Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 B 5 Morgunblaðið/Bjarni um tvítugt." Hann bendir mér á gula og græna andlitsmynd sem hann segir af henni þegar veikindin herjuðu á. „Afi var fríður, og lipur málamaður og mikilhæfur bóndi. Hann átti sex börn með ömmu og sex önnur með ýmsum konum sem líkaði vel við hann og langaði að eignast barn. Mér finnst eiginlega ágætt að hann skyldi eignast þessa krakka, þetta er sómafólk.“ Stefán fór aftur til foreldra sinna í Víðidal og byrjaði snemma að sinna búverkum þar. „Það þurfti að sinna dýrunum vel og svo var gestkvæmt og miklar annir í Möðrudal eftir að við fluttum þangað. Ég held nú að pabbi hafí aldrei tekð fram hjá Kvamn-)/Uuí ho lsl 5r7*LDu\ ’u,/0',i/iwMn-H<iAI. SIVAOir bwoni»‘>f' .VAU' HetUR kTkSDAU/R F RF-MSTÍDALUR M&om'HáÆi* DÍNGUOAUVR SKí^Hj .te« AA*H*>'■' • n f'“V «v o9, ;í.-.HOU- Áv/u7nA«&ÍL j?/ ,J '■•í/ / . 'HASfa IWA OfíNfFNi/MíLw^, . ði',5fl'?0NO '5cm. UW** iFlOTun /uTHoIl) 8^3' 8(80/1« /<SÍ«<1' ^3«.LLU--.;,?!. I««l' íij&!&§fe •fXrKyotfAHiii t0H/ ja 4*~«* aóst&^ Hfit-L ar)SLDRFqM MtkLA fxM Mö'o&UQAS HöLL Rcu. j^JÓdlMAt < - T4i (P0iHÓS- i ,lr( FL U T U G1'5'** H rLiho r I01|OV« iÍ?,X*4? HilXoíu ;rú. * * ^ 5,1 'A SVAfl PaU Möórudalur: Stefán þekkir hann eins og lófann á sér. Lára: Stefán málaði þessa mynd af konu sinni, en þau bjuggu saman í tvo áratugi. mömmu en hún var líka sérstaklega hugljúf kona. Guðlaug Þorsteins- dóttir hét hún og var ekkert blávatn þótt hún væri prúð, afskaplega vel að sér og snilldarkona, ég held að myndin mín af henni sé hérna á neðri hæðinni. Pabbi gat verið hvass og ákveðinn. Hann málaði líka og spilaði vel á orgel." land, fjall og hross Stefán kvæntist 1931 og bjó með Láru konu sinni í tvo áratugi, fyrst í Möðrudal og síðar á Einarsstöðum í Vopnafírði. „Blómabúi alveg hreint með börnin hennar og okkar,“ segir hann. „Lára var frá Grund í Eyja- fírði, bráðmyndarleg og góð söng- kona.“ Á þessum árum var Stefán í brú- arsmíði með búskapnum og segir ekki hafa veitt af manni sem vissi um landið þegar brúa þurfti jökul- ámar. „Það kemur sér líka vel að kunna hverja þúfu þegar maður er heima hjá sér í bænum að mála. Það vilja alltaf koma nokkrar mynd- ir af Herðubreið hjá mér, hún er svo mikið snilldarfjall. Ég hef hana í miðjunni með Bræðraskarði öðra megin og Upptyppingum hinu meg- in, þótt þeir séu miklu innar. Eg bara færi þá. Svo þykir mér klárarnir glæsileg- ir. Frosti og Mökkur og Harði Rauð- ur. Þær eru voða eftirsóttar hesta- myndirnar mínar, ég málaði þijár í nótt. En eina hef ég hérna sem ekki má selja, hún er allra eftirsótt- ust og ég hef hana bak við krossvið- arplötu heima til að enginn taki hana.“ jafnaldrar Stefán keypti sér hús við Hverfís- götu ekki alls fyrir löngu og fer í mat á Droplaugarstöðum. Hann segist eldsnöggur að taka þar af borðunum, enda hafi hann lært í Möðrudal að vinna hratt og rólega í senn. „En lebenið á fólkinu þarna líst mér ekki á,“ segir hann, „það verður sljótt af að sitja alian daginn og dotta í iðjuleysi. Kallarnir fara sumir í laugarnar og veistu þeir eru nauðasköllóttir. Það er vegna þess að þeir skola ekki nógu vel á sér hausinn. Sápan gerir þetta.“ Nú er Stefán minna á ferðinni um borgina en áður, hann er inni og málar en fer þó stundum til Bernhöfts að fá sér brauð. „En maður á að fara út líka og tala við kunningja sína og það vill til að ég þarf svo oft í bankann. Ég sel svo ógrynnis mikið sjáðu. Set bara upp húfuna svona og skvetti mér í bæ- inn.