Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 mmm © 1992 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate Með morgunkaffinu Og mundu nú að reykja ekkert, drekka ekki áfengi og- stunda ekki hið villta næturlíf Svo deilum við bara með 2 HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Gallað hringtorg við við JL-húsið Frá Einari Þór Einarssyni: Að gefnu tilefni vil ég í vinsemd koma á framfæri við gatnamála- stjóra Reykjavíkurborgar ósk um, að smá lagfæring fari hið fyrsta fram á merkingum hringtorgs þess, sem er við „JL-húsið“ svokallaða vestur á Granda. Hringtorg þetta hefur að líkindum verið skyndihannað og bíður betri tíma til endurbóta. Utúrakstur af torginu í átt til Seltjarnarness á Eið- isgranda verður hinsvegar svo vara- samur þegar akreinar hafa verið auðkenndar með máluðum hvítum strikum að sumarlagi, að ekki má við una. Það getur litið út sem þversögn, að minnast á þessar hvítu strikalín- ur, þar sem vel auðkenndar akreinar eru yfírleitt til mikilla bóta. Þetta á þó ekki við þarna, þar sem ytri ak- reinin er (með máluðu línunum) látin ráða umferðinni - gagnstætt því sem á við (nærri?) öll hringtorg landsins, - en innri akrein hefur haft forgang hér á landi um árabil (gagnstætt því sem tíðkast víða erlendis. En það er nú allt önnur saga.) Það mikilvæga í málinu er að öku- menn almennt hafa í gegnum árin tamið sér akstur í samræmi við þessa hefð - að innri akrein ráði ferðinni út úr hringtorgunum - og treysta nær blint á að þessi regla sé í heiðri höfð án undantekninga. Ökumaður sem ekur vestur Hring- braut að torginu og ætlar út á Sel- tjarnarnes velur sér því nær ósjálf- rátt innri akreinina - sérstaklega ef hann þekkir ekki til torgsins - og beygir grandalaust út Eiðisgrandann og ætlast til, að venju, að ökumenn á ytri akrein hægi á, víki fyrir honum eða stöðvi alveg; hans sé sum sé rétturinn til útaksturs, svo fremi að bifreið á ytri rein sé aftar en hann. Það er afar mikilvægt, að mati undirritaðs, að áunnin hefð fái þarna notið sín, þar sem svo ógæfulega hefur tekist til með hönnun torgsins, að aðeins einn bíll kemst þarna út af torginu í einu í átt til Seltjarnar- ness vegna þrengsla. Innri akreinin sveigir inn á bílastæði Nóatúns og endar með merkingunum við inn- keyrsluna. Götuyfirvöld hafa, sem sagt, sett þarna samfellda, brotna línu fyrir ytri akreinina og gefið henni þar með forgang - gagnstætt áunninni hefð. Kærulausir ökumen eða ópr- úttnir, á ytri akrein, nýta sér þessa nýjung og gefa í, jafnvel þótt þeir Frá Elínu H. Þórarinsdóttur: í tilefni af því að undanfarið hafa verið nokkur blaðskrif um Kínaklúbb Unnar Guðjónsdóttur langar mig að koma á framfæri þakklæti til henn- ar, en við hjónin fórum með henni til Kína í jan. - feb. sl. Við höfum ferðast víða, þar á meðal til Kaliforníu, Tælands, Sov- étríkjanna, Ítalíu, Frakklands, Búlg- aríu og margra annarra landa innan Evrópu, með ýmsum ferðaskrifstof- um, og verið yfirleitt mjög ánægð með allar okkar ferðir, en ég segi fyrir mig að Kínaferðin fannst mér vera ferð ferðanna, stórkostleg. Dvalið var á fyrsta flokks hótelum og allt stóðst fullkomlega sem lofað var, allt innifalið í gjaldinu svo ekki þurfti að taka upp veski alla ferð- ina. Allar skoðunarferðir voru stór- séu á eftir vagni á innri akrein, til þess að komast fram fyrir, jafnvel flauta, böðlast áfram og skeyta engu þótt sá á innri akrein sé búinn að gefa stefnuljós til hægri - óafvitandi um vitleysuna, sem þarna hefur ver- ið komið á. Ekki er mér kunnugt um, hvort þarna hafí orðið slys eða árekstrar af þessum sökum. En allavega býður þessi hönnun upp á slysagildru, og breytingar eða betri merkingar eru því brýnar hið snarasta; þarna hefur undirritaður, sem ekur þessa leið daglega, oftar en einu sinni heyrt ýlfra í hemlum og heyrt heiftarleg flaut ringlaðra ökuþóra, sem í blindni hafa treyst á áunna ökuhefð sem þeir töldu án undantekninga gilda um hringtorg á íslandi. Biðskylda á ytri akrein við út- keyrsluna myndi þarna hjálpa; aðvar- anir af einhverju tagi sömuleiðis, eða aðrar leiðbeiningar. EINAR ÞÓR EINARSSON, Flyðrugranda 