Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 TERRACINABRÉF Tilfinningaþrungnar fréttír eða berstrípaður Sannleikurinn FYRIR ástríðufulla blaðalesendur eru ít- ölsku dagblöðin sannkallað hnossgæti. Þau eru stór og þykk, efnismikil og fjöl- breytt. Auðvitað mikið efni um stjórnmál og efnahagsmál, en einnig um menning- armál. I þeim eru yfirleitt ekki litmyndir, ljósmyndirnar oftast fremur litlar í snið- um, en teikningar mikið notaðar og gefa blöðunum firna líflegt yfirbragð, ekki síst hárbeittar, pólitískar skrýtlumyndir. En það sem gefur blöðunum meðal annars sérstakan svip er að fréttaflutningur þeirra er með öðrum hætti en margir erlendir lesendur eiga að venjast. Stór landsblöð eins og Corriere della Sera, La Repubblica og II Messagero eru að mestu leyti byggð upp á svipaðan hátt, en eins og alltaf á hver lesandi sitt uppáhaldsblað og hvert blað hefur sínar áherslur, mótaðar af þeim sem standa að því. Forsíðan gefur strax hugmynd um hvers er að vænta. Þar eru fréttir af helstu fréttun- um, með áframhaldi inni í blaðinu. Fyrirsagn- irnar eru yfirleitt ekki stórar, meira lagt upp úr að koma sem mestum texta að til að kynna efni blaðsins, svo forsíðan er stútfull. Og neðst niðri í horninu er svo kannski hæversk- leg auglýsing, annaðhvort um tímarit, eða góða bók, en ekki bara hvað sem er. Hinn ítalski tónn Hvað varðap fréttaskrifin kveður við sér- ítalskan tón. I hinum engilsaxneska blaða- heimi, á Norðurlöndum, í Þýskalandi og víðar þykir það gullvæg regla að blaðamenn skrifí fréttir á sem hlutlægastan hátt, án nokkurra persónulegra ummæla. Blaðamaðurinn á að leitast við að ná Sannleikanum og hið hug- læga yfírborð skapar þá hugmynd hjá lesand- anum að hann sjái þar með Sannleikann ómengaðan. Italskir blaðamenn bera sig oft- ar en ekki allt öðruvísi að. Þegar þeir segja til dæmis frá atburðum, segja þeir frá því sem þeir sjá á staðnum, með athugasemdum frá eigin bijósti, án þess þó að tala um sjálf- an sig í fyrstu persónu. Dæmi um þetta eru nýlegar fréttir af upp- hlaupi og hnútakasti í ítalska þinginu, þar sem skiptist á frásögn blaðamannsins af því sem hann sér og heyrir og því sem þessir atburðir vekja upp í huga hans. Ákærur á hendur fyrrverandi ráðherra komu til um- ræðu og einn þingmanna sagði hann hættu- legri en stórmafíósann Totó Riina, sem hand- tekinn var í vor. Þá sagði Vittorio Sgarbi, þingmaður Frjálslynda flokksins að ráðherr- ann ætti ekki aðeins skilið að vera settur í fangelsi, heldur einnig að vera pyntaður. Fyrir þetta fékk Sgarbi ákúrur, en hann svar- aði fyrir sig ... og grípum nú niður í frétt Corriere della Sera af atburðinum: „Hin sanna pynting, segir Sgarbi við Formenti (þingmann Lega Nord), er að þurfa að horfa upp á þitt heimskulega fés hér í þessum sal.“ Þingið hallast nú að hinu óheilbrigða og allt fuðrar upp á einni mínútu. í klukkustund er allt látið vaða. Umræðurnar fara frá „kokk- ál“ yfir í „bastarð“ og frá „farðu í rass og rófu“ yfir í „farðu að skíta“. En móðganirn- ar og háðið um lýðræðið og umburðarlyndið eru aðeins froðan ofan af ólæknandi tauga- óstyrk, sem herjar á alla, líka þá sem ávíta samþingmenn sína fyrir að æsa sig.“ I lok fréttarinnar segir: „Núna gengur Roehetta (þingmaður Lega Nord) um með einn skó í hendinni, svo það sést í rifu á Yves Saint-Laurent jakkanum hans og segir innblásinn: „Sjáið, þetta er lýðræðið". Sgarbi heldur því fram að vandamálið sé „ekki Roch- etta, heldur kjósendur hans, sem þekkja ekki mann frá hundi“. Og sjáið til, það hefur ein- mitt ekkert breyst." — Síðustu orðin koma frá blaðamanninum um að þrátt fyrir þessi orðaskipti og læti þá breyti slíkar umræður engu. Það segir sig sjálft að blaðamennska af þessu tagi snertir tilfínningar lesenda mun meir en stranglega hlutlæg frásögn. Við jarð- arfarir og dauðsföll fara blaðamennimir á kostum. Þá fá lesendur að heyra um tár og grát og önnur viðbrögð. Þegar einhver deyr tíðkast að hinn látni sé jarðsettur einum eða tveimur sólarhringum eftir látið. Aðstandend- ur og vinir koma í heimsókn til fjölskyldunn- ar strax eftir að látið spyrst út. Þegar um þekkta menn er að ræða, eins og stjómmála- menn eða listamenn, fara blaðamenn einnig í heimsókn og skrifa svo um það sem þeir sjá og heyra þar. Eftir sprenginguna í Mílanó um daginn fór Oscar Luigi Sealfaro forseti til borgarinnar á fund borgarstjórans. Fréttin í Corriere della Sera um hann byijaði svona: „Ég færi þér samúð alls staðar að úr landinu... Þetta er skelfílegur dagur, skelfilegur dagur.