Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 FÍFLDJARFUR FLÓTTI ..... Hórkku spennumynd i anaa Nikita, með Beatrice Dalle (Betty Blue). „...prýðilega uppbyggð og leikin og lokakaflinn hinn æsilegasti11. SV. MBL. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.10. B.i. 16 ára. LIFAIMDI - ALIVE Sýnd kl. 5, 9, og 11.10. Bönnuð i. 16 ára. \ A HUSBAND. ■ák V AWIFE. A BILLIONAIRE. A PROPOSAL. AN ADRIAN LYNEfilw INDECENT PROPOSAL Metaðsóknarmynd í Bandaríkjunum og Evrópu. Hvað værir þú tilbúin/inn að ganga langt fyrir 60 milljónir? Mynd sem kvenþjóðin er æst í. Hvernig væri að bjóða nú makanum í bíó? Sýndkl. 5, 7,9 og 11.15. STÁLISTAL Sýnd kl. 5, 9.15 og 11. Bönnuð i. 16 ára. MÝSOGMENN ★ ★ ★ DV ★ ★ ★ IVl Sýndkl. 7.10. Síðustu sýn. Dregið í Happdrætti heyrnarlausra OSIÐLEGT TILBOÐ DEM.I MOORE ROBERT REDFORD Spenna vegna Kúbu- deilunnar er í algleym- ingi og kjarnorkuárás vofir yfir. Þegar hryll- ingsmyndafrömuður (John Goodman) sýnir nýjustu afurð sína í smábæ í Flórída, verða áhorfendur hræddir við minnstu hrellingar. Leikstjóri er Joe Dante (Gremlins). Myndfyrirfólkáöllum alclri. Spenna - hrylling- ur - grín - ást. ★ ★ ★ ★ DAILY NEWS-L.A. ★ ★★'/’ USA IODAY. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Sími 16500 GLÆPAMIÐLARINN ay she made the Saw... ght she broke * ACQUEi' dlSSET \v .aSAYA KATO JOOVMXW srtXOKftOVX'KXtf i*<T004.>M lUUU *A’C *A£M VKTtMIlA mva « MnwniWC GLÆPAMIÐLARINN Holly McPhee var virðulegur dómari, hamingjusamlega gift og í góðum efnum, en hún hafði banvænt |áhugamál: HÚN SELDI GLÆPI! Það gekkupp þartil hún kynntist afbrota- fræðingnum Jin Oka- saka, því hann var enn útsmognari en hún. Leikstjóri: Ian Barry. |Sýnd kl. 5, 9 og 11. B. i. 16ára. OGNARLEGT EÐLI HEXED Gamanmynd um kynlíf, ofbeldi og önnur fjölskyldu- gildi! Sýnd kl. 7. B. i. 12 ára. STÓRGRÍNMYNDIN DAGURINN LANGI Bill Murray og Andie Macdowell í bestu og langvin- sælustu grínmynd ársins! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Melanie gengur menntaveginn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Fædd í gær („Born Yest- erday“). Sýnd í Sagabíó. Leikstjóri: Lois Mandoki. Aðalhlutverk: Melanie Griffith, Don Johnson, John Goodman, Edward Herrman. Gamanmyndin Fædd í gær er enn eitt samstarfs- verkefni þeirra hjóna Mel- anie Griffith og Don John- sons. í henni leikur Melanie það sem í Hollywood-mynd- um er kallað heimsk ljóska; gullfallegan kvenmann með greindarvísitölu innkaupa- kerru. Hún er fylgdarkona kaupsýslumannsins Johns Goodmans sem kominn er til Washington að múta þingmönnum en af því Mel- anie er svo heimsk í mikil- vægum samkvæmum ræður hann gáfulegan blaðamann, greindarlega og yfirlætis- laust leikinn af Johnson, til að uppfræða hana rétt mátulega svo hún verði hon- um ekki til skammar. Það tekst ekki betur til en svo fyrir kaupsýslumanninn að fjármálaveldi hans er stefnt í voða því á bak við sauðar- svipinn á Melanie er full- komlega nýr og ónotaður heili sem allt í einu fær að hugsa og þá er voðinn vís. I ljós kemur, eins og reyndar er alkunnugt, að þekking getur verið hættu- legt vopn. Fædd í gær virkar ágætlega sem háðsádeila á viðskiptalíf margmilljóner- ans í Bandaríkjunum og baktjaldamakkið og innan- tómt samkvæmislífið í höf- uðborginni þar sem málið er að líta sem gáfulegast út til að fela það að þú veist ekkert í þinn haus; það þekkja allir bókatitlana en það þekkist ekki að menn lesi bækumar. Sagan hefur enn margt til málanna að leggja en myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Carson Kanin frá 1946 sem kvikmyndað var árið 1950 og hreppti Judy Holliday Óskarinn fyrir hlutverk heimsku ljóskunnar. Endur- gerðin býður ekki uppá nein óskarstilþrif en Melanie á sína góðu spretti, fyrst sem galtóm blondína hvers höfuðáhyggjuefni er að finna dagsápumar í sjón- varpinu á ferðalögum sín- um, algerlega