Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 9
: ■ MOft&VfrBlAtyW- Hfy-Á®Ú$T,1993 ST ANGVEIÐI/ ab gefa slaka eda bregdast strax vibf Aðsetfaílax KUNNINGIMINN kom heim úr veiðiferð um daginn. Hann setti í sjö laxa á flugu en náði engum. Þeir héngu á sem snöggvast en voru óðar lausir. Hann varð hugsi út af þessu og velti fyrir sér hvað hefði farið úrskeiðis en sagðist hafa farið að eins og kennt væri, gefið slakt og beðið áður en hann brá við þeim. að hafði verið töluverður vatnskuldi, mikið vatn og lax- inn gengið hægt og tregt. Á veiði- svæðinu sem um ræðir háttar þannig til að vaða þarf út ofan við veiðistaðina og tökustaðir eru víða beint niður af veiðimanninum. Var þetta hluti af skýringunni? Ég hafði lent í svip- uðu á sama stað. Þegar hlýindi eru, hæfilegt vatn og nóg af laxi er algengt að hann sé vel við og fáir tapast ef sæmilega er að veiðinni staðið. Byrjað er að kasta efst á hyl skáhallt út í strauminn, þess gætt að línan bugist sem minnst til að fluguna beri rétt að fiskinum á eðlilegum hraða. Laxinn sér fluguna koma svíf- andi, tökufískurinn syndir móti henni opnum kjafti, tekur hana upp í sig, snýr við og ætlar aftur á legustaðinn. Við það dregst flugan aftur í kjaftvikið og þá fyrst má strengja á línunni, bregða við, en í raun má segja að fískurinn festi sig sjálfur. Þessu þarf veiðimaður alltaf að vera viðbúinn, hvert ein- asta sinn meðan flugan er í vatn- inu. Þess vegna er veiðiskapur ein- beiting hugans en ekki andlaust gauf eins og sumir halda. Sé tekið of fljótt í línuna en þó hikandi er hætt við að flugunni sé kippt út úr fiskinum eða hún festist fremst í kjafttotunni þar sem lítið hald er í nýgengnum físki og hann hristir fljótlega úr sér. Til að vera viðbúinn finnst mér best að halda hægri hönd um stangarskaptið og láta línuna leika á vísifingri. Þegar fiskur tekur leyfí ég honum að draga út línu þangað til ég held að hann hafí snúið sér við þannig að taumurinn sé aftur Svona á hann að taka. úr kjaftvikinu og línan liggi sam- síða fiskinum. Þá klemmi ég línuna að skaptinu og reisi stöngina hægt en ákveðið. Agnhald öngulsins gengur þá inn fyrir kjaftbeinið. Þar er tryggasta festan. Við þetta þarf engin átök eða rykki, þungi fisksins og ferð sér um að öngull- inn sökkvi í holdið sé tekið á móti andartak. Tímalengdin sem ég læt líða þar til ég bregð við fer eftir ofsa tök- unnar og sundhraða físksins. Ég er hættur að telja upp að fjórum eins og fyrstu árin. Ég er líka hættur að gefa honum lausar lykkjur við tökuna. Mér finnst ég missa við það öryggistilfinningu að hafa ekki tengsl við fískinn og svo hef ég einfaldlega misst of marga laxa með þeirri aðferð. Þegar veitt er með flotlínu sést takan á yfirborðinu. Þá ríður á að forðast æsing og taka ekki á móti fyrr en strengist á línunni. Þetta eru ákjósanlegustu aðstæður og vandinn byijar ekki fyrr en laxinn hafnar flugunni jafnvel eftir að hafa tekið í hana nokkrum sinnum. Þetta á sér oft stað þar sem flug- an „hangir“ eins og sagt er. Lax- inn hefur þá fylgt flugunni skárann á enda og línan hefur að fullu rétt úr sér. Oft gerist þetta þegar hita- stig vatnsins er lágt. Það er eins og komið sé við fluguna, nartað, tekið í hana og svo ekkert meir. Þetta nefna sumir „skotttöku" og telja að laxinn bíti í vængendann sem stendur aftur af önglinum. eftir Gylfa Pólsson ,íj3. 9 Þetta kann að vera rétt en Craw- ford Little, þekktur enskur veiði- sérfræðingur, hefur sína skoðun á þessu máli. Hann telur að fiskurinn taki fluguna í munn sér andartak en í stað þess að snúa sér með hana eins og áður er greint frá, opni hann kjaftinn, láti sig sakka og losi sig þannig við fluguna. Little álítur, þegar flugan hefur staðnæmst, ráð að draga hana nokkrum sinnum hratt móti straumi eins og lítill fiskur sé að forða sér undan hættulegum óvini. Þá vakni rándýrseðli laxins, hann ráðist á fluguna og taki hana með tilþrifum! Little segist einnig hafa reynt við þessar aðstæður að slaka til hans línu til að freista þess að festa í munnvikinu en gengið illa og hefur sínar skýringar á því. En best telur hann þegar veiðimaður- inn finnur fyrir fiski við þessar aðstæður að bregða