Morgunblaðið - 04.08.1993, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
Hve oft hafa liðin f undanúrslitum
bikarkeppninnar orðið bikarmeistarar?
KR og ÍA mætast á KR-vellinum í kvöld og á morgun leika á aðaileikvanginum
í Laugardal Valur og ÍBK.
tí I I í 1 I 1 I Valsmenn eru núverandi handhafar bikarsins og hafa
x x ▼ T T T t reyndar sigrað í keppninni síðustu þrjú árin. Peir eiga nú að
AAAAAAAA baki sextán leiki í röð í bikarkeppninni án taps, sem er met.
'65 ‘74 '76 '77 '88 '90 '91 '92 Valsmenn hafa eliefu sinnum tekið þátt í bikarúrslitaleik og
átta sinnum sigrað, oftast allra félaga.
0i
Keflvíkingar hafa fimm sinnum leikið til úrslita um bikarinn,
en aðeins einu sinni sigrað; lögðu Akurnesinga að velli,
1:0,1975 með marki varnarmannsins Einars Gunnarssonar.
KR-ingar sigruðu í bikarkeppninni fyrstu fimm árin. Þá lék liðið fimmtán leiki
í röð í keppninni án þess að tapa. Það var ekki fyrr en í sumar að Valsmenn
slógu það met KR-inga, en þess má reyndar geta að KR bar sigurorð af
fimmtán liðum á þessu tímabili en Valsmenn hafa sigrað fjórtán, þar sem
nokkrir leikir þeirra hafa farið í framlengingu og tvær viðureignir i aukaleik.
KR-ingar hafa tíu sinnum leikið til úrslita (þar af'b-lið
fólagsíns einu sinni) og sjö sinnum sigrað.
Skagamenn urðu ekki bikarmeistarar fyrr en í níundu
tilraun; höfðu tapað átta bikarúrslitaleikjum i röð þegar
Pótur Pétursson tryggði þeim sigur, 1:0, á Valsmönnum
í úrsiitaleiknum 1978. Þeir hafa þrettán sinnum leikið til
úrslita og fimm sinnum fagnað sigri.
■ EINAR Þór Daníelsson, leik-
maður KR í knattspymu hefur ver-
ið úrskurðaður í eins leiks bann af
aganefnd, vegna sex gulra spjalda,
og missir því af viðureigninni við
ÍA í 1. deildinni á sunnudag. Hann
verður hins vegar með gegn IA í
kvöld í bikarnum.
■ TRYGGVI Guðmundsson,
leikmaður IBV, var úrskurðaður í
eins leiks bann í gær af sömu
ástæðu og Einar Þór. Tryggvi
missir af deildarleiknum gegn IBK
í Keflavík á mánudag. Þá var Gunn-
ar Þór Pétursson, leikmaður Fylk-
is, úrskurðaður í eins leiks bann
vegna fjögurra gulra spjalda og
verður ekki með gegn Val á mánu-
daginn.
■ EINAR Páll Tómasson, knatt-
spyrnumaður úr Val, sem leikið
hefur með sænska félaginu Deger-
fors upp á síðkastið er farinn að
leika í Noregi; hann var lánaður til
Raufoss, sem leikur þar í 3. deild,
ÍÞRÚmR
FOLX
sem er 4. efsta deildin þar í landi.
Einar Páll og félagar í norska lið-
inu léku gegn enska félaginu Liv-
erpool um helgina; töpuðu 2:7 en
Einar var í norsku blaði sagður
besti maður liðsins og honum hefði
gengið vel að halda velska landsliðs-
miðherjanum Ian Rush niðri.
■ TVEIR knattspymumenn í
Suður Ameríku hafa verið settir í
tímabundið leikbann af alþjóða
sambandinu, FIFA, vegna þess að
leifar kókaíns fundust í þeim við
lyfjapróf sem tekið var eftir leik
Brasilíu og Bólivíu í undankeppni
HM 25. júlí sl. Þetta eru Zetti,
varamarkvörður Brasilíu og Migu-
el Rimba, varnarmaður í liði Bóliv-
íu. Báðir segjast saklausir, og svo
virðist sem te sem báðir segjast
hafa drukkið fyrir leikinn sé skað-
valdurinn; en ekta bólivískt te er
búið til úr kóka-laufi.
■ JOSE Guimaraes, þjálfari
brasilíska landsliðsins í blaki fékk
góða afmælisgjöf á sunnudag; lið
hans tryggði sér þá sigur í heims-
deildinni með því að leggja Rússa
að velli, 15:2, 15:13, 15:9. Sigur-
laun Brasilíumanna voru ein millj-
ón dollara; andvirði 72 milljóna
króna.
