Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 39
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 39 < í i 4 4 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta aflasamdrætti 4 Anna Ól. Bi'örnsson Tvíeggjað fyrir út- gerðina „Við gengisfellinguna hefur greinilega verið farið eins langt og hægt var innan ramma kjarasamninga, en engu að síður er þetta klár launaskerðing, sem kemur sér illa," sagði Aniia Ólafsdóttir Björnsson, þingmaður Kvenna- lista. „Spurningin er svo hvort og hvað þetta hjálpar upp á sakirnar — þetta er tvíeggjað fyrir útgerð sem skuldar stórfé í erlendri mynt og þetta er í raun dropi í hafið miðað við verðlækkun á útflutnings- mörkuðum." Auk þess sagði Anna mikilvægt að vel yrði spilað úr gengisbreyt- ingunni milli einstakra gjaldmiðla, bæði með tilliti til hlutfallslegra breytinga þeirra á milli og með tilliti til verðbreytinga á afurða- mörkuðum. „Varðandi aflaheimildirnar er ég sammála því að það sé farið gætilega, því það hefur sýnt sig að við höfum verið á ystu nöf. En þetta þýðir jafnframt það, að af- leiðingarnar geta orðið hrikalegar víða út um land. Þessa hugsun verður að hugsa til enda, en ég held samt sem áður að þetta sé óhjákvæmilegt. Spurningin er líka hversu mikið verður flutt milli ára af aflaheimildum. Ég er hrædd um að stóru útgerðirnar hafi verið að geyma sér mun meira magn en gert hefur verið ráð fyrir, en skerðingin hjá krókaleyfisbátun- um er alveg svakaleg." Anna sagðist telja að skuld- breytingar þær er felast í aðgerð- um ríkisstjórnarinnar séu nauð- synlegar. „Ég vona ég geti alveg tekið undir þá leið sem þar er far- in og vona að þetta komi ekki of seint. Það er eins og ríkisstjórnin sé núna fyrst að horfast í augu við að það þurfti að gera eitthvað af þessu tagi og spurningin er síð- an hvað eigi að gera til að styrkja stöðu fyrirtækjanna eftir tvö ár. Það verður að gera eitthvað í millitíðinni — það þarf að fara að beina kröftugu skipunum út fyrir landhelgina og leita að nýjum mið- um og nýjum möguleikum." Að vissu leyti eru áform ríkis- stjórnarinnar varðandi Þróunar- sjóð góðra gjalda verð, að sögn Önnu. „En að fara setja þetta sem skattlagningu á sjávarútveginn eins og hann stendur núna, er dæmi sem gengur ekki upp. Ég held að við sjáum þessar hug- myndir með öðrum hætti í haust, ef nokkrum dettur í hug að koma einhverju svona í gegn. Auðvitað er þörf á einhvers konar sjóði, en ég held að þessi útfærsla sé and- vana fædd." Formaður SF Gátum ekki reiknað með víðtækari aðgerðum „MIÐ AÐ við þær þröngu að- stæður sem nú eru þá gátum við ekki reiknað með því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar yrðu víðtækari en þetta og það hefði ekki verið sanngjarnt að gera það," segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir gengisbreytingarnar þýða 5,5 til 6 miujarða í auknar tekjur fyrir sjávarútveginn, en á móti muni erlendu skuldirnar hækka um 5 milljarða við breytingarnar. Arnar sagði að samkvæmt ný- . legum útreikningum Samtaka fiskvinnslustöðva væri hallinn á fiskvinnslunni svipaður og meðal- talshallinn í sjávarútvegi, eða um 9%. Með því að taka efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar með í dæmið, og