Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 26
26 B MOIÍG UNBIiADID sfMSMmmwM 15. ÁGÚST 1993 ÆSKUMYNDIN... ER AF HELGU THORBERG BLÓMAKAUPKONU Létekki strákana bukka sig Helga Thorberg er fædd í Vestmannaeyjum en var að eigin sögn stöðugt aðflytja þegar hún var barn. A sumr- in átti Helga samt fastan stað I tilverunni því að frá átta ára aldri var hún í mörg sumur í sveit á bænum Deild í Fljótshlíð hjá hjónunum Soffíu Gísladóttur og Inga Jónssyni. Þetta var indæl stelpa," segir Ingi, „og dugleg ef hún vildi það við hafa. Þá gat hún tekið til höndum. Ég man að einu sinni suðaði hún um að fá að raka sam- an heyi með hestarakstrarvél , þangað til ég lét undan henni og leyfði henni að prófa. Þá tókst ekki betur til en svo að annað hjól- ið á vélinni lenti úti í skurði en sem betur fór skapaðist ekki af þessu nein hætta.“ Soffía fyrrum húsmóðir í Deild minnist Helgu sem mjög sjálf- stæðrar stúlku. „Hún gat verið svolítið ráðskonuleg," segir Soffía, „og hún lét ekki strákana bukka sig neitt. En okkur var hún aldrei erfíð og við heyrumst enn að minnsta kosti einu sinni á ári.“ Hrefna dóttir Soffíu og Inga minnist Helgu sem sérstaklega skemmtilegs og sjálfstæðs krakka. „Hún var afskaplega uppáfínn- ingasöm og hafði gaman af því að ganga fram af fólki,“ segir Hrefna. „Það var aldrei nein logn- molla í kringum Helgu. Einu sinni datt henni í hug að lýsa á okkur hárið með kúahlandi, fór út í fjós eitt kvöldið og varð sér úti um piss úr uppáhalds-kúnni. Þetta bárum við svo vendilega í hárið og sváfum með það um nóttina. Ég og frænka mín sem var líka hjá okkur þvoðum þennan áburð úr okkur daginn eftir en Helga var með pissið í hárinu í heila viku og árangurinn lét ekki á sér standa. Hún varð næstum hvít- hærð. En Helga yar ekki bara uppáfinningasöm. Ég minnist þess sérstaklega hve hún gladdist og var þakklát ef eitthvað var gert fyrir hana.“ Guðrún Kristjánsdóttir mynd- listarmaður kynntist Helgu þegar þær voru saman í tólf ára bekk og þær voru nánar vinkonur öll unglingsárin. „Mér er minnisstætt hvað Heiga var framtakssöm, stöðugt að skipuleggja partí eða útilegur," segir Guðrún. „Hún vildi hafa Ijör í kringum sig. Þegar ég hugsa um Helgu á þessum árum er það alltaf einn litur sem kemur upp í hugann, bleiki liturinn. Allt var bleikt, fötin, varaliturinn, naglalakkið og umhverfíð. Hún flutti oft á þessum árum og var ekki fyrr búin að eignast nýtt heimili en hún var búin að mála eitthvað bleikt þar, þó að ekki væri nema eina litla hurð.“ Helga þriggja ára á Skóla- braut 15 á Seltjarnarnesi. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Eldur íEyjum Yestmanneyingar hafa minnst þess að undanförnu að tutt- ugu ár eru nú liðin frá gosinu í Heimaey. Þann örlaga- þrungna atburð vilja sjálfsagt fæstir Eyja- menn upplifa aftur enda varð fólk að yfirgefa heimili sín og flýja til lands og á tímabili leit út fyrir að byggð legðist af í Heimaey. En betur fór en á horfðist og byggð hefur blómstrað í Eyjum sem fyrr og nýlega héldu Éyjamenn eina fjöl- mennustu þjóðhátíð sem haldin hef- ur verið frá upphafi. Morgunblaðið fylgdist að sjálfsögðu með fram- vindu gossins og voru blaðamenn og ljósmyndarar jafnan á staðnum allan þann tíma sem gosið stóð. Þeirra atkvæðamestir voru Árni Johnsen og Elín Pálma- dóttir og frásögnum þeirra fylgdu magnaðar ljósmyndir, sem margar hveijar birtust víða um Keimsbyggðina. Hér sjáum við nokkrar hinna fyrstu sem teknar voru af eldgosinu í Heimaey sem hófst í janúar árið 1973. Fyrsta flóttafólkið frá Vestmannaeyj- um kom á Reykjavíkurflugvöll klukk- an fjögur um nóttina með flugvél Eli- ezer Jónssonar. Eftir því sem næst verður komisteru á myndinni auk flugmannsins Ólöf Þórarinsdóttir ásamt ungri dóttur sinni og enn- fremur Jóhanna og Sólveig Þor- steinsdætur ásamt Ingibjörgu, en föðurnafn hennar höfum við því , miður ekki, né heldur nöfn tveggja - barna á myndinni. ÉG HEITI___ MJALLHVÍTAÞENA ÓMARSDÓTTIR FÓLKI hugnast nöfn sín mis- jafnlega og þeir eru til sem geta ekki fellt sig við þau nöfn sem þeir eru skírðir. Ein þeirra er