Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Meintar ólöglegar veiðar Kolbeinseyjar ÞH 10 Skipstjórinn ber brigður á mælingar Landhelgisgæslu VARÐSKIPTIÐ Týr stöðvaði meintar ólöglegar veiðar Kolbeinseyjar ÞH 10 út af Papagrunni sl. föstudagsmorgun en grunur lék á um að veiðarfæri skipsins hefðu of litla möskva. Varðskipsmenn fóru um borð í skipið og mældu möskva í bakborðspoka vörpunnar og samkvæmt mælingunum voru þeir undir leyfilegri stærð. Skipstjóri Kolbeinseyjar ber brigður á mælingar varðskipsmanna. Á grundvelli mælinganna fór frestað um ótiltekinn tíma, en að fram opinber rannsókn á málinu við sýslumannsembættið á Eski- fírði. A föstudagskvöld gaf ríkissak- sóknari út ákæru sem var þingfest við sýslumannsembættið sl. laugar- dag. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar, sýslumanns á Eskifirði, var þingað í málinu fram yfir miðnætti aðfara- nótt sunnudags. Málinu var þá sögn Sigurðar verður það líklega flutt eftir eina viku. Hald lagt á veiðarf æri Afli skipsins, sem var um 90 tonn, blanda af ýsu og þorski, var ekki gerður upptækur en magnið og samsetning hans hefur verið staðfest. Skipstjóri Kolbeinseyjar UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: ALLS voru færð 483 tilvik í dagbókina um helgina. Af þeim eru 62 ölvunartilvik, 4 vegna heimilisófriðar, 8 líkamsmeið- ingar, 9 skemmdarverk, 8 rúðubrot, 33 vegna hávaða utan dyra og innan, 5 ágrein- ingsmál, 10 innbrot, 5 þjófnað- ir, 4 umferðarslys, 28 árekstr- ar, 21 ölvunarakstursmál og 81 annað umferðarmál. Þar af voru 29 kærðir fyrir of hraðan akstur. Á föstudag urðu þrjú um- ferðarslysanna, Öll um miðjan daginn. Á Reykjanesbraut við Sprengisand lentu saman þrjár bifreiðir. Ökumaður og farþegar úr einni þeirra voru fluttir á slysa- deild, en meiðsli þeirra munu hafa verið minniháttar. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á gatnamótum Lönguhlíðar og Mi- klubrautar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar kenndi til eymsla í höfði og hálsi og var því fluttur í slysadeild. Fjórða slysið varð aðfaranótt sunnudags er tvær bifreiðir rákust saman á gatna- mótum Hringbrautar og Fram- nesvegar. Ökumenn beggja bif- reiðanna þurfti að flytja í slysa- deild, en meiðsli þeirra virtust vera minniháttar. Á laugardagsmorgun var stóru bifhjóli ekið á vegrið við Höfða- bakka nálægt Vatnsveituvegi. Ökumaðurinn virtist hafa sloppið ómeiddur, en grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar óhappið varð. Um kvöldmatarle'ytið var tíl— kynnt um lausan hest með reið- tygjum og lægi hnakkurinn út á hlið hestsins, en knapinn væri hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar var tilkynnt að nú væri knapinn kominn á bak aftur og væri hann mjög ölvaður. Þrátt fyrir tals- verða leit spurðist ekki meira til hests og knapa. Brotist inn í bíla Á sunnudagsmorgun voru tveir menn handteknir þar sem þeir höfðu brotist inn í þrjár bifreiðir við Jöfrabakka. Ekki höfðu þeir náð að stela neinu, en ein bifreið- anna reyndist hafa skemmst við aðfarirnar. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina og þegar mál þeirra var skoðað nánar kom í ljós að einn þeirra hafði átt þátt í ávísanafalsi nokkrum dögum fyrr. Þá var lagt hald á ökuskír- teini annars aðila, enda hafði hann áður verið sviptur ökurétt- indum en ekki skilað inn ökuskír- teininu. Um morguninn þurfti lögregl- an að fara í hús í Heimunum. Þar hafði kona stungið sambýlis- mann sinn með hnífi í brjóstið. Flytja þurfti manninn í skyndi í slysadeild. Konan var vistuð í fangageymslum. Aðrar líkamsmeiðingar voru afleiðingar ryskinga og slags- mála. Meiðsli urðu í öllum tilvik- um minniháttar, og urðu í þrí- gang á vínveitingahúsum og fjór- um sinnum utan dyra í miðborg- inni. Næsta sameiginlega umferðar- átak lögreglunnar á Suðvestur- landi er fyrirhugað dagana 21.-24. júlí. Ókumenn mega þá búast við hörðum aðgerðum lög- reglunnar á svæðinu svo það er eins gott þeir búi sig undir það strax að þurfa að sæta sérstak- lega ströngu eftirliti og að eiga að hafa ökutækin í því ástandi er lög og reglur segja til um. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Stofnuð sjálfs- eignarstofnun Blönduósi. SAMBAND austur-húnvetnskra kvenna (SAHK) og sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu að Skagaströnd og Bólstaðarhlíðarhreppi undanskildum hafa stofnað með sér sjálfseignarstofnun um rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Heimilisiðnaðarsafnið hefur frá upphafi verið í eigu SAHK og hefur það einnig séð um rekstur þess. Með tilkomu sjálfseignarstofnunar- innar koma fulltrúar frá sveitarfé- lögunum inn í stjórn Heimilisiðnað- arsafnsins en hlutverk þess verður hið sama að varðveita hverskyns heimilisiðnað að fornu og nýju. Formaður hinnar nýju sjálfseignar- stofnunar er Elín Sigurðardóttir á