Morgunblaðið - 29.06.1993, Side 40

Morgunblaðið - 29.06.1993, Side 40
 Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ um skerðingu á veiðiheimildum Fokker í leign EIN af nýju Fokkervélum Flug- leiða skemmdist í skoðun hjá austurrísku félagi sem hefur hana á leigu. Fokker skemmdist við skoð- uní Vín VALDÍS, nýjasta Fokkervél Flugleiða, skemmdist við skoðun í einu flugskýla Austrian Airlines í Vin í Austurríki. Austurriska flugfélagið hefur Valdísi á leigu til 19. september og að sögn Leifs Magnússonar fram- kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða munu Flugleiðir ekki bera skaða af þessu Ijóni þar sem hið austurríska félag tók yfir tryggingar á vélinni meðan á leigu stendur. Ohapp þetta átti sér stað í gær- morgun en í dag fer maður frá Flug- leiðum til Vínar til að fylgjast með framgangi málsins þar og fulltrúar frá Fokkerverksmiðjunum í Hol- landi eru einnig á leið á staðinn. Lagðist á hliðina Að sögn Kristins Hallgrímssonar, forstöðumanns viðhalds-og verk- fræðideildar Flugleiða, höfðu þeim ekki borist ítarlegar upplýsingar um óhappið en það sem þeir vissu var áð verið var að skipta um bremsur á öðru hjóli vélarinnar þegar tjakk- ur virðist hafa gefið sig með þeim afleiðingum að hún lagðist á hliðina og annar vængur hennar lagðist ofan á vinnupall. Aðspurður hvort um mikið tjón væri að ræða sagði Kristinn að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu þar sem þeir hefðu enn svo litlar upplýsingar fengið um óhappið. Mörg skip óútgerðarhæf, nauðsyn á betri nýtingn SKERÐING aflaheimilda á næsta ári kallar á að útgerðarmenn reyni að sameina veiðiheimildir og nýti skipin betur, segir Kristján Ragpi- arsson formaður Landssambands ísl. útvegsmanna m.a. í samtali við Morgunblaðið. Hann segist telja að mörg skip verði óútgerðarhæf eftir þetta og harmar að ekki skuli hafa verið hækkuð heimild til úreldingarstyrkja úr Hagræðingarsjóði þar sem útgerðin hefur sjálf lagt til 500 milljónir á undanförnum árum en það gæfi mönnum nú nýtt tækifæri til að hverfa frá útgerð ef þeir kysu að gera það. Morgunblaoio/Svemr Bjargað af hafsbotni SKEMMTIBÁTNUM Tjaldi II var bjargað í gær af hafsbotni. Hann sökk 24. apríl undan Geldinganesi og björguðu bátsveijar sér með því að synda í land. Einn þeirra, Sófus Auðun Sigþórsson, fylgist með er Tj aldi var lyft á vörubílspall við Gufunes í gær. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, segir að menn hafi staðið frammi fyrir ákveðnum staðreynd- um; annars vegar hafi verið talið nauðsynlegt að draga afla mjög mikið saman og á sama tíma hafi verð á erlendum mörkuðum lækkað og sé sögulega séð mjög lágt. Hann sagði að þurft hefði að gera þrennt til að bregðast við þessu: „Það þurfti að stuðla að því að sjávarútvegurinn gæti mætt þessari stöðu, laga efna- hagslífið í landinu að breyttum sam- eiginlegum tekjum og að fleyta sér fram um nokkur ár, í þeirri von að þessar miklu verndaraðgerðir í sjáv- arafla beri árangur, eins og vísindin segja okkur að gæti gerzt.“ Þrátt fýrir umtalsverðan nið- urskurð á þorskafla telur Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, að ekki sé nóg að gert til vemdunar físki- stofnanna og að í framhaldi af þessu þyrfti að taka ákvörðun um að loka ákveðnum uppeldissvæðum þorsks til að koma í veg fyrir smá- fískadráp. Hafrannsóknastofnun lagði til að stefnt verði að uppbygg- ingu þorskstofnsins og að aflinn færi ekki fram úr 150 þúsund tonn- um fískveiðiárið 1993-1994. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, var við það miðað að þorskveiðistofn fjög- urra ára físks og eldri myndi ekki minnka næstu tvö ár. „Allt sem er fram yfír okkar tillögur verður þá væntanlega til þess að veiðistofninn muni minnka sem því nemur á næstu tveimur árum,“ segir Jakob. Helstu atriði efnahagsaðgerða ríkisstjómarinnar eru eftirfarandi: • Samkvæmt ákvörðun sjávarút- vegsráðherra má gera ráð fyrir að þorskafli á næsta fískveiðiári verði 165 þúsund lestir samanborið við um 230 þúsund lestir á yfirstand- andi fískveiðiári. •Gengi krónunnar lækkað um 7,5%. • Frumvarp til laga um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins verð- ur lagt fyrir strax í upphafi þings. •Til að jafna mismunandi áhrif aflaskerðingar á útgerðarfyrirtæki verður aflaheimildum Hagræðing- arsjóðs ráðstafað með sama hætti og í vor. • Skipuð verður nefnd sérfræðinga til að kanna vaxtamyndun á láns- fjármarkaði. •Afborganir af lánum Atvinnu- tryggingadeildar Byggðastofnunar verða færðar aftur fyrir aðrar af- borganir og lánstími lánanna lengd- ur um 4 ár. Einnig er athugað með skuldbreytingar hjá Fiskveiðasjóði, Byggðastofnun. og Ríkisábyrgða- sjóði. Greiðslubyrði minnkar Ríkisstjómin áætlar að frestun afborgana af lánum muni minnka greiðslubyrði fyrirtækja í sjávarút- vegi um 1.800 til 2.000 milljónir hvort ár, 1994 og 1995. Áætlað er að frestun afborgana í Atvinnu- tryggingadeild nemi um 800 millj. kr. á hvoru ári. Þá er rætt um að heimilt verði að breyta helmingi afborgana af lánum hjá Fiskveiða- sjóði með þessum hætti en það er talið kosta sjóðinn 1.200 til 1.400 milljónir kr. á hvoru ári um sig. Þá verða skuldbreytingar lána hjá Byggðastofnun og í Ríkisábyrgða- sjóði einnig athugaðar í þessu sam- hengi. Sjá einnig bls. 2, 14, 15, 16, miðopnu og 39. Gert er ráð fyrir að framfærsluvísitalan hækki um 4 prósent Flugfarseðlar, bensín og bílar hækka á næstunni SAMKVÆMT forsendum Þjóðhagsstofnunar er reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann verði um 4% minni árið 1994 en á þessu ári. Nokkuð skiptar skoðanir eru "•pó á því hvaða áhrif gengislækkunin kemur til með að hafa á verðlag og telur hagfræð- ingur Verslunarráðs íslands, Jóhann Þor- varðarson, að vegna samdráttar í hagkerfinu sé ekki víst að gengisfelling krónunnar velti af fullum þunga út í verðlagið. Nokkrar vörutegundir munu hækka strax á næstu dögum og þar má nefna bíla, bensín og flug- _ farseðla. Að sögn forsvarsmanna bílaumboða mun verð á bílum óhjákvæmilega hækka í kjölfar gengis- lækkunarinnar. Heimildarmenn Morgunblaðsins nefndu hækkun á bilinu 6-9%. Forsvarsmenn olíufélaganna eru nú að kanna áhrif gengislækkunarinnar á eldsneytisverð og að sögn þeirra er ljóst að einhver hækkun verð- ur á eldsneyti á næstunni. Forstjóri Skeljungs, Kristinn Björnsson, sagði að sér þætti ekki ósennilegt að áhrif gengislækkunarinnar á elds- neytisverð yrðu svipuð og almenn áhrif hennar, eða um 8%. 4% hækkun á millilandaflugi Flugleiðir hafa sótt um 4% fargjaldahækkun í millilandaflugi sínu frá og með 1. júlí nk. Ein- hver hækkun verður einnig á innanlandsflugi. Einar Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, sagði í gær ekki ljóst hversu mikil hækkunin á innanlandsfluginu yrði en það myndi væntanlega skýrast í dag, þriðjudag. Visa miðar við eldra gengi Visa Island mun væntanlega reikna erlendar úttektir korthafa það sem af er þessu kortatíma- bili, þ.e. frá 18.-28. júní, miðað við gengið eins og það var fyrir gengislækkunina. Kreditkort hf. miða sína útreikninga hins vegar alltaf við gengi 17. hvers mánaðar og verður öll erlend úttekt á þessu kortatímabili því miðuð við gengi 17. júlí nk. Guðni Bergs áfram hjá Tottenham GUÐNI Bergsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knatt- spymu, hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við enska félagið Tottenham sem hann hefur leikið með undan- farin ár. Hann mun því ekki leika með Val í l. deildinni í sumar eins og hann hafði stefnt að. Guðni ræddi við Ossie Ardi- les, nýráðinn framkvæmda- stjóra Tottenham fyrir helg- ina, og lýsti Ardiles yfír áhuga á að hafa hann áfram hjá fé- laginu. Sjá Cl: „Guðni áfram...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.