Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 I BÍÓ Þtjár íslenskar bíómyndir eru nú í framleiðslu á mismunandi stigum. Bíódag- ar Friðriks Þórs Friðrikssonar eru í tökum og sömuleiðis bama- og fjölskyldumynd Þorsteins Jónssonar, Emil og Skundi. Tökur munu hefjast á Líf og dauða Hilmars Odds- sonar í haust, sem fjallar um tónskáidið Jón Leifs. Þá eru nokkrar íslenskar stuttmyndir í upptökum. Hér hefur þegar verið greint frá tveimur: Ilmi eftir sigurveg- ara síðustu Stuttmyndadaga i Reykjavík, Amar Jónasson og Reyni Lyngdal og Ferðinni að miðju jarðar eftir Ásgrím Sverrisson. Sú þriðja heitir Nifl og er eftir Þór Elís Páls- son en tökur á henni hófust fyrir stuttu á Kirkjubæjar- klaustri og byggir hún á þjóð- sögun'ni Loðni maðurinn. Stuttmyndagerðin virðist dafna jafnt og þétt jafnframt bíómyndagerðinni og er það vel við hæfí. ■ Franski leikstjórinn Claude Chabrol hefur gert nýja bíómynd sem heitir Betty og sagt er að sé ein af bestu myndum hans. Með aðalhlutverkin fara Stéphane Audran (matseljan góða í Gesta- boði Babettu) og Marie Trintignant, dóttir franska leikarans Jean-Louis. Myndin segir frá sambandi tveggja kvenna sem leiðir til hörmunga. MÞað eru margir sem þekkja sögu Mark Twa- ins um milljón dollara seð- ilinn. Hún hefur verið kvikmynduð áður en væntanleg er ný útgáfa sem spænskættaði leikar- inn og grínistinn Paul Rodriguez gerir. Hún heitir Juan fær milljón og í henni leikur Edward James Olmos dularfullan mann á limósínu sem rétt- ir appelsínusaia í Los Angeles ávísun upp á miHjón dollara. Cheech Marin og Rubén Blades fara einnig með hlutverk í myndinni. KVIKMYNDIR Má ekki lyftaþessu á örlítid hcerraplanf Allt í kássu áystu nöf Margt slæmt er hægt að segja um þýðingarnar á bíó- myndunum í íslensku kvikmyndahúsunum og líklega hafa allir einhvern tímann rekið upp hlátur vegna þeirra. Oft tekst líka vel til þótt færri orð séu höfð um það því góð þýðing merkir einfaldlega að áhorfandinn tekur ekki eftir henni. Hins vegar tekur áhorfandinn alltaf eftir heitum bíómynda og þau eru orðin ansi ein- hæf í seinni tíð. Allur bíórekstur miðast að sjálfsögðu við að laða áhorfendur á bíómyndir og heiti bíómynda skiptir miklu máli í þeim efnum. Þau þurfa að vera grípandi og söluleg en þau þurfa líka að vísa til einhvers sem annað hvort tengist erlenda heitinu beint eða kemur inn á kjamann í innihaldi mynd- arinnar. Margar frábærar þýðingar hafa séð dagsins ljós eins og Tónaflóð („The Sound of Music“) og Gauks- hreiðrið („One Flew Over the Cuckoo’s Nest“) og hafa unnið sér sess á þann hátt að við þekkjum jafnvel betur íslenska heitið en það er- lenda. En nú er eins og fjórða hver mynd heiti Á ystu nöf eða Réttlætinu fullnægt eða í hefndarhug eða A blá- þræði. Spennumyndimar „Bird on a Wire“ og „Narrow Margin" hétu t.d. báðar þetta síðastnefnda og vom sýndar með stuttu millibili. Erlendir framleiðendur standa frammi fyrir svipuðu vandamáli og þeir sem reka bíóin hér. Þeir þurfa að koma upp með góð heiti. Hér eru tíu frægar myndir sem kannski fengju annað heiti ef þær væru frumsýndar í bíóunum í dag: Tónaflóð............ Barnfóstra á ystu nöf Gaukshreiðrið........... Geggjuð geðdeild Á hverfanda hveli....... Tvö á toppnum Guðfaðirinn.......... Réttlætinu fullnægt Casablanca....................... Villt ást Borgari Kane................. Einn ýktur Möltufálkinn............ Smellinn spæjari Ben Hur................Á síðasta snúning Dr. Zivago....................Allt í kássu Kínahverfið.................. Á bláþræði Síðasta Bondmynd átti að heita „Licence Revoked" en svo héldu framleiðendurnir að enginn vissi hvað „re- voked“ (afturkallað) þýddi svo myndin var endur- skýrð„Licence to Kill“. í ís- lenskri þýðingu var staðið við upprunalega heitið og myndin hét Leyfið afturkall- að, sem var mjög gott nafn á myndina. Stundum er ekki nokkur leið að gera sér grein fyrir heitinu á frummálinu í gegnum íslensku þýðing- una. Tveir á toppnum var heitiðá„Leathal Weapon“ - myndunum. Mynd David Cronenbergs, „Naked Lunch" hét Rithöfundur á ystu nöf eins og William S. Burroughs væri í öræ- fatrylli með Sylvester Stall- one. Hin lofaða írska ástar- saga „The Crying Game“ heitir Ljótur leikur hér heima en það heiti segir fátt og á ekkert í hið ljóð- ræna frumheiti. Það