Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 Undirbúningur upptöku; Þor- steinn Jónsson ræðir við lið sitt umnæstaskot. SKÝJAHÖLLIN ÍHÚNA VERI eftir Arnald Indriðason KVIKMYNDAHÓPUR Þor- steins Jónssonar var staddur í Húnaveri um síðustu helgi við upptökur á barna- o g fjöl- skyldumyndinni Skýjahöllinni eftir sögu Guðmundar Ólafs- sonar, Emil og Skunda. Hópur- inn var þá nýkominn frá Ólafs- firði sem er sögusvið myndar- innar. Þar var sett á svið óveð- ur með hjálp slökkviliðsins á staðnum en verkefnið þessa helgi var að setja á svið útihá- tíð, einskonar verslunarmanna- helgi, I Húnaveri með hjálp leik- félagsins á Blönduósi. Og í einu atriðinu henti Emil, sem Kári Gunnarsson leikur, sér í Svart- ána á eftir hvolpinum Skunda besta vini sínum. „Það var allt í lagi,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið. „Þeir voru með hitara á bakkanum.“ Þorsteinn /ar ánægður með framvindu mála. Afköstin höfðu verið góð. Erfíðir tökudagar voru að baki og mynd- in var á áætlun og gott betur. Þeir höfðu verið mjög heppnir með veður, fengið ýmist dumbung eða sólskin þegar þeir þurftu á því að halda. „Veðurguðirnir hafa verið okkur mjög hliðhollir," sagði Þorsteinn. „Kuldinn sést ekki á mynd.“ Hann vildi byrja tökur úti á landi til að ná sumarbirtunni en brátt fer hópurinn í upptökuver í Reykjavík þar sem leikmyndir hafa verið smíðaðar fyrir innitök- umar. Með aðalhlutverkin í mynd- inni auk Kára fara Guðrún Gísla- dóttir og Hjalti Rögnvaldsson sem Ieika foreldra Emils, Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Inga), Sigurður Sigur- jónsson (Álfur), Steindór Hjörleifs- son (afi), Jón Júlíusson (ferðamað- ur), Gísli Halldórsson (Jósi), Rób- ert Amfínnsson (forstjóri), Flosi Ólafsson (verkstjóri) og Ámi Tryggvasson (bóndi). Kvikmynda- tökumaður er Sigurður Sverrir Útihátíðarstemmning í Húnaveri; Sigurður vekur for- vitni hvolpsins. Einn á útihátíð; Kári Gunnarsson kannar að- stæður í Húnaveri. Tökur standa nú yfir á barna- og fjölskyldumynd- inni Skýjahöll- inni norður í landi undir leik- stjórn Þorsteins Jónssonar Stund milli stríða; Þorsteinn, Kári og Sigurður taka sér hvíld. Mýkri og rólegri mynd; Sigurður Sverrir veltir skotinu fyrir sér. Pálsson, um framkvæmda- og fjármálastjóm sjá Hlynur Óskars- son ,og Martin Schliiter, Sigurður Sigurðsson sér um hljóðupptöku, Geir Óttarr Geirsson um búninga og Erla Óskarsdóttir er leik- myndahönnuður. Fyrirtækið Gulifingur (engin tengsl við James Bond) sér um framleiðslu myndarinnar hér á landi en á bak við það stendur fyrirtæki Þorsteins, Kvikmynd, sem áður gerði Punktur, punktur, komma, strik og Atómstöðina. Aætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er 105 milljónir og er stefnt að frumsýningu næsta haust. Myndin er fjármögnuð með styrkjum úr meðal annars Kvik- myndasjóði íslands og Kvik- myndasjóði Evrópu og af Trans- Film í Berlín og Per Holst Film í Danmörku sem stóð að baki ósk- arsverðlaunamyndarinnar Pella sigursæla. Handritið var valið úr 15 umsóknum í samkeppni Kvik- myndasjóðs um norrænt barna- verkefni og sagði Þorsteinn það hafa fengið mjög góðar viðtökur erlendis. Skýjahöllin er fyrsta bíómynd Þorsteins í níu ár eða frá því Atóm- stöðin var frumsýnd en Þorsteini finnst eins og hann hafí verið að hætta við Atómstöðina í gær. „Ég hef engu gleymt. Helsta breyting- in sem orðið hefur á þessum tíma er að nú er miklu meira af fag- fólki sem vinnur við kvikmynda- gerðina sem hefur mikla reynslu. Það vinnur við þetta eins og hvert annað fag. Þetta er ekki íhlaupa- vinna. Þetta er fólk með nokkrar myndir að baki og þetta er gott lið sem vinnur mjög vel.