snöggt við. Sé flugan enn í kjafti fiskinum sé næsta víst að önguloddur fái festu einhvers staðar í munnholinu. Best sé því að bregða strax við. Fluga sem situr í efri gómi eða tungurótum hefur gott hald og losnar ekki svo auðveldlega. Gott er að nota sílhvassar þríkrækjur með útstæða odda. Þeir grípa vel eins og veiðimenn hafa óviljandi margoft reynt á sjálfum sér. Hvort sem aðferð Littles er reist á óyggjandi rökum eður ei ætla ég að reyna „snöggt viðbragð11 næst þegar ég fæ „skotttöku“. ÞfÓDLÍFSÞANKAR /Þarf ab afmá leibi frá þessari 'óld? Þær voru svo fallegar... Um daginn kom ég að Stað í Steingrímsfirði þar sem langafi minn var prestur snemma á þess- ari öld. Ég var í einskonar píla- grímsferð, langaði að sjá kirkj- una sem gamli maðurinn predik- aði í og fjöllin sem börn hans höfðu fyrir augunum á sínum mótunarárum. Síðast en ekki síst ætlaði ég að sjá leiði tveggja ömmusystra minna, sem dóu úr berklum rétt tvítugar að aldri. Amma talaði oft um þessar skammlífu systur sínar,„Þær voru svo fallegar báðar tvær, sérstaklega hafði sú yngri fal- Iega blá og stór augu“, sagði hún og sýndi mér mynd af þeirri síð- arnefndu, af hinni er engin mynd til, svo ég viti. Hátíðleg í bragði steig ég út úr bílnum á hlaðinu á Stað. Vel sást til fjalla og kirkjan virtist nán- ast með sömu ummerkjum og hún var á gamalli mynd sem danskur landmælingamaður málaði árið 1911. Ég gekk um kirkjugarðinn með spurn í huga. Hvar skyldu frænkur mínar liggja? Ég gekk um allan garðinn en fann leiðin þeirra hvergi. Þá gaf sig Guðrúnu Guðlaugsdóttur á tal við mig eldri kona úr nágrenn- inu, sem þarna var stödd, og spurði hvers ég leitaði. “Það veit ábyggi- lega enginn lengur hvar þær systur liggja, það er búið að slétta yfir garðinn og ekkert af því gamla fólki sem þekkti leiðin þeirrra er lengur á lífí“, sagði hún þegar ég hafði útskýrt fyrir henni hvers ég leitaði. Döpur í huga yfirgaf ég litla kirkjugarðinn og hugsaði um hve slæmt það væri að menn skuli ekki leggja vinnu í að kortleggja kirkju- garða áður en ráðist er í að slétta yfír gömul leiði. Raunar skil ég ekki af hverju verið er að slétta yfir kirkjugarða og eyðileggja þar með dýrmætar minjar í landi þar sem nóg landrými er til þess að stækka eða færa kirkjugarða. í Reykjavík hefur mér vitanlega ekki verið rætt um að slétta yfír gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu enn sem komið er og það varð hér uppi fótur og fit þegar spurðust þau tíð- indi að Danir ætluðu að slétta yfir gamlan kirkjugarð í Kaupmanna- höfn, þar sem ýmsir þekktir landar okkar liggja. Eru þetta þó þéttbýlli staðir en íslenskar sveitir. Á tækniöld ætti það að vera til- tölulega lítið mál að gera kort af kirkjugörðum og merkja þekkt leiði þar inná áður en farið er að hrófla við þeim. Nú spyijast þær fréttir að farið sé að kortleggja álfabyggð- ir í hinum ýmsu kaupstöðum. Úr því að menn leggja fé í að merkja inn á kort svo vafasamar tilvistar- minjar má ætla að framvegis verði þekkt leiði kortlögð áður en þeim er rutt um koll af stórtækum vinnu- vélum. Annars finnst mér einhver kuldasvipur yfir slíkum aðförum og nöturlegt að fólk skuli ekki geta gengið að leiðum vísum sem jarðað hefur verið í á þessari öld. Burt séð frá allri tilfínningasemi þá ætti frá sögulegu sjónarmiði fremur að hlúa að slíkum minjum en jafna þær við jörðu. Það ætti fremur að kapp- kosta að merkja leiði heldur en afmá tilvist þeirra. Við íslendingar eigum nóg landrými til þess að bæta við grafstæðum þegar fullgrafið er í kirkjugarða. VZterkur og k./ hagkvæmur auglýsingamidill! fMiOTjpmMafojfo ■ SÉRHÆFT Skrifstofutækninám ■I HNITMIÐAÐRA ■i ÓDÝRARA B VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENNSLUGREINAR: - Windows gluggakerfi - Word ritvinnsla íyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla o.fl. Verð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði!* Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva i atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. [ Tölvuskóli Reykiavíkur If.v.v.v.v.vj B BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 •Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.