Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 B 3 ólíkt. „Óttinn við fegurðina er að drepa málverkið og raunar stór svæði í myndlist/“ segir Victor, „en eins og ég skil málverkið er megin- tilgangur þess einmitt að endur- varpa og enduruppgötva fegurð- ina. Forsendur verka minna hér eru fagurfræðilegar og ég vil ljúka við mynd án þess að leggja eigin tilfínningar og reynslu í þær. Samt hljóta þær að veita einhvem að- gang að sjálfum mér. Þetta eru formtilraunir, þar sem ýmsum formum er raðað upp á flötinn svo þau myndi eina heild. Myndimar era miklu háðari formum en litum eða hugmyndafræði, og þá fyrst og fremst samhverfum." En hvaðan er þessi áhugi á bar- okkkynja skreytimyndum sprott- inn? Victor segir hann vera kominn til ára sinna, en lengst af hafi skort eitthvað til að renna stoðum undir áhugann og hrinda hugsýnum S framkvæmd. Eins og títt er í sög- unni, breytti bók farvegi atburða. „Ég rakst á bók um skreytilist sem heitir „Grammar of Ornament" og varð mér hálfgerð opinbemn og staðfesting á hugrenningum mín- um. Einkum greip mig mynstur sem kennt er við Pompeii þar sem skreytingarnar vora málaðar með skuggum og dýpt til að þær öðluð- ust falska þrívídd fýrir augum manns. Þama var að fínna pott- þéttar lausnir til að útfæra þessa einföldu, nánast fullkomnu mynd- byggingu á striga. (Síðar meir þætti mér þó freistandi að útfæra formin í þrívíð form lágmynda eða skúlptúra, í stað þess að búa þriðju víddina til). Til viðbótar þessu kemur áhugi minn á organískum fyrirbæram og ferli. Ég hef verið upptekinn af þeirri staðreynd að til að skapa lífvera þarf samhverfa reglu. Þetta er eins og setja saman útvarp, raða saman brotum úr ýmsum átt- um og hleypa síðan straumi á til að sjá hvort allt gangi eðlilega. Ef formið er ranglega samsett virkar lífveran ekki, hún verður fötluð eða afmynduð á einhvem hátt. Með áhrifum frá skreytilist- inni reyni ég að fanga þessar sam- hverfu lífverar, skapa þær úr ýms- um þráðum, og leyfí mér mikið fijálsræði innan þeirra ströngu hamla sem ég set myndunum. Engin myndanna er eins en mynd- bygging þeirra er samstíga án þess að ég reyni að leggja áherslu á hana. Eg vil einkum hafa svif; formin eiga að leika lausum hala í einhveiju einlitu tómi. Um leið og þau minna á lífverana, minna þau á gangverk himintunglana, dvergheiminn okkar og alheiminn umhverfis hann.“ SFr FJÖGUR ÞÚSUND ÁRA SÚKKULAÐI Or eldinum kom lausn ráðgátunnar um letur Maya FORNT letur Maya-indíána var um aldir ráðgáta bæði leikum og lærð- um. Leifar glæstrar siðmenningar Maya eru víða í Mið-Ameríku, áletr- anir málaðar eða ristar á hellaveggi og höggnar f kletta og steina. Fræðimenn hafa reynt að ráða letr- ið og deilt hart um hvort það sé myndmál eða hljóðtákn. Um ágrein- inginn fjallar bók sem nýlega kom út eftir Michael D. Coe, mannfræði- prófessor við Yale-háskóla í Banda- ríkjunum. Hún styður niðurstöður Rússa nokkurs sem komst af furðu- legri tilviljun yfir rit með lyklum að letrinu: Maya-myndirnar tákna samsetningar hljóða, oftast sam- hljóða og sérhljóða líkt og japansk- ar samstöfur. ©enningu