■ FYRRUM ráðherra í Frakk-
landi hefur staðfest fjarvistarsönn-
un Bernards Tapies, eiganda Mar-
seille; þeir hafí verið saman á þeim
tíma, sem þjálfari Valenciennes
segist hafa verið með Tapie vegna
mútumálsins.
■ LÖGFRÆÐINGUR þjálfarans
gerði lítið úr staðfestingunni, en
vildi fá að vita hvers vegna Tapie
hefði beðið í þijár vikur með að
segja hvað hann hefði verið að gera
á umræddum tíma.
■ TAPIE neitar að hafa átt þátt
í að leikmönnum Valenciennes
hafi verið mútað fyrir leik gegn
Marseille.
GOLFHATK)
Fimmtugasta og öðru lands-
mótinu í golfi lauk á
Hólmsvelli í Leiru á föstudaginn.
Mótið verður lengi í minnum
haft fyrir margra hluta sakir.
Fyrir það fyrsta var
nýr meistari krýnd-
ur í karlaflokki,
hinn eldhressi og
létti Eyjamaður
Þorsteinn Hall-
grímsson. í annan
stað munu menn
minnast veðursins, sem var
hræðilegt. Mánuði fyrir mót og
strax að því loknu var blíða og
aftur blíða en á meðan mótið
stóð var veður hið versta þannig
að kylfingarnir gátu ekki sýnt
sitt besta. Árangurinn var engu
að síður góður en ef veðrið hefði
verið betra hefði mátt búast við
frábæru skori því kylfíngarnir
voru í miklum ham og hefðu
sýnt meistaragolf því völlurinn
var frábær.
Þriðja atriðið sem menn munu
ef til vill minnast er hversu lítil
keppni var í rauninni í meistara-
flokki kvenna, eins og raunin
hefur verið undanfarin ár. Karen
Sævarsdóttir úr GS sigraði með
10 högga mun en í fyrra vann
hún með átta höggum. Margir
bjuggust við að nu fengi Karen
loks einhveija keppni, en því
miður varð það ekki. Ég segi
því miður vegna þess að til að
kvennaflokkurinn fái meiri at-
hygli og fleiri fylgist með stúlk-
unum leika þarf meiri spennu,
og hún er ekki til staðar á með-
an enginn ógnar Karenu. Golfið
sem stúlkurnar leika er gott, þó
þær séu fáar en vegna þess
hversu lítil spenna fylgir keppn-
inni hverfa þær óþarflega mikið
í skugga strákanna.
Fjórða atriðið sem menn
munu minnast, að minnsta kosti
keppendur og aðrir þeir sem
komu nálægt mótinu, er fram-
kvæmd þess og umgjörð. Allt
var til mikillar fyrirmyndar hjá
Suðumesjamönnum. En sumir
virtust ekki alveg á sama máli
og ég og kom það mér verulega
á óvart. Svo virðst sem nokkir
Hagsmunir gotfsins
eiga að ganga fyrir
hagsmunum eininganna
menn í Golfklúbbi Reykjavíkur,
mínum golfklúbbi, séu óánægðir
með hvernir til tókst hjá Suður-
nesjamönnum. Ætli sé ekki rétt-
ara að kalla þetta öfundssýki
en óánægju — ég gæti best trú-
að því. Eg átti sannast sagna
bágt með að trúa hvemig sumir
félagar mínir í GR létu út úr sér
varðandi mótið og völlinn og
aðra keppendur, svo ekki sé nú
minnst á þá sem sáu um fram-
kvæmd mótsins. Svona afstaða
og öfund skemmir fyrir íþrótt-
inni.
Landsmótið 'í golfí var haldið
í GR í fyrra og var ágætlega
staðið að því en að mörgu leyti
stóðu Suðumesjamenn sig betur
í ár. Til dæmis var alit sem snéri
að íjölmiðlum miklu betra í ár
og sumir GR-ingar virðast ekki
geta sætt sig almennilega við
það. Vonandi er þetta misskiln-
ingur hjá mér því auðvitað er
það íþróttin sem slík sem á að
ganga fyrir en ekki hagsmunir
eininganna, sama hvort þær eru
stórar eða litlar. Allir ættu að
stefna að því að auka vinsældir
golfsins, og gera það út frá verð-
leikum íþróttarinnar en ekki á
kostnað eininganna. Enginn
keðja er sterkari en veikasti
hlekkur hennar og stóru hlekk-
imir eru ekkert merkilegri en
þeir litlu.