er sjálfsagt ekkert auðvelt að finna gott nafn á bíómyndir en það er eins og sé búið að útvatna heitin í sama einfalda hasar- myndaformið, sem segir manni ekki mjög mikið. Titl- ar eru misjafnlega erfiðir i þýðingu en þýðendum tekst yfirleitt vel upp við bóka- heiti - jafnvel þótt bækurnar séu reifarar - og því ætti ekki að gera sömu kröfur til bíómyndaþýðinga? Barnfóstra á ystu nöf; Julie Andrews í Tóna- flóði. FERÐIN AÐ Asgrímur Sverrisson, 29 ára gamall Hafnfirðingur, vinnur nú við gerð stuttmyndarinnar Ferðin að miðju jarðar en hún er lokaverkefni hans frá The National Film and Television School í London þar sem hann hefur stundað nám í kvikmyndaleikstjóm sl. þrjú ár. Með aðalhlutverkið í myndinni fer Jóhanna Jónas ,en með önnur hlutverk fara Jakob Þór Einarsson, Kristbjörg Kjeld, EyVindur Er- 25.600 HAFA SEÐ ÓSIÐLEGT TILBOÐ AIls höfðu samanlagt um 25.600 manns séð myndina Ósiðlegt tilboð um síðustu helgi að sögn Frið- berts Pálssonar bíóstjóra í Háskólabíói en myndin hefur verið sýnd þar og í Sambíó- unum. Þá sagði Friðbert að 14.000 manns hefðu séð Lif- andi, 3.000 Útlagasveitina og 3.000 Við árbakkann eftir Robert Redford. Næstu myndir Háskóla- bíós á eftir „Jurassic Park“ eru „Fire in the Sky“ með D.B. Sweeney og „Benny and Joon“ með Johnny Deep og Mary Louise Masterson. „Sli- ver“ með Sharon Stone verð- ur frumsýnd í Háskólabíói og Sambíóunum þann 3. sept- ember og önnur sameiginleg mynd bíóanna, Firmað með Tom Cruise, kemur í október. Sýnd á næstunni; Branagh og Emma Thompson í Ys og þys út af engu. Friðbert sagði Háskólabíó ætíð keppa að því að blanda saman aðsóknarmyndum og listrænum myndum en nokkrar eru væntanlegar i bíóið sem tilheyra síðar- nefnda flokknum: „Map of the Human Heart“ eftir Vinc- ent Ward, „Shadow and Fog“ eftir Woody Allen, kínverska myndin Rauði lampinn og loks nýja Shakespearemynd Kenneth Branaghs, „Much Ado About Nothing" eða Ys og þys út af engu. Kvikmyndahátíð Listahá- tíðar hefst í Háskólabíói 2. október að sögn Friðberts. MIÐ Aftur á tjaldið; Sean PENN LEIK- STÝRIR AFTUR Ein skærasta stjarna ungu kynslóðarinnar í Hollywood og fyrrum eigin- maður Madonnu hefur dreg- ið sig úr skarkala frægðar- innar og neitað öllum kvik- myndatilboðum í nokkur ár. Þetta er Sean Penn. Hann er að leita fyrir sér á öðrum starfsvettvangi sem kvik- myndaleikstjóri. Fyrsta myndin sem hann leikstýrði var „The Indian Runner“, metnaðarfull mynd sem fékk ágæta dóma sem byijendaverk. Sú næsta heit- ir „Crossing Guard“ og hefur Penn fengið Jack Nicholson til að fara með aðalhlutverk- ið í henni auk þess sem Penn mun leika sjálfur í myndinni. Nicholson mun leika mann sem dæmdur er í fangelsi fyrir að vera valdur að dauða ungrar stúlku fullur undir stýri en þegar hann kemur úr fangelsinu bíður hans fað- ir stúlkunnar, leikinn af Penn, sem hefur harma að hefna. U JARÐAR lendsson _og Guðmunda Elíasdóttir. Auk þess koma Steinn Ármann Magnússon og Pétur Jóhannsson við sögu, ásamt fjölda Ólafsvíkinga en Ólafsvík er sögu- svið myndarinnar. Hún segir frá ungri leikkonu sem kemur frá sjávarþorpi úti á landi en gengur ekki að koma sér á framfæri í höfuðstaðnum og tekur að sér hlutverk Fjallkonunnar í Ólafsvík fyrir 17. júní hátíðarhöldin. Ásgrímur er leikstjóri myndarinnar en sagan er eftir hann og hann skrif- ar handritið ásamt skólafélaga sínum, John Milarky. Upptökur hófust þann 5. ágúst og er hópur alþjóðlegra kvik- myndagerðarmanna frá skólanum staddur hér á landi við tökurnar. Tónlist er í höndum Mána Svavars- sonar (Veggfóður). Ásgeir hefur unnið sem dag- skrárgerðarmaður hjá ríkissjón- varpinu m.a. við heimildarmyndir um Guðjón Samúelsson húsa- meistara og Jónas frá Hriflu og hann stjómaði gerð söngva- og gleðimyndarinnar Hinir ómót- stæðilegu. Fjallkona Ólafsvíkinga; Jóhanna Jónas. ■Hollenski leikstjórinn George Sluizer, sem gerði Hvarfið beggja vegna Atlantsála, heldur áfram að vinna í Banda- ríkjunum. Nýjasta myndin hans heitir „Dark BIood“. River Phoenix og Judy Davis munu fara með að- alhlutverkin. Myndin segir frá einbúa sem fær sér- stakan áhuga á giftri konu og tekur hana og mann hennar á endanum í gísl- ingu. Það er sama fyrir- tækið og gerði „The Cry- ing Game“, sem stendur að baki myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.