Maya-indíána tók að hnigna um 800 e. Kr. og hún tærðist nær alveg upp við landnám Spánvetja í Ameríku á sext- ándu öld. íbúar álfunnar af evrópskum uppruna hafa þjarmað að Mayum á ýmsan hátt öldum saman. Þeir indíán- ar sem enn halda í gamla siði hafa hrakist langt undan vinnuvélum og vestrænum áhrifum. Nú búa yfír fjór- ar milljónir Maya í Suðaustur-Mexíkó, Gvatemala, Belize og Hondúras og tala um þijátíu mállýskur. Þær virðast eiga rætur í fram-mayísku sem til var fyrir um 4.000 árum. Þá vora skráðar sögur og ljóð, sem ekki hafa týnst að fullu og öllu. En til skamms tíma gátu menn ekki með nokkra móti ráðið í rúnirnar. bók úr eldhafi Yuri Knorosov var skytta í stórskot- aliði Rússa í seinni heimsstyijöld, staddur í Berlín þegar borgin féll vor- ið 1945. Þá brann þjóðarbókhlaða Þýskalands og dýrmætar bækur urðu að ösku. Knorosov var meðal þeirra sem hbrfðu í eldinn, hann bar sig eft- ir björginni og náði úr logunum einni bók. Það reyndist vera leturlykill sem gefinn var út í Guatemala 1933. Vel bar í veiði fyrir hermanninn er stund- aði nám við Moskvuháskóla og hafði sérstakan áhuga á myndletri sem ekki átti rætur í Egyptalandi. Umsjónar- kennari hans, Sergei Tokarev, stakk upp á að hann reyndi að ráða Maya- táknin. Niðurstaða Knorosov varð sú sem að framan greinir og ævagömul ráð- gáta leyst. Söguna frá Berlín er fínna í bók Michaels Coe og þar er líka rak- ið hvemig aðrir fræðimenn höfðu reynt að ráða letur Maya en ekki haft erindi sem erfiði. myndir eða hljóðtákn Talið hefur verið að byltingin mikla í skráningu tungumáls hafi orðið þeg- ar Grikkir bættu sérhljóðum við sam- stöfuletur Fönikíumanna og stafrófið varð til. Sjálfsagt þykir á okkar menn- ingarsvæði að lesa og skrifa hvaðeina með því að raða upp 20-40 bókstöfum, þótt í Kína hafi menn myndletur og í Japan nokkurs konar blöndu af mynd- um og hljóðtáknum. Bretinn Sir Eric Thompson er með- al þeirra sem héldu á loft kenningum um eins konar opinberun stafrófsins, tákn fyrir hljóð, og töldu að gömul samfélög eins og Mayar hefðu þurft að færa hugmynd, ekki hljóð, í hálf- gildings myndletur. En Knorosov sló því föstu að í Maya-letri fælust hljóð- tákn þótt það væri gert úr flóknum myndum. Stóð um það nokkur styr milli þessara fræðimanna hvort letrið væri mynd- eða hljóðtákn. Fjöldi annarra vísindamanna hafði stritað við lausn Maya-gátunnar og Knorosov var raunar ekki fyrstur til að fullyrða að Maya-myndirnar væru hljóðtákn. Bandaríski málvísindamað- urinn Benjamin Lee Whorf smíðaði svipaða kenningu á árunum milli stríða en hlaut litlar undirtektir starfssystk- ina. Hann var tryggingaverkfræðingur áður en hann sneri sér að málvísind- um, sem hann kenndi við Yale-háskóla eins og höfundur bókarinnar sem hér fjallar um gerði síðar. súkkulaði Myndir Maya eru til dæmis af and- litum, höndum, fuglsvængjum eða brúkshlutum. Þær merkja ákveðna samsetningu hljóða, oftast sérhljóð við samhljóð. Hvað sem andmælum við þessari niðurstöðu rússneska fræði- mannins leið varð til skóli Mið-Amer- íkufræðinga sem ráðist hafa í þýðing- ar þess sem eftir er af áletranum Maya. Til