Torfalæk en um gæslu safnsins sér Elísabet Sigurgeirsdóttir en þann starfa hefur hún haft frá stofnun safnsins árið 1976. Safnið verður opið í sumar til 20. ágúst milli klukkan 14.00 og 17.00. Jón Sig ber brigður á mælingar varðskips- manna og snýst málið um það að sannreyna mælingarnar, að sögn Sigurðar. Að tilhlutan Héraðsdóms Austurlands, var hald lagt á veiðar- færi skipsins og mælitæki varð- skipsins. Sigurður kvaðst telja að það væri tiltölulega einfalt mál að sannreyna þetta mál. Samkvæmt reglugerðum eru skekkjumörk á möskvastærð heimil 3%. Mælingar varðskipsmanna leiddu hins vegar í ljós að möskv- arnir voru að meðaltali 3,9%-5,3% undir leyfílegri stærð. Heimsókn sr. Munib Younan SÉRA Munib Younan verður dag- ana 30. júní til 4. júlí í heimsókn á íslandi í boði utanríkisnefndar þjóðkirkjunnar og félagsins ís- land-Palestína. Séra Munib Younan er prestur og prófastur í lúthersku kirkjunni í Palestínu og starfar í Ramallah, skammt frá Jerúsalem. Hann er einnig leiðtogi kirkjuþings lút- hersku kirkjunnar. Séra Younan hefur gegnt trúnaðarstörfum á alþjóðavettvangi kirkjunnar, með- al annars fyrir lútherska heims- sambandið og kirkjuráð Mið-Aust- urlanda. Séra Younan mun flytja erindi í fimmtu stofu í aðalbyggingu Háskóla íslands fimmtudaginn 1. júlí kl. 16.15 og fjalla þar um stöðu kristinnar kirkju í Palestínu. Þá mun hann predika við guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju sunnudag- inn 4. júlí kl. 11. Morgunblaðíð/Bjarni Tuttugu metra flug á vélhjóli UNGUR maður, Jón Jacobsen, ók vélhjóli sínu af stökkpalli fram af bryggjusporðinum við Kaffivagninn á Grandagarði á föstdagskvöld og stökk 20 metra áður en hann lenti í sjónum. í samtali við Morgunblað- ið sagðist Jón ekki vita betur en að hann væri fyrstur manna til að gera þetta og því gerði hann tilkall til viðurkenningar á íslandsmeti í þessari grein vélhjólaíþrótta. Jón sagðist hafa sett stefnuna á að stökkva 30 metra og sagðist ákveð- inn í að ná þeirri vegalengd í næsta stökki en hann sagði að þegar væri kominn fram áskorandi. Jón sagði aðspurður að sjórinn hefði ekki ver- ið eins katdur og hann hefði átt von á. Hann var ekki í flotgalla, aðeins í keppnisgalla sínum og með þjörg- unarvesti en var tekinn um borð í bát strax eftir stökkið. Vegalengdin var mæld frá bauju sem var fest við hjólið og flaut upp. Kafari fór niður að hjólinu og festi í það streng en síðan var það híft upp á þurrt og sett á verkstæði. Opinber fyrirlestur við félagsví sindadeild BANDARÍSKI mannfræðingurinn dr. Laniel Vasey flytur fyrirlestur miðvikudaginn 30. júní á vegum félagsvísindadeildar. Fyrirlesturinn nefnist „Icelandic censuses and parish registers on computer and their use in history and social science". Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Skiptinemar gróðursetja SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS og Skógræktarfélag Rangæinga munu laugardaginn 3. júlí hefja samstarf um gróðursetningu trjáa í Landssveit austan Þjórsár. Markmiðið er að þeir erlendu skipti- nemar, sem hér dvejjast á vegum AFS gróðursetji allt að 1.000 trjáplöntur ár hvert áður en þeir snúa heim á leið. Með þessum hætti vih'a AFS-samtökin leggja sitt af mörkuní við uppgræðslu landsins. AFS starfar í yfir 50 löndum inn til starfa á síðasta ári. Áður og.mun forseti heimssamtakanna, starfaði hann sem alþjóðlegur ráð- Richard Spencer, sem staddur gjafí og framkvæmdastjóri Barna- verður hér á landi, gróðursetja hjálpar Sameinuðu þjóðanna í fyrstu plöntuna.^Richard Spencer, Brasilíu og Ástralíu. sem kemur frá Ástralíu, var kjör- Daniel Vasey er forseti félagsvís- indadeildar við Divine Word College í Iowa. Hann lauk doktorsprófi í mannfræði við Southern Illionis University árið 1974 og hefur síðan kennt mannfræði og sagnfræði við háskóla í Denver í Kóloradó, Iowa og Papúa í Nýju Gíneu. Undanfarin ár hefur hann unnið að rannsóknum á íslenskum málefnum, einkum á sviði lýðræðis. Rannsóknir hans eru byggðar á tölvutæku gagnasafni sem geymir víðtækar tölulegar upp- lýsingar, byggðar á manntölum og kirkjubókum. í fyrirlestri sínum mun hann kynna þetta gagnasafn, gerð þess og þýðingu fyrir rann- sóknir í mannfræði og sagnfræði. Norskur kór í heimsókn NORSKUR kór frá Norður-Noregi kom 25. júní í heimsókn til íslands ásamt fylgdarliði en tilefni heimsóknar- innar er tvíþætt. Kórinn heldur í ár upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt en með komu sinni hingað til íslands slær hópurinn tvær flugur í einu höggi þar sem hann endurgeldur heimsókn íslenskra vina sinna af Suður- landi fyrir fjórum árum. Kórinn mun halda nokkra tónleika meðal annars í Borgarnesi, á Saurbæ, Reykholti og í Norræna húsinu í Reykjavík. Hópurinn sem í er um hundrað manns heldur af landi brott þann 3. júlí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.