Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBIiAÐIÐ FOLK I FRETTUM ‘SUNN'tJDAGUR 151 ÁGÚST 1998 HNEYKSLI Ekkí tekið út með sældinni Fergie, hertogaynjan af Jórvík lét hafa eftir sér fyrir skömmu, að hún hefði lært dýr- mæta lexíu á því að sjá myndirnar frægu af sér hálfnakinni í sólinni með fjármálaráðgjafanum Johnny Bryan. Hún hefði lært að fólk í- hennar stöðu verður að átta sig á því hvað sé sæmilegt og hvað ekki. Ákveðnar kröfur séu gerðar og hún verði að kyngja því að geta ekki hagað sér nákvæmlega eins og hana lystir. Engu að síður var Fergie nærfellt búinn að koma sér í bobba fyrir skömmu. Þannig er mál vexti, að Fergie tók ástfóstri við ákveðna tegund sportbíls af Jagúar-gerð. Hún fór til umboðsmanns og fékk bifreið til nokkurra daga reynslu. Síðan stóð til að ganga frá kaupleigu- sáttmála. Ekki fór þetta þó betur en svo, að vart var Fergie komin á götuna í nýja bílnum, en gagn- rýnisraddir upphófust fullum hálsi. Þótti ekki við hæfi að hún færi ferða sinna á svo dýrum farskjóta á sama tíma og vangaveltur væru uppi um hvað hún ætti að fá mik- inn lífeyri vegna sambúðarslitsins við prinsinn Andrés. Fergie hrökk illa við og skilaði bílnum sam- stundis og ekur sem fyrr um á ögn ódýrari glæsikerru. Og ekki nóg með það, heldur stefndi fyrir skömmu í nýtt írafár, er kokkur að nafni Simone Vand- erþump, gerði samkomulag við dagblaðið „Sunday Mirror“ um að segja frá þeim mánuðum sem hann eldaði ofan í Fergie og Andrés í Sunninghill Park í Berkshire, þar sem fyrrum hjónakomin eyddu oft stundum sínum saman. Lögfræð- ingur sem Johnny Bryan réði fyrir hönd Fergie, var hins vegar fljótur á ritstjómarskrifstofumar með pappíra þar sem Vanderpump hafði undirritað loforð um að segja aldrei frá því sem hann kynni að sjá eða heyra á meðan hann starf- aði fyrir kóngafólkið. Var þetta svo rækilega skjalfest, að ritstjór- ar „Sunday Mirror“ sögðu upp samningi sínum við kokkinn sem situr eftir með sárt ennið. Þá er hin 23 ára gamla Serena Stanhope að byija að kynnast líf- inu um borð í kóngaskútunni, en Serena á að ganga að eiga Linley vísigreifa, son Margrétar prins- essu 8. október næst komandi. Einhver fyirum kærasti Serenu sá sér leik á borði og greindi slúð- urblaðinu „The People“ frá fyirum Fergie og Jagúarinn ástarfundum þeirra á hrossabú- garði foreldra hennar, og leyfði blaðinu að birta úr ástarbréfum hennar til hans. Á meðan Serena stóð af sér þann storm, mátti hún segja starfí sínu sem fulltrúi al- mannatengsla hjá Armani í Lund- únum lausu, að sögn vegna þess að vinnuveitandinn varð æfur er það spurðist að Serena fékk tísku- hönnuðinn Valentino til að hanna brúðarkjólinn sinn. Einstaka blöð í Bretlandi sá aumur á hinni uhgu Serenu og buðu hana velkomna í fjölskylduna! Serena Stanhope COSPER COSPER izaii Klæðskerinn þarf að taka mál af þér núna. UTSALA - UTSALA Stórkostlegt úrval 10-30% afsl. FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999 V \ W í * 1- v _ \ y ' . _ ^ FERÐALÖG Fjórburar á ferð ÞÆR vekja alls staðar eftirtekt og ánægju, ungu dömumar úr Mos- fellsbæ, Álexandra, Biynhildur, Dilja og Elín, sem vom staddar á Húsavík með foreldrum sínum á dögunum, þá þessi mynd var tekin um síðustu helgi, í sinni fyrstu langferð, sem var hringferð um landið. Ike og Tina Turner áttu talsverðum vinsældum að fagna á sjöunda áratugnum. SAMBÚÐARSLIT Tina í erfiðleikum með karlmennina ftöngkonan Tina Tumer, sem komin er á sextugsaldurinn og stundum kölluð „amma rokksins", er nú karlmannslaus á ný eftir að slitnaði upp úr sambandi hennar og Þjóðveijans Erwins Bach, en þau hafa búið saman undanfarin sex ár. Að vissu leyti má rekja sambúð- arslit þeirra til fyrri eiginmanns Tinu, Ike Turner, en skuggi hans hefur fylgt söngkonunni eins og draugur allt frá því hún losaði sig við hann árið 1976. Tina hóf feril sinn á sjöunda ára- tugnum sem bakraddasöngkona hjá tónlistarmanninum Ike Turner. Ike sá fljótlega hæfileikana sem bjuggu í Tinu litlu og giftist henni og sam- an áttu þau talsverðri velgengni að fagna undir nafninu „Ike og Tina Tumer“. Ike reyndist hins vegar vera drykkfelldur fíkniefnaneytandi og „sýruhaus", sem lamdi konu sína og barði þegar honum bauð svo við að horfa. Tina gafst upp og losaði sig undan ógnarvaldi eiginmannsins og hefur síðan átt glæsilegan söng- feril upp á eigin spýtur. En Ike og fortíðin hafa stöðugt elt hana svo að stundum hefur hún ekki mátt um fijálst höfuð stijúka vegna of- sókna eiginmannsins fyrrverandi. Þetta er margtuggin saga sem óþarfí er að fjölyrða um hér, nema að sagan segir ennfremur að óttinn við Ike og minningamar um nauðg- anir hans og misþyrmingar hafi gert Tinu tilfinningasljóa gagnvart kynlífi og þar stendur hnífurinn í kúnni. Samband þeirri Erwins hafi því verið nánast eingöngu andlegs eðlis og þar sé að finna skýringuna á skilnaði þeirra skötuhjúanna nú eftir sex ára sambúð. Samband þeirra Erwins Bach og Tinu var nánast eingöngu and- legs eðlis að því er söngkonan hefur nú skýrt frá. Tina Tumer er í hópi vinsælustu og hæstlaunuðu skemmtikrafta heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.