þá gengisbreytinguna fyrst og fremst og áhrif hennar á nokkra kostnaðarliði, þá virtist að hallinn færi í tæplega 5%. Hann sagði að þegar stöðumat fisk- vinnslunnar yrði síðan reiknað út með nýju fiskveiðiári og ef afurða- verð yrði þá svipað og nú, þá væri viðbúið að hallinn færi í 8%-8,5%. Iljálpar þeim sem standa sæmilega „Útflutningur sjávarafurða er um 70 milljarðar og miðað við heilt ár má reikna með því að gengisbreytingin færi á bilinu 5,5 til 6 milljarða í auknartekjur fyrir sjávarútveginn. Skuldirnar hækka auðvitað líka, en sjávarútvegurinn skuldar um 60 milljarða í erlendum lánum og 40 milljarða í innlendum, og það þýðir að eriendu skuldirnar hækka um 5 milljarða við þessar breytingar. Það er hins vegar ekki sanngjarnt að taka þessa skulda- hækkun sem eitt skipti því tekjurnar halda áfram að vera hærri ár eftir ár og því ekki sanngjarnt að leggja þessar tölur að líku. Þetta hjálpar miklu minna þeim fyrirtækjum sem skulda mest og þá mikið í erlendu, en það er ekki spurning að þessi aðgerð hjálpar þeim dálítið sem standa sæmilega vel," sagði Arnar. Lenging lána ánægjuleg Hann sagði ánægjulegt hvernig tekið væri á málum varðandi leng- ingu lána í Atvinnutryggingasjóði, Byggðastofnun og væntanlega í Fiskveiðasjóði, en fresting afborg- ana í sjávarútvegi sem talið væri að næmi um 4 milljörðum á næstu tveimur árum skipti mjög miklu máli. „Við gerum okkur grein fyrir að það eru ekki endilega öll fyrir- tæki í sjávarútvegi sem fá þessa lánalengingu, og eins og áður verða gerðar ákveðnar kröfur til fyrirtækjanna, en mikill meirihluti fyrirtækja ætti þó að komast þar í gegn." Olafur R. Grímsson Gamaldags leið gengis- fellingar og sjóðasukks „ÞESSAR aðgerðir valda von- brigðum. Hér hefði þurft að fara í víðtækar og fjölbreyttar aðgerðir tíl að koma nýjum kraftí í atvinnulífið og styrkja sókna rniögii leika, ekki bara sjávarútvegsins, heldur iðnað- arins, ferðaþjónustunnar og fjölmargra annarra atvinnu- greina þannig að hagvöxtur á íslandi gæti á ný orðið jákvæð stærð," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. „Þetta var ekki gert. í staðinn er farin gamal- dags leið hefðbundinnar geng- isfellingar og smávegis sjóða- tilfærslna í stíl við það sem Davíð Oddsson gaf fyrir nokkrum misserum nafnið sjóðasukk." Ólafur sagði að skoða hefði mátt gengisfellinguna í samhengi við fjölþættari aðgerðir til hjálpar atvinnulífinu. Koma þyrfti hag- kerfinu í gang með áhættufjár- magni, til dæmis með betri nýt- ingu markaðssambanda í sjávarút- vegi, skipaflota og tækniþekkingu í samvinnu við önnur ríki um sjáv- arútveg í öðrum heimsálfum. „Ef við höldum áfram að hugsa þann- ig að þorskurinn einn sé forsenda efnahagkerfísins á íslandi, þá verður þetta áframhaldandi hnign- un. Við getum ekki byggt hagþró- un framtíðarinnar á þorskinum eingöngu, heldur á þekkingu, markaðskunnáttu, tæknikunn- áttu, og því mannviti sem við eig- um í hinu víðtæka vinnuafli hér á íslandi. Þjóðir sem þurfa að skerða ákveðnar auðlindir fara inn á þær brautir að virkja aðrar til sóknar." „Það eina sem er í yfiriýsingu ríkisstjórnarinnar í átt að breyt- ingum er þessi gamla hugmynd um þróunarsjóðinn. Það var hug- mynd sem þeir seftu fram