Alþýðublaðið - 18.11.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 18.11.1920, Síða 1
Alþýðublaðið Greíiö út af A.lþýðuflokknum. 1920 Fimtudagfina 18 nóvember. Stríð og dýrtíð. í gær hermdi sírnskeyti, er stóð hér í blaðinu, að herlið rússnesku verklýðsstjórnarinnar (bolsi víka) hefði tekið borgina Sebastopol á Xrímskaga á Suður-Rússlandi. Borg þessi hefir verið aðalbæki- stöð gagnbyltingarherforingjans Wrange!, en ekki var þess getið, hvað orðið væri um hann, en senniiega hefir hann komist undan í brezk herskip, en herlið hans verið handtekið. Krímskagi er æði langt í burtu, að því er okkur íslendingum finst, og þó getur vel verið að það, sem er nýskeð þar, geti orðið svo áhrifaríkt, að þess gæti jafnvel á hverju einasta heimili hér á okkar afskekta íslandi. Lesendur blaðsins relcur vafa- laust minni til greinar, sem stóð hér í biaðinu í sumar, eftir Philip Snowden, og þýdd var úr hinu ágæta enska mánaðarriti, Foreign Affairs. Greinarhöfundurinn, sem er annar helsti foringi hægfara jafnaðarmanna í brezka parla- mentinu, sýndi fram á að höfuð- ástæðan til þess, að dýrtfðin held- trr áfram, er það, að ekki er saminn friður við Rússa. Meðan það er ekki gert og hafnbanninu er haldið áfram á laadi þeirra, kemur eðlilega ekkert þaðan af þeim ógrynnum af komi, timbri og allskonar efnivöru er landið framleiðir og fluttist til vestur- hluta álfunnar áður en heims styrjöldin hófst. En dýrtíðin, sem af þessu leiðir, kemur jafnt niður á öllum löndurn, og engu sfður á þeim, sem alls ekki verzluðu við Rússa fyrir stríð. T. d. verð- um við íslendingar nú að borga helmingi hærra verð, eða máske þrefalt verð við það sem vera þyrfti, fyrir timbur sem við kaup- um frá Noregi og Svíþjóð, af þvf þau Iönd, sem voru vön að kaupa timbur frá Rússlandi, nú verða að kaupa það frá þessum löndum og sprengja þar með upp verðið fyrir okkur íslendingum. Frá Rússlandi fluttist fyrir stríð- ið 4 milj. smálesta af kornvöru og má nærri geta hver áhrif það hefir á kornvöruverðið, að ekkert flyzt nú þaðan. En hvað nú um þennan atburð, er greint var frá í upphafi greinar þessarar? Mun fullkominn ósigur uppreistarhers Wrangels vera fyr- irboði friðar við Rússa, og fyrir boði þess, að aftur verði tekin upp viðskifti við þá? Ekki er gott að vita það enn þá, en vfst er að meðan Wrangel var óuunin, voru líkurnar til þess að friður yrði saminn afar litlar. Því enska og franska audvaldið gerði sér fram á síðustu stundu tálvon um, að Wrangel og gagn byltingarher hans, sem var gerður út fyrir franskt fé og naut stuðn ings brezkra herskipa i Svarta- hafi, mundi að lokum koma rÚ9s nesku verkaiýðsstjórninni á kné. Og f þeirri von mun enska og franska auðvaldið lifa, meðan það getur telft einhverjum af feðrum sínum fram, þó að það hafi farið eias fyrir þeim öllnm, Koítschak, Judenitsch, Miller, Denikin og nú síðast Wrangel. Sama daginn og friðurinn milli Pólverja og Rúasa gekk í gildi (17. okt.) kom í Ijós ný gagn- byltingarklíka í skjóli Pólverja, sem lýsti yfir, að stríðið gegn rússnesku verklýðsstjórninni héldi áfram, og eru helztu menn klílru þessarar, sem nefnir sig „Sjálf- boðaher rússnesku þjóðarinnar1', Savinkoff og Balahovitch hers- höfðingi. Síðást þegar fréttist vant- aði þessa höfðingja ekkert nema hergögn og liðsmenn til að byrja stríðið gegn Bolsivikum. Úr því að Wrangel nú brást væri ekki ósenniiegt, að fransk-enska auð- valdið reyndi Balahovitch og Savinkoff, léti þá hafa fé og her- 266 tölubl. gögn, og þó þeim mundi fátt um liðsmenn, þá væru þeir þó btúk- legir til þess, að halda uppi von- inni um, að rússneska verklýðs- stjórnin yrði unnin að lokum. Ekki er ómögulegt, að hægt væri að koma Rúmenum eða Ung- verjum af stað gegn Rússum. En fremur er það samt ótrúlegt, þar eð þeir mundu hafa verið komnir af stað fyrir löngu, efþeir hefðu treyst sér vegna innri að- stöðu sinnar. En þegar Joks verð- ur séð um, að rússneska verklýðs- stjórnin verði ekki feld með vopn- um, þá kemur friðutinn. Ög við skulum vona, að það verði sem fyrst. Við skulum voaa það fs- lendingar, þó ekki væri annara vegna en sjálfra okkar. Srikklanðsmálin. Venizelos flúinn til Egyptalands. Khöfn, 17. nóv. Símað er frá Aþenu, að 250 áhangendur Konstantins hafi verið kosnir, og 118 áhangendur Veni- zelos. Rhallis myndar ráðuneyti þegar fráför Venizelos hefir verið samþykt. Raaes fréttastoía tilkynnir, að Venizelos sé flúinn undir vernd Breta til Egyptalands, og koma Konstantins sé boðuð. Reuters-fréttastofa segir, að rfk- isstjórinn hafi ennþá neitað að taka við lausnarbeiðni Venizelos; því atkvæði hersins, sem enn séu ótalin, geti breytt úrslitunum. Frmnrarp til áætlunar um tekj- ur og gjöld bæjarsjóðs Reykja- víkur árið 1921, kom í gær. Út- svörin eru áætluð x 325,106 kr. í fyrra voru þau 1.670,100 kr. Þessi niðurstaða fæst með því að skera niður allar framkvæmdir f bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.