Skúli Unnar
Sveinsson
Hvers vegna hætti PATREKUR JÓHANIMESSOIM við að ganga tilliðs við FH-inga?
Fljótfæmi og
mistök í vor
PATREKUR Jóhannesson er einn efnilegasti handknattleiks-
maður landsins og þó hann sé aðeins 21 s árs, síðan 7. júlf
s.l., er hann lykilmaður hjá Stjörnunni og einn af burðarásum
U-21s árs landsliðsins. Hann hefur leikið 63 a-landsleiki og
gert í þeim 59 mörk, en vakti fyrst athygli með U-16 ára lið-
inu, þar sem hann gerði 32 mörk í 7 leikjum. Hann lék 5 leiki
með U-18 ára liðinu og 17 mörk hans vógu þungt, þegar liðið
varð Norðuriandameistari, en næsta verkefni er að stefna að
sama titli með U-21s árs liðinu í Noregi um aðra helgi. Þar
verður Patrekur í sviðsljósinu.
Eftir
Steinþór
Guöbjartsson
i^að var hann líka fyrr í sum-
ar, þegar hann ákvað að
ganga til liðs við FH, og ekki síð-
ur á dögunum,
þegar hann hætti
við að fara frá
Stjörnunni, eina
félagsliðinu, sem
hann hefur leikið með. En hvers
vegna hætti Patrekur við að
ganga til liðs við FH-inga?
„Eg var samningsbundinn og
þegar ég ákvað að fara í FH var
um fljótfærni og mistök að ræða.“
Þú hefur áður ákveðið að fara
frá Stjörnunni, en alltaf hætt við.
Hvað veldur þessum óróleika á
vorin?
„Ég veit það ekki, en eftir á
að hyggja getur verið að vel-
gengnin hafí stigið mér til höfuðs
að vissu leyti. Þegar ég ákvað að
fara í FH hugsaði ég bara um
sjálfan mig, en ég fékk tækifæri
til að leiðrétta mistökin og verð
að vinna traust þeirra, sem ég
kom illa fram við. Mér líkar best
í Stjörnunni, þar eru félagar mín-
ir og ég á heima í Stjörnunni."
Hugsar leikmaður að loknu
hverju tímabili fyrst og fremst um
sjálfan sig?
„Maður verður að hugsa um
sjálfan sig en taka líka tillit'til
annarra. Auðvitað kemur þetta
upp í menn og þeir fá svona flugu
Morgunblaðið/Þorkell
Patrekur Jóhannesson vinnur hjá Fróða hf, lætur fara vel um sig í
bílnum og horfir björtum augum til framtíðar en hann ætlar að halda áfram
námi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í haust.
í hausinn, en eftir að hafa lent í
þessu nokkrum sinnum sé ég að
þetta er algjör vitleysa. Maður á
bara að vera í sínu félagi."
Lengi hefur verið talað um
Stjörnuliðið sem efnilegt, en dæm-
ið hefur ekki gengið aiveg upp.
Hvernig líst þér á framhaldið?
„Ég hef trú á því að þetta fari
að koma. Við höfum fengið Hans
[Guðmundsson] og Konna [Kon-
ráð Olavson] og hópurinn hefur
því breikkað. Það sem háði okkur
í fyrra var að Maggi Sig. [Magn-
ús Sigurðsson ] meiddist í undan-
keppninni og ég lenti í banni, en
við höfðum ekki efni á að missa
menn á þessum tíma. Nú höfum
við sett fyrir lekann og ég er
mjög bjartsýnn fyrir veturinn.“
Er sama bjartsýnin ríkjandi
varðandi 21s árs liðið á Norður-
iandamótinu um aðra heigi og í
heimsmeistarakeppninni í septem-
■ ber?
„Já. Á pappírnum erum við með
mjög sterkan hóp — byijunarliðið
er skipað lykilmönnum í sínum
félögum, sem eru með gífurlega
mikla reynslu miðað við leikmenn
ýmissa annarra liða, sumir jafnvel
með a-landsleiki. í sænska liðinu
eru til dæmis strákar sem komast
ekki í byrjunarlið hjá félögunum.
Mótið í Portúgal í sumar, þar sem
við töpuðum fyrir Svíum og gerð-
um jafntefli við Egypta, breytir
engu — aðalatriðið er að vera á
toppnum á réttum tíma.“