, á Galsa, 65,20. 4. Berglind Sveinsdóttir, Ljúfi, á Vafa, 51,60. 5. Kristín Þórðardóttir, Smára, á Andvara,47,60. Fjórgangur: 1. Marta Jóndótt- ir, Mána, á Sóta, 47,31. 2. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Trostan úr Eyjafírði, 45,30. 3. Haukur Baldvinsson, Sleipni, á Galsa, 38,51. 4. Rúnar Stefánsson, Andvara, á Stjarna, 33,98. 5. Maríanna Bjarnleifsdóttir, Gusti, á Söru, 33,20. Fimmgangur 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Kalsa frá Litladal, 49,8. 2. Ragnar E. Ágústsson, Sörla, á Þey frá Akranesi, 43,8. 3. Þorkatla E. Sigurðardóttir, Trausta, á Perlu, 33,3. Hlýðni 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Kvisti frá Skeggsstöðum. íslensk tvíkeppni 118,9, skeiðtvíkeppni 98,3 og stiga- hæstur keppenda með 285,20 stig: Guðmar Þór Pétursson. Börn: Tölt 1. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 68. 2. Sigurður Halldórsson, Gusti, á Frúar-Jarpi, 54,40. 3. Davíð Matthíasson, Fáki, á Dreyra, 55,60. 4. Erlendur Guðmundsson, Geysi, á Fáki, 43,60. 5. Sigfús B. Sigfússon, Smára, á Litla-Stjarna, 48. Fjórgangur 1. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 46,05. 2. Sigurður Halldórsson, Gusti, á Frúar-Jarpi, 39,51. 3. Davíð Matthíasson, Fáki, á Dreyra, 40,77. 4. Erlendur Guðmundsson, Geysi, á Fáki, 35,74. 5. Sigfús B. Sigfússon, Smára, á Litla-Stjarna, 40,51. Hlýðni A 1. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði á Vafa frá Mosfellsbæ. íslensk tvikeppni: 114,06, Stigahæsti keppandinn: 181,60: Magnea Rós Axelsdóttir, Herði. Hrafnfaxi með hæstu einkunn Stóðhesturinn Hrafnfaxi frá Grafarkoti náði hæstu einkunn sem gefin hefur verið í gæðinga- keppnum þessa árs. Hlaut hann 8,68 í B-flokki á félagsmóti Glaðs í Dalasýslu sem haldið var á Nesoddanum. Hrafnfaxi er und- an Otri 1050 frá Sauðárkróki og Brúnku frá Gröf en knapi var Einar Öder Magnússon. Einkunnir í öðrum flokkum gæð- ingakeppninnar voru einnig góðar og þá sérstaklega í unglingaflokki en sigurvegarinn þar, Iris Hrund, var með 8,54 í einkunn. Hross í öðru og þriðja sæti í B-flokki vöktu einnig athygli fyrir háar einkunnir en þau eru aðeins fímm vetra göm- ul. Úrslit í gæðingakeppni mótsins urðu annars sem hér segir: A-flokkur gæðinga 1. Beina frá Skörðum, F.: Dreyri 834, Álfsnesi, M.: frá Skörðum, eig- andi og knapi Jón Ægisson, 8,25. 2. Sproti frá Miðsitju, F.: Náttfari 776, Y-Dalsgerði, M.: Drusla Tungufelli, eigandi og knapi Grettir B. Guðmundsson, 8,17. 3. Sylvía frá Hamraendum, F.: Flosi 966, Brunnum, M.: Biða 6075, eig- andi Svandís Sigvaldadóttir, knapi Guðmundur Ólafsson, 8,15. Bflokkur gæðinga 1. Hrafnfaxi frá Gröf, eigandi Skjöldur Stefánsson, knapi Einar Öder Magnússon, 8,68. 2. Víðir Hafþór frá Efri-Brú, F.: ófeigur 882, Flugum. M.: Katla, Árgerði, eigandi Ægir Jónsson, knapi Jón Ægisson, 8,32. 3. Dagsbrún frá Hrappsstöðum, F.: Otur 1050, Skr. M.: Dúkka 4919, Hrappsst., eigandi Alvilda Þóra Elísdóttir, knapi Vignir Jónasson, 8,40. Unglingar 1. íris Hrund Grettisdóttir á Demon frá Hólum, 8,54. 2. Björk Guðbjörnsdóttir á Surti frá Magnúsarskógum, 8,47. 3. Dagný Lára Mikaelsdóttir á Gýgju frá Indriðastöðum, 7,81. Börn 1. Jón Atli Kjartansson á Bjóla frá W^ 't^W^-. # *r-vx"s- Í1 '^ fc- '• ^t^B ¦ ?¦¦' :,,::::';;J;Ji;;..... M> ' Hrafnfaxi er nú kominn í fremstu röð gæðinga aðeins sex vetra gamall en hann mun fylgja föður sínum, Otri, í af- kvæmasýningu á fjórðungsmót- inu á Vindheimamelum sem byrjar á morgun. Knapi er Ein- ar Óder Magnússon. Bjóluhjáleigu, 8,27. 2. Ólöf Inga Guðbjörnsdótir á Mána frá Magnúsarskógum, 8,19. 