Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 36
.36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 Áster... S-l barnahjal TM Reg. U.S Pat Oíf.—all rights reserved • 1993 Los Angeles Times Syndicate ^0b- Var nokkurt mál að koma James! Ég ætla að strjúka að henni í rúmið? heiman. Mynduð þér hringja á bíl fyrir mig? HOGNI HREKKVISI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavflt - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvílík þjónusta! Frá Krístínu Guðmundsdóttur. Ýmsu hefur maður svo sem kynnst en þjónusta á hinum ýmsu sviðum virðist því miður allt of oft vera af lakara taginu. Síðastliðinn laugardag skrapp ég í dagsferð austur fyrir fjall með fjölskyldu minni og sú hugmynd læddist að okkur að koma við i Skíðaskálanum í Hveradölum og fá kannski einn kaffibolla og sjá nýja skálann sem mikið hefur verið lof- aður. Því er nú ekki að neita, að það var farið að hlakka í manni að komast í skíðaskálann og tylla sér, enda farið að halla af degi. Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með nýja skálan, hann var nákvæmlega eins og maður vildi hafa hann, ef ekki flottari. Kaffíhlaðborðið var líka mjög glæsilegt og maður hafði ekkert á móti því að fá.sér eitthvað af því, en 950 kr. fyrir kaffi og meðlæti var ekki beint ætlunin og þótti okkur það nú heldur dýrt, svo það var bara að láta einfaldan kaffi- bollann nægja og njóta umhverfis- ins. En þá kom babb í bátinn, því ef við vildum ekki gæða okkur á hlaðborðinu sem hafði þegar staðið á borðum mest allan daginn fyrir 950 kr. pr. mann, þá væri maður ekki velkominn, eða þannig mátti túlka framkomu þjónustustúlkunn- ar, því skyndilega voru engin borð laus (þrátt fyrir að það var ekki einn einasti viðskiptavinur í húsinu) og það eina sem hún gat boðið upp á voru sófarnir niðri, en lét þó greinilega í ljós að það væri lélegur kostur og ekki svo velkomið. Nefndi þessu til afsökunar að það væri brátt von á hópi til kvöldverðar. Ekki datt okkur í hug að tefja þjón- ustufólkið frá undirbúningi þessa merka hóps og yfirgáfum því stað- inn, en því verður ekki logið að við vorum algjörlega gáttuð á þessari þjónustu og höfðum frekar ákveðn- ar hugmyndir hvað hefði mátt fara betur. Við sáum ekki betur en að það væri minnst klukkutími í að þessi tiltekni hópur kæmi, auk þess að sófarnir hefðu í raun verið miklu betri og þægilegri kostur og myndu hafa skapað hið rétta stofuand- rúmsloft. En hvað um það, eittveit ég fyrir vist, í Skíðaskálann í Hveradölum liggur leið mín ekki í bráðina. Og alltaf furða ég mig jafn mikið á því hvað eigendur fyrir- tækja, verslana og veitingahúsa láta sig þjónustu litlu skipta, þegar það þarf ekki nema eitt skipti til að fregnin breiðist út, þvi oftar en ekki er það þjónustan sem heillar og leiðir fólkið að, ekki eingöngu varan eða maturinn, auk verðsins, auðvitað. Hið góða og hið illa sem hendir fólk er það sem fréttist, svo þetta skiptir máli. KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Þrúðvangi 18, Hafnarfirði. TÖLUVERÐUR fjöldi aðs- endra greina bíður nú birting- ar í Morgunblaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin til- mæli Morgunblaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blað- inu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. HEILRÆÐI '"¦i*"\~ '-"¦'<¦¦ v'-"*' ¦**-'¦ ';.'1 ER BARNBD ÞITT í BJARGVESTI ÞEGAR ÞAÐ VEEDIR Á BRYGGJUNNI ? SLYSAVARNAFELAG ISLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkverji skrifar Hversu langt geta símasölu- menn gengið í því að trufla heimilisfrið fólks? Það er nú orðin regla en ekki undantekning, að hringt er heim til fólks nánast í hverri viku til þess að bjóða ein- hverja vöru eða þjónustu til sölu. Sjálfsagt verður ekkert við því gert. En eru ekki einhver takmörk fyrir því hvaða daga og á hvaða tíma sólarhrings hringt er? Er t.d. sjálf- sagt, að símasölumenn sitji við sím- ann á sunnudagskvöldum til þess að selja vöru sína?! Ef ekki verður breyting á þessum starfsháttum er augljóst, að lög- gjafinn verður að gera ráðstafanir til þess að tryggja heimilisfriðinn a.m.k. á hvíldardögum fólks um helgar. M yndirnar, sem birtar hafa ver- ið af ísbirninum, sem hengd- ur var úti á sjó á dögunum eru ömurlegar. Hvers vegna mátti þetta dýr ekki vera í friði? Ef rétt er hjá skipstjóranum á Guðnýju ÍS, að ís- bjöminn hafi verið orðinn rnjög máttfarinn réttlætir það ekki af- skipti skipverja af þessari miklu skepnu. Þeir voru ekki í neinni hættu, þótt báturinn sigldi fram á ísbjörn í sjónum, þannig að yfirvof- andi hætta réttlætir ekki þennan verknað. xxx Fáar greinar, sem birzt hafa hér í blaðinu undanfarnar vikur og mánuði, hafa vakið jafn mikla athyglí og grein eftir Jenný Stefan- íu Jensdóttur, sem birtist hér í blað- inu sl. laugardag. Kjarninn í grein hennar er sá, að seljendur vöru hér innanlands hafi selt Miklagarði vör- ur með gjaldfresti, fyrirtækið verði síðan gjaldþrota, skiptaráðendur efni til útsölu og selji vörur þeirra, sem seldu án þess að hafa fengið greitt, með miklum afslætti. Þessi útsala verði svo til þess, að sömu vörur seljist ekki næstu vikur og mánuði í öðrum verzlunum, þar sem verðlagið sé óhjákvæmilega hærra. Vöruseljendur fái hins vegar ekkert í sinn hlut, þar sem andvirði þessa varnings gangi til þess að greiða ýmsar forgangskröfur í þrotabúinu. Þetta er auðvitað hárrétt. Þetta eru fáheyrðir viðskiptahættir.Birgir Rafn Jónsson, formaður samtak- anna íslenzk verzlun, upplýsir að vísu í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins að búast megi við lagafrum- varpi, sem tryggi heildsölum eign- arrétt á vörum, sem fyrirtæki í gjaldþroti hafi fengið út í reikning. En hvað skyldu það vera mörg fyrir- tæki, sem á undanförnum árum hafa orðið fyrir barðinu á þessum viðskiptaháttum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.