í tengsl- um við síðustu gengisfellingu, fyr- ir átta mánuðum síðan. Ef einhver alvara er á bakvið þróunarsjóðinn, þá hefði átt að kalla þingið saman núna og afgreiða þróunarsjóðs- frumvarpið nú í júlíbyrjun, þannig að sjóðurinn gæti tekið strax til starfa og verið kominn í fullan gang áður en næsta fiskveiðiár hefst, til að skapa grundvöll fyrir að taka á hagræðingu og úreld- ingu í sjávarútvegi áður en afla- samdrátturinn kemur til fram- kvæmda." Steingrímur Hermannsson Of lítið og of seint „ÉG óska ríkisstiórninni til hamingju með að vera komin inn á sértækar aðgerðir og ýmislegt sem við gerðum áður og var talið af hinu versta," sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknar- flokks. „Ég held að það hafi verið óhják væmilegt að grípa til aðgerða. Hins vegar held ég að þetta sé bæði of lítíð og komi alltof seint og ég óttast að áframhaldandi halli í út- gerðinni upp á 4-5% kalli bara á nýja gengisfellingu ef ekki verður fleira gert." Aðspurður sagði Steingrímur gengisfellinguna í sjálfu sér hafa þurft að vera meiri hefði hún átt að veita fiskvinnslunni hagnað. Staðreyndin væri hins vegar sú, að erlendar skuldir takmörkuðu mjög gagn af gengisfellingu. „Mér þykir hins vegar leitt að sjá að það er ekki gerð tilraun til að lækka vexti," sagði hann, og kvaðst telja að vextir yrðu að lækka um 2-3 hundraðshlutastig. Steingrímur sagðist ekki telja að unnt hefði verið að komast hjá kvótaskerðingu, enda hafi spá fiskifræðinga gefið tilefni til slíkr- ar skerðingar. Þá sagði hann tíma til kominn að efna loforð sem gef- ið hafi verið í fyrra um úthlutanir á kvóta Hagræðingarsjóðs. Aðspurður um áhrif skuldbreyt- inga sem felast í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar sagði Steingrímur allt hjálpa til í þessu sambandi. „Það hjálpar allt. En hvað var það sem forsætisráðherra talaði svo mikið um fortíðarvandann — við gerðum svipað 1989, með skuld- breytingum og lengingu lána. Þá var það allt talið af hinu versta og kallað fortíðarvandi. En það er ekki mitt að gagnrýna það — þeir eru að gera svipaða hluti og við vorum að gera þá, en ganga að mínu mati ekki nærri nógu langt. Ég sakna þess líka að sjá ekkert til þess, að stuðlað sé að nýsköpun í atvinnulífinu, koma nýjum greinum af stað, o.s.frv. Svo ég held að það þurfi miklu meira til, þótt ég gagnrýni það ekki sem hefur verið gert, eins langt og það nær." Þá sagði Steingrímur að það væri margt í fyrirhuguðum þróun- arsjóði sjávarútvegsins sem hann gæti stutt, þótt hann teldi mega hugsa meira um gjaldtókuna til fjármögnunar sjóðinum áður en lengra væri haldið, því það væri ljóst að hún myndi íþyngja grein- inni. Framkvæmdast. SÍ Getumekki annað en verið sáttir FULLTRÚAR Sjómannasam- bands íslands teh'a rétt að við ákvörðun um heUdarafla sé farið eftir tillögum Hafrann- sóknastofnunar, að sögn Hólni- geirs Jónssonar framkvæmda- stjóra sambandsins. „Þarna sýnistokkurþaðveragertað v mestu leyti, þannig að við get- um ekki annað en verið sáttir við það þótt þarna sé um veru- lega skerðingu að ræða fyrir sjómenn. Við gerum okkur fulla grein fyrir því," sagði Hólmgeir. „Markmiðið hlýtur að vera að byggja upp fiskistofnana og við sjáum ekki aðra leið