Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.06.1993, Qupperneq 38
- 38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1993 Meintar ólöglegar veiðar Kolbeinseyjar ÞH10 Skipstjórinn ber brigður á mælingar Landhelgisgæslu VARÐSKIPTIÐ Týr stöðvaði meintar ólöglegar veiðar Kolbeinseyjar ÞH 10 út af Papagrunni sl. föstudagsmorgun en grunur lék á um að veiðarfæri skipsins hefðu of litla möskva. Varðskipsmenn fóru um borð í skipið og mældu möskva i bakborðspoka vörpunnar og samkvæmt mælingunum voru þeir undir leyfilegri stærð. Skipstjóri Kolbeinseyjar ber brigður á mælingar varðskipsmanna. Á grundvelli mælinganna fór frestað um ótiltekinn tíma, en að fram opinber rannsókn á málinu við sýslumannsembættið á Eski- firði. Á föstudagskvöld gaf ríkissak- sóknari út ákæru sem var þingfest við sýslumannsembættið sl. laugar- dag. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar, sýslumanns á Eskifirði, var þingað í málinu fram yfir miðnætti aðfara- nótt sunnudags. Málinu var þá sögn Sigurðar verður það líklega flutt eftir eina viku. Hald lagt á veiðarfæri Afli skipsins, sem var um 90 tonn, blanda af ýsu og þorski, var ekki gerður upptækur en magnið og samsetning hans hefur verið staðfest. Skipstjóri Kolbeinseyjar UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: ALLS voru færð 483 tilvik í dagbókina um helgina. Af þeim eru 62 ölvunartilvik, 4 vegna heimilisófriðar, 8 líkamsmeið- ingar, 9 skemmdarverk, 8 rúðubrot, 33 vegna hávaða utan dyra og innan, 5 ágrein- ingsmál, 10 innbrot, 5 þjófnað- ir, 4 umferðarslys, 28 árekstr- ar, 21 ölvunarakstursmál og 81 annað umferðarmál. Þar af voru 29 kærðir fyrir of hraðan akstur. Á föstudag urðu þrjú um- ferðarslysanna, öll um miðjan daginn. Á Reykjanesbraut við Sprengisand lentu saman þijár bifreiðir. Ökumaður og farþegar úr einni þeirra voru fluttir á slysa- deild, en meiðsli þeirra munu hafa verið minniháttar. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á gatnamótum Lönguhlíðar og Mi- klubrautar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar kenndi til eymsla í höfði og hálsi og var því fluttur í slysadeild. Fjórða slysið varð aðfaranótt sunnudags er tvær bifreiðir rákust saman á gatna- mótum Hringbrautar og Fram- nesvegar. Ökumenn beggja bif- reiðanna þurfti að flytja í slysa- deild, en meiðsli þeirra virtust vera minniháttar. Á laugardagsmorgun var stóru bifhjóli ekið á vegrið við Höfða- bakka nálægt Vatnsveituvegi. Ökumaðurinn virtist hafa sloppið ómeiddur, en grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar óhappið varð. Um kvöldmatarléytið var til- kynnt um lausan hest með reið- tygjum og lægi hnakkurinn út á hlið hestsins, en knapinn væri hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar var tilkynnt að nú væri knapinn kominn á bak aftur og væri hann mjög ölvaður. Þrátt fyrir tals- verða leit spurðist ekki meira til hests og knapa. Brotist inn í bíla Á sunnudagsmorgun voru tveir menn handteknir þar sem þeir höfðu brotist inn í þijár bifreiðir við Jöfrabakka. Ekki höfðu þeir náð að stela neinu, en ein bifreið- anna reyndist hafa skemmst við aðfarirnar. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina og þegar mál þeirra var skoðað nánar kom í ljós að einn þeirra hafði átt þátt í ávísanafalsi nokkrum dögum fyrr. Þá var lagt hald á ökuskír- teini annars aðila, enda hafði hann áður verið sviptur ökurétt- indum en ekki skilað inn ökuskír- teininu. Um morguninn þurfti lögregl- an að fara í hús í Heimunum. Þar hafði kona stungið sambýlis- mann sinn með hnífí í bijóstið. Flytja þurfti manninn í skyndi í slysadeild. Konan var vistuð í fangageymslum. Aðrar líkamsmeiðingar voru afleiðingar ryskinga og slags- mála. Meiðsli urðu í öllum tilvik- um minniháttar, og urðu í þrí- gang á vínveitingahúsum og fjór- um sinnum utan dyra í miðborg- inni. Næsta sameiginlega umferðar- átak lögreglunnar á Suðvestur- landi er fyrirhugað dagana 21.-24. júlí. Ókumenn mega þá búast við hörðum aðgerðum lög- reglunnar á svæðinu svo það er eins gott þeir búi sig undir það strax að þurfa að sæta sérstak- lega ströngu eftirliti og að eiga að hafa ökutækin í því ástandi er lög og reglur segja til um. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Stofnuð sjálfs- eignarstofnun Blönduósi. SAMBAND austur-húnvetnskra kvenna (SAHK) og sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu að Skagaströnd og Bólstaðarhlíðarhreppi undanskildum hafa stofnað með sér sjálfseignarstofnun um rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Heimilisiðnaðarsafnið hefur frá upphafí verið I eigu SAHK og hefur það einnig séð um rekstur þess. Með tilkomu sjálfseignarstofnunar- innar koma fulltrúar frá sveitarfé- lögunum inn í stjórn Heimilisiðnað- arsafnsins en hlutverk þess verður hið sama að varðveita hverskyns heimilisiðnað að fornu og nýju. ber brigður á mælingar varðskips- manna og snýst málið um það að sannreyna mælingarnar, að sögn Sigurðar. Að tilhlutan Héraðsdóms Austurlands, var hald lagt á veiðar- færi skipsins og mælitæki varð- skipsins. Sigurður kvaðst telja að það væri tiltölulega einfalt mál að sannreyna þetta mál. Samkvæmt reglugerðum eru skekkjumörk á möskvastærð heimil 3%. Mælingar varðskipsmanna leiddu hins vegar í ljós að möskv- amir voru að meðaltali 3,9%-5,3% undir leyfílegri stærð. Heimsókn sr. Munib Younan SÉRA Munib Younan verður dag- ana 30. júní til 4. júlí í heimsókn á Islandi í boði utanríkisnefndar þjóðkirkjunnar og félagsins ís- land-Palestína. Séra Munib Younan er prestur og prófastur í lúthersku kirkjunni í Palestínu og starfar í Ramallah, skammt frá Jerúsalem. Hann er einnig leiðtogi kirkjuþings lút- hersku kirkjunnar. Séra Younan hefur gegnt trúnaðarstörfum á alþjóðavettvangi kirkjunnar, með- al annars fyrir lútherska heims- sambandið og kirkjuráð Mið-Aust- urlanda. Séra Younan mun flytja erindi í fimmtu stofu í aðalbyggingu Háskóla íslands fimmtudaginn 1. júlí kl. 16.15 og ijalla þar um stöðu kristinnar kirkju í Palestínu. Þá mun hann predika við guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju sunnudag- inn 4. júlí kl. 11. Morgunblaðið/Bjarni Tuttugu metra flug á vélhjóli UNGUR maður, Jón Jacobsen, ók vélhjóli sínu af stökkpalli fram af bryggjusporðinum við Kaffívagninn á Grandagarði á föstdagskvöld og stökk 20 metra áður en hann lenti í sjónum. í samtali við Morgunblað- ið sagðist Jón ekki vita betur en að hann væri fyrstur manna til að gera þetta og því gerði hann tilkall til viðurkenningar á íslandsmeti í þessari grein vélhjólaíþrótta. Jón sagðist hafa sett stefnuna á að stökkva-30 metra og sagðist ákveð- inn í að ná þeirri vegalengd í næsta stökki en hann sagði að þegar væri kominn fram áskorandi. Jón sagði aðspurður að sjórinn hefði ekki ver- ið eins kaldur og hann hefði átt von á. Hann var ekki í flotgalla, aðeins í keppnisgalla sínum og með björg- unarvesti en var tekinn um borð í bát strax eftir stökkið. Vegalengdin var mæld frá bauju sem var fest við hjólið og flaut upp. Kafari fór niður að hjólinu og festi í það streng en síðan var það híft upp á þurrt og sett á verkstæði. Opinber fyrirlestur við félagsvísindadeild BANDARlSKI mannfræðingurinn dr. Laniel Vasey flytur fyrirlestur miðvikudaginn 30. júní á vegum félagsvísindadeildar. Fyrirlesturinn nefnist „Icelandic censuses and parish registers on computer and their use in history and social science". Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Skiptinemar gróðursetja SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS og Skógræktarfélag Rangæinga munu laugardaginn 3. júlí hefja samstarf um gróðursetningu trjáa í Landssveit austan Þjórsár. Markmiðið er að þeir erlendu skipti- nemar, sem hér dveljast á vegum AFS gróðurselji allt að 1.000 trjáplöntur ár hvert áður en þeir snúa heim á leið. Með þessum hætti vilja AFS-samtökin leggja sitt af mörkum við uppgræðslu landsins. AFS starfar í yfír 50 löndum inn til starfa á síðasta ári. Áður og mun forseti heimssamtakanna, starfaði hann sem alþjóðlegur ráð- Richard Spencer, sem staddur gjafí og framkvæmdastjóri Barna- verður hér á landi, gróðursetja hjálpar Sameinuðu þjóðanna í fyrstu plöntuna. Richard Spencer, Brasilíu og Ástralíu. sem kemur frá Ástralíu, var kjör- Daniel Vasey er forseti félagsvís- indadeildar við Divine Word College í Iowa. Hann lauk doktorsprófí í mannfræði við Southern Illionis University árið 1974 og hefur síðan kennt mannfræði og sagnfræði við háskóla í Denver í Kóloradó, Iowa og Papúa í Nýju Gíneu. Undanfarin ár hefur hann unnið að rannsóknum á íslenskum málefnum, einkum á sviði lýðræðis. Rannsóknir hans eru byggðar á tölvutæku gagnasafni sem geymir víðtækar tölulegar upp- lýsingar, byggðar á manntölum og kirkjubókum. í fyrirlestri sínum mun hann kynna þetta gagnasafn, gerð þess og þýðingu fyrir rann- sóknir í mannfræði og sagnfræði. Formaður hinnar nýju sjálfseignar- stofnunar er Elín Sigurðardóttir á Torfalæk en um gæslu safnsins sér Elísabet Sigurgeirsdóttir en þann starfa hefur hún haft frá stofnun safnsins árið 1976. Safnið verður opið í sumar til 20. ágúst milli klukkan 14.Ö0 og 17.00. Jón Sig Norskur kór í heimsókn NORSKUR kór frá Norður-Noregi kom 25. júní í heimsókn til íslands ásamt fýlgdarliði en tilefni heimsóknar- innar er tvíþætt. Kórinn heldur í ár upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt en með komu sinni hingað til íslands slær hópurinn tvær flugur í einu höggi þar sem hann endurgeldur heimsókn íslenskra vina sinna af Suður- landi fyrir fjórum árum. Kórinn mun halda nokkra tónleika meðal annars í Borgarnesi, á Saurbæ, Reykholti og í Norræna húsinu í Reykjavík. Hópurinn sem í er um hundrað manns heldur af landi brott þann 3. júlí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.