Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 6
‘6 eftir Árno Motthíasson, mynd Kristinn Ingvarsson Slagurinn um hylli plötukaupenda og dansþyrstra í sumar hefur verið harð- ur og atgangurinn meiri en nokkru sinni. Þar hafa tekist á nokkrir vinsælustu tónlist- armenn síðustu ára og lítið verið til sparað. Það vekur því nokkra athygli að söluhæsta sumarplatan er ekki með þekktum stjömum með milljónakynningu á bak við sig, heldur er þar á ferð huldumaður af óræðum upp- runa sem syngur gömul dægurlög með suð- rænni sveiflu. Huldumaðurinn heitir Bogom- il Font og hljómsveit hans Milljónamæring- amir. Bogomil Font er aukasjálf Sykurmolans Sigtryggs Baldurssonar, sem lands- og heimsþekktur er sem trommuleikari. Það vakti því nokkra undrun þegar hann fór að láta á sér bera sem söngvari, eða réttara sagt raulari af gamla skólanum, og settist þar á bekk með stjömum eins og Frank Sinatra, Bing Crosby og Hauk Morthens, undir dulnefni. Velgengnin lét á sér standa, en þegar hún kom var það með miklum látum og því rekur margur vísast upp stór augu þegar hann spyr að Bogomil er hætt- ur, nánast um leið og hann komst á toppinn. Hinn glaðbeitti og eggjandi Bogomil Font Bogomil Font varð til á plussklæddum bamum í Intercontinental-hótelinu í Zagreb í Júgóslavíu sem var. Sagan hermir að þar hafí Sykurmolamir verið á tónleikaferða- lagi og þegar stund gafst á milli stríða sátu þeir Sigtryggur og Bragi Ólafsson á bamum og veltu fyrir sér íburðarmikilii hnignuninni sem speglaðist í umhverfínu. Andrúmsloftið á staðnum kveikti þá hug- mynd að setja á stofn hljómsveit sem leika myndi gamaldags dægurjass með söngvara í stH. Bragi myndi sjá um hljómsveitar- stjóm og trommuleik í anda Buddys Rich og Arts Blakeys, og Sigtryggur um söng. Á staðnum var dagatal þar sem Sigtrygg- ur sá að fæðingardagsdýrlingur hans hét Bogomil. Þar með var fyrri hluti sviðs- nafnsins kominn og Font bættist síðar við í lýrískum innblæstri. Fyrstu skref Bogomils Fonts voru á Hótel Sögu haustið 1990, þar sem Jazz- hljómsveit Konráðs Bje lék og kynnt var „hin glaðbeitta og eggjandi“ rödd hans. Jazzhljómsveitin var meðal annars skipuð öllum Sykurmolunum, nema Þór Eldon, sem léku á allt annað en þeir höfðu gert fram að því. Meðal fyrstu atriða var að Sigtryggur sté nakinn í slopp út úr sturtu- klefa á sviðinu og klæddi sig í takt við tónlistina; Bogomil Font varð til. Eignaðist fyrstu trommuna tíu ára Eins og segir í upphafí er Sigtryggur Baldursson lands- og heimsþekktur sem trommuleikari Sykurmolanna og hefur jafnan verið talinn einn besti og frumleg- asti trommuleikari landsins. Hann segist líka hafa heillast snemma af trommuleik, þó aðdragandinn hafí kannski verið óvana- legur. „Ég eignaðist fyrstu trommuna þegar ég var tíu ára. Við höfðum búið í Banda- ríkjunum, vegna starfa pabba, en þar sem við vorum að flytja tókst mér að væla trommu út úr honum Ég æfði mig þó ekk- ert á hana, en vissi alltaf að ég gæti spil- að. Þegar ég var tólf ára laug ég síðan því að félögum mínum í knattspymuliðinu Breiðabliki að ég kynni á trommur. Það leiddi af sér að ég varð að fá lánað hjá frænda mínum trommusett til að standa við lygina. Ég æfði mig í þrjá daga og leyfði þeim svo að hlusta á mig spila. Þar með var ég fastur í netinu og árið eftir var ég kominn í unglingahljómsveitina Hattímas í Kópavogi. Með mér í Hattímasi voru Siggi Jóns, saxófónleikari Milljóna- mæringanna, sem lék á gítar þá, Birgir Mogensen á bassa, Benedikt Guðmundsson knattspymukappi á píanó og Jón Ragnar pípari hét annar gítarleikarinn. Við spil- uðum saman eitt og hálft ár. Síðan spilaði ég í árshátíðarsveit þar sem ég kynntist Hilmari Emi Agnarssyni, Magnúsi Guð- mundssyni og fleirum og uppúr þeirri hljómsveit þróaðist Þeyr. Þá var ég búinn að vera að spila með Birgi Mogensen lengi