“ Þ.Þ. kunna vel við sig í hrauninu. „Mér fínnst líka gaman að sjá rauðu og hvítu risana í álverinu," segir Vol- ker, „iðnað og nútíma upp af þessu harða landslagi og fíngerðu litum, ég held svei mér að annars þætti mér líkt og ég væri hvergi og á eng- um tíma." sonia Sonia er fædd í Frakklandi af frönsku og ensku foreldri. Myndlist- amámið stundaði hún í föðurlandinu og í Þýskalandi þar sem hún er bú- sett. „Það er heldur erfítt að vera listamaður í Frakklandi," segir hún, „ráðuneyti menningarmála hefur tögl og haldir og aðstaðan að því leyti lítið breytt frá því á átjándu öld. Og galleríeigendur í París standa ekki með opna arma, þar er mikið snobb og torfærur. í Þýskalandi er ekki þessi miðstýring en mikið að gerast í listum." Kyrrstaða á hvorki við Soniu né myndimar henn- ar, ferðalaga til fjarlægra heims- horna gætir í þeim, hún hikar ekki við tilraunir og fer úr málverki í skúlptúr eða blandar þessu saman. „Hafí maður eitthvað að segja er hægt að nota hvaða form sem er. í vinnustofunni í Hamborg hef ég venjulega pappír á nokkrum trönum, tek kol og byija að teikna. Svo færi ég mig á miili eftir því sem nýjar hugmyndir kvikna." I Portinu eru litlar myndir í akríl og pastel á pappír og stærri málverk sem sum era líka skúlptúr. Nokkrar myndanna era unnar á íslandi. „Hér Myndimar eru í sterkum rauðum tónum og bláum og miklu fleiri litum, Sonja kveðst gjarna tefla saman and- gengileik og bendingar um hið frum- stæða eða upprunalega með fólki sem talar við tölvur. Volker: „Skóli hugsunar I“. volker Hann er svartari en skólasystir hans frá Braunschweig í Þýskalandi og strangur þegar kemur að mynd- listinni. „Þetta er lýsingar á ástandi," segir hann, „hér eru engin tákn eða fyrirfram gefín hugmynd. Myndimar eru einfaldlega svona og reyna ekki að segja sögu eða ver'a eitthvað ann- að, merkingin blasir við, sagði Ni- etzsche." Sonia: „Ný og nið“. er fiskur sem við fengum um dag- inn,“ segir Sonia og bendir á eina, „og þetta er nú bara harðfiskur og trönurnar sem hann var hengdur á.“ stæðum, bæði í lit og myndefni. Þótt verkin séu glöð í litunum og hafi húmor er drama og dulúð undir efsta laginu, spurningar um tíma og for- Volker býr í Berlín en hefur eins og Sonia sótt efni í myndimar um langan veg. I eiginlegri merkingu, eins og annað í verkunum: Kínverskt blek gefur sumum þeirra nákvæman svip, svo minnir á iðnað og arkitekt- úr. „Mér líkar vel hvernig jöfn áferð lakksins fer við handgerðan pappír," segir hann og enn koma fram and- stæður á sýningunni í Portinu. Mynd- ir Volkers era ýmist koparstungur eða teiknaðar með þessu kínverska bleki, hann kallar þær rannsóknir á efni og hlutföllum. „Þetta tengist skúlptúmum sem ég fæst líka við,“ segir hann, „ég hef áhuga á lagi hlutanna. Oft geng ég um iðnaðarsvæði og skoða þar form og línur. Fólk myndar gjarna ónæmi fyrir umhverfí sínu og ef myndimar mínar opna augu ein- hverra fyrir því sem er í kringum þá er ég ánægður.“ Volker segir teikningar sínar á sýningunni meira og minna af hliðum og mér sýnist vera gluggar á sumum koparstungunum. Þetta era hreinir og beinir drættir en listamaðurinn hefur orðið fyrir torkennilegum áhrifum á Islandi og kveðst farinn að reyna fyrir sér í mýkri línum, bugðu og hring. „Árin færa ný blæ- brigði, nú er ég í fyrsta sinn að at- huga skugga. Lögun hans sjálfs og þess sem hann breytist í. Oft er það ekki laust við að vera furðulegt.“ Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.