en að tak- marka aflann," sagði Hólmgeir. Hann sagði aðspurður að sú hætta væri þó fyrir hendi að atvinnu- leysi ykist meðal sjómanna vegna aflasamdráttarins og sagði að þess væri þegar farið að gæta. „Mark- mið fiskveiðistjórnunarinnar hefur verið að aðlaga stærð flotans að afrakstursgetu fiskistofnanna og það hlýtur auðvitað að þýða að flotinn minnki eitthvað sem leiðir svo til fækkunar sjómanna," svar- aði Hólmgeir. Hann sagði að framkvæmda- stjórn sjómannasambandsins myndi fjalla um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í næstu viku. Hann kvaðst ekki telja að ákvörðunin um aflasamdrátt hefði bein áhrif á viðræður samtakanna við við- semjendur þess um gerð kjara- samninga en aðilar urðu fyrir skömmu sammála um að fresta þeim viðræðum til hausts. „í þeim viðræðum höfum við fjallað um vaxandi tilhneigingu útgerðarmanna til að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum, sem við teljum að samrymist ekki samn- ingum og lögum. Það ætlum við að reyna að stöðva í haust og beita til þess öllum brögðum en þegar svona mikill aflasamdrrátt- ur er ákveðinn má búast við að það verði ennþá stærra vandamál en verið hefur," sagði Hólmgeir. Formaður FII , Við hefð- um kosið ó- breytt gengi GUNNAR Svavarsson, formað- ur Félags íslenzkra iðnrek- enda, segir að iðnaðurinn hefði á heUdina litið kosið að áfram yrði fylgt óbreyttri gengis- skráningu og verðbólgu haldið mjög iágri. Þannig hef ði mátt lækka raungengi krónunnar til lengri tíma án þess að taka kollsteypu. „Þeir sem framleiða einkum til útflutnings og þeir sem eru í hvað harðastri samkeppni við innflutta vöru hagnast kannski á gengisfell- ingu en hættan er aftur á móti sú að kaupmátturinn mun dragast saman og eftirspurnin minnka. Þannig mun heildarmarkaðurinn fyrir iðnvarning minnka," sagði Gunnar. Hóflegri verðlagsáhrif Hann sagði að verðlagsáhrif gengisfellingarinnar yrðu væntan- lega hóflegri en oft áður. Slíkt hefði einnig átt sér stað eftir síð- ustu gengisfellingu í nóvember. „Þetta er jákvæði punkturinn við þessa breytingu, ef hægt er að tala um jákvæða punkta," sagði Gunnar. „Ef það stendur að laun.. hækki ekki til lengri tíma, verður það ekki til þess að auka verð- bólgu. Auk þess er samkeppni svo mikil hér á landi að menn munu eftir föngum bíða með verðbreyt- ingar. Auðvitað munu þó einhverj- ir iðnrekendur þurfa að taka þenn- an kostnað inn í vöruverðið. Erlend aðföng hækka og þau eru oft 40-50% af heildarkostnaði dæmi- gerðs iðnfyrirtækis, sem flytur inn hráefni og þarf að borga af fjár- festingarlánum, sem eru að mestu leyti í erlendri mynt." o lu^ —efþú spilar til að vinna! | 25. lelkvaui, 26.-27. Júni 1993 ^ Nr. Leikur: Rödin: 1. City - Brommap. - - 2 2. Ginto-Gefle - - 2 3. Karbkoga - Vasalund - - 2 4. Kiruna - Umei 1 - - 5. Mjölby - Forward 1 - - 6. MorSn-IFKLulea - - 2 7. Stenungsund - GAIS - ¦ 2 8. Tldaholm - Elfsborg - - 2 9. IFK Trelleborg - MjBIIby 1___ 10. UlvAker - Skövde 11. Vinberg - Landskrona 12. Vlsby - Slrius 13. VSster&s - Hammarby 1 -r| Hcildarvinningsupplueoin: 77 milljón krónur 13 rétUr: 6.630 j kr. 12réttir: 370 | kr. Urettir: lOréttir: h- 0 |kr. 0 |kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.