og meðal annars vorum við í upphafí í frum- gerð Mezzoforte." Uppúr Þeyssamstarfínu slitnaði árið 1983 og upp frá því fór Sigtryggur í Kukl, sem síðan þróaðist í Sykurmolana 1986. Ekki verður frægðarsaga þeirrar hljóm- sveitar rakin hér, en eftir að hafa farið um heiminn samfellt í fímm ár er varla nema von að Sigtrygg og hina Molana hafí verið farið að langa að gera eitthvað annað. Gömlu uppáhaldslögin Eins og áður sagði kom Bogomil Font fyrst fram á sjónarsviðið 1990, en eftir að m MiÓRGUNÉLAÐIÐ SÚNNÍjÖAGUR 15. ÁÓú’ST 1993 Sykurmolamir luku tónleikaferð í Iqölfar síðustu plötu sinnar snemma árs 1992 ákvað Sigtiyggur að taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð. „Upphaflega ætlaði ég að setja saman gamansveit og vildi fá Braga aftur á trommur. Bragi sagði hinsvegar að hann hefði ekkert að gera í þetta og lagði til að ég fengi mér almennilega menn sem kynnu að spila. Ég talaði þá við Sigga Jóns, sem áður var með mér í Hattímasi og dvalið hefur langdvölum í Suður-Ameríku, og síð- an tókst mér að smala saman fleiri frábær- um tónlistarmönnum. Ég ákvað að setja saman hljómsveit sem myndi spila gömlu uppáhaldslögin mín, dægur- og jasslög sem ég hélt mikið upp á og líka efni í suður-amerískum anda. Eins og svo oft vill vera öðlaðist hljómsveit- in síðan sjálfstætt líf. Það var ákveðin hugsjón á bak við sveit- ina og ég sá hana fyrir mér í ákveðnum stfl; hljómsveit sem væri fín í tauinu og samt svolítið sjúskuð að spila á skítabúll- um. Á gullaldarárum bíbopsins og jassins í New York voru Miles Davis, Dizzie Gil-„. lespie og Charlie Parker alltaf að spila á skítabúllum, en fínir í tauinu, alltaf með sitt á hreinu.“ Ekki gekk Sigtryggi og félögum allt of vel til að byija með og margir tóku hljóm- sveitina ekki alvarlega, litu á hana sem einkonar músíkalska spaugstofu. „Við ætl- uðum að spila gömul dægurlög okkur til skemmtunar og allur umbúnaður átti að undirstrika það að við vorum ekki að gera þetta allt af of mikilli alvöru. Fyrir vikið, og eflaust vegna nafnsins, átti fólk erfítt með að taka okkur alvarlega, en þó þetta hafí aldrei átt að vera alvarleg hljómsveit er hún það að vissu leyti vegna þess að við vönduðum okkur við spilið. Það vildi bara svo til að það völdust í þessa sveit menn sem voru mjög góðir spilarar, þess vegna má alveg taka hana alvarlega á ýmsan máta. Við urðum strax vinsælir hjá þröngum hópi, en komumst ekki út fyrir hann og lentum í erfíðum böllum þegar við vorum að byija. Kannski á þar mesta sök þessi þrjótur Bogomil Font, sem fólk átti erfítt með að átta sig á, en ég held ekki að bet- ur hefði gengið ef ég hefði komið fram sem Sigtryggur Baldursson, trommari Sykur- molanna. Mig langaði líka til að þróa áfram þetta aukasjálf mitt, því ég hef haft gott af því. Ég tók eftir því þegar ég var að koma fram með Konráði Bje að ég var aldrei með sviðsskrekk, var aldrei stressað- ur, vegna þess að ég var að leika, ég var ekki Sigtryggur, ég var Bogomil Font. Þessi tilfinning er að mestu horfín í dag, en samt til staðar. Mér fannst mjög erfítt að hlusta á sjálf- an mig syngja til að byija með, því það er erfítt að vera að syngja lög sem fremstu söngvarar sögunnar hafa sungið, að vera að keppa við menn eins og Frank Sinatra, Hauk Morthens, Bing Crosby og Nat King Cole. Ég ræð þó við það að syngja í skugg- anum af þeim vegna þess að það er Bogom- il Font sem er að syngja en ekki ég. í fyllstu alvöru þá er ég enginn söngv- ari, ég er bara leikari. Ég hef ágætis rödd en þekki mín takmörk og reyni einfaldlega að gera mitt besta.“ A síðasta hausti fór stórútgáfa fram á það við Sigtrygg að fá að gefa út plötu með Bogomil Font, en hann þvertók fyrir það. í vor ákvað hann svo að taka upp bail í Hlégarði í Mosfellsbæ, sem fékk heitið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.