3. Kolbrún ólafsdóttir á Skugga- blakk, 8,12. Fjórðungsmót á Norðurlandi Fimm daga veisla hestamanna Norðlenskir hestamenn leiða saman hesta sína á morgun á Vindheimamelum í Skagafirði þar sem metnir verða norðlensk- ir gæðingar og kynbótahross og vekringar reyndir. Og síðast en ekki síst munu hestamenn, vænt- anlega af öliu landinu, hittast og gleðjast saman og njóta þess besta af hestakosti Norðlend- inga. Að venju verða það kynbóta- hrossin sem draga að sér mesta athygli mótsgesta þar sem hæst ber afkvæmasýning stóðhesta. Öfugt við það sem áður var er nú nánast dagljóst hvernig þeim málum mun lykta þar sem röðun í verðlauna- sæti fer eftir kynbótamati Búnaðar- félagsins (BLUP-inu). Kjarval frá Sauðárkróki stendur þar efstur og vantar að sögn Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar aðeins eitt dæmt afkvæmi til að ná heiðurs- verðlaunum. „Þeir feðgar Sveinn Guðmundsson og Guðmundur sonur hans voru reyndar ákveðnir í að þeir bræður Kjarval og Otur kæmu ekki fram með afkvæmum fyrr en á landsmótinu á næsta ári svo það var kannski fyrst fremst vegna hvatningar okkar ráðunautanna að afráðið var að þeir kæmu fram á mótinu nú. Enda hefði þetta orðið heldur fátæklegt ef þeir hefðu setið heima því þá hefði aðeins einn hest- ur, Snældublesi frá Árgerði, komið fram með afkvæmum," sagði Þor- kell. Um sýningu einstaklinganna sagðist Þorkell ekki eiga von á öðru en að þar værí margt gott að sjá, léki enginn vafí á að þar kæmu fram rífandi góð hross þótt úrvals hrossin hefðu mátt vera fleiri að hans mati eftir því sem gat að líta í forskoðun- inni. Alls eru skráðirtil leiks 25 stóðhestar og 46 hryssur. Það er einkum tvennt í dagskrá mótsins sem vekur athygli; stökk og brokk er ekki lengur meðal keppnisgreina og boðið verður upp á nýja grein sem kölluð er gæðinga- íþróttir. Er þarna verið að reyna nýtt fyrirkomulag á gæðingakeppni sem í dag þykir ekki vel sniðin að kröfum eða óskum áhorfenda og langdregin í framkvæmd. Er hér um að ræða kynningu á nýjum hug- myndum sem verða vafalaust endur- skoðaðar í Ijósi þeirrar reynslu sem ætti að fást á mótinu. Af þessu til- efni var um 20 kunnum knöpum boðin þátttaka víða af Iandinu og munu þeir mæta með sterka alhliða gæðinga til leiks. Þessi tilraun norð- anmanna er kærkomið innlegg í við- leitni hestamanna til að snúa við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað, þar sem áhorfendum á hesta- mótum fer stöðugt fækkandi. Að sjálfsögðu fer fram hefðbundin gæð- ingakeppni þar sem þau fimmtán félög sem að mótinu standa senda fulltrúa sína í keppnina. Til leiks eru skráðir 149 hestar sem skiptast á milli A og B fiokks og barna og unglinga og þá eru 20 skráðir í tölt- ið. Kappreiðar verða heldur fátæk- legar þar sem eingöngu verður keppt í skeiði. Spennan í skeiðinu virðist fara heldur minnkandi en vonandi tekst að ná upp stemmingu því það kann ekki góðri lukku að stýra ef eins fer með skeiðið og stökkið og brokkið. En það verður fleira á boðstólum en ferfættir skemmtikraftar því Geirmundur Valtýsson mætir með hljómsveit sína og mun sinna dans- þyrstum mótsgestum bæði föstu- dags- og laugardagskvöld í stóru tjaldi sem staðsett verður á móts- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kjarval frá Sauðárkróki verður sýndur með afkvæmum ásamt þeim Otri, bróður hans, og Snældublesa frá Árgerði. Knapi á Kjarval er Einar Öder Magnússon. svæðinu. Ef að Iíkum lætur má gera ráð fyrir góðu móti í Skaga- firði, aðstaða öll eins og best verður á kosið þar sem vanir menn halda um stjórnvölinn og hestakosturinn góður að sögn þeirra sem til þekkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.