Mjallhvít Aþena Ómarsdóttir, sem hefur gert nokkrar tilraun- ir til að fá fellt niður fyrra nafn- ið. Síðara nafnið, Aþena, kann hún hins vegar ágætlega við, þrátt fyrir að það teljist ekki síður óvenjuiegt en Mjallhvít. A Omar Þ. Halldórsson, faðir Mjallhvítar Aþenu, segir nafnið ekki hafa staðið í prestinum er dóttir hans var skírð fyrir tutt- ugu árum. Nafnið vakti hins vegar athygli margra og nokkrum árum síðar birtist í blaði einu viðtal við konu sem safnaði mannanöfnum undir fyrirsögninni „Mjallhvít Aþena var bamið skírt“. Ómar segir fjölskyldunni hafa þótt það óskemmtilegt að felldur væri dóm- ur yfír nafninu á þennan hátt. „Þá kom kona að máli við mig stuttu eftir skímina og spurði mig hvort dóttir mín héti virkilega Mjallhvít, þar sem fjöldi fólks hefði sótt um að fá að skíra börn sín nafninu en prestarnir aftekið það með öllu.“ Ekki hafa allir prestar þó staðið svo fast á neituninni því þijár konúr heita Mjallhvítarnafn- inu að fyrra nafni og fáeinar að því síðara. Ómar segir að þeim foreldrun- um hafi þótt Mjallhvítarnafnið fal- legt, það hafi verið hugsað sem nokkurs konar útgáfa af „Svan- hvít“ og reynt að horfa fram hjá Morgunblaðið/Sig. Jóns Mjallhvít Aþena tekur síðara nafnið fram yfir það fyrra. ævintýrapersónunni. Aþenunafnið hefur hins vegar lengi verið eftir- læti Ómars. „A mínum yngri árum fékk ég að velja nafn á skólahljóm- sveitina sem ég var í og valdi Aþenu. En það dugði ekki til því þegar ég eignaðist dóttur vildi ég endilega að hún héti nafninu. Allt frá því að ég var krakki hef ég haft dálæti á nafni grísku visku- gyðjunnar Pallasar Aþenu, eins og Sveinbjörn Egilsson ritaði nafn hennar.“ Ömar segist hafa átt von á því að fleiri skírðu Aþenunafninu en það hefur ekki verið fyrr en á síðustu árum. Elsta stúlkan sem heitir Aþena að fyrra nafni er fædd árið 1986 en íjórareru yngri. Elsta Aþenan heitir raunar Aþena Mjöll, sem segja má að sé nafn Mjallhvítar Aþenu snúið við. ÞANNIG... SLAKARINGER ANNA AIKMANÁ Hotfií eldinn Við varðeldinn í Skorradal, Inger Anna ásamt sambýlismanni sínum Andra Má Gunnarssyni. VIÐ eigum okkur mismunandi leiðir til að slaka á þegar annríki hversdagsins keyrir um þverbak. Þær aðferðir sem gripið er til eru misjafnlega árangursríkar, hvort heldur þær eru flóknar, óvenjulegar eða sáraeinfaldar. Guðfræðineminn Inger Anna Aikman vinnur mikið í törnum en grípur þess á milli hveija lausa stund til að slaka á. Hún hefur sínar aðferðir til þess, hvorki flóknar, né sérstaklega óvenjulegar, en árangursríkar. Við loga varðeldsins fínnur In- ger Anna þann frið og ró sem henni er nauðsynlegt til að slaka á. Varðeldinn kveikir hún í fjör- unni við Skorradalsvatn en í daln- um á fjölskylda hennar sumarbú- stað. „Mér finnst hvergi betra að vera en í Skorradalnum, horfa í eldinn og út á vatnið. Þangað fer ég hvenær sem tækifæri gefst. Geti ég ekki komist úr bænum fer ég í huganum í Skorradalinn," seg- ir Inger Anna. Hún segir jafnvel kvöldstund nægja til að losa um streituna, með dvöl þar komist hún næst algerri afslöppun. Varðeldurinn við Skorradals- vatn er ekki eina leið Inger Önnu til að slaka á. Hún segir einn geisladisk í eigu sinni vera á við átta tíma svefn, nái hún að hlusta ótrufluð á hann. Það er diskurinn Silver, með tónlistarmanninum Mike Roland. Á honum er enginn söngur heldur aðeins ieikið á hljóð- færi, auk þess sem tónlistarmaður- inn notar öldugjálfur til að auka á áhrifín. Inger Anna er tarnamanneskja, segir 9-5 vinnu ekki henta sér. Hún vinnur því í skorpum og slak- ar vel á þess á milli. „Mér hefur gefist skorpuvinnan mun betur en föst dagvinna. Ég vinn best á næturnar, er ófær um að hugsa suma hluti fyrr en líða tekur á daginn. Ég fer ekki í gang fyrr en um miðjan dag, segi enda oft að íslenskt samfélag sé mér fíand- samlegt. Á kvöldin fyllist ég hins vegar fítonskrafti, þá vil ég fram- kvæma hlutina, skrifa, skipuleggja eða bara taka til. Og á kvöldin vil ég hitta fólk, þá erum við allt öðru- vísi innstillt og ræðum um það sem máli skiptir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.