Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 GUNNAR MAGNÚS Andrésson og Victor Guðmundur Cilia opna sýningar á verkum sínum í Ný- listasafninu fdag. Félagarnir eru nýliðar íiistahernum íslenska, útskrifuðust báðir úr Myndlista- og handíðaskólanum f fyrravor, Gunnar úr fjöltæknideild og Vict- or úr málaradeild. Verk þeirra draga óhjákvæmilega dám af uppfræðslunni og við fyrstu kynni virðist ekki ofmælt að segja þau ólfk. En fyrstu kynni draga oft upp ranga mynd, eins og frekari sam- anburður staðfestir. Ounnar hefur hreiðrað um sig í neðri sölum safnsins. Efniviður hans er skorinn við trog og hvorki'hefðbundinn né hlýlegur; blóð, blý, cellulósafílter, röntgegnmyndir og myndir teknar í gegnum smásjá af blóðpunktum. Hann líkir vinnunni við köfun inn í örheim þar sem sýnishom eru valin af gaumgæfni og þau síðan stækkuð upp til athugunar. Út- færslan er köld og rökræn en þeg- ar áhorfandi veit að hráefni sumra verkanna er blóð listamannsins sprettur fram sálrænt drama af óskilgreindum toga. En af hverju þessi blóðtaka? „Ég byijaði að vinna verkin með bleki en blóðið hefur aðra áferð og sterkari tengsl við það sem ég hafði í huga,“ seg- ir Gunnar. „Jafnvel sú athöfn að þurfa að fara á stofnun til að láta sjúga úr sér blóð er þáttur í verk- inu. Ég tek mið af sálrænum tengslum efniviðar og forms. Að- ferðin sjálf er kerfísbundin, nánast vísindaleg. Ég set annars vega blóðdílana á sellulósafilter með nánast vélrænni nákvæmni, kanna síðan tengsl þeirra innbyrðis, raða þeim saman á ótal vegu og sé hvar tilviljunin hefur gripið inn í ferlið. Manni dettur í hug sólkerfi, blóðrásarkerfi eða maurabú þegar þessi regla er skoðuð. Hins vegar ljósmynda ég dílana í gegnum smásjá og varpa þeim á vegg með skuggamyndavél. “ Hinn hluti sýningarinnar er röntgenmyndir af víðkunnum varningi og flöskulaga blýformum, blýformin sjálf, ásamt negatífum myndum af hliðstæðum útlínum sem Gunnar segir minna sig á smurlinga. Þama er yfirborðinu stefnt gegn innihaldinu og að sögn Gunnars hvarflar stundum að hon- um að flokka verkin undir sálræn- an formalisma eða neysluformal- isma. „Heildin er mikilvæg en býður Victor og Gunnar: Velta vöngum yfír samhverfum og hinu líf- ræna ferli í sköpunarverkinu. jafnframt upp endalausar viðbætur og fjölföldun, hver bútur er ein- stakur en jafnframt fjöldafram- leiddur. Verkið - því ég álít þetta vera eitt verk en ekki mörg - er opið og það gengi ekki upp að slíta eina mynd úr samhengi við aðrar. Hugsanlega gætu þó sex til átta myndir sagt nægilega mikið um samhengið til að það rofnaði ekki. Mér fínnst ákveðin fagurfræði fólgin í taktbundinni endurtekn- ingu, s.s. gluggaröð á blokk eða eitthvað sambærilegt og dregst að slíkum kerfum. Múmíulögunin sem ég vel að skoða er frekar líkamleg þótt hún virðist afstrakt. Hönnun ilmvatns- glasa var upphaflega fýrirmyndin. Eg heillaðist af þeirri vinnu sem lá að baki hönnun ilmvatnsglasa, þar sem jafnvel sálfræðingar og formfræðingar eiga hlut að máli. Þversögnin er sú að framleiðend- umir reyna að höfða til einstakl- ingsins, bæði með formi glasanna og með því að fullyrða í auglýsing- um að þetta sé ilmurinn þinn, en verksmiðjuframleiða síðan glösin og selja í milljónatali. Á sama tíma og lögunin er formalísk vísar hún til líkamans eða fígúrunnar. Með því að svipta þau öðru en hreinni Iögun verða þau köld og fjarlæg, eins og staðlaður umbúnaðurinn undirstrikar. Sálrænu tengslin skjóta aftur upp kollinum þarna, og eins er með röntgenmyndirnar og blýið. Með röntgenmyndunum er náttúrulega verið að kafa inn í vöruna, athuga hvort hún hafi eitt- hvert innihald undir umbúðunum og holdinu. Ljósmyndaverkin vísa í sömu átt, því þau líkjast auglýs- ingum vegna hágljáans á þeim.