“ Vinnudagurinn hefst fyrir sjö á morgnana en tökur hefjast klukk- an átta. Unnið er í tíu tíma á dag en það getur farið í 15 tíma í löng- um og erfiðum atriðum. Allt krefst þetta mikils skipulags 17 manna hópsins sem stendur að baki vélar- innar og þarf að sjá um að allt sé á sínum stað á sínum tíma hvort sem það er mjólkurbrúsi eða mink- ur. Alls koma um 150 manns fram í myndinni. „Það sem vakir fyrir mér,“ sagði Þorsteinn, „er að fá sem flesta inn á bíó aftur. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna. Hún er fyrir fólk sem vill sjá mynd um tilfínningar venjulegs fólks. Þetta er spenn- andi saga og dramatísk. Ég veit að það er hungur eftir myndum af þessu tagi. Áhorfendur vilja ekki lengur þessar ofbeldismyndir. Þetta er saga uni átta ára strák sem lendir uppá kant við foreldra sína. Báðir hafa nokkuð til síns máls en það endar með því að drengurinn strýkur að heiman með litlum hvolpi." Þegar kvikmyndaliðið er statt í Húnaveri er Emil strokinn að heiman og staddur á útidansleik á staðnum að hitta Álf, kunningja sinn sem Sigurður Siguijónsson leikur. Hann finnur vin sinn dauðadrukkinn, týnir hvolpnum, eltir hann út í á og lendir í miklum hrakningum. Kári Gunnarsson segir það bæði gaman og erfitt að leika Emil. Hann er tíu ára nemandi í Víðistaðarskóla í Hafn- arfírði og sá auglýst eftir strák í hlutverkið í Morgunblaðinu. „Ég hringdi í Þorstein,“ sagði Emil, „og hann kom í skólann minn og tók myndir af öllum í bekknum en valdi mig úr mínum bekk. Ég bjóst ekkert við að fá hlutverkið. Mér skilst að hann hafí farið í alla skóla í Reykjavík en ég var valinn á endanum." Kári sagðist hafa lesið bókina um Emil og Skunda tvisvar og sagði Emil ákveðinn pilt og segir það lýsa honum vel þegar hann stekkur út í ána á eftir hvolpinum sínum. „Nei“, sagði Kári, „það er ekkert erfítt að muna textann. Það er oftast ekki mikið sem þarf að læra.“ Þegar Þorsteinn var spurður að því að hvaða leyti bíómyndin verð- ur öðruvísi en saga Guðmundar Ólafssonar svaraði hann:„Ég bæti talsvert við hlut Ólafsfjarðar og sveitarinnar og geri hann sterk- ari. Og ég geri allt stærra; drama- tískara og hættulegra. Ég skýri söguna til að gera hana einfaldari og bæti inni nokkrum atriðum til að auka spennuna. Stíllinn er þannig að þeir fullorðnu eru eldri en þeir eiga að vera, litla gatan er stærðar borg. Frásögnin á að vera sem næst upplifun end- urminninga þar sem öll smáatriði hafa þurrkast út. Litaskalinn er takmarkaður. Það eru aðeins ákveðnir litir sem við vinnum með og aðrir litir eru aðeins inni í myndinni í ákveðnum tilgangi; rauður er aðeins notaður sem að- vörun til dæmis. Þetta gengur í gegnum alla þætti myndarinnar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.