uppá frekj- una Goodman komin, en síðan sem einstök gáfukona sem hefur milljónerann í skrúfstykki. Goodman er góður sem útblásinn skaphundur en helsti gallinn er auðvitað sá að við éigum að trúa því að á nokkmm dögum geti spekingurinn Johnson gert lítinn Einstein úr persónu Griffith. Það gengur ekki upp nema í fallegu ævintýr- unum en á það ber að líta að þessi litla, kaldhæðnis- lega úttekt á greind og gervigreind er eitt af fallegu ævintýmnum. Þolrifin reynd í þrjúbíói Bíóið („Matinée"). Leik- stjóri: Joe Dante. Hand- rit: Charles Haas. Aðal- hlutverk: John Goodman, Simon Fenton, Cathy Moriarty. Nýjasta mynd Joe Dantes, Bíóið eða „Mat- inée“ með John Goodman, er gamansöm og nostalgísk úttekt á þrjúbíóstemmning- unni í Bandaríkjunum frá í gamla daga og kvikmynda- framleiðanda sem reynir allt sem hann getur til að kveikja almennilegt líf í þeim. Líklega má segja að hér sé á ferðir.ni óður til þijúbíósins en það er reynd- ar full hátíðlegt orðalag fyr- ir þessa mynd sem streðar of áberandi við að skapa angurværa eftirsjá eftir hinu liðna. Skaupið í kring- um nýjustu mynd framleið- andans er meinleysislegt og ljúft en hin léttu efnistök bjóða ekki uppá mikla dra- matík og þótt inná milli séu góðir sprettir verður heild- armyndin full lítilfjörleg og létt í vasa. Goodman leikur fram- leiðandann geislandi af lífs- fjöri en myndin hans, sem hann ætlar að prufukeyra í smábænum Key West í Flórída, heitir „Mant“. Heitið er dregið af orðunum „man“ og „ant“ því í sönn- um vísindaskáldskaparstíl atómaldar hafa maður og maur samtímis orðið fyrir geislun og runnið saman í eitt, mannmaur, sem dreifír um sig ógn og skelfingu. Þetta er myndin inni í myndinni en með henni tekst Dante skemmtilega upp við að skapa ekta þrjú- bíó í stíl hræbillegu vísinda- skáldskaparmynda tíma- bilsins. Hún er það besta við Bíóið. Jafn skelfilegir atburðir eru að gerast í raunveru- leikanum því heimurinn býr sig undir gereyðingu vegna átaka Sovétmanna og Bandaríkjanna út af eld- flaugapöliunum á Kúbu. Fólk tæmir búðirnar og býr sig undir að fara í neðan- jarðarskýli, skólar halda æfingar og óttinn við kjarn- orkustyrjöld magnast dag frá degi. Dante reynir að blanda saman hinni skálduðu skelf- ingu og því akvöru hættu- ástandi sem ríkir en hið síð- arnefnda fær aldrei það vægi sem þarf. Frásögnin er full hæg framan af þegar Dante er að kynna aðalper- sónurnar til sögunnar en það er hópur litlausra ungl- inga sem hugsar meira um að skjóta sig hvort í öðru en hvort skotið verði á það. Allt er það heldur linkulegt sjónvarpsþáttaefni. „Mant“, Goodman og Mor- iarty halda myndinni uppi, hann sem ofboðslega séður þrjúbíóframleiðandi og hún sem þreytuleg aðalleikkona hans sem skellir sér í hjúkr- unarkonubúning og lætur krakkana skrifa undir yfir- lýsingu sem firrir framleið- andann allri ábyrgð ef þeir drepast úr hræðslu. Takið eftir Kevin McCarthy, aðal- leikaranum í gömlu útgáf- unni af „Invasion of the ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ALLAR MYNDIR NEMA Á MATINEE OG ÓSIÐLEGTTILBOÐ HÁSKÓLABÍÓ FRUMSÝNIR NÝJA MYND MEÐ JOHN GOODMAN MATINEE - „BÍÓIГ DREGIÐ var í happdrætti heyrnarlausra þann 24. júní sl. og eru vinnings- númer eftirfarandi: 7091, 2979, 6668, 8965, 17720, 282, 547, 1152, 1452, 1596, 2348, 3408, 4423, 4725, 5319, 5745, 8798, 9108, 9618, 9849, 10164, 11216,11480,11541,15662, 15950,16290,16780,17436, 17628,18362,19364,19689, 3316, 5736, 8535, 10696, 13296, 14976, 15317,17522, 17554, 18532, 5331, 7276, 7476, 9446, 10567, 10626, 12571, 15215, 16333 og 18578. Vinninga má vitja á skrif- stofu félagsins á Klapparstíg 28 alla virka daga. Félagið þakkar veittan stuðning. (Birt án ábyrgðar) STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU C FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO SÍMI22140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.