Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 17
búninga, leikmynd og kvikmynda- töku. Við erum ekki aðeins að segja sögu heldur að skapa heim, myndheim.“ Og áfram hélt Þorsteinn:„Þetta er græn mynd. Umhverfísvæn. | Hún er svolítið um mikilvægi nátt- úrunnar og tengsla við dýrin. Myndin er ekki hugsuð með ein- I hvern ákveðinn boðskap í huga heldur sém skemmtileg saga en þó geta flestir séð að hún hvefyr I til meiri tengsla við náttúruna. Þetta er fyrst og fremst saga um tilfínningar þessa fólks sem lendir í andstöðu hvert við annað án þess að einhver sé vondur. Dreng- inn langar í hvolp en foreldrarnir vilja ekki fá hund í húsið. Dreng- urinn þarf að velja. Ef hann hlýð- ir foreldrum sínum þá svíkur hann hvolpinn og þá svíkur hann líka afa sinn því hvolpurinn virkar á drenginn sem arftaki gamla Skunda afa hans.“ Kvikmyndatökur standa yfir til 16. október og sagði Hlynur Ósk- arsson annar af framkvæmda- og fjármálastjórum myndarinnar það I óvenju langan tökutíma en þannig væru tökudagarnir þægilegri því ekki má gleyma að aðalhlutverkið I er í höndum tíu ára drengs.„Við eigum fullt í fangi með að muna það en við vinnum helst ekki meira ( en tíu tíma á dag og okkur hefur tekist nokkurn veginn að halda í þá reglu. Við höfðum lítinn aðlög- unartíma en hér er valinn maður í hveiju rúmi og okkur hefur verið tekið sérstaklega vel þar sem við höfum komið. Við lögðum áherslu á að allur aðbúnaður og fæði og aðstaða yrði eins og best yrði á kosið og okkur fínnst það skila sér í betri vinnu og betri vinnuanda," sagði Hlynur. Skýjahöllin er sjöunda bíómynd- in sem Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður myndar en síðast vann hann við Sódómu Reykjavík, sem var sannarlega mjög ólík þessari. „Hér er allt annar taktur," sagði Sigurður ( Sverrir. „Sódóma var hrá og hröð en þessi er mjúk og róleg og miklu agaðri mynd. Einn af stóru höfuð- I verkjunum hjá mér er að ná hvolp- inum á mynd þar sem hann á að vera. Við erum með þunga og stóra 35 mm vél, Moviecam Compact, og það vinnur alveg gegn hvolpinum.“ Til er nokkuð á kvikmyndatöku- máli sem heitir „dag fyrir nótt“ og þýðir að degi er breytt í nótt í kvikmyndatökunni svo hægt er að taka næturatriði yfir hábjartan daginn. Sigurður Sverrir sagði að hann hefði ekki lent í því áður að þurfa að nota daginn fyrir sumar- nóttina eins og gerðist í Húnaveri en kvöldin eru orðin svo stutt að ekki var um annað að ræða. „Ég | hugsa að ég sé ekki búinn að bíta úr nálinni með það,“ sagði Sigurð- ur Sverrir og bætti því við að að- I staða íslenskra kvikmyndagerðar- manna hefði alltaf verið þannig að þeir hafi aldrei getað séð upp- I tökumar fyrr en mörgum dögum eða jafnvel vikum eftir að þær hafa verið gerðar og hann hafi ekki séð neina töku enn. „Við ættum allir að vera komnir með magasár af biðinni." Hann tók undir orð Þorsteins um að helsta breytingin frá því fyrstu íslensku bíómyndirnar voru gerðar sé sú að nú sé komið til starfa „pottþétt lið í kringum mann sem er til aðstoðar. Nú er í fyrsta sinn sem ég fínn gegnum gangandi atvinnumennsku og áhuga. Þetta hefur verið að smá- þróast en er núna orðið gegnheilt." Dagur var kominn að kveldi þar sem kvikmyndatökuliðið var sam- ankomið á Hótel Blönduósi. Á ( morgun kæmi nýr dagur með nýj- um tökum og vandamálum sem þurfti að leysa. Kári Gunnarsson I tekur því öllu með stóískri ró eftir volkið í ánni.„Á morgun á að taka eitthvað með minki sem á að ráð- ast á mig,“ sagði hann og brá hvergi. „ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 B 17 Útimarkaður á Dalvík fimmta sumarið í röð Frystíhúsplauið tek- ur stakkaskiptum Norðlensk vætutíð andstæð starfseminni ^ Dalvík. ÚTIMARKAÐUR var haldinn á Dalvík um helgina en þetta var í fjórða sinn í sumar sem hann er haldinn. Kulda- og vætutíðin sem verið hefur á Norðurlandi í ár hefur verið fremur andstæð slíkri starfsemi. Þrátt fyrir það er ávallt líf- légt við sölustaðina og lífgar upp á bæjarlífið. Útimarkaður hefur verið starf- ræktur á Dalvík í fimm sumur. Söluaðilar koma víða að þó flestir séu þeir frá Dalvík. Vöruúrval er fjölbreytt, matvara, minjagripir og fatnaður, vörur sem einkum eru framleiddar í tómstundum í heima- húsum. I skjóli fyrir norðanátt Markaðurinn var á planinu við Frystihúsið á Dalvík en svæðið umhverfis það hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Búið er að malbika í kring og setja niður blóm og trjágróður í steypt ker og koma fyrir lýsingu, þó hennar sé ekki þörf yfir hásum- arið. Allt umhverfið er hið þrifa- legasta og hentar vel fyrir starf- semi eins og útimarkað á sumrum þar sem gott skjól fyrir norðanátt myndast af húsbyggingum. Unrnæstu helgi verður markað- urinn haldinn í fímmta og síðasta sinn á þessu sumri. Að sögn Ólafs Árnasonar forstöðumanns mark- aðarins var mikið um ferðamenn að þessu sinni sem komu að skoða vöruúrvalið og versla en lítið hefur verið um þá til þessa á Dalvík miðað við undanfarin ár. Víst er að þeir sem í ferðaþjónustu standa kætast ef ferðamönnum íjölgar á staðnum. - Fréttaritari HÚSGÖGN FYRIRHAGSÝNA Úrval fataskápa. Verðfrá kr. 10.600. Kommóðurfrá kr. 4.900. Skrifborð frá kr. 5.900. Ennfremur bókahillur kr. 2.900, hillusamstæður kr. 29.900 og margt fleira á ótrúlegu verði. Sendum f póstkröfu. Lyngási 10, sími 654535. Opið virka daga frá kl. 12-17. TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Corsica LTZ, árgerð ’90 (ekinn 40 þús. mílur), Ford Bronco IIXLT 4x4, árgerð ’89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 17. ágúst kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA fWgtgroiftliiftifr Metsölublad á hveijum degi! Tjöld, bakpok ar, svefnpokar, sólstólar og borö, gönguskór, dýnur, fatnaöur o. m. fl. SEGLAGERÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.