“ iífrænar samhverfur Ovassverk Victors Guð- mundar kveðast á milli ramma og yfir gólfið. Við fyrstu sýn gætu markmið hans og inntak þótt frábrugðin smásjár- skoðun Gunnars, en skyldleikinn flýtur upp á yfirborðið þegar nær dregur. Innan jafnstórra ramma fer fram fagurfræðileg skreytni; rætur, blómakrónur og regnhlífar fléttast saman í formmjúk mynst- ur. Öll eru samhverf, falin spegil- lína liggur eftir þeim miðjum. Hug- urinn leitar ósjálfrátt til svifgarð- anna í Babýlon - sem enginn veit hvernig litu út - eftir samlíkingu. Og brátt vitrast gesti ástæðan fyr- ir því að félagarnir ákváðu að sýna saman; þeir eru báðir uppteknir af vangaveltum um hliðstæður og spegilmyndir, hugsa báðir í mynd- röðum, stilla upp smæð andspænis stærð og hafa áhuga á hinu líf- ræna í næsta umhverfi sínu. Feg- urðarskyn þeirra er aftur á móti GÍTAR ER KVENKYNS EKKI ER talið að Ferdínand kon- ungur af Aragóníu og ísabeila hin kaþólska í Kastilíu hafi unnast hugástum. En afkvæmi þeirra voru mögnuð og miðuðu flest að frekari valdi; spænski rannsókn- arrétturinn, fundur Ameríku og brottrekstur „trúvillinga", svo nokkur séu nefnd. Og þau eru fleiri, þó dult fari. Márar og sí- gaunar, sem sættu ofsóknum á Spáni vegna andstöðu sinnar við kristni, flúðu til fjalla, m.a. til Andalúsfu. Þeirtóku með sér strengjahljóðfæri sem við þekkj- um vel í dag; gítar er náði þroska á 16. öld. Fiamenco varð út- lagablús, þrungið trega, von, ást i meinum og dauða fleynum, stutt af klappi, dansi og angurværum Ijóðlínum. Oessi harmóður útlaga hljómar í Listasafni Sigur- jóns á þriðjudagskvöld í flutningi Símons H. ívarssonar, gítarleikara, og Hlífar Siguijóns- dóttur, fiðluleikara, ásamt annarri spænskri tónlist sem sótt hefur innblástur þangað. Símon segir það athyglisvert að þau tónskáld spænsk sem náð hafa mestri frægð, hafi nánast undantekninga- laust sótt í hefðina. „Flamenco verður seinna meir vinsælt utan Spánar, og dregur þá að sér menn- ingarstrauma og áhrif frá Kúbu og Kolumbíu, svo eitthvað sé nefnt. Flamenco-formið lifir áfram en víkkar út, sorgin verður ekki leng- ur einráð. Ég mun spila s.k. kon- sert-flamenco þar sem teknir eru nokkrir, ólíkir þættir úr hefðinni og settir í eitt lag fyrir gítarinn. Gítarleikarar spila yfirleitt alltaf flamencoverk eftir sjálfa sig, ekki fyrirfram samin af öðrum, og ég blanda saman misþekktum laglín- um og spila þær á eigin hátt. Sá háttur getur breyst dag frá degi og formið er því frjálst. Andartak- ið ræður ferðinni og þannig fá lög- in svipmót þess er spilar þau. Hin verkin eru kortlögð fyrirfram og fá að vera í þeirri mynd sem tón- skáldin skildu við þau.“ gítar og fiðla Fiðlan kemur til sögunnar. „Við Hlíf höfum spilað saman í fleiri ár en ég man í fljótu bragði,“ seg- ir Símon. „Gítarinn er með frekar stutta tóna og á auðvelt með að skapa rytma, en fiðlan er með langa, dragandi hljóma sem líkja án erfiðismuna eftir mannsrödd- inni, og samspil þeirra því áheyri- legt. Af þessu leiðir að við höfum þurft að útsetja flest þeirra laga sem við spilum fyrir hljóðfærin. Það er kunn staðreynd að spönsk Símon H. ívarsson oo Hlíf Sigur- ifinsdottir leikaverk eftir Pablo de Sarasate, Granados, Albéniz ogManuel de Falla í Listasafni Siguriðns á briðiudagskvöld, auk bess sem Símon leikur flam- enco-tðnlist í eigin útsetningu. ♦ tónlist eftir t.d. Granados og Al- béniz var samin fyrir píanó en fyr- ir eyrum þeirra ómaði alltaf gítar- tónninn. Tónlistin gengur því snurðulaust upp á gítar og píanó- verk þeirra sárasjaldan spiluð nema á hann. Tilfellið er að mjög lítið hefur verið samið fyrir gítar og fiðlu sem er í mótsögn við það hversu hljóðfærin henta hvort öðru vel. Það er mikið til af verkum fyrir gítar og flautu, en gítarinn og fiðlan hafa ekki hlotið jafn mikla náð fyrir augum tónskálda. Ég skil ekki fullkomlega af hveiju. Ein ástæðan er þó kannski sú að þegar tónskáld velja sér einleiks- hljóðfæri til að semja fýrir verður píanóið gjarnan fyrir valinu. Það er raunar ekki fyrr en á seinustu árum sem tónskáld taka að semja fyrir gítarinn án sérmenntunar, en þá oft í samstarfi við gítarleikara. Jafnvel þeir mörgu gítarleikarar hérlendis sem numið hafa tónsmíð- ar veigra sér við að glíma við hann. Einn þeirra sagði mér að þegar hann reyndi að semja fyrir hljóð- færið flæktist hefðin fyrir og þau verk sem hann hefði lært að spila á árum áður. Gítarinn þykir ein- hverra hluta vegna of flókinn í einfaldleika sínum.“ skjaldbökuskeljar og kattarstrengir Lútan er oft nefnd til sögunnar sem formóðir gítarsins. Má vissu- lega greina skyldleika með þeim en „lögun lútunnar virðist ekki séflega hentug,“ segir Símon. „Ávalt formið gerir það að verkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.