12, Reykjavík. fróðlegar og líflegar frá Unnar hendi. Flogið var til eyjarinnar Hainan í Suðurhöfum. Var farið um eyna í viku í 25-30° hita og var þar sann- arlega gaman að koma og margt nýtt að sjá. Eg tíni ekki til allt sem gert var í ferðinni en þar var ekkert tómarúm í tilverunni og allir voru hressir og kátir alla ferðina þó meðalaldur væri dágóður. Sannarlega vildi ég hafa efni á að sigla með Unni í októberferð hennar, en það verður að bíða betri tíma. Hafðu þökk fyrir frábæra ferð og farastjórn Unnur. ELÍN H. ÞÓRARINSDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík. Þakkir til Unnar Víkveiji skrifar Eyjan græna, írland, höfðar sterkt til íslendinga. Rætur íslenzku þjóðarinnar, sem að stærstum hluta eru raktar til Nor- egs, liggja þó víðar um norðan- verða Evrópu. Norrænir víkingar, sem námu land okkar á níundu og tíundu öld, lögðu leið sína víða um Evrópu, m.a. til Englands og ír- lands. Þar réðu þeir sums staðar löndum, skemmri eða lengri tíma, jafnvel í aldir. Þannig var Dublin, eða Dyflinni á okkar máli, höfuð- borg Irlands, í upphafi víkinga- borg. írar eru ekki, að mati Víkveija, sem heimsótti þá á dögunum, hreinkeltnesk þjóð (Keltar: indó- evrópsk þjóð sem að fornu var útbreidd um Vestur- og Mið-Evr- ópu og er enn á Bretlandseyjum og í Bretagne í Frakklandi), heldur blandaðir nokkuð, eins og raunar flestar Evrópuþjóðir. Hér skal hins vegar ekkert um það fullyrt, hve stórtæk sú blöndun var. xxx Víkingar þeir sem námu ísland stönzuðu sumir hvetjir, jafn- vel langtímum saman, á Bretlands- eyjum. í íslandssögu Einars Lax- ness segir svo um þetta efni: „I þeim heimildum (lándnáma- bókum) er sagt að landsnámsmenn hafi aðallega komið frá suðurhluta Vestur-Noregs (Hörðalandi, Sogni og Fjörðum) og margir frá Þránd- heimi, auk þess Bretlandi og eyjun- um. Á Bretlandseyjum höfðu menn blandazt keltnesku fólki, og þeir fluttu einnig keltneska þræla með sér til Islands sem vinnufólk." Það þarf því ekki að leita langt yfir skammt að hluttöku Kelta , (íra) í landnámi íslands; hún er tíunduð í landnámabókum okkar, rituðum á 12. og 13. öld. Þar ligg- ur og skýringin á írskum örnefnum hér á landi (Bekansstaðir, Bijáns- lækur, Dufþaksholt og Kjaran- svík). xxx Víkveija dagsins^ sem kom í fyrsta sinn til Irlands seint í júlímánuði síðastliðnum, fannst hann nánast á heimaslóðum, svo keimlíkt var fólkið Islendingum, Færeyingum og Norðmönnum í hans augum, þrátt fyrir keltneskan uppruna. Þessu veldur trúlega blöndun þjóða á víkingaöld, sem og á öðrum tímum síðan. Fyrir ferðalang frá íslandi skipt- ir mestu máli að Irland hefur upp á fjölmargt forvitnilegt að bjóða, auk þokkalegs verðlags, frábær söfn, góð leikhús, fornar og sögu- ríkar byggingar og vel skipulagðar kynningarferðir um Dyflinni og landsbyggðina. Sagt er álitamál, hvort fleiri séu kirkjur eða krár í Svartalegi (en það mun orðið Dyflinni merkja) og ljúffengur er svartlögur- inn/dökkbjórinn (Guinness), sem einn og út af fyrir sig er írlands- ferðar virði, að mati Víkveija. xxx Eitt af sérkennum Dyflinnar eru fagurskreyttar útihurðir. Svo er að sjá sem írinn leggi sig fram um að hans hurð sé, hvað liti varð- ar, vel aðgreind frá hurðum grann- anna. Þeir segja spozkir á svip að þetta sé gert til þess að þeir rati heim af söngkrám sínum á kvöldin. Trúlega ber þetta sérkenni þó fyrst og fremst vott um einstak- lingshyggju Iranna, sem fellur lítt að láta raða sér inn í einhvers konar heild eða samfellur: að vera einhvers konar afrit/ljósrit af ná- unganum. xxx Borgarskáldið Tómas Guð- mundsson segir í ljóði, sem eldri kynslóðin kann utan að, að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu, það er að segja hvarvetna á byggðum bólum jarðar. Þetta á að sjálfsögðu við um íra og íslendinga — sem aðra. Víkingaborgin Dyflinni, höfuð- borg hins keltnesk-rómversk- katólska írlands, er að útihurðum, fornum byggingum og dökkbjór slepptum, dulítið lík Reykjavík, ekki sízt í fasi og framkomu fólks- ins. Víkveiji getur vel hugsað sér að heimsækja Svartalög á nýjan leik — ekki aðeins fyrir frændsemis sakir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.