“ Oscar Luigi Scalfaro er við það að tárfella, meðan hann faðmar Marco Formentini á ganginum, sem liggur að salnum með líkbörunum í Marino-höllinni. Yfírmaður landsins og borg- arstjóri borgarinnar, sem er miðstöð Lega Nord, horfast í augu í eina, langa mínútu, báðir í tilfínningaflæði, svo þeir fá kökk í hálsinn og mega ekki mæla. Þeir klappa hvor öðrum á öxlina í hughreystingarskyni eins og menn gera þegar þeir eru saman um sorg, taka þátt í sama harmleiknum." — Og þannig heldur lýsingin áfram á fleiri stjórn- málamönnum, sem koma að líkbörunum og á mannijöldanum fyrir utan höllina. Þegar fjármálaráðherrann Raul Gardini framdi sjálfsmorð um daginn fór blaðamaður heim til hans í Ravenna. Þar hitti hann fyrir ýmsa vini og félaga hins látna, sem allir höfðu eitthvað gott að segja um hann. Einn þeirra var hljómsveitarstjórinn Riccardo Muti, sem einnig býr í Ravenna, þar sem hann og kona hans hafa um árabil rekið myndarlega tónlistarhátíð, meðal annars með góðum stuðningi Gardinis og annarra betri borgara í Ravenna. Og blaðamaðurinn gleymdi heldur ekki að lýsa andrúmsloftinu og hvernig fólk leit út. Og vel á minnst útlit. Lýsingar á klæðnaði eru ómissandi hluti af fréttum ítal- skra blaða, enda ítalir afar áhugasamir um þann hluta mannlífsins. Tilfinningakvörn Óneitanlega er forvitnilegt að hugleiða áhrif þessarar sérítölsku fréttamennsku á lesendur í samanburði við hina „hlutlægu" fréttamennsku, sem tíðkast víðast annars staðar. Hlutlægt yfírbragð gefur lesandanum þá tilfínningu að hann lesi sanna frásögn, svona séu hlutirnir og ekki öðruvísi. En um leið felur hún að fréttin er þegar allt kemur til alls, huglægt val blaðamannsins og spegl- ar það sem honum eða ritstjórunum finnst skipta máli. Það er ekki hægt að skrifa frétt án þess að efnið sé á einhvem hátt valið og matreitt ofan í lesandann. Hið strang-hlut- læga form gefur fréttunum yfírbragð hins einasta eina Sannleika og það er spurning hvort lesendum er einhver greiði gerður með því. Hvemig sem á því stendur þá virðast ítal- ir almennt mjög tortryggnir á til dæmis allar pólitískar hræringar. Þeir trúa einfaldlega ekki því sem stjómmálamenn segja, heldur spyija sjálfan sig hvað hé sé nú á ferðinni og eru ekki haldnir neinni yfirvaldstrú. Og hvað er hollara en smá skammtur af tor- tryggni til að halda lífi í lýðræðinu og betra en að fólk trúi bara bláeygt á allt sem þeim er sagt ... og allt sem lítur út fyrir að vera Sannleikurinn. Óneitanlega er mun skemmti- legra að lesa ítalskar fréttir, sem em fullar af tilfínningum, bæði þeirra sem skapa frétt- irnar og þeirra sem miðla þeim. Lesandinn velur svo sjálfur hveiju hann vill trúa og hveiju ekki, fremur en að honum sé skammt- aður Sannleikurinn. Fyrir óharðnaðar sálir er reyndar svolítið yfirþyrmandi að vera í þessari sífelldu tilfinningakvörn, sem fréttirn- ar era, þar sem alltaf er verið að kippa í lesandann á einhvern hátt ... en það er önn- ur saga. Sigrún Davíðsdóttir SKÓÚTSALA 0OOO Skéverslun Þórðar Laugavegi 41, Kirkjustræti 8, sími 13570 sími 14181 HUSNÆÐISNEFND KOPAVOGS FANNBORG 4 — 200 KÓPAVOGl SÍMI 91 - 45140 TILBOÐ OSKAST Húsnæðisnefnd Kópavogs óskar eftir 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðum eða heilum stigahúsum til kaups. íbúðirnar séu í samræmi við hönnunarreglur Húsnæðisstofnunar ríkis- ins um félagslegar íbúðir. Tilboðum verði skilað fyrir 21. ágúst 1993 til Húsnæðisnefndar Kópavogs, Fannborg 4, Kópavogi. Húsnæðisnefnd Kópavogs. Olíumálverk eftir Kjarval ca. 100 x 50 til sölu Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 21. ágúst '93, merktar: „1940“. ÚTSALA 30 - 70% AFSLÁTTUR Dærni: Verðáður: Verðnú: Skyrtur 5.400,- 1.620,- Peysur 2.550,- 1.530,- Bolir 2.973,- 891,- Buxur 4.876,- 2.928,- FATALINAN MAX-HÚSIIMU, SKEIFUNNI 15 - SÍMI 685222 INOVELL =§§ Tæknival Skeifan 17, sími 681665 NOVELL umboöiö á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.