að mynda miklum áletrunum á Piedras Negras; ævisögu hinnar stórættuðu Katun Ahau, sem uppi hefur verið fyrir þúsundum ára þegar siðmenning Maya var með miklum brag. Myndirnar í þessari frásögn hér era af fyrstu fímm Maya-táknunum. Ein- falt er letrið ekki eins og dæmin sanna: Kúptur hárkambur táknar hljóðin ka og ef spegilmynd kambsins er bætt við fæst kaka. Ef því næst kemur mannshöfuð með sérstöku mynstri fæst sérhljóði svo úr verður kakaó, sem þýðir einfaldlega það, eins og á ís- lensku. Enda var nóg af súkkulaði í landi Maya. Byggt m.a. á Observer/Þ.Þ. MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Bragi Ólafsson og Ragna Ingimundardóttir sýna til 18. júlí. Verk Jóhannesar Kjarvals til hausts. Listasafn islands Verk úr safni Markúsar ívarssonar til 29. ágúst. Norræna húsið Afma’lissýning: Alvar Aalto til 31. ágúst. Nýlistasafnið Gunnar M. Andrésson og Victor G. Cilia sýna til 1. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Myndir í fjalli; listaverk við Búrfellsvirkjun. Mokka kaffi Tryggvi Ólafsson sýnir til 18. júli. Hafnarborg Wemer Möller og Craig Stevens sýna til 2. ágúst. Gallerí Úmbra Guðríður Pálmarsdóttir til 21. júlí. Ásmundarsafn Náttúran í list Ásmundar Sveinssonar. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýning Listhús í Laugardal Samsýning fram yfir miðjan ágúst. Ófeigur/Listmunahús Ingibjörg S. Torfadóttir til 18. júlí. Hulduhólar Sumarsýning til 22. ágúst. Menningarstofnun Bandaríkjanna Elín Jakobsdóttir sýnir til 30. júlí. Gallerí Sævars Karls Katrín Sigurðardóttir tii 30. júlí. „Á næstu grösum" Ljósmyndir Sveinbjöms Ólafssonar til 13. ágúst. Gallerí Borg Kjarvalssýning. Hótel Örk Sýning á höggmyndum til 12. september. TONLIST Laugardagur 17. júlí Skálholtskirkja kl. 15.; Margrét Bóasdóttir, sópran, og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari flytja trúarverk. Einleikur Manuela Wiesler. Sumartón- leikar á Norðurlandi ’93; Gunnar Kvaran, sellóleik- arin og Öm Falkner, orgelleikari i Reykjahlíðar- kirkju kl. 21. Sunnudagur 18. júlí Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju kl. 20.30; Othulf Prunner leikur. Sumartónleikar á Norður- landi; Gunnar Kvaran og Öm Falkner í Akureyrar- kirkju kl. 17. Skálholtskirkja kl. 15; Manuela Wiesl- er, flautuleikari, á tónleikum. Þriðjudagur 20. júli Hlíf Siguijónsdóttir, fiðluleikari, og Símon H. ívars- son, gítarleikari, í Listasafni Sigurjóns kl. 20.30. Amaldur Amarson, gítarleikari, í Akureyrarkirkju kl. 20. Miðvikudagur 21. júlí Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg kl. 20. Einar Kr. Einarsson, gítarleikari, í Akureyrarkirkju kl. 20. Fimmtudagur 22. júlí Simon H. Ivarsson, gitarleikari, og Hlif Siguijóns- dóttir, fiðluleikari, í Akureyrarkirkju kl. 20. Föstudagur 23. júlí Pétur Jónsson, gítarleikari, i Akureyrarkirkju kl. 20. Laugardagur 24. júlí Tónleikar gítarnema í Akureyrarkirkju kl. 18. BOKMENNTIR Bragi Ólafsson á Kjarvalsstöðum til 18. júlí. LEIKLIST Light Nights Sýningar Ferðaleikhússins Light Nights á fimmtu- dags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld- um í allt sumar kl. 21. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlan 1,103 Rvlk. Myndsendir: 91-691222. að hún fellur ekki að líkamanum og vill renna til, öfugt við gítarinn sem hægt er að skorða og fer vel í fangi. Eg held því að þessi hljóð- færi komi úr tveimur áttum. Vitað er um fornt persneskt hljóðfæri sem kallaðist tambúr og var með flatt bak - öfugt við hina peralaga lútu - og þrjá strengi. Máramir fluttu tambúr með sér til Spánar. Þar fjölgaði strengjum og hljóð- færið færðist nær þeirri mynd sem gítarinn hefur í dag, jafnframt því að skipa sama hlutverk og lútan hafði í Vestur-og Mið-Evrópu á þessum tíma.“ Símon segir enn fremur að ef haldið er lengra aftur í aldir megi riij'a upp kenningar um framhalds- líf ýmissa dýrategunda í líki hljóð- færa. „Einhvem tímann heyrði ég að skjaldbakan hefði kallast „kithara“ í grísku og af því væri nafn gítars- ins dregið. Það gæti hugsanlega vísað til þess að skelin hafi verið flett af skjaldbökunni og notuð sem umgjörð hljóðfæris. Þá hafi skinn verið strengt á milli barmanna, Morgunblaðið/Bjami Hlif Sigurjónsdóttir og Simon H. ivorsson: Fiðlan og gitarinn henta óvenju vel saman. búinn til háls og strengir teygðir á milli. Skinnið hafí síðan titrað og gefið hljóminum botn. Menn halda nefnilega gjarnan að bakhlið hljóðfærisins skipti höfuðmáli í þessu sambandi, en framhlið gít- arsins er t.d. einn veigamesti þátt- ur hljómsins. Hún er úr sedrus eða öðmm eðalvið en bakið gert úr brasilískum rósavið eða einhverju sambærilegu. Strengirnir voru síðan úr kattar- gömum langt fram á þessa öld og því erfitt að stilla þá. Faðir Lút- hers var lútuleikari og Lúther á að hafa sagt að hann hefði oftar séð pabba sinn stilla hljóðfærið en leika á það. í þessum orðum liggur eflaust haldgóð skýring á hvarfi lútunnar af sjónarsviðinu, menn hafi verið búnir að glata spilalöng- uninni þegar stillingu var lokið. Sjálfur hef ég ekki leikið á kattarg- arnir, en prófað strengi sem eiga að líkja eftir tónmyndun þeirra, og líkaði ekki sérstaklega vel. Hálfgert kattarvæl raunar.“ kvengítar Form hljóðfærisins minnir óneit- anlega á forna dýrkun kvengyðja og frjósemis. „Orðið gítar er kven- kyns í öllum þeim tungumálum sem ég kannast við,“ segir Símon, „nema íslensku. Þegar maður rýn- ir í gamlar myndir af hljóðfæra- leikumm, er það mjög algengt að konur sitji undir gítarnum en í dag eru það aðallega karlar sem leika á gítar og fleiri strákar era í námi en stelpur, sem tengist kannski þeirri poppímynd sem hvílir yfir hljóðfærinu. Vinsældir gítarsins tóku t.d. fjörkipp eftir að Bítlamir komu fram í dagsljósið og í gítar- kennslunni fáum við töluvert til okkar fullorðna nemendur sem hafa mikinn áhuga á dægurtónlist. Ég hugsa raunar að hylli klassíska gítarsins megi að nokkru leyti skýra með notkun almennings á hljóðfærinu, ekki síst gítarslátt fólks undir söng við varðelda eða í samkvæmum, sem oft hvetur það til að læra að spila.“ Eftir tónleikanna halda Símon og Hlíf norður yfir heiðar og leika saman í Akureyrarkirkju nk. fimmtudag. SFr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.